Morgunblaðið - 28.07.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 28.07.2018, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Yndisleg, skemmtileg, trygg, hjartahlý, hress, áræð- in, hugrökk, forvitin, gjafmild, falleg, sterk réttlætiskennd og einlægur vinur vina sinna. Það var ekki erfitt að hrí- fast með eins sterkum karakt- er og Gerður var og með henni var lífið ekki nein lognmolla. Hún var til í allt og lentum við í gegnum tíðina í hinum ýmsu ævintýrum og uppákomum, misjafnlega sniðugum og margt af því er alls ekki prenthæft en mikið svakalega var gaman að vera vinkona hennar. Fyrst á æsku- og ung- lingsárum með Mekku og svo Gerður Björg Guðfinnsdóttir ✝ Gerður fæddistí Keflavík 3. ágúst 1955. Hún lést 21. júlí 2017. Foreldrar henn- ar voru Birna Vil- borg Jakobsdóttir og Guðfinnur Kr. Gíslason. Æsku- og ung- lingsárin bjó hún í Keflavík fór, til út- landa á vit ævin- týranna og ílengdist í Kaup- mannahöfn og bjó þar þar til hún lést. Aska hennar er jarðsett í Højby kirkjugarði í Danmörku. aðeins eldri með Gullu og síðan fullorðnar allar saman og auðvit- að héldum við að við yrðum gamlar saman í fullu fjöri. Gerður ólst upp í Keflavík, stafa- skóli, barnaskóli, gaggó og svo lífs- ins skóli, vann á mörgum stöðum t.d. H.F, Ís- stöðinni, Pósthúsinu, Brautar- nesti, Nautinu, Bíói, Pussycat, Bonaparte. „Prinsessan“, ílengdist í Kaupmannahöfn og giftist Peter sínum. Þau keyptu og ráku saman Skip- per hytten, síðan pulsuvagn- inn góða. Hún var sannarlega hamhleypa til vinnu og sló hvergi af. Þau áttu fallega íbúð í mið- borginni, uppáhaldsstaðurinn var sumarbústaðurinn Kefla- vík og stóru fallegu rakkarnir, Hassó og svo Hassó seinni voru þeirra uppáhald. Hennar besta vinkona í seinni tíð, að öðrum ólöstuð- um, var Gunilla. Gunilla og Peter létust með þriggja mánaða millibili árið 2014 og var það nokkurskonar vendipunktur í lífi Gerðar. Segja má að veikindi hennar hafi læðst aftan að okkur öll- um þó að grunur hafi verið um að eitthvað væri að hrjá hana, gigt? sorg? eitthvað … sú spurning er áleitin. Hvort við hefðum getað gert eitthvað, breytt einhverju, en svo fór sem fór. Heidi, dóttir Peters, var hennar stoð og stytta eftir andlát hans og þótti okkur vænt um og erum þakklátar fyrir það. Mikill kærleikur var milli þeirra. Aska Gerðar var jarðsett í óþekktri gröf á yndislega fal- legum og friðsælum stað við lítið fallegt stöðuvatn í Højby. Nú er liðið ár síðan Gerður lést og hversu oft hef ég ekki gripið símann til að heyra í henni, sérstaklega í sumar til að kvarta yfir veðrinu hérna og bara tala saman um daginn og veginn og rifja upp gömlu dagana, allar minningarnar sem við áttum saman, hvað verður um þær núna? Sökn- uðurinn verður þarna alltaf, enda svo mikils að sakna. Öllum ástvinum Gerðar vottum við okkar dýpstu sam- úð. „En veistu að í augum Guðs ert þú svo miklu meira en það (sandkorn). Í hans augum ertu eitthvað, og ekki bara eitthvað heldur eins og óend- anlega dýrmæt og falleg perla.“ (Sigurbjörn Þorkelsson.) Elskum þig og söknum þín endalaust Gerður mín, Mekkín og Guðlaug (Gulla). Elsku Ragna er dáin. Hún var orðin mjög veik og þrekið þrotið eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég minnist Rögnu alltaf fyrir hláturinn; það sem hún hló dill- andi hlátri og var óspör á hann! Þegar ég var stelpa var Ragna ein af mínum uppáhaldsmanneskjum fullorðnum – sérstaklega vegna hlátursins og svo fann maður vel- vildina sem streymdi frá henni. Maður sótti í návist hennar og þannig var það nú bara. Margs er að minnast og þakka fyrir. Ragna var alltaf svo góð og ljúf við mig og mér þótti vænt um hana. Ragnheiður Stefánsdóttir ✝ RagnheiðurStefánsdóttir fæddist 27. apríl 1930. Hún lést 3. júlí 2018. Útför Ragnheið- ar var 20. júlí 2018. Elsku Óli frændi, Guðrún, Óli og Togga og allt ykkar fólk. Ég votta ykkur samúð mína á þess- ari erfiðu stund. Það er alltaf erfitt að kveðja í hinsta sinn. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Guðrún Garðarsdóttir. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HREINS EIRÍKSSONAR, Víkurbraut 28, Höfn í Hornafirði. Kristín Gísladóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Alda Bjarna-dóttir hár- greiðslumeistari fæddist í Reykja- vík 16. desember 1936. Hún andaðist á heimili sínu 27. júní 2018. Foreldrar Öldu voru Bjarni Andr- ésson, skipstjóri og útgerðarmaður frá Dagverðarnesi, f. 4. maí 1897, d. 1. febrúar 1996, og Karen Andrésson, fædd Sörensen, húsmóðir, frá Árós- um í Danmörku, f. 18. júní 1902, d. 7. nóvember 1998. Alda var eldri tveggja systra en yngri systir hennar var Hulda Astrid, f. 14. nóvember 1942, d. 9. desember 1995. Alda giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Kára Ævari Jó- ardóttur, f. 30. nóvember 2000. 2) Guðbjörgu Lind Jóhanns- dóttur, f. 22. september 2004, og Viktor Kára Jóhannsson, f. 21. febrúar 2007. Alda sá sér og Kára lengi farborða sem hárgreiðslumeist- ari á Seyðisfirði, í Reykjavík og í Noregi þegar Kári stundaði þar nám í rafeindatæknifræði og áður en starfsferill hans gat hafist. Alda ferðaðist mikið um heiminn, fyrst með foreldrum sínum en síðar með fjölskyldu sinni til staða sem hún bjó oft langdvölum á erlendis sökum vinnu eiginmanns síns. Hún hafði einstakt dálæti á því að koma til nýrra staða og lifði ævintýraþráin í henni allt til hinsta dags. Alda hafði mikinn áhuga á saumaskap alla sína tíð og kom fólk sjaldnast að tómum kofunum hjá henni í þeim efnum. Útför Öldu fór fram í Dóm- kirkjunni í kyrrþey 10. júlí 2018. hannessyni, fyrr- verandi sérfræðingi í fisk- rannsóknum hjá matvæla- og land- búnaðardeild Sam- einuðu þjóðanna (e. UNDP FAO) 2. september 1961 og eignuðust þau tvo syni: 1) Bjarna Breiðfjörð innan- hússarkitekt starf- andi og búsettan í Frakklandi, f. 28. mars 1967, giftan James Pouliot ljósmyndara, f. 23. jan- úar 1987. 2) Jóhann Önfjörð, starfandi við flugiðnað í Bandaríkjunum, f. 28. sept- ember 1972, giftan Soffíu El- ísabetu Pálsdóttur, doktor í sál- fræði, f. 19. september 1975. Þau eiga á milli sín börnin; 1) Þórdísi Halldóru Sigurð- Elsku amma mín, ég trúi ekki að þú sért farin. Ég vissi að þú værir ekki með góða heilsu, en ég átti ekki von á því að þetta myndi gerast svona hratt. Þegar ég var yngri fór ég alltaf annan hvern laugardag til ykkar afa og það var svo gaman af því að þið afi voruð alltaf með dagskrá fyrir mig svo mér leiddist ekki. Við fórum á söfn, sýningar og margar ferðir í ís- búðina. Ég er þakklát fyrir að þú gast komið og verið með mér á fermingardaginn minn í mars sl. Þú varst rosalega minnug og nákvæm og ég hef fengið það frá þér amma mín. Þú fylgdist mjög vel með öllum nýjungum og mér fannst spenn- andi að segja frá því að þú varst með Facebook, Instag- ram, Twitter og Snap- chat-aðgang. Þú hafðir mjög gaman af að lesa bækur og breyta flíkum og laga þær til sem þú gerðir alveg ótrúlega vel því þú varst svo vandvirk. Nú kveð ég þig, elsku amma mín, ég mun sakna þín mjög. Hvíldu í friði. Þín ömmustelpa, Guðbjörg Lind. Það var gaman að taka á móti Öldu og Kára í París fyrir hálfu öðru ári. Þau voru hingað komin til að halda upp á átt- ræðisafmæli