Morgunblaðið - 08.08.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018
✝ Ástdís JóhannaStefánsdóttir
fæddist á Hvamms-
tanga 21. júní 1938.
Hún lést á heimili
sínu á Ytra-Hrauni
í Landbroti 28. júlí
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán
Díómedesson, f. 5.
ágúst 1896, d. 26.
september 1985, og
Karólína Jóhannesdóttir, f. 28.
október 1901, d. 15. október
1972. Þau voru búsett á Mel-
gerði á Hvammstanga.
Systkini Ástdísar Jóhönnu
eru Benedikt Málmfreð, f. 1.
maí 1926, d. 17. mars 1997, Ásta
Díana, f. 24. mars 1930, og Jens-
ína Guðrún, f. 8. desember
1941.
Eftirlifandi eiginmaður henn-
ar er Arnar Eysteinn Sigurðs-
son, f. 19. júní 1935. Foreldrar
hans voru Sigurður Sveinsson,
f. 15. júní 1909, d. 14. október
1995, og Þórdís Ágústsdóttir, f.
26 apríl 1908, d. 19. desember
1998. Þau Ástdís Jóhanna og
Arnar Eysteinn gengu í hjóna-
band 8. september 1962 og voru
þeirra eru Örn Eysteinn, f. 30.
september 2003, og Tryggvi
Valur, f. 6. ágúst 2006.
Börn Aðalbjargar, Hanna
Sigríður, f. 17. febrúar 1988, og
Gunnar Freyr, f. 28. febrúar
1990.
5) Örn, f. 20. mars 1969, d.
29. maí 1991.
6) Steinunn Ósk, f. 21. nóv-
ember 1973, maki Gunnar Örn
Gunnarsson, f. 18. febrúar 1972.
Börn þeirra eru Stefán Örn, f.
4. nóvember 2008, og Sandra
Ósk, f. 25. mars 2013.
Ástdís Jóhanna ólst upp í for-
eldrahúsum á Melgerði á
Hvammstanga. Hún gekk í Hús-
mæðraskóla í Reykjavík og
vann ýmis störf þegar hún óx úr
grasi, meðal annars sem kaupa-
kona á Búrfelli í Miðfirði og hjá
Ölgerðinni Sanitas í Reykjavík.
Um tvítugt bjó hún í Danmörku
um tíma og vann á Sankt Jo-
sephs Hospital í Kaupmanna-
höfn auk barnagæslu. Við kom-
una til Íslands réði hún sig til
vinnu á Kirkjubæjarklaustri,
þar sem hún kynntist eftirlif-
andi eiginmanni sínum. Sam-
hliða húsmóðurstörfum og
barnauppeldi vann hún við ýmis
störf þar eystra, lengst af sem
matráður í Kirkjubæjarskóla á
Síðu.
Útför Ástdísar Jóhönnu verð-
ur gerð frá Prestbakkakirkju á
Síðu í dag, 8. ágúst 2018, klukk-
an 13.
búsett alla sína tíð
að Ytra-Hrauni í
Landbroti.
Börn þeirra eru:
1) Sigurður, f.
29. janúar 1962,
maki Guðrún Þor-
steinsdóttir, f. 17.
september 1970.
Börn þeirra eru
Fjölnir, f. 18. júlí
1994, sem Guðrún
átti fyrir með Gísla
Gunnarssyni, og Ásdís, f. 18.
ágúst 1998.
2) Guðrún, f. 31. maí 1963.
Sonur hennar er Arnar Már
Ingason, f. 14. nóvember 1982,
og hans börn eru Sara Mist, f.
24. desember 2011, og Sindri
Már, 12. nóvember 2013. Barns-
móðir er Sigríður María Sig-
marsdóttir, f. 13. maí 1986.
3) Þorkell, f. 19. maí 1964,
maki Sigríður Sveinsdóttir, f. 5
ágúst 1964. Dætur þeirra eru
Jóhanna Kristín, f. 18. nóvem-
ber 1988, Erna Sif, f. 17. mars
1993, og Freydís Ösp, f. 28.
febrúar 1996.
