Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 16

Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú er hásumar – þótt sumum finnist árstíðin enn ekki hafin – og athyglis- vert að líta á laxveiðina þar sem besti veiðitíminn er runninn upp. Í stuttu máli má segja að rífandi gangur sé í ánum vestanlands, sem njóta góðs vatnsmagns á rigningasumri, Vopna- fjarðarárnar virðast vera að rífa sig upp úr öldudal síðustu ára en veiðin á norðvestur-horninu er treg. Árnar bólgnar og kaldar og laxinn tekur illa. „Það er erfitt,“ sagði einn við- mælandinn við eina gamalgrónu hún- vesku ána. „Það koma vaktir þar sem veiðimenn koma allir fisklausir í hús og það á ekki að gerast á þessum tíma árs.“ Á lista Landssambands veiðifélaga á Angling.is, sem tekinn var saman á miðvikudagskvöldið var, má sjá að fimm ár hafa gefið yfir 1.000 laxa. Enn situr Þverá-Kjarrá þar á toppn- um en í liðinni viku veiddust 292 laxar á stangirnar 14, eða þrír laxar á stöng á dag. Næst á listanum er Norðurá en í liðinni viku veiddust þar 106 á stangirnar 15, lax á stöng á dag, sem er talsvert minni veiði en vikuna þar á undan er meðalveiði á stöng á dag voru nær þrír laxar. Þá koma Rangárnar en eftir öflug- ar göngur síðustu vikur er veiðin fín í báðum; í Ytri-Rangá og við vest- urbakka Hólsár veiddust 366 í vik- unni og enn betri var hún í Eystri- Rangá þar sem 515 laxar veiddust í vikunni, um fjórir laxar á stöng á dag. „Allir sjúklega kátir“ „Það gengur mjög vel hérna hjá okkur. Áin hefur verið í ljómandi fínu vatni og það veiddist mjög vel í síð- ustu viku,“ segir Karl Lúðvíksson, leiðsögumaður við Langá á Mýrum. Þar veiddust 235 laxar í vikunni og í gær fór veiðin yfir 900 laxa, sem er svipað og á sama tíma í fyrra en veið- in var þó lengi að taka við sér í upp- hafi veiðitímans í ár. Karl segir að auk þess að landa mörgum fiskum síðustu daga hafi veiðimenn líka misst marga. „Fólk sem ég var að segja til tók meðal ann- ars laxa á Madelaine-flugur númer 20. Ég hef aldrei áður hnýtt á tauma við veiðar í þessari á svo litlar flugur. En um leið og við köstuðum þessum pínulitlu varð takan rosalega góð – en menn missa meira á móti. Mér er sama um það, á meðan takan er svona fín.“ Karl segir að nú sé laxinn orðinn vel dreifður upp um alla á, sem sé mikill munur frá fyrstu vikunum þeg- ar vatnið var mjög kalt og laxinn fór ekkert upp á efri svæðin. „Ég var uppi á fjalli á morgun og þar tókum við til dæmis fiska á Hellisbreiðu; um 300 laxar hafa gengið upp á fjall og það er við það að detta inn sem gott veiðisvæði.“ Karl hefur langa reynslu af veiðum við Langá en segir að í gær hafi hann orðið vitni að einstaklega góðri göngu í ána. „Ég stóð við Skuggafoss neðst í ánni með feðgum frá Texas og við ákváðum að telja fiskana sem stykkju upp fossinn, bara þá sem næðu upp fossinn, ekki þá sem féllu til baka, og myndum ekki byrja að veiða fyrr en við værum komnir upp í fimmtíu. Það tók bara tíu mínútur! Ég hef aldrei horft upp á svona lagað fyrr, í lok júlí. Þessi lax tók ekki neitt, hann bara óð í gegn.“ Og Karl bætir við að þeir hafi undanfarið líka séð ganga fiska í stærðum sem ekki fer mikið fyrir í Langá, í 100 cm flokkn- um. „Einn þeirra stökk á línuna,“ segir hann. „Við „gædarnir“ erum með pínu veðmál í gangi um veiðina í sumar og við erum sammála flestir um að loka- talan hér gæti verið 1.600 til 1.800 laxar, og við erum ánægð með það.