Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.07.2018, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2018 mynda og verkin eru flest unnin út frá því,“ segir Gústav. „Margir lista- mannanna eru músíkantar eða hafa mikil tengsl í tónlist.“ Umhverfistenging í verkunum Gústav segir að hann sé afar hrif- inn af þeim verkum á sýningunni sem hafa tengingu í umhverfið. „Það tengir sum verkanna saman. Þetta eru verk eins og „Lunchtime“ eftir Jean-Luc Vilmouth. Það verk á sér stað eftir Fukushima-slysið og þar hittist fólk úti við borð sem talar saman um hamfarirnar og eftirleik- inn. Svo verður á sýningunni verkið „Diamond Sea“ eftir Doug Aitken þar sem hann fer inn á lokað námu- svæði í Namibíu, myndar landslagið, tækin og það sem þar er í gangi.“ Þrátt fyrir að einhver verkanna séu tengd á þennan hátt leggur Gúst- av áherslu á að margbreytileiki þeirra sé mikill. „Tengingin á milli verkanna liggur svolítið í hugmynd- inni um samspil músíkur, hljóðs, kvikmynda og myndlistar. Ég myndi samt sem áður segja að það væri mjög mikil breidd í verkum sýning- arinnar. Þarna má sjá allt frá kvik- myndum yfir í myndbandsinnset- ingar sem er alls ekki það sama. Sömuleiðis eru verkin frá ólíkum tímum.“ Pascale tekur undir það að verkin séu ólík. „Þau eru af ólíkum stíl, formum, eru á breiðu aldursbili og koma frá mismunandi löndum. Þau fjalla mörg hver um landslag og eins konar andlandslag. Það sem bindur þau saman er gæska og friðsæld.“ Hún segir titil sýningarinnar, Oh, so quiet! einmitt sóttan í þessa friðsæld. „Ég er mikill aðdáandi Bjarkar og ég mundi eftir titlinum á þessu lagi hennar. Titillinn er óður til Bjarkar og óður til Íslands. Það sem þessi verk eiga sameiginlegt er að þau eru hugsandi og friðsæl. Mér finnst það vera svolítið fangað í þessum titli. Sýningin er full af góðum tilfinn- ingum og þægilegu andrúmslofti.“ Pascale segir ekkert verk af sýn- ingunni standa upp úr, að þau séu öll mikilvæg. „Ég held að þau séu hvert og eitt mjög mikilvæg, bæði hvert í sínu lagi og sem heild.“ Hún vonar að þau frá Cnap hafi tök á að sýna hér- lendis aftur. „Ég vonast til þess að við munum halda sambærilega sýn- ingu aftur að ári og í framtíðinni.“ Náttúran hefur tekið yfir Gústav segir Verksmiðjuna, sem áður var síldarverksmiðja, nokkuð sérstakan sýningarstað og að sér- staða hennar felist í stærð, hráleika og óvenjulegum formum á rýmunum. „Rýmið er ekki hlutlaust og það hef- ur oft orðið til þess að verk sem hafa sterka tengingu við umhverfi og náttúru koma þarna inn. Þetta er hús sem er ekki byggt upp út frá einhverjum ákveðnum fag- urfræðilegum forsendum heldur beinlínis til nýtingar á náttúrunni en nú hefur náttúran tekið yfir húsið. Húsið hefur látið á sjá og það er miklu fallegra fyrir vikið,“ segir Gústav. Hljómburðurinn einstakur Hljómburður í Verksmiðjunni er einstakur, samkvæmt Gústav. „Það er mikill hljómburður í húsinu sem getur orðið til þess að það sé flókið að vinna með hljóð þarna inni, sér- staklega ef listamaðurinn er með mikið í gangi. Þetta er krefjandi rými en það býður jafnframt upp á marga möguleika.