Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
KLAPPASTÍG 44
Nýtt spænskt merki
42.
Sjáðu fleiri tegundir...
fransiskoverslun fransi_skoverslun
St. 36–
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
STÓRÚTSALA
50-80% afsláttur
af fatnaði og skóm
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Skoðið LAXDAL.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
ÚTSÖLUSPRENGJA
MEIRI VERÐLÆKKUN
50% - 60% - 70%
lýðheilsugeiranum og eru raf-
rettur sennilega heitasta málið í
dag. Þetta er að ná offitu í rann-
sóknaráhuga, og þetta er að mínu
mati óþarflega mikil hræðsla en
það fylgir alltaf því þegar eitthvað
nýtt kemur á markaðinn,“ segir
Sveinbjörn um rafretturann-
sóknir.
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Notkun á rafrettum meðal fólks hér
og landi sem og víðar hefur aukist
mjög á síðustu árum, t.a.m. fjölgaði
þeim Íslendingum sem nota raf-
rettur daglega um 9.200 á síðustu
þremur árum, segir í könnun á veg-
um embættis landlæknis frá því
fyrr í sumar.
Samhliða aukinni notkun raf-
rettna hefur verið þörf fyrir frekari
rannsóknir á notkun rafrettna, t.d.
hvort og hve skaðlegar þær eru og
hvort þær geti hjálpað fólki að
hætta tóbaksreykingum. Þar sem
rafrettur teljast tilltölulega nýjar á
markaðnum er enn þá erfitt að
segja margt með fullri vissu um
langtímaáhrif rafrettna á heilsufar.
Fylgjast mjög vel með þróun
Sveinbjörn Kristjánsson, sér-
fræðingur hjá embætti landlæknis,
segir í samtali við Morgunblaðið að
landlæknisembættið fylgist afar
grannt með rannsóknum á raf-
rettum. „Ég, ásamt kollega mínum,
er nýkominn frá vikulöngum kúrs í
Stirling í Skotlandi þar sem farið
var yfir allt það sem er að gerast í
þessum málaflokki, en auk þess les-
um við greinar sem koma út hverju
sinni,“ segir Sveinbjörn.
Í Stirling-háskólanum var þeim
m.a. bent á að hundruð ef ekki þús-
undir rannsókna á rafrettum
standa yfir. „Þetta er svo „heitt“ í
Tvískipt nálgun á rafrettur
Sveinbjörn segir að það sé nauð-
synlegt skipta umræðunni um raf-
rettur í tvo flokka. „Annars vegar,
eins og þetta var upprunalega
hugsað, tæki til að hjálpa fólki að
hætta að reykja og þar er útlitið
mjög jákvætt. Þó er ekki mikið af
svokölluðum RCT-rannsóknum,
sem er besti staðallinn til að meta
árangurinn, en aðrar rannsóknir
sýna að fjöldi fólks er að færa sig úr
tóbaksreykingum yfir í rafrettur,“
segir Sveinbjörn og er það til hins
betra.
Hinn flokkurinn varðar ungt fólk
og rafrettur. „Við fylgjumst mjög
vel því og höfum áhyggjur af, eins
og hefur kom fram hjá Rannsókn
og greiningu er aukningin gífurleg
á undanförnum árum. Við fylgjumst
best með rannsóknum til 10. bekk-
inga, sem eru algengastar á Íslandi,
þar erum við að sjá töluvert stóran
hóp sem er að nota rafrettur,“ segir
Sveinbjörn. Í þessum flokki komi
ávallt upp hin svokallaða „milljón
dollara spurning“ hvort rafrettu-
notkun leiði til tóbaksreykinga.
Í rannsókn sem var birt í rit-
rýnda fræðitímaritinu PNAS í jan-
úar sl. segir að rafrettureykur
skemmi DNA og dragi úr „viðgerð-
arvirkni“ (e. repair activity) í lung-
um. Benda niðurstöðurnar til þess
að nikótín og aukaafurðir þess gætu
ýtt undir lungnakrabbamein. Þó
bendir rannsóknin að auki á að
fleiri rannsókna er krafist til þessa
að færa frekari sönnur á tilgátuna.
95% skaðminna en tóbak
Lýðheilsustofnun Bretlands (Pu-
blic Health England) bendir þó á í
nýlega uppfærðu yfirliti sínu um
rafrettur að þær séu 95% skað-
minni en tóbaksreykingar og að
áhættan að fá krabbamein við raf-
rettunotkun er minni en 1%. Tekið
er þó fram að rafrettur séu ekki
með öllu áhættulausar og frekari
rannsókna sé krafist. Hvað varðar
nikótín segir Sveinbjörn að það efni
sé ekki skaðvaldurinn af tóbaks-
reykingum og það langt í frá.
„Nikótín er engu að síður ávana-
bindandi en er ekki mjög skaðlegt
út af fyrir sig,“ segir Sveinbjörn að
lokum.
