Morgunblaðið - 28.07.2018, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
Draghálsi 18-26, 110 Reykjavík | Sími 588 1000 | netsofnun.is
Við bjóðum upp á hentugar og
infaldar fjáröflunarleiðir fyrir
élagasamtök og einstaklinga.
þróttafélög • starfsmannafélög •
emendafélög • saumaklúbbar • o.
Kíktu á www.netsöfnun.is
og kynntu þér möguleikana.
e
f
í
n
kóra
fl
r
.
Fjáröflun
Sögnin rigna er mikið í umræðunni þessi dægrin. Við segjum Þaðrignir núna og setjum merkingarlausa „leppinn“ það framan viðsögnina ef ekkert annað orð er í upphafi setningarinnar. Viðgetum sagt Núna rignir en síður Rignir núna (nema í spurn-
ingum) og tæplega *Núna rignir það (með leppinn á eftir sögninni). Ótví-
ræð dæmi um það með veðurfarssögnum birtast fyrst í Nýja testamenti
Odds Gottskálkssonar (1540) en að fornu kom leppurinn lítt eða ekki fyr-
ir. Hann er nýjung í íslensku sem varð ekki algeng fyrr en eftir siða-
skipti.
Það ber við að í staðinn fyrir leppinn standi orðið hann með veðurfars-
sögnum. Þetta orð má nefna veður-hann; það þekkist í heimildum frá 18.
öld og tíðkast enn í máli sumra, líklega einkum eldra fólks. Öfugt við
leppinn getur veður-hann bæði staðið á undan og eftir sögninni: Hann
rignir núna – eða Núna rignir hann.
Upplýsingin barst hingað til lands á 18. öld og þá fóru Íslendingar að
skrifa leikrit. Í Narfa eftir Sigurð Pétursson (1789) rís Guttormur lög-
réttumaður upp, lítur út um glugga og segir: „Hann er að hvessa. Það er
komið rokviðri!“ Ljóst er að
hann vísar hér ekki til neins
sem nefnt hefur verið áður.
Sama á við um þessa setn-
ingu: „Þetta er ljóta illviðrið
– hann rignir allt af jafnt og
þjett!“ (Ísafold 1890).
Raunar er veður-hann
ekki einungis að finna í íslensku. Í færeysku er sagt Hann kavar ‘Hann
snjóar’ og Í dag er hann høgur ‘Í dag er hann hár (þ.e. að norðan)’. Í vest-
urnorskum mállýskum segja menn Han går seg på sør no ’Hann gengur í
sunnanátt núna’ og No begynner han å tjukne til i vest ’Nú byrjar hann
að þykkna upp í vestri’.
Ekki er óeðlilegt að spurt sé hvers konar fyrirbæri veður-hann sé. Til
eru hugmyndir um að hann sé persónufornafn og vísi í náttúrufyrirbæri
eins og himin, lofthita, vind eða sjó – eða jafnvel sjávarguðinn Njörð.
Þótt upprunalega kunni svo að hafa verið er allsendis óvíst að það eigi við
í nútímamáli. Enn fremur stríðir hugmyndin um vísun í heiðið goð gegn
þeirri staðreynd að veður-hann kemur fyrst fyrir á 18. öld.
Hjá málnotendum kemur stundum fram óvissa um hvað veður-hann er
og til hvers orðið vísar, eins og í texta ónefnds bloggara (frá 2016):
„Loksins, loksins, loksins hélst „hann“ nógu þurr til þess að við gætum
skellt okkur á línuskauta.“ Bloggarinn getur þó ekki leynt gremju sinni
vegna óvissunnar um veður-hann og spyr því: „Hver er þessi hann? ...
himinninn?“
Án efa voru veður-hann og leppurinn það upphaflega persónufornöfn
en þau breyttust í merkingarlaus smáorð sem skotið er inn í setningar
við ákveðin skilyrði. Við vitum nokkurn veginn hvenær þessar breyt-
ingar urðu. Hvernig og hvers vegna þær gerðust er spurning sem ekki
verður að öllu leyti svarað með því að rýna í heimildir heldur með til-
styrk málfræðikenninga. Vonandi dettur hann þó ekki endanlega á með
óveður áður en svarið finnst.
Veður-hann
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Það er lítið um það að íslenzkir stjórn-málamenn nái þeirri stöðu að eftir þeim sétekið og á þá hlustað í öðrum löndum. Þaðer ósköp skiljanlegt. Við erum slík örþjóð í
alþjóðlegu samhengi að í samskiptum þjóða heims
skiptum við nánast engu máli. Kalda stríðið var
undantekning. Þá var það lega landsins, sem skipti
máli fyrir aðrar þjóðir og í krafti þess náðum við
ákveðinni stöðu, sem m.a. réði úrslitum í þorska-
stríðunum.
En yfirleitt eru tilraunir þeirra, sem þá stundina
fara með utanríkismál okkar og reyna að láta líta
svo út að við sem þjóð og þeir þar með hafi eitt-
hvað að segja heldur broslegar.
Eystrasaltsríkin eru undantekning í þessum efn-
um. Atbeini Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem ut-
anríkisráðherra Íslands á örlagastundu í lífi þeirra
þjóða, hefur augljóslega skipt máli að þeirra mati.
Til marks um það er að á síðustu tæpum þremur
áratugum hefur hann hvað eftir annað verið kall-
aður til af hálfu þessara ríkja til að fjalla um það
frumkvæði sem Ísland hafði á sínum
tíma að alþjóðlegri viðurkenningu á
sjálfstæði þessara ríkja þegar Sov-
étríkin voru að hrynja.
Á síðasta ári kom út bók á ensku,
sem nefnist „The Baltic road to
freedom-Iceland’s role“ eða Leið Eystrasaltsríkj-
anna til frelsis-Hlutverk Íslands, og hefur að
geyma ræður, sem Jón Baldvin hefur flutt við ýmis
tækifæri á þeim tíma, sem liðinn er, viðtöl o.fl.
Bókin kom út á vegum Lambert Academic Pu-
blishing.
Margt af því sem þar kemur fram þekkjum við
en annað síður. Í ræðu við Háskólann í Vilníus vet-
urinn 2010 sagði Jón Baldvin frá því að honum
hefði borizt til eyrna að sendimenn ríkisstjórnar
Bush yngra hefðu haldið því fram að framtak Ís-
lands á þeim tíma að viðurkenna sjálfstæði Eystra-
saltsríkjanna hefði verið að undirlagi Bandaríkja-
stjórnar. Þeim sem fylgdust með þessum málum
hér, þegar þau voru að gerast og aðdraganda
þeirra, er ljóst að slíkar söguskýringar einhverra
sendimanna Bandaríkjastjórnar eru úr lausu lofti
gripnar en óneitanlega vísbending um að Banda-
ríkjamenn hafi talið sig standa höllum fæti í þeim
umræðum.
Það kemur ekki beinlínis á óvart sem fram kom í
sömu ræðu að utanríkisráðherra Svía á þeim árum
hafi lýst ákvörðun Íslands sem „ábyrgðarlausri æv-
intýramennsku“, þótt Svíar hafi fylgt í kjölfar okk-
ar skömmu síðar. Svíar eiga eftir að skýra ýmislegt
í sinni utanríkispólitík á 20. öldinni.
Þá eru það athyglisverðar upplýsingar, sem fram
komu í sömu ræðu að Sovétmenn hafi ítrekað á
árabilinu 1988-1991 hótað að segja upp viðskipta-
samningum við Ísland vegna stuðnings okkar við
Eystrasaltsríkin.
Það er ekki síður fróðlegt að lesa viðtal sem
fulltrúi íranskrar fréttastofu hefur átt við Jón
Baldvin haustið 2014, sem lýsir allt að því æv-
intýralegu samspili Genschers, þáverandi utanrík-
isráðherra Þýzkalands, stjórnvalda í Austurríki og
utanríkisráðherra Íslands, sem varð til þess að Ís-
land varð fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði
Slóveníu en aðdragandinn að viðurkenningu á sjálf-
stæði Króatíu hefur bersýnilega verið flóknari.
Allt eru þetta áhugaverðar upplýsingar og aug-
ljóslega tímabært að einhver ungur sagnfræðingur
taki sér fyrir hendur að kafa ofan í þessa atburða-
rás alla, bæði hér heima og erlendis og fjalla um
hana á þann hátt, sem er þeirra sérfag. Þetta er
kafli í alþjóðlegum samskiptum okkar sem sjálf-
stæðrar þjóðar, sem er þess virði að fjalla um.
En Jón Baldvin kemur víðar við
um þessar mundir. Í byrjun júlí flutti
hann fyrirlestur við utanríkis-
málastofnun Kína þar sem hann leit-
ast við að sýna fram á hvað samfélög
á Norðurlöndum og í Asíu eigi sam-
eiginlegt. Þetta er flóknara mál. Hvað geta lýðræð-
isríki Norðurlanda og Kína, sem býr við alræði
kommúnistaflokks en virðist reka markaðshagkerfi
í einhverju formi átt sameiginlegt?!
Hann virðist telja að jafnaðarmenn á Norð-
urlöndum og Kínverjar og aðrar Asíuþjóðir eigi
meira sameiginlegt í afstöðu til hlutverks rík-
isvaldsins í siðmenntuðum samfélögum en þeir
sömu jafnaðarmenn og nýfrjálshyggjumenn í hinum
engilsaxneska heimi.
