Morgunblaðið - 28.07.2018, Side 22

Morgunblaðið - 28.07.2018, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 28. júlí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.33 105.83 105.58 Sterlingspund 137.91 138.59 138.25 Kanadadalur 80.57 81.05 80.81 Dönsk króna 16.435 16.531 16.483 Norsk króna 12.83 12.906 12.868 Sænsk króna 11.878 11.948 11.913 Svissn. franki 105.59 106.19 105.89 Japanskt jen 0.947 0.9526 0.9498 SDR 147.46 148.34 147.9 Evra 122.46 123.14 122.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.9338 Hrávöruverð Gull 1228.35 ($/únsa) Ál 2053.5 ($/tonn) LME Hráolía 74.37 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Verðmæti sjáv- arafla íslenskra skipa í apríl nam tæpum 11,4 millj- örðum króna. Borið saman við apríl á síðasta ári er þetta aukning um 33%. Verðmæti botns- fiskaflans var um 8,3 milljarðar króna og þar af var verð- mæti þorskaflans rúmir 4,5 milljarðar króna. Aflaverðmæti uppsjávartegunda var tæpir 2 milljarðar króna. Kolmunni var um 99,96% af verðmæti uppsjávarteg- undanna í apríl. Veiði á makríl dróst sam- an um 91,2% milli aprílmánaða. Verðmæti afla á Austurlandi jókst mest milli aprílmánaða, ef litið er á tölur út frá staðsetningu verkunarstaða, um 64,4%. Á tólf mánaða tímabili frá maí 2017 til apríl 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæp- lega 122 milljörðum króna, sem er 5 pró- sentustigum hærra en á sama tímabili ári áður. Aflaverðmæti í apríl jókst um þriðjung STUTT Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hundraða milljóna breytingar standa nú yfir á atvinnuhúsnæðinu Lynghálsi 4 í Reykjavík, en síðar á árinu mun verkfræðistofan EFLA flytja alla sína starfsemi í húsið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrr í sumar þurfti EFLA að finna sér nýtt húsnæði, eftir að raka- skemmdir og mygla greindust í nú- verandi húsnæði á Höfðabakka 9. Um 300 manns vinna hjá EFLU. Pétur Guðmundsson, stjórnarfor- maður Eyktar, segir að EFLA taki um 80% af húsnæðinu í leigu til 15 ára, en hreinsað var út úr öllu hús- inu og það endurhannað miðað við þarfir verkfræðistofunnar, sem meðal annars mun verða með rann- sóknarstofur sínar á neðstu hæð, að sögn Péturs. Heildarfermetrafjöldi hússins er nú 8.000 fermetrar eftir breytingarnar. Hannað af PKdM arkitektum Eins og sjá má þegar húsið er skoðað að utan hefur það fengið talsverða andlitslyftingu. Þar munar mest um annars vegar 500 fermetra viðbyggingu með stórum og björtum gluggum á fimmtu hæðinni, þeirri efstu, þar sem útsýni er glæsilegt til allra átta, og hins vegar þriggja hæða viðbyggingu við húsið í port- inu á bakvið húsið. Alls nemur stækkunin um 3.000 fermetrum. EFLA verður einnig með hluta af viðbyggingunni í portinu í leigu, en enn er óráðstafað fyrstu hæð og hluta af annarri hæð nýbyggingar- innar. Hönnuður breytinganna er PKdM Arkitektar, en sú stofa teikn- aði húsið upphaflega á sínum tíma. Spurður um frekari tækifæri á „hálsunum“ vildi Pétur ekki nefna neitt eitt, en sagði að alltaf væri eitt- hvað í bígerð, eins og hann orðaði það. „Hálsahverfið er mjög öflugt og gott svæði. Þarna er mikið af stórum og góðum fyrirtækjum, og þetta er gott svæði til að vera með hús á.