Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Eigendur brugghússins Brothers
Brewery í Vestmannaeyjum leita nú
að stærra húsnæði í Eyjum fyrir ört
stækkandi framleiðslu sína. Brugg-
húsið sótti um að byggja húsnæði
við Vigtartorg á hafnarsvæðinu í
Eyjum en fékk synjun frá bæjar-
yfirvöldum á dögunum. Fyrirhugað
húsnæði á að hýsa bæði ölstofu
Brothers Brewery og brugg-
framleiðsluna.
Neitað að byggja á höfninni
Að sögn Kjartans Vídó Ólafs-
sonar, eins eigenda Brothers Brew-
ery, hafa þeir meðal annars áform
um að auka við framleiðsluna.
„Við erum búnir að sprengja nú-
verandi húsnæði utan af okkur og ef
við viljum auka framleiðsluna og
framleiðslugetuna þurfum við að
finna okkur einhvern nýjan stað.
Við sóttum um að byggja á fallegum
stað á höfninni og þessi teikning
sem við vorum með í huga passaði
best þar. Það eru þannig séð engar
lóðir sem passa við þennan rekstur
og ölstofuna í miðbænum. Þess
vegna ákváðum við að sækja um
þetta þarna.“
Að sögn Kjartans munu eigendur
brugghússins funda með bygginga-
fulltrúa og formanni skipulags-
nefndar í ágúst. „Við hljótum að
finna einhverja lendingu á þessu en
við höldum í vonina að við fáum að
fara þarna niður eftir.“
Formaður umhverfis- og skipu-
lagsráðs í Eyjum segir í yfirlýsingu
að gildandi deiliskipulag kveði á um
að umrætt svæði sé torgsvæði/
grænt svæði og því ekki bygging-
arsvæði. Hafi ráðið talið mikilvægt
að halda svæðinu sem slíku, ekki
síst fyrir þær sakir að fá slík svæði
séu eftir.
Ferðamenn koma í bjórferð
Starfsemi Brothers Brewery hef-
ur gengið vonum framar að sögn
Kjartans.
„Það er m.a. búið að biðja okkur
um að flytja bjórinn til útlanda svo
við erum að byrja að þreifa á því.
Það er eitthvað sem kemur bara í
ljós, en við þurfum að stækka fram-
leiðsluna til að geta staðið undir
því.“
Segir Kjartan bjórinn vinsælan
meðal bæði Íslendinga og erlendra
ferðamanna. „Við fáum mikið af túr-
istum til okkar sem koma gagngert
til Eyja til að prófa bjórinn. Þeir
heyra af þessu á netinu og líka í
gegnum þetta bjóráhugamanna-
samfélag sem fylgist vel með hvað
er að gerast á hverjum stað.“
Kjartan segist vona að þeir geti
haldið starfseminni áfram í Eyjum.
„Við viljum hvergi annars staðar
vera. Það kemur enginn annar stað-
ur svo sem til greina, nema ef við
fáum ekki að vaxa þar. Þá skoðum
við kannski að fara eitthvað annað.“
Koma gagngert til að prófa bjórinn
Brothers Brewery leitar að stærra húsnæði í Vestmannaeyjum Dokkan er nýtt brugghús á Ísafirði
Ljósmynd/The Brothers Brewery
Gosbjór Brothers Brewery hefur m.a. framleitt bjóra fyrir sérstök tilefni.
Ljósmynd/Dokkan Brugghús
Öl Eigandi Dokkunnar segir sérstöðu bjórsins felast í vestfirska vatninu.
Nýtt brugghús á Ísafirði ber nafnið Dokkan Brugghús og er til húsa á
hafnarsvæðinu í bænum. Að sögn Gunnhildar Gestsdóttur, eins eigenda
brugghússins, er brugghúsið fjölskyldufyrirtæki en fjölskyldan fékk þá
flugu í höfuðið í fyrrahaust að byrja að framleiða bjór. Byrjuðu þau að
brugga í vor og smökkuðu fyrsta bjórinn 1. júní. Í kjölfarið opnuðu þau
gestastofu í byrjun sumars.
„Þar bjóðum við upp á smökkunarferðir og skoðunarferðir. Svo erum
við að selja bjórinn í dælu til veitingahúsanna á svæðinu. Enn sem komið
er er bjórinn aðeins á dælu en við eigum von á flöskuvél bráðum og þá
getum við flaskað hann.“
Gunnhildur segist finna fyrir miklum áhuga á bjórnum, ekki síður frá
Íslendingum. „Sérstaða okkar er vatnið hér, sem er einstaklega gott.
Bruggararnir okkar eru ísfirskir og er annar þeirra m.a.s. Dokkupúki, þ.e.
ólst upp á Dokkunni en Dokkan er gamalt örnefni frá höfninni á Ísafirði.“
Brugga bjór við höfnina
DOKKAN BRUGGHÚS ER FYRSTI ÍSFIRSKI BJÓRINN
Goes Iron & Cobalt
Fjölhæf fjórhjól á góðum verðum með
vs
k
Verð frá
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Mest seldu fjórhjól
tliðiná Íslandi síðas 3
ár!