“ Karl bætir við að laxinn sé í fínu standi í ár. „Hrygnurnar eru 1.800 til 2.000 grömm og hængarnir 2.000 til 2.300 grömm; Langárprentvélin dæl- ir þeim eins út. Hér eru allir sjúklega kátir enda var síðasta holl, sem var að klára, með 109 laxa – yfir tíu á stöng, og samt voru tvær vaktanna steindauðar.“ Vopnafjarðarár á uppleið Gísli Ásgeirsson hjá Streng, sem fer með veiðina í Selá og Hofsá, svar- ar játandi þegar spurt er hvort það sé ekki rétt að Vopnafjarðarárnar séu að rífa sig úr öldudal. Á miðvikudag höfðu tæplega 500 veiðst í Selá og 280 í Hofsá og Sunnudalsá. 193 laxar veiddust í Selá í liðinni viku á stangirnar sex, um sex laxar á stöng á dag. „Þetta var mjög flott vika,“ segir Gísli. „Og þessi fer vel af stað. Lúsugur fiskur er að veiðast víða og þetta lítur vel út. Ef veiðin verður áfram svona eittvað inn í ágúst þá verður útkoman fín með- alveiði. Veðrið hefur verið einstakt og þeta hefur verið skemmtilegt sumar. Fiskur er kominn upp úr öllu og þetta er eiginlega eins og í gamla daga, að menn geta farið í hvaða hyl sem er og veitt.“ Og Gísli segir að meira sjáist nú af smálaxi í Selá en oft áður. Hann segir að hvað Hofsá varðar líti allt mikið betur út nú en síðustu sumur. Þar veiddust 102 laxar í síð- ustu viku. 105 cm maríulax! Sífellt fleiri fréttir berast af löxum í yfirstærð. Ein slík barst í vikunni úr Fljótaá þar sem Ilya Sherbovich veiddi 106 cm hæng, stærri lax en elstu menn muna eftir að hafa séð koma úr Fljótaá. Laxinn tók hálf- tommu Collie Dog-túbu. Draumurinn um risalax heldur mönnum spenntum við Laxá í Aðal- dal og sá draumur rættist heldur bet- ur í vikunni hjá 11 ára breskum veiði- manni, Drummond Black. Hann landaði 105 cm hæng á Lönguflúð á Nessvæðinu, fisk sem vó 27 ensk pund, og var það maríulax piltsins. Hann á ekki langt að sækja veiðigen- in því hann var við ána ásamt ömmu sinni, hinni víðfrægu veiðikonu Lillu Rowcliffe sem er nú 92 ára gömul og veiddi á sömu vaktinni fyrir viku 24 og 18 punda laxa. Nils Folmer Jörg- ensen veiddi stærsta laxinn í sumar í Laxá, 111 cm hæng. Morgunblaðið/Einar Falur Heitur hylur Veiðimaður togast á við sprækan smálax í Laugarhyl í Húseyjarkvísl í Skagafirði. Um 80 laxar hafa veiðst á laxastangirnar tvær í ánni, sem telst ágætt, en veiðin hefur þó verið upp og ofan þar undanfarið. Byrjar vel Drummond Black með maríulaxinn, 105 cm hæng sem hann veiddi á Löngflúð í Aðaldal, ásamt leiðsögumanninum Ólafi H. Kristjánssyni. 50 náðu upp Skugga- foss á 10 mínútum  Góð laxveiði vestanlands  Enn veiðast drekar í Aðaldal Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is * Tölur liggja ekki fyrir 0 500 1.000 1.500 2.000 Staðan 25. júlí 2018 Veiðivatn Stanga- fjöldi Veiði 26. 7. 2017 27. 7. 2016 Þverá / Kjarrá 14 1.817 1.312 1.300 Norðurá 15 1.231 1.095 880 Ytri-Rangá & vesturbakki Hólsár 18 1.114 1.570 3.250 Eystri-Rangá 18 1.070 338 1.885 Miðfjarðará 10 1.058 1.458 1.996 Urriðafoss í Þjórsá 4 955 625 * Haffjarðará 8 948 670 820 Langá 12 843 873 731 Blanda 14 668 913 1.681 Grímsá og Tunguá 8 576 594 272 Elliðaárnar 6 566 577 455 Laxá í Kjós 8 551 413 254 Selá í Vopnafirði 6 482 390 366 Laxá í Dölum 4 425 209 451 Laxá í Leirársveit 6 373 287 207

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.