Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 29

Morgunblaðið - 08.08.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að hugsa um þá kosti sem þú býrð yfir og útilokaðu galla þína. Skipulagning er allt sem þarf til að þú getir klárað þau verk- efni sem bíða þín. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er orðið fullkomlega tímabært að þú hafir samband við vini þína þótt þeir hafi látið vera að hafa samband við þig. Samtöl við þá fá aukið vægi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gamansemi þín gengur vel í aðra svo þú ert vinsæll meðal vina og samstarfs- manna. Njóttu þess að tala við aðra, jafnvel þá sem þú hittir úti á götu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það skiptir engu máli hversu lengi þú talar, fólk er ekki að hlusta. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir svo að þú þarft að velja þá sem eru þér traustir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Breytingar breytinganna vegna hafa ekk- ert upp á sig. Þú þarft að tryggja að skoðanir þínar komist á framfæri. Aðeins þannig áttu möguleika á því að ná árangri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur mikla orku og getur afrekað tvisvar sinnum meira en vanalega. Nú er rétti tíminn til þess að koma hugmyndum þínum á framfæri við starfsfélaga þína og yfirmenn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki neyða ráðgerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlutunum að ráðast. Þú skalt ekki reikna með stuðningi annarra sem gefnum hlut. Þú þarft á öllum þínum kröftum að halda. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það felst áskorun í að binda enda á vissa hluti þessa dagana. Ef þú ert hreinn og beinn þarftu ekki að fara af milli staða með kólgubakka yfir höfðinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Haltu persónulegum samskiptum á léttum og áhyggjulausum nótum, það færir þér heppni. Einbeittu þér að því að taka til í þínum eigin ranni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú getur ekki breytt öðru fólk, bara viðbrögðum þínum við þeim. Sumt er manni ekki gefið að skilja svo þú skalt ekki einu sinni reyna það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að sinna persónulegum málum í dag og gætir þurft að hagræða ýmsu til þess að geta það. Reyndu að komast hjá því að munnhöggvast við samstarfsmenn þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnst óþolandi þegar aðrir grípa inn í starf þitt og reyna að beina þér á aðrar brautir en þú vilt. Haltu þínu striki því sumum er ekki sjálfrátt vegna eigin mistaka. Mývetningurinn Friðrik Stein-grímsson brá sér suður á mót harmonikkuleikara, sem haldið var á Borg í Grímsnesi, og orti á laugar- dagsmorgun kl. hálfníu – og er sterk og skemmtileg hrynjandi í stökunni: Eftir nætur ógnar vætu eygir glætu sála mín; laugardagur ljós og fagur léttir hag er sólin skín. Ég gat ekki stillt mig um að fletta upp í bragfræði Sveinbjarnar Bein- teinssonar og þar er hátturinn sagður „langhenda, þríkveðið“ og gefið þetta dæmi: Hlynur dvaldi á værðar valdi vetrarkalda hríðarnótt. Þegar birti vera virtist veðurkyrrt og lygnurótt. Pétur Stefánsson orti um veðrið í Reykjavík á laugardag og lá vel á honum: Hér geislar nú glaðværðin sanna sem grípa vill hali og svanna, því fögur er hlíðin og frábær er tíðin á frídegi verslunarmanna. En það var annað hljóð í strokknum hjá Þóri Jónssyni norður á Ólafsfirði: Úrill tíðin ekki gleður. Engin sól á belgina. Hér er þokuvætuveður um vitlausramannahelgina. Um helgarlok orti Pétur: Eftir glaum og gleðimót mun gleymskan ýmsa þjaka, og eflaust kemur einhver snót ólétt heim til baka. Og af sama tilefni yrkir Ármann Þorgrímsson: Vildu allir ljóst og leynt lífsgleðina finna. Engum hefði orðið meint af þó drykki minna. Konráð Gíslason sagði að for- eldrar sínir hefðu verið hagmæltir en móðir sín hagmæltari. Eftir þau væri t.d.: Að yrkja kvæði ólán bjó eftir fornri sögu. Gaman er að geta þó gert ferskeytta bögu. Móðir Konráðs, Efemía, átti seinni partinn og stóð ekki á. Þorsteinn Gíslason orti um vor- himininn – sem Guðmundur Finn- bogason sagði að allir lærðu undir eins: Þú ert fríður, breiður, blár og bjartar lindir þínar; þú er víður heiður, hár sem hjartans óskir mínar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á verslunarmannahelgi eru veður misjöfn „EN Á MANNAMÁLI... LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ MIG?“ „YFIRLEITT TÖKUM VIÐ EKKI VIÐ NEMENDUM Í FYRSTA BEKK FYRR EN ÞEIR ERU ORÐNIR FIMM ÁRA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ekki á jöfnum grundvelli. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVAÐ MÉR FINNST UM ÞIG SKÓGAR- BJÖRN! HONUM FINNST ÞETTA SKEMMTILEGT ÞETTA ER ÁN NOKKURS VAFA EKKI ENGLAND! EN VIÐ VERÐUM SAMT AÐ BORÐA! HVERNIG OPNA ÉG ÞESSA HNETU? LEMDU SIGLINGAFRÆÐINGINN MEÐ HENNI! Ekkert lát er á hitum í Evrópu. Vík-verji hefur heyrt að lítil hreyfing sé á ferðum til hinna svokölluðu sólar- landa í Norður-Evrópu. Eftir hitakóf- ið í norðrinu heilli ekkert sérstaklega að halda suður á bóginn í meiri sól. Fyrir vikið sé hægt að fá sólarlanda- ferðir á spottprís í Kaupmannahöfn og Amsterdam. x x x Víkverji veltir fyrir sér hvort mark-aðsmenn hafi klikkað á að aug- lýsa hið svala Ísland í hitahrjáðri Evr- ópu. Það væri örugglega hægt að drekkhlaða nokkrar vélar með hita- hrjáðum Evrópubúum, sem sjá það fyrir sér í hillingum að sitja niður- rigndir í tíu stiga hita uppi á einhverri heiðinni. x x x Misskipting á veðri hefur reyndarekki með öllu farið framhjá miðlum á meginlandinu. Austur- bæverski fréttavefurinn idowa hafði samband við ritstjórn Morgunblaðs- ins og birti í kjölfarið mynd af ferða- mönnum í regnblautum miðbæ Reykjavíkur undir fyrirsögninni „Hér ráða regnhlífar ríkjum í stað sólhlífa“. x x x Sagði síðan að á meðan öll Evrópaæmti og skræmti undan þrúg- andi hitabylgjunni byði eitt land hit- anum óbugað byrginn með rigningu, roki og kulda. x x x Daginn sem fréttin birtist var hitinnúti við heilar 36 gráður og loft- kælingin á yfirsnúningi á ritstjórn idowa, en hitinn aðeins níu gráður á Íslandi. Í niðurlagi fréttarinnar sagði að sá sem leitaði „kælingar á dögum sem þessum þegar vatnið sýður meira að segja á almenningsbaðstöðum veit nú af hinum fullkomna ferðastað: Ís- landi“. x x x Sumarið hefur verið fremur gráttog vott sunnanlands og sólar- dagar fáir. Víkverji hefur fyrir satt að á dögunum þegar birtist gul viðvörun frá veðurstofu hafi þónokkrir rokið út í búð eftir sólvörn þar sem þeir héldu að verið væri að vara við óvæntu sól- skini. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Sálmarnir 34.19)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.