4) Guðni, f. 23. september
1966, maki Aðalbjörg Runólfs-
dóttir, f. 6. janúar 1968. Synir
Hún var með fiðrildi í magan-
um, unga konan á leið austur eftir
Mýrdalssandi eitt stjörnubjart
kvöld fyrir meira en tveimur ára-
tugum.
Áfangastaðurinn var bærinn
Ytra-Hraun í Landbroti en þar
bjuggu nýju tengdaforeldrarnir,
þau Hanna og Arnar. Þetta var
fyrsta heimsóknin til þeirra og því
var eins gott að koma vel fyrir og
sýna sínar bestu hliðar. Í aftur-
sætinu var tæplega tveggja ára
sonur ungu konunnar sofandi og
hún vonaði líka að litla fjörkálfin-
um og þeim hjónum myndi semj-
ast vel.
Þegar rennt var heim í hlað að
Hrauni beið heit og ljúffeng kjöt-
súpa eftir ferðalöngunum. Hanna
umvafði gestina frá fyrstu stundu
með glettni, hlýju og alúð og það
leið ekki langur tími þar til
spennufiðrildi ungu konunnar
voru rokin út í veður og vind.
Þannig leið helgin fljótt og gest-
risni þeirra hjóna er eins og þráð-
ur fínofinn í gegnum allar minn-
ingarnar frá þessari fyrstu
viðkynningu.
Ég hef oft hugsað til þessarar
fyrstu heimsóknar minnar og
þeirrar góðmennsku og hlýju sem
hefur alltaf mætt mér á heimili
tengdaforeldra minna. Tengda-
móðir mín, Hanna, eins og hún var
alltaf kölluð, var einstök kona.
Minningabrotin eru óteljandi og
yfir þeim svífa umhyggja hennar
og hjálpsemi, hláturinn og húm-
orinn, myndarskapurinn, dugnað-
urinn og ósérhlífnin. Ég minnist
óþrjótandi væntumþykju og
áhuga hennar á fólkinu sínu og því
sem allir voru að fást við í sínu lífi.
Það leið ekki langur tími þang-
að til hún og sonur minn voru orð-
in sammála um að hann ætti að
kalla hana ömmu og þar með var
það ákveðið. Þegar lítil stúlka
bættist við fjölskylduna varð
ömmufaðmurinn bara stærri og
bæði nutu þau samvista við ömmu
og afa í sveitinni, þar sem alltaf
var eitthvað hægt að brasa.
Hönnu féll aldrei verk úr hendi og
á örskotsstundu virtist hún fyrir-
hafnarlaust töfra fram veisluborð.
Hún var mikil hannyrðakona og
mörg listaverkin liggja eftir hana,
saumuð, prjónuð og hekluð.
Hönnu fannst gaman að rifja
upp gamla tíma og þær eru ófáar
samverustundirnar og kaffiboll-
arnir við eldhúsborðið, þar sem
hún sagði frá uppvexti sínum og
ævintýrum við leik og störf víða
um land. Hönnu fannst líka gaman
að segja frá fyrstu árunum að
Hrauni, þegar börnin bættust við
eitt af öðru og ekki langt á milli
þeirra. Starf húsmóðurinnar var
annasamt og Hönnu fannst gott að
nýta síðkvöldin til ýmissa verka,
þegar börnin voru sofnuð og sagði
oft hlæjandi að hún hefði sem bet-
ur fer aldrei þurft mikinn svefn.
Hönnu fannst fátt eins gaman
og þegar gesti bar að garði. Hún
var einstaklega barngóð og átti
alltaf eitthvert góðgæti handa
litlum gesti eða eitthvað spenn-
andi dót sem hægt var að dunda
sér við. Á seinni árum hrakaði
heilsu Hönnu og það var ekki í
hennar anda að taka því rólega
eða fara hægt yfir en hún bjó yfir
aðdáunarverðu æðruleysi og
styrk til að takast á við nýjan
veruleika.
Þegar kemur að kveðjustund er
ég full þakklætis í garð Hönnu og
allrar okkar viðkynningar. Hún
var einstök kona, sem alltaf var
gott að leita til og söknuðurinn er
sár. Hafðu bestu þökk fyrir allt,
elsku Hanna og við sjáumst síðar.
Guðrún Þorsteinsdóttir.
Ég kynntist Hönnu tengda-
móður minni fyrst þegar ég kom
með Þorkeli syni hennar austur að
Hrauni fyrir þrjátíu árum. Hanna
tók mér opnum örmum og ég varð
strax eins og ein af fjölskyldunni.
Landslagið í Landbrotinu og
nágrenni þess var mjög ólíkt því
sem ég átti að venjast á mínum
heimaslóðum þar sem stutt var á
milli fjalls og fjöru. Ég lærði þó
fljótt að meta fegurðina sem
leyndist innan um allt hraunið og
hólana.
Mér er sérstaklega minnisstæð
ferð sem Hanna fór með mig og
stelpurnar mínar fyrir tuttugu ár-
um að Fjaðrárgljúfri ásamt vin-
konu sinni og núna degi fyrir and-
lát Hönnu gerði ég mér ferð
þangað til að sjá breytinguna sem
orðin er eftir að gljúfrið varð að
eftirsóttum ferðamannastað. Það
er ekki sama róin þarna og við
upplifðum tveimur áratugum fyrr.
Hanna kom eins og ég, tengda-
dóttir að Hrauni en hún kom frá
Hvammstanga þar sem birtunnar
gætti lengur en á Suðurlandinu og
áttum við það sameiginlegt að
hafa alist upp við sjóinn og m.a.
borðað selkjöt.
Mér fannst alltaf vera ein stór
veisla þegar við komum í heim-
sókn að Hrauni. Borðin svignuðu
undan kræsingum og ef við kom-
um seint um kvöld úr Reykjavík
þá biðu okkar oftar en ekki nýbak-
aðir snúðar með súkkulaði. Stelp-
urnar elskuðu að vera á Hrauni
hjá ömmu og afa. Fjölskyldan mín
á Hönnu margt að þakka og sökn-
uðurinn er mikill en minningin
lifir.
Takk fyrir allt, elsku Hanna.
Sigríður Sveinsdóttir.
Amma var einstök kona og góð
vinkona.
Við vorum duglegar að hringja í
hvor aðra og ræða allt milli himins
og jarðar, samtölin voru oftast í
kringum klukkutíma löng og var
mikið um hlátur. Það var alltaf
hægt að leita til þín með öll heims-
ins vandamál og ef mér leið illa þá
hringdi ég í þig og það tók þig ekki
langan tíma að fá mig til þess að
líða vel aftur.
Það var alltaf svo gott og gam-
an að koma í sveitina til ykkar afa
og þá standa uppúr stundirnar
okkar inni í eldhúsi, við að leggja
kapal saman og afi að drekka
kaffi. Þú sagðir mér svo skemmti-
lega frá því þegar þú varst ung og
frá ævintýrum þínum í Dan-
mörku.
Ég er líka einstaklega þakklát
fyrir þau fjögur sumur sem að ég
fékk að búa hjá ykkur afa, það var
alltaf svo gaman hjá okkur og þú
vaktir alltaf eftir því að ég kæmi
heim úr vinnunni sama hversu
seint það var og þegar þú sást á
mér hversu þreytt ég var náðir þú
í bala svo að ég gæti farið í fótabað
inni í eldhúsi og við töluðum um
vinnudaginn og hvað hefði gengið
á.
Einnig lánaðir þú mér bílinn
þinn og sást til þess að ég fengi
alltaf nóg að borða, þú tókst það
ekki í mál að ég borgaði bensínið á
bílinn eða matinn þegar ég fór í
búðina og lýsir það þér mjög vel,
ákveðin og þrjósk og vildir allt fyr-
ir alla gera.
Ég er mjög þakklát fyrir
vinkonusambandið sem við áttum
og á eftir að sakna samræðnanna
og einkahúmorsins sem við áttum
saman.
Freydís Ösp Þorkelsdóttir.
Elsku amma okkar,
Þegar komið er að kveðjustund
er margt að þakka, þú varst besta
amma sem hægt er að óska sér.
Alltaf svo kát og glöð þegar við
hittumst, alltaf til staðar og svo
góð við allt og alla. Það var alltaf
eins og að vera á hóteli að vera í
heimsókn hjá ömmu á Hrauni, svo
mikið var dekrað við mann. Það
mun enginn ná að baka eins góðar
kökur og þú, elsku amma okkar.
