Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 33

Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 ✝ Ingibjörg Sig-urðardóttir fæddist á Sauð- árkróki 18. október 1954. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki að- faranótt 17. júlí. Foreldrar Ingi- bjargar voru Sig- urður Ellertsson, bóndi í Holtsmúla, f. 13. júlí 1919, d. 15. janúar 1981, og Gunnur Pálsdóttir, húsfreyja í Holtsmúla f. 4. jan- úar 1930. Þau eignuðust fjögur börn og var Ingibjörg elst þeirra. Systkini hennar eru Hallfríður Jóhanna Sigurð- ardóttir f. 23. apríl 1957, Ellert átti Steinunn tvo syni. 2) Árni Eyfjörð Ragnarsson, f. 9. sept- ember 1976, kvæntur Sigurrós Einarsdóttur, f. 12. nóvember 1977, og eiga þau þrjú börn saman. 3) Smári Hallmar Ragn- arsson, f. 19. janúar 1991, unn- usta hans er Halla Mjöll Stef- ánsdóttir, f. 29. janúar 1991. Ingibjörg ólst upp í Holts- múla í Skagafirði. Hún lauk grunnskólaprófi frá Varmahlíð- arskóla og nam síðan við Hús- mæðraskólann á Varmalandi veturinn 1971-1972. Sín fyrstu hjúskaparár bjuggu Ingibjörg og Ragnar á Akureyri. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1975. Árið 1981 fluttu þau fram í Holtsmúla og tóku síðan við búinu 1986. Árið 2007 hættu þau búskap og fluttu aftur á Sauðárkrók þar sem Ingibjörg bjó til æviloka. Útför Ingibjargar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, laugardaginn 28. júlí 2018, kl. 14. Sigurðsson f. 1. maí 1959, Ari Jó- hann Sigurðsson, f. 25. maí 1963. Ingi- björg giftist 29. desember 1973 Ragnari Eyfjörð Árnasyni, f. 19. september 1951, foreldrar hans eru Árni Ólafur Stef- ánsson, f. 4. apríl 1927, d. 29. október 2016, og Jórunn Rannveig Ragnarsdóttir, f. 17. mars 1932, d. 6. maí 2018. Börn Ingibjarg- ar og Ragnars eru: 1) Sigurður Ingi Ragnarsson, f. 20. apríl 1974, kvæntur Steinunni Valdísi Jónsdóttur, f. 15. júní 1973, og eiga þau tvö börn saman, fyrir Elsku mamma, það verður seint sagt að lífið sé sanngjarnt eða rökrétt. Einmitt þegar þú ætlaðir að slaka á og njóta lífs- ins með pabba er því kippt í burtu, alltof snemma. Efst í huga mér nú er þakklæti. Þakk- læti fyrir það sem þú gafst mér á þeim tíma sem þú hafðir. Þú kenndir mér fyrirgefningu, æðruleysi, hógværð og dugnað sem voru þín aðalsmerki. En síðasta lexían var sú dýrkeyp- tasta, að lifa lífinu núna, ekki seinna. Elsku mamma mín hví fórst þú svo fljótt flaugst á annan veg, hvarfst frá okkur skjótt. Ó, hve sárt mér finnst að sakna þín sjáumst næst á himnum, mamma mín. Smári Hallmar Ragnarsson. Nú komið er að kveðjustund, stundinni sem ég kveið mest þegar ljóst var að barátta Ingi- bjargar, tengdamóður minnar, við illvígan sjúkdóm yrði ekki unnin og tíminn tifaði og taldi niður í það óumflýjanlega. Þó að ljóst hafi verið í hvað stefndi átti ég ekki von á því að það gerðist svo hratt, svo fljótt. Sjálfsagt er maður aldrei undir stund sem þessa búinn. Ingibjörg tengda- móðir mín var ósköp góð kona sem ekki var hægt annað en að líta upp til. Hún var mögnuð og seinþreytt til ýmissa verka. Heimili hennar bar þess vitni sem og garðurinn, sem hún lagði mikla vinnu í og hafði gaman af. Hvert sem litið er á hennar heimili eru verk eftir hana, hvort sem það er útskurð- ur, útsaumur, prjón, hekl, ker- amikmálun, allt var þetta unnið af mikilli nákvæmni en það lék bókstaflega allt í höndunum á henni. Ingibjörg eða Inga eins og hún var jafnan kölluð