Rafretturannsóknir „þær heitustu“
Nauðsynlegt að skipta umræðu um rafrettunotkun í tvo málaflokka Langtímaáhrif eru ókunn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þróun Sérfræðingur segir að rafrettur séu góð leið út úr tóbaksreykingum.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Freyr Hólm Ketilsson, fram-
kvæmdastjóri og einn stofnenda
Dattaca labs ehf. sem sérhæfir sig í
nýrri persónuverndarlöggjöf, hefur
sent um 70 bréf í eigin nafni, með
bréfshaus Dattaca, til ýmissa stofn-
ana og fyrirtækja og óskað eftir öll-
um upplýsingum sem þessir aðilar
kunna að hafa um hann sjálfan.
Dattaca labs býður m.a. þá þjón-
ustu að fyrirtæki útvisti hlutverki
persónuverndarfulltrúa, samkvæmt
nýju lögunum, til Dattaca. Freyr
segir fyrirtækið hafa beina hags-
muni af því að einstaklingar séu
hvattir til þess að senda beiðnir um
persónuupplýsingar sínar.
Halda úti hópi á Facebook
„Það má alveg segja að við séum á
gráu svæði af því við erum að vinna
bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir
annars vegar og einstaklinga hins
vegar,“ segir hann.
Freyr segir að hagsmunaárekstur
geti fylgt því að fyrirtækið haldi úti
hópi á Facebook til að aðstoða ein-
staklinga við að óska persónuvernd-
argagna frá fyrirtækjum og stofnun-
um, en starfi um leið fyrir fyrirtæki
og stofnanir.
Í hópnum „Ég vil fá persónugögn-
in mín“ eru nú yfir tvö þúsund
manns, en þar má finna sniðmát fyrir
beiðni til stofnana og/eða fyrirtækja
um persónuupplýsingar í samræmi
við rýmri rétt einstaklinga í nýjum
persónuverndarlögum.
Í sniðmátinu er viðtakanda ráð-
lagt að hafa samband við sendanda
eða Dattaca labs, óski hann frekari
skýringa vegna beiðninnar, ráðgjaf-
ar eða þjónustu. Viðtakandi hafi 30
daga til að bregðast við.
Spurður hvort hann hafi fengið
slæm viðbrögð við beiðnunum, í ljósi
þess að hann sé framkvæmdastjóri
þess fyrirtækis sem vísað er til um
ráðgjöf í sniðmátinu, kveður hann
nei við.
„Ég sendi þessar beiðnir út sem
einstaklingur, ekki sem fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,“ segir
hann og nefnir að bréfin hafi verið
send í því skyni að kanna viðbrögð og
hvort fyrirtækin væru almennt und-
irbúin fyrir gildistöku nýju laganna.
Hann segir mjög mismunandi hve
vel undirbúin fyrirtækin séu.
Hagsmunaárekstrar geta fylgt
Aðspurður segir Freyr að fyrir-
tækið sé að vissu leyti beggja vegna
borðs hvað hópinn varðar. Aftur á
móti muni Dattaca labs brátt hverfa
frá stjórn hópsins og eftirláta öðrum
að þjónusta einstaklinga. Hefur
hann nú auglýst eftir einstaklingi
sem hefur „áhuga, getu og þekk-
ingu,“ til að taka við stjórn hópsins.
Freyr segir að viðskiptavinur fyr-
irtækisins, sem hafi hagsmuni af því
að einstaklingar óski eftir persónu-
upplýsingum og að hagkerfi per-
sónuupplýsinga myndist á Íslandi,
hafi óskað eftir þjónustu Dattaca
labs hópurinn hafi verið stofnaður að
beiðni hans. Freyr segir trúnað ríkja
um viðskiptavininn.
„Við erum búin að koma þessum
hópi í gang og munum síðan bakka út
úr honum aftur. Því geta fylgt hags-
munaárekstrar að vera bæði tals-
menn einstaklinga og fyrirtækja í
þessum málum,“ segir Freyr.
Thinkstock/Getty Images
Gögn Einstaklingar geta nú óskað
eftir því að fá persónuupplýsingar.
Dattaca beggja vegna borðs
Framkvæmdastjórinn hefur sent 70 beiðnir til ýmissa aðila
Þór Steinarsson
hefur verið ráð-
inn sveitarstjóri
Vopnafjarðar-
hrepps. Kemur
þetta fram í til-
kynningu sem
birt er á heima-
síðu sveitarfé-
lagsins.
Ráðning Þórs
Steinarssonar
var staðfest á fundi sveitarstjórnar í
gær, 27. júlí 2018. Þór er með meist-
aragráðu í opinberri stjórnsýslu
(MPA) frá stjórnmálafræðideild Há-
skóla Íslands og hefur starfað hjá
Reykjavíkurborg frá árinu 2012, þar
af sem aðstoðarmaður sviðsstjóra
umhverfis-og skipulagssviðs Reykja-
víkurborgar undanfarin fimm ár.
Alls sóttu 15 einstaklingar um
stöðu sveitarstjóra.
Þór ráðinn
sveitarstjóri
Þór
Steinarsson