Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pronto bolli og undirskál Verð 3.580 kr. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útflutningur á heyi til Noregs gæti tafist enn þótt samvinnufélög norskra bænda hafi tilkynnt að sam- komulag hafi náðst um kaup á 30 þúsund heyrúllum frá Íslandi og þörfin fyrir gróffóður þar í landi sé knýjandi. Fulltrúar kaupenda og seljenda heysins hafa verið óánægðir með túlkun Matvælastofnunar á skil- yrðum norskra stjórnvalda fyrir inn- flutningi. Framkvæmdin útilokar bændur á stórum svæðum frá því að selja hey. Felleskjøpet Agri tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst um inn- flutning á heyi frá Íslandi til sölu í Noregi. Agri er samvinnufélag bænda og það vinnur að verkefninu með stórum mjólkur- og sláturfélög- um, Tine og Nortura. Ástæðan er sú að miklir þurrkar í Evrópu, meðal annars í Noregi, hafa dregið mjög úr uppskeru hjá bændum. Góð sjúkdómastaða á Íslandi Fram kemur í tilkynningu Agri að lögð sé áhersla á að ná í fóður af sem mestum gæðum og með sem minnstri áhættu á að sjúkdómar ber- ist með. Góð sjúkdómastaða sé í landbúnaði á Íslandi og ekki talin hætta á að plöntu- eða dýrasjúkdóm- ar berist með heyinu. Matvælastofnun hefur verið í sam- bandi við systurstofnun sína í Noregi um það hvaða kröfur heyframleið- endur þurfi að uppfylla til að geta flutt út hey til Noregs. Í tilkynningu sem Mast birti á föstudag kemur fram að ekki er heimilt að flytja út hey frá svæðum þar sem í gildi eru takmarkanir vegna smitandi dýra- sjúkdóma. Það þýðir að ekki má flytja hey frá skilgreindum riðu- svæðum sem eru mörg og stór, víðs- vegar um landið. Meginhluti Árnes- sýslu er þannig lokaður sem og meginhluti Húnavatnssýslna, vesturhluti Skagafjarðar, Svarfaðar- dalur, svæði við Skjálfandaflóa og Suðurfirði Austfjarða. Þá er ekki heimilt að flytja hey frá bæjum þar sem garnaveiki hefur greinst á undanförnum 10 árum. Ingólfur Helgason á Dýrfinnu- stöðum í Skagafirði, sem vinnur að útflutningnum, segir að Norðmenn séu fegnir að geta fengið hey hér, vegna góðrar sjúkdómastöðu, svo þeir þurfi ekki að kaupa hey frá Norður-Ameríku, Póllandi eða öðr- um löndum eða svæðum þar sem mun meiri hætta sé á sjúkdómum. Hann segir að reglur Mast séu strangari en norsku kaupendurnir krefjist. Þeir fari ekki fram á heil- brigðisvottorð frá Mast heldur að dýralæknir viðkomandi bús votti heilbrigði bústofnsins enda þekki þeir betur til en skrifstofudýra- læknar. Ágreiningurinn er því um það hvort miða skuli við heilbrigði bú- stofns á einstaka bæjum eða á heilu svæðunum. Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri markaðsstofu Matvælastofnunar, segir skýrt að norsk stjórnvöld heimili ekki inn- flutning á heyi nema frá svæðum þar sem engar takmarkanir eru vegna sjúkdóma. Að vísu geri þeir kröfu um að svæðið hafi verið hreint í tíu ár en í reglum hér um varnarhólf er miðað við 20 ár. Þá segir hann að dýralæknar í opinberri stjórnsýslu verði að gefa út slík leyfi, ekki ein- staka dýralæknar. Undirbúningur getur hafist Þorvaldur segist eiga í samskipt- um við norsku matvælastofnunina um hugsanlegar breytingar á við- miðum en Matvælastofnun sé tilbúin að árita heilbrigðisvottorð strax og þau berast þannig að hægt sé