ættmóðurinnar og henni líkt að vilja minnast þess á viðeigandi hátt. Kári alltaf sami heimsmaðurinn og Alda sjálfri sér lík. Það lá vel á þeim báðum og Alda lék á als oddi þegar við rifjuðum upp gamla takta frá fyrri tíð. Ég kynntist Öldu þegar ég á unglingsaldri fór að venja kom- ur mínar á heimilið sem hún hafði búið sér og sonum sínum á ættaróðalinu að Vesturgötu 12, reisulegu þrílyftu húsi við enda Garðastrætis sem foreldr- ar hennar, Bjarni skipstjóri og eiginkona hans Karen, höfðu byggt og bjuggu þar einnig sjálf. Sannkallað fjölskylduhús að ítölskum hætti þar sem afi og amma voru alltaf nálæg og viðeigandi veitingar aldrei langt undan. Þar var þó aðeins áð til skamms tíma því fyrr en varði voru höfuðstöðvarnar fluttar í einbýlishús, sem Alda hafði þá byggt sér og sínum á Seltjarn- arnesi, nokkurn veginn án þess að unglingspiltar tækju eftir því, enda voru þeir sjálfsagt uppteknastir af að spóka sig í miðbænum á þessum tíma. Það þekkja þó allir sem reynt hafa hvílíkt þrekvirki það er að reisa sér þak yfir höfuðið, ekki síst þegar það á við í bókstaflegri merkingu. En Alda hélt fast í alla þræði og stýrði fram- kvæmdum af festu nokkurn veginn ein síns liðs, enda var Kári langdvölum erlendis á þessum tíma í þágu starfa sinna fyrir Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Hörkutól kemur manni í hug, og víst gat hún verið föst fyrir og skapstór jafnvel, en um leið eitt blíðasta hörkutól sem ég hef kynnst, ákveðin í að koma drengjunum sínum á legg og sjálfbjarga út í lífið. Heimilið á Látraströnd stóð alltaf opið þeim sem þangað vildu sækja. Smekklega búið fallegum munum sem þau hjón höfðu viðað að sér á framandi starfsstöðvum Kára, jafnvel svo að dulúðugur blær hvíldi yfir. Munirnir komu enda víða að og gátu hvort heldur verið frá Fílabeinsströndinni, Perú eða Indónesíu, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Fyrr en varði bættist líka tíkin Táta í hóp heimilismanna og tók á sinn hátt glaðlega á móti hverjum þeim sem þar bar að garði. Tryggðatröllið, varð henni á orði þegar ég birtist aftur á tröppunum heima hjá henni eft- ir nokkurt hlé og þótti aug- ljóslega vænt um að sjá mig. Mannþekkjari, hugsaði ég löngu síðar þegar ég skildi hvað hún átti við og hefur alltaf þótt vænt um þessa einkunn síðan. Hún lét ekki uppi hvort hún mundi eftir þessu atviki þegar fundum okkar bar síðast saman í París, en mótmælti því þó ekki. Á hinn bóginn rifjaði hún upp fyrir okkur að fátt kemur í staðinn fyrir bönd sem bundin eru á yngri árum og brýndi fyr- ir okkur hlúa að þeim og treysta í stað þess að láta trosna. Við Davíð vottum Kára og fjölskyldunni allri hluttekningu okkar og dýpstu samúð. Minn- ingin um mæta manneskju mun lifa í hugum okkar allra. Kristján Andri Stefánsson. Kær vinkona er farin yfir móðuna miklu. Hún Alda vin- kona mín hafði átt erfitt á und- anförnum árum en lifði alltaf í voninni um að fá heilsuna aftur. Alda var lífsglöð og skemmtileg og áttum við margar ánægju- stundir. Við urðum vinkonur á unglingsárum og bar aldrei skugga á vináttu okkar. Hennar verður sárt saknað og finnst mér þessar vísur segja allt sem segja þarf. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kennd. Þú komst með gleðigull í mund og gafst mér báðar hendur. Svo, vina kæra, vertu sæl nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan vin ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Þín kæra vinkona, Helga Snæbjörnsdóttir. Alda Bjarnadóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar ver- ið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.