Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Hinsegin dagar í Reykjavík hófust í
gær með athöfn á Skólavörðustígn-
um þar sem stjórn Hinsegin daga og
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, máluðu Skólavörðustíg
með svokölluðum gleðiröndum. Í
framhaldinu máluðu gestir og gang-
andi Skólavörðustíginn í regnboga-
litunum undir leiðsögn starfsfólks.
Gleðistemning var á staðnum og
hljómuðu diskótónar um víðan völl
meðan fólkið málaði.
Baráttugleði einkennisorð í ár
Yfirskrift Hinsegin daga í ár er
baráttugleði að sögn Gunnlaugs
Braga Björnssonar, formanns Hin-
segin daga, og er þar verið að vísa í
40 ára afmæli Samtakanna ’78 og þá
baráttu sem samtökin hafa staðið í á
þeim tíma. „Við viljum heiðra bar-
áttugleðina sem gjarnan hefur verið
talin einkenna hinsegin samfélagið.
Gleðin sem verður sífellt einlægari
eftir því sem hagur hinsegin fólks
verður betri í samfélaginu og fleiri
áföngum og sigrum er náð.“ Dagur
B. Eggertsson borgarstjóri sagði í
ræðu við tilefnið að samstarf
Reykjavíkurborgar og hinsegin
fólks hefði ætíð verið gott og hefði
borgin t.a.m. verið fyrsti opinberi
aðilinn til að styrkja Samtökin ’78.
Hann sagði jafnframt æ fleiri flykkj-
ast til borga sem stæðu fyrir fjöl-
breytileika mannfólksins og væri
Reykjavík þar engin undantekning.
Tekur nú við stútfull sex daga
dagskrá Hinsegin daga í Reykjavík
sem nær hámarki á laugardaginn
með gleðigöngunni og útihátíð í
framhaldinu. Að sögn Gunnlaugs
Braga hafa Hinsegin dagar verið
haldnir frá 1999 og verður því haldið
upp á stórafmæli á næsta ári. „Þá
munum við heldur betur pússa pallí-
etturnar og verðum tilbúin með
glimmersprengjur sem aldrei fyrr,“
sagði Gunnlaugur Bragi léttur í
bragði.
Skreyttu miðborgina
með gleðiröndum
Hinsegin dagar formlega settir í gær við litríka athöfn
Morgunblaðið/Valli
Regnbogalitir Var gestum og gangandi boðið að taka þátt í að lita Skóla-
vörðustíginn undir handleiðslu starfsfólks Reykjavíkurborgar.
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf
framkvæmdastjóra. Unnur hefur síðastliðin ár starfað
við stjórnendaþjálfun og námskeiðahald, rekstur
íbúðagistingar á Hvammstanga, verið framkvæmda-
stjóri Selaseturs Íslands, framkvæmdastjóri Dale
Carnegie á Íslandi og aðstoðarframkvæmdastjóri
Hreyfingar, heilsuræktar. Hún var oddviti sveitar-
stjórnar Húnaþings vestra á árunum 2014-2018. Hún
er einnig formaður Ferðamálaráðs, formaður stjórn-
ar Markaðsstofu Norðurlands og á sæti í skólanefnd
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Tekur við framkvæmdastjórn SSNV
Unnur Valborg
Hilmarsdóttir
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Við erum að bíða eftir gluggunum
sem við erum búin að panta og það
er verið að teikna upp hurðir sem
eiga að líkjast upprunalegum
hurðum. Þess utan er ekki mikið
að gerast þessa dagana,“ segir
Eva Michaelsen, verkefnastjóri
Lífsgæðasetursins í St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði, er Morgunblaðið
spurði hana hvernig gengi að
koma því á laggirnar. Hafnar-
fjarðarbær keypti hlut ríkisins í
St. Jósefsspítala gegn því að hann
yrði gerður upp og að þar yrði
rekin almannaþjónusta, en bærinn
ákvað að þar yrði rekstur í sam-
ræmi við heilsustefnu bæjarins.
Ríkið fékk húseignina Suður-
götu 44 í Hafnarfirði upp í kaup-
samninginn, um 100 milljónir
króna, vegna St. Jósefsspítala.
„Við höfum aðallega verið að
hreinsa bygginguna að innan,
brjóta niður veggi og undirbúa
framkvæmdir. Við munum taka
hluta hússins í gagnið til að byrja
með, því að þetta eru tæpir þrjú
þúsund fermetrar, og einbeita okk-
ur að þeim umsóknum sem hafa
komið inn,“ segir Eva, sem telur
raunhæft að fyrsta opnun í húsinu
verði upp úr næstu áramótum.
Morgunblaðið sendi skriflega
fyrirspurn á forstjóra Ríkiskaupa,
Halldór Ó. Sigurðsson, um Suður-
götu 44. Í svarinu segir að hún
hafi staðið ónotuð í nokkur ár. Það
muni skýrast eftir sumarleyfi
hvort hún verði auglýst til sölu í
haust, en að aðrar upplýsingar hafi
hann ekki.
Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær
St. Jósefsspítali Verið er að gera hann upp og breyta í lífsgæðasetur.
Stefnt á að byrja að
opna eftir áramótin
Lífsgæðasetur í Sankti Jósefsspítala
Drífa Snædal,
framkvæmda-
stjóri Starfs-
greinasambands
Íslands, lýsti í
gær yfir fram-
boði til embættis
forseta ASÍ. Sem
kunnugt er gefur
Gylfi Arnbjörns-
son ekki kost á
sér til endurkjörs
þegar kosið verður 24. október.
Áður hafði Sverrir Mar Albertsson,
framkvæmdastjóri AFLs starfs-
greinafélags, lýst yfir framboði.
Í yfirlýsingu Drífu segir hún að
verkalýðshreyfingin hafi lyft
grettistaki til að auka lífsgæði fólks
en síðustu áratugi hafi hallað und-
an fæti í samfélaginu.
„Grunnskilyrði góðs lífs, svo sem
viðráðanlegt húsnæðisverð, eru
undirseld spákaupmennsku. Vinn-
andi fólk á allt sitt undir því hvort
stórfyrirtæki telji það nógu arð-
bært að veita sómasamlegt húsnæði
á viðráðanlegum kjörum. Við þetta
bætist að verkalýðshreyfingin á í
vök að verjast þegar kemur að rétt-
indabrotum og félagslegum undir-
boðum. Upplýsingum um lög, regl-
ur og réttindi er haldið frá fólki til
að geta klipið af launum þess og fé-
lagsleg undirboð eru orðin varnar-
lína þeirra sem starfa í verkalýðs-
hreyfingunni,“ segir Drífa.
Drífa
Snædal
í framboð
Tvö framboð til
embættis forseta ASÍ
Drífa
Snædal