að hefja útflutninginn. Þar þurfi að koma fram hvaðan heyið er og verði bæirnir að vera utan varnarhólfa. Könnun á því og áritun taki skamm- an tíma svo útflutningurinn ætti ekki að tefjast af þeim sökum. Ingólfur segir að verið sé að yf- irfara eyðublöð fyrir heilbrigðisvott- orð og þegar þau verði tilbúin hefjist útflutningur fyrir alvöru. Vonast hann til að hægt verði að fá skip til landsins um 20. ágúst til að taka fyrstu sendinguna. Togast á um túlkun heilbrigðisreglna  Samið um sölu á 30 þúsund heyrúllum til Noregs  Telja góðan kost að kaupa hey frá Íslandi vegna góðrar sjúkdómastöðu hér á landi  Ekki má selja frá bæjum innan varnarhólfa vegna riðu Morgunblaðið/RAX Heyrúllur Verðmæti liggja í heybirgðum sem bændur hafa ekki þörf fyrir. Þá lítur vel út með seinni slátt sem bændur geta gert verðmæti úr. Bændur fá um 6 til 9 þúsund fyrir hverja heyrúllu og fer verð- ið eftir heygæðum. Söluverð- mæti 30 þúsund rúlla er rúmar 200 milljónir kr. Fyrsta send- ingin fer væntanlega frá Akur- eyri og Sauðárkróki. Ingólfur Helgason segir að söluverð heysins geti skipt ein- staka bændur miklu máli, sér- staklega sauðfjárbændur, sem margir eigi í erfiðleikum vegna verðfalls afurðanna. Bóndi sem selur 600 rúllur fær um fjórar milljónir króna fyrir afurðir sem annars væru verðlausar. Milljónir í kassann VERÐMÆTI Helgi Þröstur Valdi- marsson, læknir og pró- fessor emeritus við Há- skóla Íslands, lést aðfaranótt mánudags, 81 árs að aldri. Helgi var fæddur í Reykjavík 16. september 1936. For- eldrar hans voru Filippía Sigurlaug Kristjáns- dóttir, húsmóðir og rit- höfundur, og Valdimar Jónsson sjómaður. Helgi tók kandídats- próf í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1964. Síðar lagði hann stund á ónæmisfræði í Bretlandi og var mikill frumkvöðull í faginu. Eftir hann liggja margar greinar og skrif í vísindatímaritum en Helgi var virtur vísindamaður bæði hérlendis og erlendis. Hann vann við Hammer- smith-sjúkrahúsið í London og var síðar dósent og yfir- læknir við St. Mary’s sjúkrahúsið í London á árunum 1975 til 1981, en hann bjó í Bretlandi um þrettán ára skeið ásamt eiginkonu sinni, Guð- rúnu Agnarsdóttur, lækni, alþingiskonu og fv. forstjóra Krabba- meinsfélags Íslands. Helgi kenndi ónæmis- fræði við Háskóla Ís- lands, bæði meðan hann dvaldi erlendis og eftir að hann kom heim úr sérnámi og varð prófessor við skólann árið 1981. Helgi var varaforseti læknadeildar HÍ frá árinu 1987 til ársins 1992 og forseti deildarinnar frá 1992 til 1996. Einnig sat Helgi í stjórn Lækna- félags Íslands og í stjórn ónæmis- fræðideildar Royal Society of Medicine í Bretlandi og var forseti samtaka norrænna ónæmisfræði- félaga 1992 til 1998. Á árunum 1978 til 2000 var hann andmælandi við tólf doktorsvarnir á Íslandi og í Bretlandi en hann var sjálfur leiðbeinandi fjölmargra doktorsnema. Helgi var mikill útivistarmaður og fóru þau Guðrún gjarnan í göngur ásamt því að vera skógarbændur í Svarfaðardal en þaðan var Helgi ætt- aður. Helgi og Guðrún eignuðust þrjú börn; Birnu Huld, blaðakonu og kennara, Agnar Sturlu mannfræðing og Kristján Orra lækni. Áður var Helgi kvæntur Ólöfu Ásgeirsdóttur húsmóður og eignuðust þau tvö börn; Ásgeir Rúnar, dósent í heilsusálfræði, og Valdimar