Morgunblaðið - 28.07.2018, Side 41
kringum sýninguna BarPar sem sýnt
var á barnum í Borgarleikhúsinu en
sýningar urðu 120 talsins.
Saga vann hjá Stöð 2 um nokkurra
ára skeið við að talsetja teiknimyndir,
stjórna þáttum og semja barnaefni.
Hún hefur einnig kennt leiklist á fjöl-
mörgum námskeiðum á Akureyri, í
Reykjavík og víða um land. Þá
skemmti Saga víða um land í gegnum
árin, ýmist ein eða með fleirum, á
árshátíðum og öðrum samkomum,
t.d. með Þórskabarett og Stjúpsystr-
um. Þá hefur Saga starfað að mark-
aðs- og sölumálum hjá LR, Þjóðleik-
húsinu og LA. Loks hefur Saga
leikstýrt fjölda leiksýninga heima og
erlendis.
Saga sneri aftur norður 1999 og
starfaði hjá LA til 2004. Hún hefur
haldið áfram að leika, leikstýra og
kenna.
Saga hefur skrifað m.a. tvö leikrit
sem sett hafa verið á svið, Borgar-
innan sem fjallaði um fyrstu konuna,
Vilhelmínu Lever, sem kaus til bæj-
arstjórnar á Íslandi og Verksmiðju-
krónikuna, en þar var sagt frá lífi og
starfi fólks sem vann í verksmiðj-
unum á Akureyri. Á síðasta ári stofn-
aði Saga, ásamt m.a. Sunnu Borg,
menningarfélagið Litla kompaníið.
Það réðst í að gera stuttmynd sem
heitir „Saman og saman “. Myndin
fjallar um líf og störf eldri borgara og
var tekin upp á Akureyri: „Starfsfer-
illinn hefur fyrst og síðast snúist um
leiklistina, að leika og leikstýra um
allt land og í Færeyjum auk þess sem
ég hef samið fyrir leikhús. En ég hef
einnig komið mikið að markaðs-
setningu og sölumálum á sviði leik-
listarinnar. Það er einnig skemmtileg
hlið á leiklistinni – að láta þetta allt
saman ganga upp og bera sig, því það
verður lítið úr leiklistinni ef enginn
kemur að njóta hennar.“
Saga fékk heiðursviðurkenningu
Menningarsjóðs Akureyrar 2013
fyrir framlag til menningarmála.
Fjölskylda
Sambýlismaður Sögu er Guð-
mundur Óskar Guðmundsson, f. 14.4.
1946, húsasmíðameistari og kennari.
Synir Sögu eru 1) Hreiðar Ingi Júl-
íusson, f. 29.7. 1966, framleiðandi og
klippari en kona hans er Ragnhildur
Aðalsteinsdóttir aðstoðarritstjóri, en
dóttir Hreiðars og Sigrúnar Sveins-
dóttur er Melkorka Telma, f. 1993, og
synir Hreiðars og Ragnhildar eru
Brynjar Leó, f. 2001, og Egill Ari, f.
2003; 2) Friðrik Geirdal Júlíusson, f.
22.1. 1970, hönnuður en dóttir hans
og Helgu Guðmundsdóttur er Fanný
Huld, f. 1998 og dóttir Fannýjar er
Hulda Fannýjardóttir, f. 2015, og 3)
Helgi Páll Þórisson, f. 10.3. 1978,
margmiðlunarfræðingur en kona
hans er Árdís Jóna Pálsdóttir og eru
dætur þeirra Harpa Hrönn Geirdal, f.
2007, Hulda Björk Geirdal, f. 2009, og
Heiða Dís Geirdal, f. 2015.
Hálfsystir Sögu, sammæðra:
Hekla Geirdal Jónsdóttir f. 31.3.
1929, d. 18.7. 2015, iðnverkakona og
húsfreyja á Akureyri.