sagði einmitt svo oft að best væri að gera hlutina almennilega eða sleppa því annars. Inga var ekki kona margra orða, sérstaklega ekki þeim sem hún var ekki vel kunnug. Hún kom mörgum sennilega fyrir sem hlédræg kona, sem hún sannarlega var en í samveru með fjölskyldu sinni naut hún sín og lék oft á als oddi. Hún var stolt af strák- unum sínum og því sem þeir hafa afrekað og ekki síður áttu ömmubörnin í henni hvert bein og hverja einustu taug. Hún hafði sérstaklega gaman af því að bera í þau mat og fyrir henni var það ávísun á góða máltíð ef það var klárað af diskum og helst ekkert eftir. Fyrir hver einustu jól síðan við Árni hófum sambúð, höfum við fengið kassa fullan af jólagjöfum að norðan sem og brúntertur, vínartertur, steikt brauð og ýmiss konar annað góðgæti að hætti Ingu. Þetta var að okkur fannst, ómissandi partur af okkar jóla- haldi. Nú liggur fyrir að ég þarf að reyna mitt til að viðhalda hefðinni. Vonandi lánast mér að gera þetta með svipuðum hætti og Inga gerði það, nema ég veit að það verður aldrei eins. Sumarið fyrir tveimur árum er mér sérstaklega dýrmætt. Það sumar dvaldi Inga mest- megnis hjá okkur fjölskyldunni fyrir sunnan, í veikindum sínum og þó að þær stundir hafi ekki komið til af góðu, kynnist ég annarri hlið á henni og mögu- lega öðrum hulinni. Við áttum dýrmætt spjall um daginn og veginn og hún opnaði á ýmislegt sem hún hafði kannski forðast að öllu jöfnu að tala um. Það að hafa átt þessi samtöl sýnir mér að hún treysti mér þó að hún hafi ekki beint sagt það. Og að sjálfsögðu sat hún Inga mín ekki auðum höndum, hún hekl- aði þetta sumar þrjú stór teppi, hvert öðru glæsilegra. Mér þótti ógurlega vænt um Ingu og á henni ótal margt að þakka. Mikilvægast er þó það sem hún hefur kennt mér, að njóta hverrar stundar. Við vit- um aldrei hvenær kallið kemur og tækifærin sem við fáum í líf- inu til að gera það sem okkur hugkvæmist, eru jafnvel ekki mörg. Ekki gera hlutina á morgun sem þú getur gert í dag, lífið er nákvæmlega núna! Hún var börnunum mínum einkar góð amma og hún reynd- ist mér og fjölskyldunni allri alltaf mjög vel. Hennar verður sárt saknað. Blessuð sé minning kærrar og góðrar konu. Sigurrós Einarsdóttir. Inga systir mín kvaddi þetta jarðlíf með skömmum fyrirvara, veikindi sem hrjáð höfðu hana um skeið tóku sig upp með ógn- arhraða, hraða sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir. Inga og maður hennar, Ragn- ar Árnason, fluttu í Holtsmúla síðla árs 1981 og bjuggu þar til ársins 2007 er þau fluttu til Sauðárkróks. Árin í sveitinni eru mér hugleikin enda bjó ég í næsta nágrenni við Ingu og Ragga í 13 ár. Samgangur var mikill og börnin mín á svipuðum aldri og yngsti sonur þeirra. Störfin í sveitinni voru mörg og misjöfn eftir árstíma og þeir voru ófáir kaffibollarnir sem ég var búinn að drekka í borð- króknum í eldhúsinu hjá Ingu þegar skeggrætt var um göng- ur, réttir, fengitíma, rúning, sauðburð, heyskap og margt fleira. Inga var mikill bóndi og hafði næmt auga fyrir dýrunum, hún hafði yndi af að ræða um búskapinn og allt sem honum tengdist. Hún vílaði ekkert fyrir sér og gekk í þau verk sem vinna þurfti sumar vetur vor og haust. Inga bjó fjölskyldu sinni fal- legt heimili og áhugasvið henn- ar leyndi sér ekki, hún hafði yndi af hannyrðum, hún var snillingur í höndunum og prýða mörg listaverkin sem hún bjó til heimili þeirra hjóna. Þá hafði hún mikið yndi af trjárækt og garðyrkju og garðar hennar voru og eru glæsilegir í alla staði. Þegar ég flutti úr sveitinni árið 2000 fækkaði samveru- stundum en samt var ég tíður gestur um göngur og réttir og eftir atvikum á öðrum árstím- um. Búskapurinn var ávallt þráðurinn sem hélt okkur í góð- um tengslum, auk þess sem Að- alsteinn sonur minn var í sum- ardvöl í Holtsmúla tvö sumur. Er ég flutti aftur í héraðið sum- arið 2005 var eins og ekkert hefði breyst, samgangur fólks í kringum störfin í sveitinni, það hélt uppteknum hætti, spjall við kaffiborðið um búskapinn og störfin í sveitinni. Að koma í Holtsmúla var eins og að koma heim, ávallt velkominn og vel tekið. Inga systir mín var trygglynd kona og samviskusöm. Allt sem hún tók sér fyrir hendur leysti hún af dugnaði og festu og til hennar var gott að leita. Ég og fjölskylda mín þökkum sam- fylgdina og samveruna í gegn- um árin. Ragnari mági mínum, sonum þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Inga mín, haf þú þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Þinn bróðir, Ari Jóhann Sigurðsson. Elsku systir mín. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Kæri Raggi og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur. Ellert Csillag Sigurðsson. Ingibjörg Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Ásgerður Ingimarsdóttir.) Takk fyrir allt, þín syst- ir. Hallfríður Jóhanna Sigurðardóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir mín, HELGA TH. LAXDAL, Mosarima 1, Reykjavík, lést fimmtudaginn 19. júlí. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti þriðjudaginn 31. júlí klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Líney Lúðvíksdóttir Þökkum innilega stuðning, samúð og vinarhug við andlát og útför okkar yndislega VIGNIS MÁS EINARSSONAR. Sérstakar þakkir fær Eimskip fyrir þeirra stuðning og vinsemd og einnig KR-ingar fyrir þá virðingu sem þeir sýndu honum. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinbjörg Steingrímsdóttir Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR FRIÐGEIRSDÓTTUR, Hollu, Sunnuhvoli, Raufarhöfn. Við viljum færa sérstakar þakkir til starfsfólks Hvamms, Húsavík, fyrir einstakan hlýhug og umhyggju í garð Hollu meðan hún dvaldi þar. Vilmundur Þór Jónasson Valgeir Jónasson Kristín Böðvarsdóttir Gunnar Finnbogi Jónasson Þórhildur Hrönn Þorgeirsd. ömmubörn og langömubörn Ástkær eiginkona, móðir, dóttir, systir og frænka, HELGA KATRÍN TRYGGVADÓTTIR mannfræðingur, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 26. júlí. Jón Levy Guðmundsson Árún Emma Jóns- og Helgudóttir Sivía Lára Jóns- og Helgudóttir Tryggvi Steinarsson Anna María Flygenring Jóhanna Ósk Tryggvadóttir og börn Guðný Stefanía Tryggvadóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýju vegna andláts eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR, Skipastíg 6, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar og deildar D á HSS. Sveinn Þ. Sigurjónsson Sjöfn Sveinsdóttir Sólmundur Sigurðsson Ásta Sveinsdóttir Þorsteinn Helgason Jóhannes G. Sveinsson Rakel Erlingsdóttir Þór Sveinsson barnabörn, barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, ELÍNAR H. ÍSLEIFSDÓTTUR. Gunnhildur H. Georgsdóttir Kristján Óli Sverrisson Elín Björk Hallsteinsdóttir Dagur Sverrir Kristjánsson María Kristjánsdóttir Kristín Ísleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.