Þú gerðir aldrei upp á milli, allir
fengu jafnt. Það skipti ekki máli
hversu margir voru heima í sveit-
inni, það var alltaf nóg pláss fyrir
alla í þínum huga, því fleira af fólk-
inu þínu saman því betra var það.
Okkur þótti aðdáunarvert hve
sterk þú varst alltaf, sama hvaða
áföll dundu yfir þig.
Þegar við hittumst var alltaf
gaman og mikið hlegið enda ekki
annað hægt þegar skellibjöllur
komu saman. Ein af uppáhalds
minningunum er þegar við vorum
í verslun með þau fyrirmæli frá
afa að kaupa drullusokk og þú
sagðir við strákana sem unnu í
versluninni að við værum að leita
að drullusokkum. Okkur fannst
það svo fyndið að við gerðum í því
að leita uppi stráka í versluninni
og segja frá erindi okkar.
Það var svo gaman að hlusta á
sögurnar þínar. Frásagnir þínar
voru alltaf með svo mikilli innlifun
og manni fannst eins og maður
væri að upplifa allt með þér, hvort
sem það var í uppvexti barna
þinna, dvölin þín Danmörku eða
þegar þú sjálf varst lítil.
Það er mikill missir í fjölskyld-
unni núna þegar amma hefur
kvatt þennan heim, enda svo stór
partur af okkur öllum. Við trúum
því að nú sért þú að njóta þess að
prjóna fallegustu peysurnar á fal-
legum stað í blómahafi og verðir
með okkur í hverju skrefi.
Við fjölskyldan munum passa
upp á afa fyrir þig.
Elsku amma, takk fyrir að vera
besta amma í heimi.
Þínar,
Erna Sif og Hanna Stína
Þorkelsdætur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Við þökkum „ömmu á Hrauni“
fyrir góð viðkynni og velvild í okk-
ar garð.
Innilegar samúðarkveðjur til
ástvina.
Jóna og Enok.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Hönnu á Hrauni, eins og
Ástdís Jóhanna Stefánsdóttir á
Ytra-Hrauni í Landbroti var jafn-
an kölluð. Hún kom sex mann-
vænlegum börnum á legg um leið
og hún byggði upp fjárbú á
Hrauni í samvinnu við Arnar eig-
inmann sinn, tengdaforeldra og
venslafólk. Þegar krakkarnir
hurfu til margvíslegra verkefna
starfaði hún um tíma í eldhúsi
skólans á Kirkjubæjarklaustri, á
prjónastofu og víðar.
Hanna var jafnan brosmild,
geðprúð og skapgóð. Þegar gesti
úr Reykjavík bar að garði kom
ekki annað til greina en að ganga í
bæinn og þiggja veitingar. Gott
kaffi, kleinur og margar tegundir
af kökum og brauði voru á boð-
stólum. Þegar staðið var upp frá
borðum var jafnan boðið til kvöld-
verðar og það brást ekki að lamba-
læri eða -hryggur með öllu til-
heyrandi var á borðum.
Það sem var ánægjulegast voru
samræðurnar á meðan heimsókn-
in varði. Hanna sagði okkur frá lit-
brigðum náttúrunnar í Landbroti.
Hruni í stofni músa, kóngulóa og
fiskiflugna í kjölfar öskugoss frá
Vatnajökli; kindum sem sjálfala
rötuðu í fjárhús þegar von var á
illviðri, mófugli sem sjaldnar
heyrðist til vegna innrásar minks,
fjölda andategunda sem lónuðu á
Jónskvíslinni fyrir framan bæinn
eða lónbúanum sem barnabörnin
einsettu sér að klófesta fyrir neð-
an heimarafstöðina við bæinn.
Hún bað veiðimenn að segja sér
fréttir af rjúpum sem flugu milli
þúfnakolla og sagði þær friðhelgar
á sínu landi. Hanna minntist
þeirra úr sinni heimasveit á
Hvammstanga og kunni vel að
meta köllin í karranum þegar
hann settist með ropa sínum á út-
kulnaða gjallgíga í Landbroti.
