Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 32

Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 ✝ Diðrik ÓliHjörleifsson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1942. Hann lést á líknardeild Landspítalans 20. júlí 2018. Foreldrar hans voru Stefán Hjör- leifur Diðriksson frá Vatnsholti í Grímsnesi og Guð- björg Bjarnadóttir úr Reykjavík. Systkini Diðriks eru Gunnar, f. 1935, d. 2016, Anton, f. 1941, d. 2010, Eyjólfur, f. 1945, Hjördís, f. 1950, og Vignir, f. 1950. Diðrik kvænt- ist 24. febrúar 1963 Lilju Guðnýju Hall- dórsdóttur, f. 6. júní 1943, d. 22. október 2013, for- eldrar hennar voru Halldór Jónsson frá Neskaupstað og Laufey Jónsdóttir frá Vöðlakoti í Flóa. Börn Dið- riks og Guðnýjar eru: 1) Ómar, f. 1962, eiginkona hans er Guð- rún Elín Svansdóttir, þau eiga Lilju Margréti, f. 2000, börn er þau áttu fyrir eru: Íris, f. 1981, dætur hennar eru Fey og Myst Eva. Kristbjörg Arna, f. 1990, börn hennar eru Stefanía Lind, Ágúst Örn, og Svanur, f. 1992. 2) Guðný Ósk, f. 1964, eiginmaður hennar er Elvar Steinn Þorkels- son, börn þeirra eru: Arnór Bragi, f. 1993, Anna Guðný, f. 1995, og Birta María, f. 1996. Börn er þau áttu fyrir: Daníel Ingi, f. 1984, Bára Björk, f. 1979, dóttir hennar er Eva Björk, El- ísabet Ósk, f. 1987. 3) Dagný, f. 1966, eiginmaður hennar er Geir Ólafsson, synir þeirra eru Grímur Óli, f. 1995, og Dagur Lár, f. 2001. Útför Diðriks fer fram frá Breiðholtskirkju í dag, 28. júlí 2018, og hefst kl. 13. Afi Diddi var ótrúlega glað- lyndur, skemmtilegur og með eindæmum stríðinn. Hann var já- kvæður og fyndinn og ríghélt í húmorinn til hinstu stundar. Sama hvernig á stóð tókst honum að létta andrúmsloftið í kringum sig. Hann var með ljúfa en virðu- lega framkomu og naut þess að vera umkringdur okkur barna- börnunum og fjölskyldu. Við eigum frábærar minningar frá ferðunum í sumarbústaðinn þeirra ömmu. Sælubú í Borgar- firðinum var þeirra heimili að heiman, þar sem við eyddum með þeim ófáum stundum. Á efri ár- um ákváðu þau að ferðast meira um landið og keyptu húsbíl. Þá reyndi maður jafnvel að hitta þau um allt land, eins og kostur gafst á. Það var alltaf glatt á hjalla og söngurinn var sjaldan langt und- an. Húmorinn hans afa verður lengi í minnum hafður. Fyrir afa Didda voru brandarar og sögur eins og fyrir öðrum að drekka vatn. Hann gat gantast með allt og alla og komið öllum í gott skap, enda einn helsti fimm- aurabrandarakarl sem landið hefur alið. Afi fór líka oft með vís- ur og stundum var þá textanum að vísunum aðeins breytt í anda hans, og setti hann þannig nýjan og skemmtilegan blæ á þær. Afi var mjög fróður um hina ýmsu veraldlegu hluti. Hann benti okkur krökkunum gjarnan á það hvernig tímar hafa breyst og upplýsti okkur einnig um þann aragrúa skyldmenna sem við ekki þekktum. Hann fylgdist alltaf vel með sínu fólki hvar sem það var statt í heiminum hverju sinni og tjáði okkur hversu stoltur hann væri af sínum hópi af barnabörn- um. Þetta þótti okkur vænt um og við munum halda áfram eftir fremsta megni að gera hann stoltan er hann vakir yfir okkur. Afi bjó við heilsubrest síðustu misserin og var á krabbameins- deild Landspítalans síðustu vik- urnar. Afi var vanur því að yfir- stíga allar sínar hindranir með dugnaði og elju og kunni illa við sína stöðu að vera veikur og að geta ekki farið og komið að vild. Þrátt fyrir þetta var afi miklu frekar í því að reyta af sér brand- ara og grínast í okkur og starfs- fólkinu heldur en að kveinka sér. Hreppstjórinn, afi Diddi okk- ar, er kominn á góðan stað. Við hlýjum okkur við minningarnar sem eru svo ótal margar og skemmtilegar. Söknuðurinn er eigi að síður sár en nú loks hittist þið amma aftur. Eflaust dansið þið við lagið ykkar sem þið döns- uðuð fyrst við: „Ég vil fara upp í sveit“ með Elly Vilhjálms. Þín barnabörn, Daníel Ingi, Arnór Bragi, Anna Guðný og Birta María. Í dag kveðjum við Diðrik Óla Hjörleifsson frá Stóru Borg í Grímsnesi. Diðrik Óli eða Diddi, eins og hann var oftast kallaður var góður og vandaður maður. Það var alltaf gaman að vera með Didda, hann var glettinn og gamansamur, hann hafði góða nærveru og var áhugasamur um líðan og hagi ættingja og vina. Hann kunni þá list að gleðjast með góðum og njóta lífsins. Stórfjölskyldan var Didda dýr- mæt og naut Diddi að vera um- kringdur fólkinu sínu. Það var sár söknuður þegar hann missti sína góðu konu fyrir nokkrum árum, en Diddi hélt áfram vegferðinni og gekk fram til þess góða. Það er gott að eiga fallegar minningar og megi þær gefa ykk- ur kæru Ómar, Dagný og Guðný Ósk og fjölskyldunni allri styrk á erfiðum stundum. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann að vini. Ég kveð Didda frænda með virðingu og þakklæti fyrir allt og allt. Blessuð sé minn- ing Diðriks Óla Hjörleifssonar. Er vinir kveðja Oss hverfur daggardropinn smár við dagsins yl, vér vitum samt, að efra er hann áfram til. Og voru lífi lagði braut að ljóssins strönd sá guð, sem kveikti geimsins sól og gaf oss önd. (Einar M. Jónsson.) Laufey Böðvarsdóttir. Þá hefur hann Diðrik vinur okkar kvatt þennan heim. Alltof snemma, enn á góðum aldri að okkar mati. En síðustu árin voru honum erfið eftir að Guðný, hans góða kona, lést. Þau höfðu átt samleið frá unga aldri. Þegar annað var nefnt fylgdi hitt oftast með, Diddi og Guðný hétu þau í munni okkar. Það segir mikið um þau og þeirra samband. Minning- arnar sem við eigum um árin sem við áttum saman í Trönuhöfða- num við Hvítá við sumarbústaða- byggingar og trjáræktun eru margar og góðar. Þar myndaðist einstakt samfélag þar sem Diddi var í aðalhlutverki, enda venju- lega kallaður hreppstjórinn og ekki að ósekju. Hjálpsemi og samheldni einkenndi þetta sam- félag. Svo tóku ferðirnar með Förumannahópnum við og einnig ferðir til Noregs. Við hjón þökkum fyrir vináttu sem aldrei bar skugga á öll þessi ár. Við erum viss um að ef annað líf er að loknu þessu þá eru þessi góðu hjón sameinuð aftur á betri stað. Við sendum börnum Diðriks og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Auður og Haraldur. Fallinn er frá minn gamli góði vinnufélagi til margra ára, Diðrik eða Diddi eins og við kölluðum hann alltaf. Auðvitað snerti mann tilkynning um fráfall hans enda Diddi einstakur maður og reynd- ar gull af manni eins og ég kynnt- ist honum. Við unnum saman og hittumst nánast á hverjum virk- um degi í 20 ár hjá þeim góða vinnustað sem þá var eða þangað til þú hættir vegna aldurs og ég fór reyndar stuttu síðar í önnur störf. Þetta var góður tími, sam- hentur og góður hópur bílstjóra hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík og flestir búnir að vinna þar lengi og það lengi að eftir var tek- ið hjá þeim sem við þjónuðum og vitnisburður um góðan vinnustað og starfsanda. Nú er þetta liðin tíð og hópurinn okkar farinn það- an, menn ýmist í önnur störf, hættir vegna aldurs eða farnir úr þessari jarðvist en frábærar minningar lifa að eilífu. Á meðan ég vann þarna voru margir skemmtilegir kvistir sem bæði gerðu vinnuna og hvunn- daginn skemmtilegan og áttir þú stóran þátt í því, Diddi minn. Aldrei minnist ég þess nokk- urn tíma að þú hafir talað illa um nokkurn mann og alltaf varstu með létt glens og spaug á vörum innan bílstjórahópsins, vinnu- staðarins og úti meðal viðskipta- vina og aldrei á kostnað annarra né meiðandi. Alltaf þannig að í góðan jarðveg féll hjá svo mörg- um og ólíkum persónum sem við hittum í vinnunni. Þú varst einstaklega orðhepp- inn og skemmtilegur í umgengni og að vinna með og átti það við alla á öllum aldri. Þú varst snill- ingur í eðal fimmaurabröndurum og það að koma þeim frá sér á réttan hátt er ekki hæfileiki allra en þú gerðir það af tærri snilld og með sóma. Það voru forréttindi að fá að vinna með þér, Diddi minn, í þessum góða hópi og allan tímann með bestu næstu tvo yfirmenn okkar sem nokkur getur hugsað sér. Hvíl í friði, minn kæri, og mun ég minnast þín alla ævi með hlýju. Takk fyrir samfylgdina þennan tíma. Þinn vinnufélagi, Sveinn Jónsson. Diðrik Óli Hjörleifsson Elsku Laufey okkar. Nú ertu komin til mömmu þinnar og fengum við að fylgja þér síðasta spölinn. Við er- um í sárum yfir því að þú sért farin og að við munum aldrei sjá þig eða heyra aftur. Þú varst með stórt hjarta og fallega sál og vildir engum illt. Þú varst mikill húmoristi þrátt fyrir þín miklu veikindi, þú brostir alltaf í gegn- um tárin. Við erum heppnar að hafa fengið að þekkja þig allt okkar líf. Þú safnaðir Zippo- kveikjurum og var það Jakobi Degi mikið mál að finna fyrir þig einn slíkan þegar við vorum á Tenerife og hann var svo glaður þegar hann var búinn að kaupa Laufey Björg Agnarsdóttir ✝ Laufey BjörgAgnarsdóttir fæddist 14. mars 1959. Hún lést 6. júlí 2018. Útför hennar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 19. júlí 2018. hann handa þér. Svo áttir þú líka nokkra sem Jórunn hafði fært þér í gegnum árin. Nú ertu komin í sum- arlandið, elsku Laufey okkar, og núna líður þér vel. Takk fyrir öll samtölin og minn- ingarnar. Við elsku þig og vitum að þú passar okkur á himnum og öll hin börnin sem þér voru afar kær, börn Vigdísar og Jóhanns sem þú talaðir um í hverju einasta símtali. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem) Blessuð sé minning þín, elsku Laufey. Ragnheiður Ketilsdóttir, Matthildur og Jórunn Hólm. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Okkar kæri sonur, bróðir, mágur, frændi og afastrákur, ÞÓRHALLUR BIRKIR LÚÐVÍKSSON, Tjarnarlundi 4b, Akureyri, lést sunnudaginn 22. júlí. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 1. ágúst klukkan 13.30. Lúðvík Gunnlaugsson Jóna Sigurgeirsdóttir Helga Ósk Lúðvíksdóttir Sigmar Ágústsson Ármann Ingi, Jóna Marín, Sigurhanna, Sölvi Freyr Lúðvík Trausti Lúðvíksson Agnes Þorleifsdóttir Mikael, Kolfinna, Bríet Sigurgeir Lúðvíksson Gunnlaugur Þór Traustason Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN INGA VALDIMARSDÓTTIR, Rúna á Gunnlaugsstöðum, andaðist miðvikudaginn 25. júlí á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju, miðvikudaginn 1. ágúst klukkan 14. Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Alzheimersamtökin, sjá heimasíðu: alzheimer.is Þórður Einarsson, Jórunn Guðsteinsdóttir Jón Þórólfur Guðmundssson Valdimar Guðmundsson Dagmar Jóhannesdóttir Sigurður Guðmundsson Sólrún Fjóla Káradóttir Jófríður Guðmundsdóttir Magnus Carlsson Ingigerður Guðmundsdóttir Niklas Svensson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, ÞORSTEINN INGÓLFSSON, fyrrverandi sendiherra, Kópavogstúni 4, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. ágúst klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Hólmfríður Kofoed-Hansen Ingólfur Þorsteinsson Þorbjörg Kristinsdóttir Hanna Valdís Þorsteinsdóttir Sheer El-Showk Hallveig Fróðadóttir Ragna Fróðadóttir Björn Fróðason Lovísa V. Bryngeirsdóttir Hólmfríður Fróðadóttir Örn Ingólfsson Hjördís Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg dóttir okkar, systir og frænka, BJÖRK FELIXDÓTTIR sjúkraliði, Staðarbakka 30, 109 Reykjavík, sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi aðfaranótt 20. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 31. júlí klukkan 15. Helga Sigurbjörnsdóttir Halldóra Gylfadóttir Sigurbjörn E. Víkingur Sólon Helgi Jóhannsson Hjördís Vigfúsdóttir Fransiska G. Hoffmann Óðinn Breki Víkingur Alexandra Björk Hoffmann Þór Helgi Víkingur Felix Jóhannesson Jóhannes Felixson Arnþrúður Felixdóttir Rúnar Felixson Stefán Felixson Ástkær móðir okkar, AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 20, sem lést mánudaginn 16. júlí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 3. ágúst klukkan 13. Jón Hermannsson og fjölskylda Ragnhildur Hermannsdóttir og fjölskylda Guðmundur Hermannsson Klara Njálsdóttir Aðalsteinn Hermannsson Jóhanna Þórarinsdóttir Sigurborg Ágústa Jónsdóttir og fjölskylda ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA STEINDÓRSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, lést laugardaginn 21. júlí. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 31. júlí klukkan 10.30. Úlfar Hauksson Hólmfríður Andersdóttir Selma Hauksdóttir Þengill Ásgrímsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.