Alsystkini Sögu: Hreiðar Jónsson,
f. 23.11. 1933, fyrrv. umsjónarmaður
íþróttamannvirkja á Akureyri; Hólm-
fríður Geirdal, f. 29.4. 1936, fyrrv.
hjúkrunardeildarstjóri á Kleppi; dr.
Ingimar Jónsson, f. 19.12. 1937, fyrrv.
lektor, fræðimaður og rithöfundur;
María Halla Jónsdóttir, f. 20.8. 1941,
d. 2.2. 1997, húsfreyja að Ingvörum í
Svarfaðardal.
Foreldrar Sögu voru Jón Kristján
Hólm Ingimarsson, f. 6.2. 1913, d.
15.2. 1981, formaður Iðju félags verk-
smiðjufólks, bæjarfulltrúi á Akureyri,
virkur leikari hjá Leikfélagi Akureyr-
ar og skákmaður, og Gefn Jóhanna
Geirdal Steinólfsdóttir, f. 20.8. 1910,
d. 11.7. 1988, húsfreyja.
Saga G.
Jónsdóttir
Jóhanna Pálsdóttir
húsfr. á Parti
Sigurgeir Stefánsson
b. á Parti í Reykjadal
Hólmfríður P. Sigurgeirsdóttir
ósmóðir og klæðskeri í Grímsey
Steinólfur Eyjólfur Geirdal
skólastj., smiður og útgerðarm. í Grímsey, af ættum
Bjarna Pálssonar landlæknis og Skúla fógeta
Gefn Jóhanna Geirdal
húsfr. á Akureyri
Jóhanna
húsfr. í Gilsfjarðarmúla, dóttir Halldórs Jónssonar pr. í Tröllatungu
Eyjólfur Bjarnason
b. í Gilsfjarðarmúla
Birgir Þórhalls-
son skipasmiður
á Akureyri
Ragnar
Geirdal
bifvéla-
virki í Rvík
Benóný
nórsson
ddviti á
ömrum.
Sigurlína Ingimarsdóttir fv.
iðnverkakona á Akureyri
Ingólfur
G. Geirdal
kennari í
Rvík
Kári Arnórsson skólastj.
Halla skáldkona á Laugarbóli
Arnór
Kristjánsson
form. Verka-
lýðsfélags
Húsavíkur
Sjón skáld
Kristján
Sigur-
geirsson
verkam. á
Húsavík
Sigurður Geirdal
Gíslason bæjar-
stj. í Kópav.
Silli Geirdal tónlistarm. í
hljómsveitinni Dimmu
Guðmundur Eyjólfsson
Geirdal kennari, skáld og
hafnargjaldk. á Ísafirði
Freyja Geirdal
húsfr. í Keflavík
Ingó Geirdal tónlistarm. í
hljómsveitinni Dimmu
lj
Ar
o
H
Arnór
Benónýsson
leikari, leik-
stj., kennari
á Laugum
og oddviti í
Þingeyjarsv.
Sigríður Ólafsdóttir
húsfr. á Ánastöðum og á Kerhóli
Kristján Vilhelm Jónasson
b. á Ánastöðum í Sölvadal
og á Kerhóli í Eyjafirði
María Kristjánsdóttir
húsfr. á Akureyri
Ingimar Jónsson
iðnverkam. á Akureyri
Ingibjörg Ásta Jónsdóttir
húsfr. í Sigtúni
Jón Jónsson
b. í Sigtúni í Eyjafirði
Úr frændgarði Sögu G. Jónsdóttur
Jón Kristján Hólm Ingimarsson
form. Iðju og bæjarfulltr. á Akureyri
ÍSLENDINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018
Guðmundur Hermannssonfæddist á Ísafirði 28.7. 1925.Foreldrar hans voru Her-
mann K. Á. Guðmundsson, sjómaður
og síðar verkamaður á Ísafirði, og
k.h., Guðmunda K.S. Kristjánsdóttir,
verkakona og húsfreyja.
Eiginkona Guðmundar var Her-
borg Júníusdóttir sem lést 2011 og
eignuðust þau fjóra syni: Arnar,
Grétar Júníus, Hermann og Rúnar.
Guðmundur stundaði nám við
Gagnfræðaskólann á Ísafirði, lauk
prófum frá Lögregluskólanum í
Reykjavík 1954, stundaði nám hjá
Scotland Yard á Englandi 1954, lauk
prófum frá Metro Politan Police
Driving School í London, frá Bureau
of Narcotic and Dangerous Drugs í
Washington DC í Bandaríkjunum og
fór náms- og kynnisför til lögregl-
unnar í Svíþjóð 1982.
Guðmundur hóf störf hjá Lögregl-
unni í Reykjavík 1953, gegndi ýmsum
stjórnunarstörfum þar, skipulagði
t.d. slysarannsóknardeild og var for-
stöðumaður hennar, varð varðstjóri
yfir varðsveit almennrar löggæslu
1961, var skipaður aðalvarðstjóri
1963, aðstoðaryfirlögregluþjónn 1966
og skipaður yfirlögregluþjónn 1978,
varð þá yfir rannsóknardeild og síðan
yfir almennri löggæslu og umferðar-
deild frá 1988. Þá kenndi hann við
Lögregluskóla ríkisins í þrjá áratugi.
Guðmundur lét af störfum fyrir
aldurs sakir 1990.
Guðmundur var fjölhæfur íþrótta-
maður. Hann keppti í knattspyrnu
og síðar í frjálsum íþróttum en hann
var margfaldur Íslandsmeistari og
methafi í kúluvarpi. Hann keppti
margsinnis í kúluvarpi fyrir Íslands
hönd, varð í 16. sæti á Ólympíu-
leikunum í Mexíkó árið 1968 og var
kjörinn Íþróttamaður ársins af
íþróttafréttamönnum árið 1967.
Guðmundur var sæmdur ýmsum
heiðursmerkjum vegna lögreglu-
starfa og íþróttaafreka. Hann var
mjög listfengur, lagði stund á skraut-
ritun og eftir hann liggur fjöldi olíu-
málverka og ljóða.
Guðmundur lést 15.6. 2003.
Merkir Íslendingar
Guðmundur Hermannsson
Laugardagur
100 ára
Kristín Guðjónsdóttir
95 ára
Þórhallur Arason
90 ára
Guðrún Guðmundsdóttir
85 ára
Anna M. Sæmundsdóttir
Elínbjörg Kristjánsdóttir
Haukur Konráðsson
Jóhannes Jóhannesson
Pétur Þórarinsson
Sigurður Stefánsson
80 ára
Anna Elín Hermannsdóttir
Edda Lóa Skúladóttir
Grethe Einarsson
Helga Gunnlaugsdóttir
75 ára
Hildur Guðmundsdóttir
Ívar Reimarsson
Meizhen Qi
Nils Anders Englund
Sigfríður Erla Ragnarsdóttir
Steinunn Þórjónsdóttir
Þuríður A. Steingrímsdóttir
70 ára
Guðrún H. Halldórsdóttir
Saga G. Jónsdóttir
Sigríður Johnsen
60 ára
Aðalbjörg Erlendsdóttir
Ásgeir Sigurðsson
Áslaug Guðmundsdóttir
Guðjón Sölvi Gústafsson
Guðrún B. Ægisdóttir
Hafdís Erla Baldvinsdóttir
Heiðar Bergur Jónsson
Hjördís Guðrún Ólafsdóttir
Jónbjörg Þórsdóttir
Matthildur Hólmbergsdóttir
Pétur Úlfar Ormslev
Ragnar Alexander Þórsson
50 ára
Davíð Tho Van Duong
Guðmundur Símonarson
Ívar Guðjónsson
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Páll Már Guðjónsson
Rafn Hafberg Guðlaugsson
40 ára
Agnieszka M. Buraczewska
Birgir Thorberg Ágústsson
Bragi Bergsson
Erna Rán Arndísardóttir
Finnur Torfi Gunnarsson
Guðrún Astrid Elvarsdóttir
Jacek Karmel
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Karl Sólnes Jónsson
Kristín D.J. Guðmundsd.
Nils Viggó Clausen
Pálína Guðmundsdóttir
Pétur Hannesson
Sigrún Þóra Skúladóttir
Simas Kalinskas
Þröstur Heiðar Jónsson
30 ára
Alexander D. Vilhjálmsson
Ásrún Ester Magnúsdóttir
Elísabet María Pétursdóttir
Fanney Dögg Barkardóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Gunnar Lúðvík Nelson
Halldóra Anna Ómarsdóttir
Heiðar Ingi Eggertsson
Hrefna Erna Ólafsdóttir
Kári Oddgeirsson
Kolbrún S. Arnfinnsdóttir
Kristinn Ólafsson
Kristín Gerðalíð
Linda Hrönn Sighvatsdóttir
Max Wainwright
Sandra Steingrímsdóttir
Selma Waagfjörð
Sigríður K. Björnsdóttir
Sigurgeir Þ. Guðmundsson
Steindór Bjarni Ágústsson
Tandri H. M. Sigurðarson
Telma Waagfjörð
Wojciech Julian Jurasz
Sunnudagur
95 ára
Stella Guðmundsdóttir
90 ára
Kristín Einarsdóttir
85 ára
Björn Haraldur Jónsson
Jón V. Jóhannesson
80 ára
Áslaug A. Hafsteinsdóttir
Guðríður H. Gunnarsdóttir
Halldóra Marinósdóttir
75 ára
Brynhildur Erla Pálsdóttir
Guðmundur Harðarson
James Franklin Spurrier
Kolbeinn O. Indriðason
Ólöf Hansen Bessadóttir
Renate Gisela Heiðar
Steinar Karlsson
Vigdís Erlingsdóttir
70 ára
Arndís Finnbogadóttir
Guðmundur Sigurjónsson
Guðni Sigurbjörnsson
Sigrún Björnsdóttir
Sigurður Eyþórsson
60 ára
Aleksander L. Krasucki
Anna Björk Eðvarðsdóttir
Guðbjörg K. Arnardóttir
Helgi Kristófersson
Ingi Gunnar Jóhannsson
Ragnheiður
Sveinbjörnsdóttir
Sigurjón Héðinsson
Wolfgang Söns
50 ára
Adao Jose Moreira Soares
Ágúst Ingvaldur Lárusson
Bryndís Björk Karlsdóttir
Brynhildur Davíðsdóttir
Elín Brynja Hilmarsdóttir
Eyrún Jónasdóttir
Guðni Jónsson
Laufey Ólafsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Þröstur V. Söring
40 ára
Ása Fanney Ásdísardóttir
Dariusz Adam Andruczyk
Elín Anna Helgadóttir
Guðmundur R. Svansson
Heimir Eggerz Jóhannsson
Inga Steinlaug Hauksdóttir
Kristjana Kristjánsdóttir
Martin Varga
Monika Tlalka
Sóley Sigurbjörnsdóttir
Steindór Tryggvason
30 ára
Auður Ýr Guðjónsdóttir
Ásgeir Örn Arnarson
Björn Einar Björnsson
Einar Örn Theódórsson
Ester B. Halldórsdóttir
Hildur Ýr Hilmarsdóttir
Hjörleifur Níels Gunnarsson
Hrefna Sif Gunnarsdóttir
Ísak Vilhjálmsson
Jón Atli Magnússon
Karolina Palak
Mathias Susaas Halvorsen
Piotr Jan Kruk
Samúel A. Scheving
Kjartansson
Tomas Rolecek
Valgerður Erla Árnadóttir
Vilborg Inga Guðjónsdóttir
Til hamingju með daginn