Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 17
Að sögn bandarískra stjórnvalda eru gróður- eldarnir tveir sem nú geisa í Kaliforníu hinir stærstu í sögu ríkisins. Eldarnir hafa brennt um 114.850 hektara, sem samsvarar nokkurn veginn flatarmáli allrar Los Angeles-borgar. Á Twitter hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti kennt vatnsskorti vegna lélegra umhverfislaga um eyðilegginguna en staðaryfirvöld segja ekkert vatn skorta til að slökkva eldinn. AFP Stærstu gróðureldar í sögu Kaliforníu brenna glatt FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Dómur féll í gær í sakamáli sem allt Þýskaland hefur hryllt sig yfir síð- ustu vikurnar. Hin 48 ára gamla Berrin Taha og kærasti hennar, 39 ára gamall dæmdur barnaníðingur að nafni Christian Lais, voru bæði dæmd í 12 ára fangelsi fyrir að selja 10 ára gamlan son Taha í vændi á netinu. Frá þessu er sagt á fréttasíð- um The Guardian og AFP. Dómarar komust að þeirri niður- stöðu að parið hefði beitt drenginn kynferðislegu ofbeldi og grætt á því að selja líkama hans barnaníðingum frá 2015 til 2017. Taha og Lais voru dæmd fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni, nauðungarvændi og dreifingu á barnaklámi. Einnig voru sex karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir að brjóta á drengnum gegn greiðslu til foreldranna. Málið hefur vakið harða gagnrýni á barnaverndarstofnanir Þýska- lands. Vitað var að drengurinn bjó með dæmdum barnaníðingi en þó hafði ábendingum frá skóla hans um að ekki væri allt með felldu verið vís- að frá þar sem þær þóttu „óljósar“. Rætt hafði verið við móður drengs- ins stuttu fyrir handtöku parsins en ekki við drenginn sjálfan. AFP Níð Berrin Taha (til vinstri) og Christian Lais (til hægri) bíða úrskurðar dómara við réttarhöld sín. Bæði hlutu þau 12 ára fangelsisdóm. Dæmd fyrir að selja son sinn í vændi Kalt er orðið milli tveggja ríkja sem sjald- an eru nefnd í sömu andrá. Sendiherra Kan- ada í Sádi- Arabíu var rek- inn úr landinu og tilkynnt um lokun á viðskipti Sáda við Kan- ada á mánudaginn. Jafnframt var sendifulltrúi Sáda í Ottawa kall- aður heim samkvæmt frétt á fréttavef The Washington Post. Ástæðan er færsla á Twitter-síðu kanadíska utanríkisráðherrans Chrystiu Freeland þar sem hún lýsti yfir áhyggjum af handtöku mannréttindakonunnar Samar Badawi í Sádi-Arabíu. Sádar brugðust illa við og sökuðu Kan- adamenn um að skipta sér af innanríkismálum Sádi-Arabíu. Meðal annars aflýstu Sádar öllu áætluðu flugi sádiarabíska ríkis- flugfélagsins til Kanada og kall- aði um 12.000 ríkisborgara heim úr kanadískum háskólum. KANADA, SÁDI-ARABÍA Sádar og Kanada- menn í hár saman Samar Badawi Tilraun Brasilíu- manna til þess að loka landa- mærum sínum við Venesúela hefur verið kæfð í fæðingu af brasilískum hæstaréttar- dómara. Samkvæmt frétt AFP hugð- ust Brasilíumenn loka landamær- unum til að hafa hemil á straumi flóttamanna sem flykkjast frá heimalandi sínu vegna stjórnmála- og efnahagskreppu sem ríkir þar. „Það er ekki réttlætanlegt að grípa til hins auðvelda ráðs að loka dyrunum vegna erfiðleika með að hýsa flóttamenn,“ sagði hæstaréttardómarinn Rosa Weber í úrskurði sínum. BRASILÍA, VENESÚELA Neitar að loka landamærunum Girt Venesúelskir flóttamenn. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran tóku gildi í gærmorgun. Viðskiptaþvingunum hafði áður verið aflétt árið 2015 í kjölfar samnings Bandaríkj- anna og fleiri ríkja í skiptum fyrir hömlur á kjarn- orkuáætlun Írans. Heimta nýjan samning Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á samninginn frá upphafi og hefur jafn- an lýst honum sem einu versta samkomulagi mann- kynssögunnar. Trump tilkynnti í maí að Bandaríkin hygðust rifta samkomulaginu. „Í nóvember skjótast [þvinganirnar] upp á annað stig,“ tísti forsetinn á Twitter- síðu sinni. „Hver sem stundar viðskipti við Íran fær EKKI að eiga viðskipti við Bandaríkin. Ég er að biðja um HEIMS- FRIÐ, ekkert minna!“ Túlka má ummæli forsetans sem aðvörun til hinna aðildar- ríkja samningsins. Öll hin ríkin hafa lýst yfir að þau hyggist standa við hann. Þó er ófyrirséð hvort áframhaldandi hollusta hinna aðildarríkjanna við samkomulagið muni halda því á floti þar sem viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna munu hafa áhrif á getu evrópskra fyrirtækja til að stunda viðskipti í Íran. Þvinganirnar eru aðeins for- smekkur fyrir refsiaðgerðir gegn olíuiðnaði Írans sem taka munu gildi í nóvember. John Bolton, öryggisráðgjafi Trumps, sagði í við- tali við Fox News að írönsk stjórnvöld ættu að þiggja góðfúslegt boð forsetans um samningu nýs sáttmála um algera afvopnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur ekki reynst ýkja spenntur yfir hugmyndinni um nýjar samn- ingaviðræður og hefur sakað Trump um að reka „sálræna herför“ gegn Íran. „Þegar maður stingur óvin sinn með rýtingi og segir honum síðan að mað- ur vilji semja verður maður fyrst að fjarlægja rýt- inginn.“ Viðskiptafélögum Írans hótað  „Ég er að biðja um HEIMSFRIÐ, ekkert minna!“ segir Bandaríkjaforseti  Íranir áhugalausir um nýjar samningaviðræður við Bandaríkjamenn Hassan Rouhani

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.