“ Pétur segir aðspurður aðspurn eftir atvinnuhúsnæði séalmennt góð. „Fyrirtæki eru með svo misjafnar þarfir. Menn leita t.d. að mismikilli lofthæð, margir leita eftir auknum sýnileika o.fl.“ Leigðist einn, tveir og þrír Pétur nefnir að Eykt hafi byggt ofan á Plastprent-húsið svokallaða við Dragháls nú nýlega og sú viðbót hafi leigst út „einn, tveir og þrír“, eins og hann orðar það. „Við erum með fjóra leigutaka þar. Það er mikil eftirspurn eftir at- vinnuhúsnæði á þessum stað.“ Um ástæður hinnar góðu eftir- spurnar segir Pétur að ljóst sé að fyrirtæki hafi stækkað og dafnað frá hruni, og einnig sé víða verið að vinna í að loka athafnasvæðum, og rýma þau fyrir íbúabyggð. Þar megi nefna Vogabyggð og Kársnesið í Kópavogi. „Í Vogabyggð eru fyrir- hugaðar íbúðabyggingar, og fyrir- tækin þurfa því að finna sér nýjan stað til að vera á.“ Spurður að því sérstaklega hvort tækifæri séu í því að byggja ofan á atvinnuhúsnæði, eins og Eykt gerði við Plastprent-húsið, segir Pétur að það sé ekki alltaf sjálfgefið, enda þurfi húsin helst að vera hönnuð til þess í upphafi. Hundraða milljóna breytingar á Lynghálsi 4 Morgunblaðið/Valli Breyting Lyngháls 4 hefur fengið mikla andlitslyftingu. 3.000 fermetrar hafa bæst við húsið. Atvinnuhúsnæði » Mikil spurn er eftir atvinnu- húsnæði. » Athafnastarfsemi víkur víða fyrir íbúðabyggð, og fyrirtækin þurfa að finna sér nýja staði til að vera á. » Lyngháls 4 stækkar um 3.000 fermetra, og verður að „EFLU-húsinu“, alls 8.000 fer- metrar. » Allt var hreinsað út og hús- næðið lagað að starfsemi EFLU » 20% enn óráðstafað  EFLA samdi um leigu til næstu 15 ára  Húsið stækkað um 3.000 fermetra Evrópska bankaeftirlitsstofnunin, EBA, hefur frá árinu 2013 gefið út ársfjórðungslegt yfirlit um fjöl- marga áhættuvísa í starfsemi evr- ópskra banka. Íslenskir bankar hafa ekki verið inni í þessu yfirliti en gagnaskil frá Fjármálaeftirlitinu til EBA hófust ekki fyrr en að loknum fjórða ársfjórðungi 2017 vegna laga- legra og tæknilegra aðstæðna. Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Lands- bankinn, eru því í fyrsta sinn með í yfirliti EBA, sem byggist á tölum fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Öll aðildarríki ESB, ásamt Ís- landi, Liechtenstein og Noregi, eiga aðild að EBA. Yfirlitin byggjast á stöðluðum skýrslum bankaeftirlita 30 aðildarríkja og gögnum frá 152 bönkum í Evrópu. Tölurnar eru því samanburðarhæfar milli banka og landa. Liechtenstein er eina landið sem ekki er með. Minnst þrjá banka þarf til þess að tölur séu birtar fyrir viðkomandi land. Norrænir bankar standa vel Fram kemur í skýrslu EBA að arðsemi eigin fjár í íslenska banka- kerfinu var 7,9% á fyrsta ársfjórð- ungi, samanborið við 6,8% meðaltal evrópskra banka. Noregur, Svíþjóð og Danmörk voru með arðsemi á bilinu 10,1% til 10,8%. Hlutfall vanskilalána í íslenska bankakerfinu var 3% í lok fyrsta árs- fjórðungs, samanborið við 3,9% með- altal banka í Evrópu. Bankar hinna norrænu ríkjanna standa þó enn bet- ur, í Svíþjóð var hlutfallið 1%, Nor- egi 1,2%, Finnlandi 1,3% og í Dan- mörku voru 2,6% lána flokkuð sem vanskilalán. Morgunblaðið/Eggert Bankakerfið Íslensku bankarnir í fyrsta sinn hluti af skýrslu EBA. Íslenskir bankar með í yfirliti EBA  Meiri vanskil á Íslandi en í öðrum norrænum ríkjum HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.