Heilsa Hönnu var ekki góð hin
seinni ár. Eftir að lungun höfðu
gefið sig tók sjónin að daprast en
hún gat þó sinnt margvíslegum
verkum og bar sig jafnan vel. Að
leiðarlokum er efst í huga hlýja og
þakklæti fyrir allar góðar sam-
verustundir.
Við Helga sendum Arnari og
börnum þeirra samúðarkveðjur.
Magnús Guðmundsson.
Ástdís Jóhanna
Stefánsdóttir
Faðir minn Jón-
as Grétar Sigurðs-
son er fallinn frá,
farinn yfir móðuna miklu eins og
Jónas Grétar
Sigurðsson
✝ Jónas GrétarSigurðsson
fæddist 9. sept-
ember 1933. Hann
lést 7. júlí 2018.
Útför Jónasar
fór fram frá Bú-
staðakirkju 23. júlí
2018.
við öll eigum eftir
að gera einhvern
tíma. Þetta kemur
eins og áfall þó að
ég hafi vitað um
nokkurt skeið að
hverju stefndi.
Margar góðar
minningar á ég frá
bernsku minni og
uppvexti um pabba.
Hann fór oft með
okkur krakkana í
heimsóknir til ættingja eða vina
þar sem krakkar voru og við gát-
um leikið við. Einnig fór hann oft
með okkur og frændsystkini í
dagsferðir á Þingvelli eða í Heið-
mörk. Pabbi spilaði líka stundum
á harmóníku fyrir okkur krakk-
ana og fannst okkur það
skemmtilegt. Þegar ég var sjö
ára gamall fór ég með pabba að
hjálpa til þegar hann var að
byggja einbýlishúsið í Ásenda-
num. Það voru mörg handtökin
við að byggja hús að þessum ár-
um og tæknin ekki eins öflug og
síðar varð. Mest af þessu þurfti
pabbi að vinna í aukavinnu með-
fram aðalvinnu og hafði hann
litla aðstoð. Þarna kenndi hann
mér ýmislegt varðandi vinnutil-
högun, smíðar og fleira sem ég
hef alltaf síðan búið að. Pabbi
hvatti okkur krakkana til að
mennta okkur og öll fórum við í
framhaldsnám eftir gagnfræða-
skóla. Ég lærði tækniteiknun og
húsasmíði og fór síðar á ævinni
til náms í Danmörku og lærði
byggingafræði. Við áttum gott
heimili og mamma var heima-
vinnandi húsmóðir og hugsaði
vel um okkur. Hún og pabbi voru
bæði gestrisin og var ætíð gest-
kvæmt á heimilinu. Við pabbi
höfðum alltaf mikil samskipti og
unnum saman ýmis verk þó að
ég væri í aðalvinnu hjá ýmsum
meisturum og síðar fyrirtækjum.
Takk fyrir allar góðu stundirnar,
pabbi, og hvíl í friði.
Magnús Jónasson.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT JÓNA EIRÍKSDÓTTIR,
Sandlækjarkoti,
lést á dvalarheimilinu Sólvöllum
miðvikudaginn 1. ágúst.
Útförin fer fram frá Skálholtskirkju
fimmtudaginn 16. ágúst klukkan 13.
Ásgeir S. Eiríksson Sigrún M. Einarsdóttir
Eiríkur Kr. Eiríksson Sigrún Bjarnadóttir
Þórdís Eiríksdóttir Stefán F. Arndal
Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G. Guðmundsson
Arnar Bjarni Eiríksson Berglind Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar elskaði faðir, tengdafaðir, afi, sonur
og bróðir,
EINAR RÓSINKAR ÓSKARSSON
frá Ísafirði,
varð bráðkvaddur á Dynjanda í Leirufirði
sunnudaginn 5. ágúst.
Útför auglýst síðar.
Hanna Rósa Einarsdóttir
Engilráð Ósk Einarsdóttir Jónas Þorkelsson
Eydís Eva Einarsdóttir
Gunnþóra Rós, Óskar Guðmundur og Eva Þórkatla
Lydía Rósa Sigurlaugsdóttir,
Albert og Lydía Ósk Óskarsbörn