aðstoðarskólastjóra. Helgi lætur einnig eftir sig tólf barna- börn og þrjú barnabarnabörn. Andlát Helgi Þröstur Valdimarsson Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég er sáttur við að vera að fara heim aftur,“ segir Guðmundur Gunnarsson, nýráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í samtali við Morgunblaðið, en meirihluti Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæj- arstjórn ákvað ráðninguna. „Ég er fæddur á Ísafirði en ólst upp í Bolungarvík, móðurfjölskylda mín er Ísfirðingar og sambýliskona mín, Kristjana Milla Snorradóttir, er Ísfirðingur og við höfum verið þarna með annan fótinn. En nú erum við að flytja þangað og getum tekið þátt í uppbyggingu með fólkinu á staðnum,“ segir Guðmundur, sem kveðst hafa ástríðu fyrir svæðinu og er hæstánægður og þakklátur fyrir tækifærið sem honum hefur verið veitt með því að fá að gegna stöðu bæjarstjóra. Um sýn og áherslur segir Guðmundur að hann starfi í umboði hinna lýð- ræðislega kjörnu fulltrúa bæjarins og að hann þarfn- ist enn tíma til að setja sig nánar inn í þau mál sem fyrir liggja. Guðmundur er með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BA-próf í fjölmiðla- fræði frá Háskólanum á Akureyri. Með góða tengingu vestur „Það voru þrettán manns sem sóttu um en Guðmundur var sá sem okkur fannst koma best út úr ráðn- ingarferlinu. Hann er með góða tengingu vestur og farsæla reynslu úr atvinnulífinu,“ segir Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísa- fjarðarbæjar, er Morgunblaðið spurði út í valið á umsækjanda. Aðspurður segir Daníel að verk- efnin sem bíði nýja bæjarstjórans séu bæði stór og smá, en þó þrjú helst: „Raforku-, fiskeldis- og sam- göngumál, það er að verða sífellt stærra verkefni bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins gagnvart hinu opinbera. Svo er að stýra þessum góða vinnustað og sjá til þess að reksturinn sé í lagi,“ segir Daníel, tekist hafi að stöðva fólksfækkun og nú séu tækifæri til uppbyggingar. Hefur ástríðu fyrir svæðinu  Guðmundur Gunnarsson ráðinn bæjarstjóri á Ísafirði  Þrettán sóttu um starfið  Raforku-, fiskeldis- og samgöngumál helstu áherslur bæjarins Guðmundur Gunnarsson Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Frá Ísafirði Dregið hefur úr fólksfækkun og ýmis tækifæri eru á staðnum. Viðmiðunarfjárhæðir gjafsókna hafa verið hækkaðar verulega í kjölfar þess að ný reglugerð dóms- málaráðherra um skilyrði gjafsókn- ar og starfshætti gjafsóknar- nefndar tók gildi um nýliðin mánaðamót. Með hinni breyttu reglugerð hækka viðmiðunarfjárhæðirnar þannig að við mat á því hvort veita skuli einstaklingi gjafsókn skuli miðað við að tekjur hans nemi ekki hærri fjárhæð en 3,6 milljónum króna í stað 2,0 milljóna áður. Sama upphæð fyrir hjón eða sambúð- arfólk hækkar úr 3,0 milljónum í 5,4 milljónir króna. Í báðum til- vikum nemur hækkunin því 80%. Þá kveður á um það í reglugerð- inni að viðmiðunarmörk tekna hækka um kr. 400 þúsund krónur fyrir hvert barn á framfæri en áður voru mörkin 250 þúsund krónur. Nýja reglugerðin felur einnig í sér þau nýmæli að framangreindar fjárhæðir taka hér eftir breyt- ingum miðað við neysluverð 1. jan- úar ár hvert. Gjafsóknarmörk hækka um 80%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.