Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Mótspyrnan sem þú hefur fundið fyrir, hverfur um leið og þú eykur kraftinn. Mundu að þú þarft ekki að finna upp hjólið. 20. apríl - 20. maí  Naut Gefðu gaum að líkama þínum og sinntu þörfum hans. Eyddu tíma með fólki sem hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á þig og segðu skilið við annað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vinna með samtökum eða hópi fólks veldur því að þú munt eiga óvenjuann- ríkt á næstunni. Tímabundið starf gæti orð- ið að fastráðningu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú áleist þig vita í hverju þú værir bestur, en sumir hæfileikar þínir eru svo augljósir að þú sérð þá ekki. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Veittu mótspyrnu og varastu tungulip- urt fólk sem ekki ber hag þinn fyrir brjósti. Hristu af þér slenið og gakktu glaður til starfa á nýjum degi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Gefðu þér því tíma í dag og uppfylltu lang- anir þínar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Lítill pirringur getur orðið að meirihátt- ar vandamáli. Sýndu umfram allt þol- inmæði. Farðu rétt í málin því vinslit eru ástæðulaus. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Að loknu erfiðu verki áttu góða hvíld skilið. Allir hrósa þér nema einn eða tveir. Láttu ekkert slá ryki í augun á þér, heldur haltu þínu striki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sjálfsagi þinn og skipulagning vekja aðdáun annarra. Brjóttu upp gráma hversdagsins og settu lit á dag þinna nán- ustu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú lætur aðgerðir annarra fara í taugarnar á þér og þarft að hafa hugfast að aðrir verða að ráða sínum málum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt að taka frumkvæðið í þín- ar hendur í stað þess að láta reka fyrir at- hugasemdum annarra. Byggðu skoðanir þín- ar bara á eigin reynslu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt eitt og annað megi lesa út úr vísbendingum sem blasa við skaltu varast að gera svo mikið úr þeim að þér fallist hendur. Ekki hika samt við að biðja um hjálp. Víkverji freistast til að fresta. Þaðtók hann tvö ár að endurnýja ökuskírteinið sitt. Hann fór að lokum og hitti ökukennara. Þeir tóku einn rúnt og sögðu það gott. Svo fékk Vík- verji að borga honum hátt í tíu þús- und kall fyrir korterið og svo „Sýslu- manninum í Kópavogi“ annað eins. Kerfið samþykkir nú ekilinn Vík- verja. x x x Ætli Íslendingar séu ekki skárri íbílprófsmálum en Spánverjar? Ef ungt fólk þar notar sumarleyfið í ökunám lætur það eins og það sé meistaragráða. Þau eru enda vön að liggja í fullkominni leti alla sumar- mánuðina. Ekki fá þau sér vinnu, enda atvinnuleysi enn slíkt að líf- fræðingur fær ekki vinnu á bensín- stöð. x x x Lítið á Víkverji þó með að vera aðfjalla um atvinnumál á Spáni, enda loga atvinnumál á hans fóstur- jörð. Ein mest lesna frétt síðustu viku var um einhverja búllu úti á landi sem lýsti eftir afgreiðslustúlku. Það var hneyksli. Á því herrans ári 2018, fyrirgefið, á því kynlausa ári 2018 lýsir maður augljóslega bara eftir afgreiðslulífveru! x x x Ugglaust átti afgreiðslulífveran íþokkabót að hafa ríka þjónustu- lund. Það er merkingarlaus klisja. Að hafa yfirleitt þjónustulund þýðir í raun að láta orðagjálfur ruddalegra kúnna yfir sig ganga. Þeir sem það þola, þeir hafa þjónustulund. Aðrir ekki. Hún er hvorki rík né fátækleg. Svipað gildir um tugguna að hafa af- burðasamskiptahæfileika. Annað- hvort getur fólk talað við annað fólk eða ekki. x x x Maður sigrar ekki heiminn meðþví að væla. Um að gera fyrir Víkverja að halda bara áfram með líf- ið, með brakandi ferskt ökuskírteini í vasanum. Kerfið er um sinn vinveitt honum, lofar honum að aka um strætin. En hann er engu að síður þræll kerfisins, sem kemur ekki að sök, úr því að ekki aðeins hefur Vík- verji ríka þjónustulund, heldur líka ríka þrælslund. vikverji@mbl.is Víkverji Lát ekki hið vonda sigra þig en sigra þú illt með góðu. (Rómverjabréfið 21.21) Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Fjarðarmynni má sá vera. Maður varla nokkur hér Í þeim rándýr börn sín bera. Á byssuhlaupi jafnan er. Sigmar Ingason á þessa lausn: Um fjarðarkjaftinn fór ég fram og aftur fannst þar ei við veiðar nokkur kjaftur. Með hvolp í kjafti hundur veður á. Hörfar margur byssukjöftum frá. Helgi Seljan svarar: Fjarðakjaftar vísir munu vera, varla nokkur kjaftur reynist þar. Rándýrin í kjafti börn sín bera, á byssuhlaupi raunar kjaftur var. Þannig leysir Helgi R. Einarsson gátuna: Niðurstaðan loks er ljós og laugardagur aftur. Heiti á gini, hlaupi og ós er hér og „margur“ kjaftur. Hér kemur lausnin frá Hörpu á Hjarðarfelli: Hér kemur lausnin mín. Fjarðarkjaftur víst má vera. Varla finnst hér nokkur kjaftur. Krílin sín í kjafti bera. Kjaftur byssu skýtur aftur. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Svar mitt: Fjarðarkjaftur kennist vera, Kjaftur varla nokkur hér. Í kjafti refir börn sín bera. Á byssuhlaupi kjaftur er. Þá er limra: Kormákur kvæðamaður er kjaftaskur annálaður, og þar sem býr hinn bráðmælski fýr, sá bær heitir Orðastaður. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Gleður oss nú fremur fátt, falla rosa skriður, streymir regnið geims úr gátt, og gátum rignir niður: Jafnan má í seti sjá. Sungin bæði nú og þá. Mörg í köku minni sá. Menn þau hlutu fleins í þrá. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gott að hafa kjaftana tvo Í klípu „ÞAÐ ER TILTÖLULEGA ALGENGT AÐ DEYJA Á AFMÆLISDEGINUM SÍNUM. ÉG SET SÖKINA Á ÞANN SEM STÓÐ AÐ ÓVÆNTU VEISLUNNI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BURT MEÐ ÞIG! ÞÚ FÆRÐ EKKERT.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að hann verður yndislegur pabbi. HELGA, ÉG KEYPTI PÁFAGAUK! SKRENSUM Á GÓLFINU NEI… KETTIR SKRENSA EKKI KETTIR STRUNSA PÁFAGAUK? ÞETTA ER HRÆGAMMUR! EÐA EITTHVAÐ! HANN TALAR VÍST ÞEGAR HANN ER SVANGUR! FITUHLUNKUR! SÉRÐU?! Allt um sjávarútveg NÝ R CITROEN GRAND C4 PICASSO Dísel, sjálfskiptur, 7 manna, Shine Pakki, Leiðsögukerfi + Mirror Link, lyklalaust aðgengi, bakkmyndavél, bluetooth. Verð aðeins kr. 3.980.000 562 1717 Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is bilalif.is Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.