“ Verksmiðjan fær styrk frá afmæl- isnefnd aldarafmælis fullveldis Ís- lands og er sýningin því hluti af op- inberri dagskrá afmælis fullveldis Íslands. Gústav segir listsýningu sem þessa nátengda fullveldi Íslands. „Sýningin er bæði íslensk og alþjóð- leg og þarna eru mjög flottir vídeó- listamenn og sömuleiðis glæsilegir fulltrúar Íslands. Það tengist vissu- lega fullveldinu enda menning mik- ilvægur hluti af því. Styrkurinn fer í fjögur ólík verkefni og sum hafa sterkari tengingu við fullveldið en önnur. Þau eru öll mjög ólík þrátt fyrir að þau snúi öll að myndlist.“ Gústav segir mikinn gestagang hafa verið í Verksmiðjunni þetta sumarið og að opnunartíminn sé allt- af að lengjast. Venjulega er bara opið þar yfir sumartímann en sýningin Keep Frozen verður sett upp í Verk- smiðjunni í nóvember. „Það hefur verið mjög gott rennirí hér í sumar og það hefur alltaf verið að lengja í þessu. Til að byrja með vorum við bara með opið í júlí og ágúst en nú hefur verið opið hjá okkur í einhvern tíma frá byrjun maí og út september eða október. Á næsta ári opnum við að öllum líkindum í mars eða apríl og það er bara þróun sem maður ræður ekkert við, þannig séð. Það er mikil löngun til að gera góða hluti þarna og það er bara spennandi.“ Tónlistargjörningur á opnun Sýningin Oh, so quiet verður opn- uð í dag, laugardag, klukkan tvö og stendur opnunin til klukkan sex. Á opnuninni mun listamaðurinn Rom- an Kronenberg flytja tónlistargjörn- inginn „Ad Genua“, eða upp á ís- lensku „Á hnén“. Sá gjörningur er 33 mínútna langur og er byggður á trúarlegri tónlist frá 1680 sem Kro- nenberg telur vera samtímatónlist. Í gjörningnum fetar hann á milli klass- íkur og samtímalistar. Sýningunni lýkur 9. september. Forvitnilegt Verkið „Marcher puis disparaître“ eftir Romain Kronenberg. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Feðginin Valgeir Guðjónsson og Vig- dís Vala Valgeirsdóttir koma fram saman á tónleikum í Strandarkirkju í Selvogi á morgun, sunnudag. Tón- leikarnir bera yfirskriftina „Sunnan yfir sæinn breiða“. „Það er mjög gaman að spila með pabba. Þegar við erum að æfa þá leyf- ir maður sér samt meira en með öðru tónlistarfólki og það hefur bara kom- ið skemmtilega út. Í okkar samstarfi er meira frelsi og mikið grínast,“ seg- ir Vigdís um samstarf þeirra feðgina. Fer fyrr að sofa á kvöldin Valgeir er Íslendingum góðkunnur en hann er einn af stofnendum Stuð- manna og Spilverks þjóðanna. „Hann er í raun alveg jafn ungur í anda og ég, eini munurinn á okkur er að hann fer fyrr að sofa á kvöldin,“ segir Vig- dís sem er tuttugu og fimm ára og stundar nám í sálfræði á doktorsstigi. Samhliða því annast hún tónsmíðar og kemur fram ýmist ein og sér eða með öðru tónlistarfólki. „Ég tók mér pásu frá tónlistinni til þess að geta einbeitt mér að náminu og helgað mig því. Svo lét ég plata mig í að fara aft- ur út í tónlistina og þá varð ekki aftur snúið.“ Um það hvort sálfræðin sé henni innblástur í tónsmíðum segir Vigdís: „Já, alveg klárlega. Ég er á taugavís- indasviðinu og þar er mikið verið að vinna með viðbrögð fólks við skila- boðum frá stoðbúnaði, sem miðlar upplýsingum um heilbrigð skilning- arvit þegar eitt þeirra skerðist, til dæmis í tengslum við gervifætur, búnaði fyrir sjónskerta og fleira. Skilaboðin eru oft hljóðmerki eða ein- hverskonar mynstur sem eru teiknuð á húðina. Það er mikil list í vísindum.