Morgunblaðið - 28.07.2018, Page 40
40 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
Ég fylgist alltafmeð boltanumog eiginlega
öllum íþróttagreinum
og ég horfi mun meira
á þýska boltann en
enska. Eflaust einn af
fáum sem gerir það,“
segir Pétur Úlfar
Ormslev sem á 60 ára
afmæli í dag.
Hann var atvinnu-
maður í knattspyrnu
með Fortuna Düssel-
dorf 1981-1984, en lék
annars alltaf með Fram
í meistaraflokki heima
á Íslandi. Hann varð
þrisvar sinnum Íslands-
meistari og fimm sinn-
um bikarmeistari með
Fram og spilaði 41 leik
með íslenska landslið-
inu. „Eina sportið sem
ég stunda núna er golf
og ég reyni að komast í
það eins oft og ég get
en þyrfti að komast oft-
ar,“ en hann er með
14,5 í forgjöf.
Það hefur alltaf ver-
ið mikil tónlist í kring-
um Pétur. Faðir hans, Gunnar Ormslev, er einn frægasti djassleikari Ís-
landssögunnar, og fyrrverandi kona Péturs, Helga Möller, og dóttir
þeirra eru söngkonur. „Ef það er eitthvað sem ég sé eftir þá er það að
hafa ekki beðið pabba um að kenna mér á saxófóninn. Mér finnst svo
skemmtilegur hljómur í honum, blíður og þýður.“
Pétur er afhendingarstjóri hjá Brimborg. „Ég sé um að hafa alla bíla
klára hjá okkur, ekki bara nýja bíla heldur bílaleigubíla og notaða.
Sambýliskona Péturs er Kristjana Björnsdóttir, lyfjatæknir hjá
Lyfjaveri. „Hún er dásamlegasta kona sem ég hef kynnst.“ Börn Péturs
eru Gunnar þjónustustjóri og Elísabet söngkona og söngkennari. Börn
Kristjönu eru Linda Guðrún, Arney Día, sem er í sambúð með Ara Eld-
járn, og Unnur Día, sem er í sambúð með Arnari Steini Einarssyni.
„Í tilefni dagsins ætla ég út að borða með konunni minni og börnum
okkar ásamt mökum og fyrr um daginn ætla ég að reyna að komast í
golf með góðum félögum.“
Morgunblaðið/Bjarni
Fyrirliðinn Pétur fagnar síðasta Íslands-
meistaratitlinum sínum, árið 1990.
Horfir meira á þýska
boltann en þann enska
Pétur Ormslev er sextugur í dag
S
aga G. Jónsdóttir fæddist á
Akureyri 28.7. 1948 og
ólst þar upp í foreldra-
húsum: „Það var gott að
alast upp á Akureyri á
þessum árum og ég var komin á svið
að skemmta fólki áður en ég vissi af.
Ég starfaði hjá KEA og ÚA á ung-
lingsárunum en var aðeins 14 ára
þegar ég byrjaði að syngja með
hljómsveitum og 16 ára tók ég í fyrsta
sinn þátt í gamanleikriti hjá Leik-
félagi Akureyrar.“ Saga var síðan í
hópi fyrstu fastráðnu leikara LA
1973-78, lék og sinnti ýmsum störfum
hjá Þjóðleikhúsinu í sex ár og var
fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur
þegar LR flutti í Borgarleikhúsið.
Saga hefur komið við sögu hjá
flestum miðlum sem sinna leiklist, á
að baki tugi hlutverka hjá LA, LR,
Þjóðleikhúsinu, sjónvarpi, útvarpi og
í kvikmyndum, hefur einnig starfað
með fjölda leikhópa og rak sinn eigin
leikhóp, Revíuleikhúsið, um árabil,
frá 1981, sem setti upp eitt til tvö leik-
verk á ári. Annar leikhópur varð til í
Saga G. Jónsdóttir leikkona – 70 ára
Ljósmynd/ Þröstur Viðarsson
Ung í anda og útliti Afmælisbarnið heima í stofu, norður á Akureyri, en Saga flutti aftur norður árið 1999.
Leiklistin er hennar líf
Á leiksviðinu Saga með Erlingi Gíslasyni í leik-
ritinu Flensað í Malakoff.
Úr Glerdýrunum Saga og
Sigurveig Jónsdóttir.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Símon Eðvald Traustason og Ingibjörg Jóhanna Jóhannesdóttir, bændur í Ketu
í Hegranesi, Skagafirði, fögnuðu gullbrúðkaupi sínu í gær, 27. júlí. Þau héldu upp
á daginn með afkomendum sínum og tengdabörnum.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón