Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 Ásgeir Long, kvik- myndagerðarmaður, vélfræðingur og þúsundþjalasmiður, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 3. ágúst síðastliðinn, 90 ára að aldri. Ásgeir fæddist í Hafnarfirði þann 16. september 1927. For- eldrar hans voru Valdimar Sigmunds- son Long, verslunar- maður í Hafnarfirði, og Arnfríður Sigurrós Einarsdóttir kennari. Ásgeir stundaði nám í Iðnskól- anum í Hafnarfirði og útskrifaðist sem vélstjóri og rennismiður frá Vélstjóraskólanum. Hann vann nokkur ár á sjó sem vélstjóri áður en hann fór að sinna eigin rekstri og hugðarefnum, einkum kvik- myndagerð. Hann stofnaði véla- verkstæðið Litlu vinnustofuna árið 1953 en vann síðar á vélaverkstæði Jóns Ólafs í Hafnarfirði. Hann stofnaði einnig báta- og vélaverk- stæðið Barco árið 1978. Ásgeir var í hópi frumkvöðla í kvikmyndagerð á Íslandi. Var kunnasta kvikmynd hans, Gilitrutt (1957), meðal annars meðal þeirra fyrstu í íslenskri kvikmyndasögu. Aðrar kvikmyndir Ásgeirs eru Tunglið, tunglið taktu mig (1955), Íslenskt skart (1968), Lax í Laxá (1969), Virkjun (1972) og Saga um lágmynd (1990). Þá gerði hann fjölda heimildarmynda og auglýsinga. Hann stofnaði fram- leiðslufyrirtækið Kvik sf. ásamt Páli Stein- grímssyni og Ernst Kettle í upphafi árs 1973. Stuttu seinna hófst Vestmannaeyja- gosið og fyrsta kvik- myndin sem fyrirtækið framleiddi var Eldeyjan, sem hlaut verðlaun á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Atlanta í Bandaríkjun- um. Ásgeir tók fjöldann allan af ljós- myndum og setti upp sýningar, hann smíðaði líkan af gufuvél líkt og var í togaranum sem hann vann á sem ungur maður en líkanið er til sýnis í Sjóminjasafninu. Hann ók meðal annars upp á Esjuna árið 1963 ásamt vinum sínum á bíl sem hann smíðaði sjálfur. Þá flutti hann inn og setti upp kirkjuklukkur og hringingarbúnað í kirkjur á Íslandi. Eiginkona Ásgeirs var Guðbjörg Gunnarsdóttur, sem lést árið 2004. Börn þeirra eru Valdimar f. 1958, og Björg, f. 1960. Andlát Ásgeir Long VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! 1.259.000 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Verð frá m. vsk Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Liðsmenn Sea Shepherd UK, sam- taka aðgerðasinna í Bretlandi, hafa fylgst náið með starfsemi Hvals hf. í hvalstöðinni í Hvalfirði í sumar. Ro- bert Read, aðgerðastjóri hjá Sea Shepherd UK, segir að vöktunin sé sú fyrsta sem stendur yfir heilt hval- veiðitímabil við hvalstöð Hvals hf. Meginmarkmið samtakanna er að koma í veg fyrir ólöglegt dráp á dýr- um og eyðileggingu heimkynna þeirra við strendur Bretlands og í höfum heimsins og er eftirlitið hugs- að til upplýsingar um hvalveiðar. „Það hafa verið tveir til fimm frá okkur á svæðinu í allt sumar. Hlut- verk okkar er þríþætt, að mynda það þegar skipin koma inn með hvali, þegar hvalurinn er skorinn og síðan höfum við streymt því í beinni út- sendingu á Facebook-síðu okkar,“ segir Read. „Við tölum líka við þá ferðamenn sem eiga leið um Hval- fjörð. Við út- skýrum fyrir fólki hvað er um að vera, hve margir hvalir eru veidd- ir, hver kvótinn er og af hvaða tegund þeir eru. Við segjum þeim að þetta sé ekki hrefnukjötið sem borið er á borð á veitingastöðum í Reykjavík, heldur sé kjötið nær allt selt til Japans,“ segir hann. Á vakt allan sólarhringinn Sjálfboðaliðar frá nokkrum lönd- um hafa lagt hönd á plóg í eftirlitinu, sem er fyrsta aðgerð samtakanna á Íslandi. Eru þeir m.a. frá Bandaríkj- unum, Kanada og Spáni. „Samtökin eru tiltölulega ung, en þar sem hér á landi eru ekki Sea Shepherd-samtök höfum við starf- semi á Íslandi og í Færeyjum,“ segir Read, en nefnir þó að hann hafi verið í sambandi við áhugasama Íslend- inga sem vilji stofna séríslensk sam- tök. „Ég hef sjálfur fylgst með Hval hf. og Kristjáni Loftssyni allt frá því ég hitti hann á ráðstefnu Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Madeira í Portú- gal árið 2009. Upp frá því hef ég unnið að uppbyggingu Sea Shep- herd UK og nú getum við sjálf staðið undir öllum okkar aðgerðum, þ. á m. eftirlitinu í Hvalfirði,“ segir Read. „Enginn hópur hefur gert þetta yfir heilt tímabil, margir hafa komið og vaktað hvalstöðina í upphafi þess. Enginn hefur haft fjármagn eða mannskap til að sinna viðvarandi eftirliti,“ segir Read og bætir við að samtökin hafi gistipláss skammt frá hvalstöðinni þaðan sem sjá megi skip Hvals hf. í innsiglingu. „Vaktirnar standa síðan yfir allan sólarhringinn með þeirri undantekn- ingu að ef bæði skipin sigla út í einu, þá fáum við hlé í u.þ.b. fimm til tíu klukkustundir,“ segir hann. Morgunblaðið/GSH Vöktun Sea Shepherd UK við eftirlit í Hvalfirði um helgina. Samtökin munu standa vaktina allt veiðitímabilið. Munu fylgjast náið með hvalstöðinni í allt sumar  Sea Shepherd UK fyrst til að vakta Hval hf. heilt tímabil Robert Read Fleiri refir eru á Kjalarnesi og víðar innan borgarmarka Reykjavíkur en undanfarin ár. Grenin eru ekki uppi í fjöllum eins og áður var heldur niðri á láglendi og jafnvel við sjóinn. Guðmundur Björnsson, rekstrar- stjóri Meindýravarna Reykjavíkur- borgar, segir að grenjavinnsla hafi gengið vel í umdæminu en þar sem henni sé ekki að fullu lokið liggi ekki fyrir upplýsingar um fjölda unninna dýra. Hann segir þó ljóst að sama þróun sé í ár og síðustu tvö ár, að ref- um fari fjölgandi. Hann hefur heyrt af sömu þróun í nágrannasveitarfélög- um. Refir hafa sést í jaðri borgarinnar, til dæmis í Húsahverfi í Grafarvogi og við verslun Bauhaus, auk dýra sem sjást í Grundahverfi á Kjalarnesi. Þannig var Guðmundur kallaður út tvisvar í sömu vikunni til að hirða upp hræ refa sem urðu fyrir bílum á Vesturlandsvegi. helgi@mbl.is Refirnir færa sig niður á láglendið  Ref fjölgar innan borgarmarkanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Refir Yrðlingar sem fóstraðir voru í Langadal í Þórsmörk kalla á mat.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.