“ Ekki á vísan að róa í tónlist Vigdís segir föður sinn hafa hvatt hana til að halda áfram í sálfræði- náminu. „Þegar ég var átján ára og var að fara að spila í Hörpu í sextugs- afmælinu hans pabba sagði hann við mig: „Það er ekki á vísan að róa í tón- listinni, Vala mín, ég vona að þú ein- blínir vel á sálfræðina.“ Þarna var ég átján ára og var að gera upp við mig hvort ég ætti frekar að fara út í tón- list eða sálfræði. Ég fylgdi þessum heilræðum og er hugfangin af náminu sem ég valdi mér. Ég sæki samt auð- vitað áfram í tónlistina þó að ég taki mér pásur inni á milli.“ Á tónleikunum mun kenna ýmissa grasa. „Það verður alla vega eitt lag eftir mig, lagið „Hýjalín“ sem ég gaf pabba í sextugsafmælisgjöf og svo verður bara ýmislegt, bæði þekkt og minna þekkt en allt valið með hliðsjón af tilefninu til þess að tónlistin hljómi sem best í þessari fallegu kirkju,“ segir Vigdís en þau feðginin eru bæði hrifin af því að radda og munu tón- leikarnir líklega bera þess merki. Vigdís segir að þau feðgin muni bjóða upp á sannkallaða sumarstemningu. „Það er búið að vanta svolítið sumar þetta sumarið. Þegar maður fær ekki sumarið í hendurnar er nauðsynlegt að fá það alla vega í sálina. Við ætlum að reyna að vera með mikinn sum- aranda á tónleikunum.“ Tónleikarnir hefjast klukkan tvö og eru klukkustundar langir. Þeir eru hluti af dagskrá tónlistarhátíðarinnar Englar og menn sem hófst í Strand- arkirkju fyrsta júlí og stendur til tólfta ágúst. „Alveg jafn ungur í anda og ég“ Samstillt Valgeir Guðjónsson með dóttur sinni Vigdísi Völu.  Feðginin Valgeir Guðjónsson og Vigdís Vala koma fram á tónleikum Listakonan Dodda Maggý er ein af þeim sem sýna verk á sýn- ingunni. Það eru verk- in „Curlicue(Spectre)“ og „Etude Op 88 N°1“. Dodda skapaði bæði verkin í fyrra en „Cur- licue“ hefur ekki verið sýnt hérlendis áður. „Við völdum tvö verk sem eru dálítið ólík. Þau eru bæði vídeó- og tónlistarverk svo ég er sem sagt að vinna með myndlist og tónlist saman. „Etude“ var sýnt í fyrra í Berg Contemporary og síð- an var verkið sýnt á Listasafni Reykjavíkur. Mér finnst æðislegt að fá tækifæri til að sýna það fyrir norðan líka og að leyfa fleirum að sjá það. Ég er að frumsýna „Cur- licue“ á Íslandi en ég hef sýnt það í Árósum áður í listasafni sem heitir ARoS. Það var sem sagt frumsýnt í fyrra en þetta er í fyrsta skipti sem það er sýnt á Íslandi. Þetta eru tvö ólík verk en ég held að þau verði svolítið skemmtileg í þessu sam- hengi,“ segir Dodda Maggý sem hlakkar til að sýna í Verksmiðjunni á Hjalteyri. „Ég er rosalega spennt að fara norður og vera með í þess- ari sýningu. Bæði er þetta rými al- veg æðislegt og ég held að þessi sýning verði alveg rosalega spenn- andi. Þarna er mjög flott sam- ansafn af listamönnum og lista- verkum þannig að ég held að þetta verði alveg rosalega athyglisverð sýning.“ Frumsýnir verk á sýningunni SPENNANDI SÝNING Dáleiðandi Úr „Curlicue (Spectre)“ eftir Doddu Maggý.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.