Eitthvað þvælast hugmyndir nýfrjálshyggjunnar
fyrir vinstrimönnum. Á afmælisráðstefnu Ögmund-
ar Jónassonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra
VG, sem fjallað var um hér fyrir viku, komu fram
þau sjónarmið erlendra fyrirlesara að Tony Blair
og brezki Verkamannaflokkurinn hefðu orðið fyrir
óhóflega miklum áhrifum frá nýfrjálshyggjunni.
Er hugsanlegt að slík áhrif hafi slæðst inn í Al-
þýðuflokkinn hér á tímum Viðeyjarstjórnarinnar
svokölluðu? Voru þá ekki á ferð einhverjar til-
raunir með einkarekstur í heilbrigðis- og velferð-
arkerfinu?
En hvað sem því líður er kjarni málsins þó sá að
sá mikli ójöfnuður, sem orðið hefur til á síðari tím-
um á heimsbyggðinni á augljóslega rætur að rekja
til alþjóðavæðingar sem jafnaðarmenn víða um
heim hafa hampað og markaðshagkerfi kommúnista
í Kína virðist hafa notið góðs af.
Umræður af því tagi, sem Jón Baldvin efndi til í
Peking fyrir nokkrum vikum, eru af því góða en
spyrja má hvað valdi því að þær koma nú frá elztu
kynslóð íslenzkra stjórnmálamanna.
Hefur unga kynslóðin ekki áhuga á öðru en póli-
tísku dægurþrasi?
Þegar Ísland skipti máli
Verkefni fyrir unga
sagnfræðinga
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Á Apollón-hofinu í Delfí er eináletrunin tilvitnun í Sólon laga-
smið, Kynnstu sjálfum þér. Þetta
var eitt af heilræðum vitringanna
sjö í Forn-Grikklandi. Ég er hrædd-
ur um, að einn samkennari minn,
Stefán Ólafsson félagsfræðiprófess-
or, hafi lítt skeytt um slík sjálfs-
kynni. Hann skrifar andsvar í tíma-
ritið Econ Watch við ritgerð eftir
mig um stjórnarstefnuna 1991-2004.
Þar segist hann ólíkt mér aldrei
hafa verið „active in any political-
party advocacy“, aldrei hafa verið
virkur í starfi stjórnmálaflokks.
Í Alþýðublaðinu 18. janúar 1983
segir á hinn bóginn, að í stjórn ný-
stofnaðs Bandalags jafnaðarmanna
sitji meðal annarra Stefán Ólafsson
félagsfræðingur. Bandalagið bauð
fram 1983, en sameinaðist Alþýðu-
flokknum 1986. Í Þjóðviljanum 8.
febrúar 1985 segir, að stofnað hafi
verið Málfundafélag félagshyggju-
fólks, sem hafi það markmið að
sameina alla vinstrimenn í einum
flokki. Einn af varamönnum í stjórn
sé Stefán Ólafsson félagsfræðingur.
Nú kann vel að vera að Stefán
hafi hvergi verið flokksbundinn, eft-
ir að Bandalag jafnaðarmanna
geispaði golunni. En hann tók virk-
an þátt í kosningabaráttu Samfylk-
ingarinnar árin 2003 og 2007. Í
fyrra skiptið var eitt aðalkosninga-
mál Samfylkingarinnar að fátækt
væri meiri á Íslandi en öðrum lönd-
um á Norðurlöndum, og vitnaði
Stefán óspart um það, meðal annars
í Morgunblaðsgrein 7. maí. Þetta
reyndist úr lausu lofti gripið sam-
kvæmt mælingum Hagstofu Evr-
ópusambandsins, Eurostat. Í seinna
skiptið hélt Stefán því fram í fjölda
greina og fyrirlestra, að tekjudreif-
ingin hefði árin 1995-2004 orðið
miklu ójafnari en á öðrum löndum á
Norðurlöndum. Vísuðu frambjóð-
endur Samfylkingarinnar marg-
sinnis á hann um þetta. En það
reyndist líka rangt: Árið 2004 var
tekjudreifing svipuð á Íslandi og
öðrum löndum á Norðurlöndum
samkvæmt mælingum Eurostat.
Ef marka má dagbók Össurar
Skarphéðinssonar frá 2012, Ár
drekans, þá var Stefán virkur um
það leyti í innanflokksátökum Sam-
fylkingarinnar, með Jóhönnu
Sigurðardóttur og á móti Árna Páli
Árnasyni.
Ef til vill á hér best við breyting,
sem þýska skopblaðið Simplic-
issimus vildi gera á hinu gríska heil-
ræði: Kynnstu ekki sjálfum þér! Þú
verður alltaf svo illa svikinn!
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Þarf prófessorinn að
kynnast sjálfum sér?