Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.08.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2018 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI ICQC 2018-20 Tónlistarkonan Beyoncé upplýsir í forsíðuviðtali við Vogue að hún sé af- komandi þrælahaldara. „Ég skoðaði rætur mínar nýverið og komst að því að ég er afkomandi þrælahaldara sem varð ástfanginn af og kvæntist þræl,“ segir Beyoncé og tekur fram að hún hafi þurft að melta þessar upplýs- ingar um tíma. „Ég velti fyrir mér hvaða þýðingu þetta hefði og reyndi að setja hlutina í stærra samhengi,“ segir Beyoncé og bendir á að ættar- saga hennar einkennist af óheil- brigðum samskiptum kynjanna, van- trausti og valdamisbeitingu. „Þegar ég gerði mér grein fyrir þessu var ég fyrst fær um að skoða og laga slík átök í mínum persónulegu sam- skiptum,“ segir Beyoncé, en í við- talinu er rifjaður upp orðrómur þess efnis að Jay-Z, eiginmaður, hennar hafi verið henni ótrúr. Sjálf lýsir hún eiginmanni sínum sem „hermanni“ sem veiti henni „mikilvægan stuðn- ing“. Myndirnar sem fylgja viðtalinu tók Tyler Mitchell, sem er aðeins 23 ára og fyrsti þeldökki maðurinn sem fær birta forsíðumynd á Vogue. Afkomandi þrælahaldara Frjó Beyoncé í febrúar 2017 þegar hún var ólétt að tvíburum sínum. AFP Byrjað var um helgina að rífa vinnustofur kínverska listamanns- ins Ai Weiwei í Beijing. Frá þessu greinir AFP. Þrjú ár eru síðan Ai flúði heimaland sitt, en hann hefur verið óragur að gagnrýna kínversk stjórnvöld. Hann býr nú og starfar í Berlín. Þaðan deildi hann mynd- bandi af niðurrifinu, sem hann seg- ir hafa byrjað fyrirvaralaust. Á myndbandinu sjást starfsmenn Ai reyna að bjarga listaverkum úr vinnustofunni. AFP hefur eftir Ga Rang, aðstoðarmanni Weiwei, að búast hafi mátt við niðurrifinu, þar sem leigusamningurinn rann út síð- asta haust, en mun lengri tíma hafi tekið að tæma rýmið en áætlað var. Vinnustofa Ai í Beijing rifin AFP Rústir Stórar vinnuvélar voru not- aðar til að rífa vinnustofuna. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Líklega myndu fáir kjósa að standa einir á sviði og opinbera sín innstu leyndarmál; leyndarmál sem eru svo viðkvæm að fjölskyldunni er ekki boðið í leikhúsið. Það er ná- kvæmlega það sem Íslandsvinurinn Ben Strothmann ætlar að gera í dag klukkan 17 á sviði Tjarnarbíós. Strothmann er á Íslandi í sjöunda sinn til þess að taka þátt í Hinseg- in dögum. Hann er betur þekktur sem vegan-draggdrottingin Honey LaBronx, en hún hefur skemmt á Íslandi við góðan orðstír. Stroth- mann ferðast mikið um Bandaríkin sem Honey og safnar í leiðinni fé fyrir Anonymous for the Voiceless og breiðir út boðskap veganisma. Skrautlegar sögur úr fortíðinni En í dag mun hann standa ber- skjaldaður á sviði sem hann sjálfur; enginn búningur, enginn farði. Hann ætlar að segja áhorfendum sögu sína sem hófst þegar hann var lítill drengur í Wisconsin og upp- götvaði samkynhneigð sína. Veg- ferð hans til fullorðinsára var þyrn- um stráð en Ben flutti til New York þar sem hann lenti í klóm áfengis og eiturlyfja. Eftir að botn- inum var náð hófst leiðin til betra lífs. Úr þessu öllu varð til ein- leikurinn Coming Clean. „Ég vissi ekki einu sinni að ég væri að skrifa leikrit þegar ég skrifaði þetta,“ segir Strothmann. „Málið var að árið 2014 ákvað ég með góðum fyrirvara að vera með einleik í kirkju í New York en þeg- ar styttist í sýningu hafði ég ekki skrifað staf. Viku fyrir sýningu sagðist ég vera hættur við en sýn- ingarstjórinn sagði mér að ég yrði að standa við orð mín; ég yrði þá bara að lesa símaskrána á sviði,“ segir hann. Þá voru góð ráð dýr og Stroth- mann ákvað að segja áhorfendum allra neyðarlegustu sögur lífs síns. „Ég ákvað fyrst að biðja áhorf- endur að steinþegja yfir þessum leyndarmálum og þeir mættu ekki segja nokkurri lifandi sálu frá þessu; sýningin yrði bara þetta eina kvöld. Ég sagði þeim ýmislegt um mig sem hvorki vinir mínir né fjölskylda vissi um mig. Ég lifði ansi skrautlegu, spennandi og ógn- vekjandi lífi áður en ég varð edrú. Þessar sögur eru svo góðar að þær mega ekki að gleymast þótt þær geti sært einhverja. Þannig að ég fór á svið og sagði þessar sögur og hafði ekki hugmynd um hvernig þessu yrði tekið,“ segir Stroth- mann. „Þetta er allt dagsatt“ Það var fullt hús þetta kvöld, honum til mikillar furðu, og það sem meira var, fólk skellihló. „Það var svo furðulegt, ég þurfti alltaf að gera hlé á máli mínu því fólk hló svo mikið. En ég hugsaði þetta aldrei sem leikrit, ég var bara á sviði að segja sögur,“ segir hann og segist aldrei hafa ætlað að sýna þetta aftur. Í fyrra ákvað hann, eftir mikla pressu, að sýna einleikinn aftur og í þetta sinn troð- fyllti hann stóran sal í leik- húsi í New York. Í tilefni Hinsegin daga er Strothmann nú kominn til Ís- lands og ætlar að sýna ein- leikinn sinn hérlendis. „Ég er alltaf hálf- stressaður að hugsa til þess að fólk er að koma á sýn- inguna mína. Þeg- ar leikstjórinn end- urtekur kannski línu frá mér hugsa ég stundum, guð minn góður, ekki segja þetta! Leik- ritið er mjög beinskeytt og jafnvel gróft. Ég er ekki að reyna að vera dónalegur en vegna eðlis efnisins sem ég er að fjalla um er engin önnur leið en að tala um það eins og það er,“ segir hann. „Fólk spyr mig oft eftir leikritið hversu mikið af þessu sé í raun sann- leikur. Ég svara bara, ertu að grínast? Þetta er allt dagsatt. Fólk trúir þessu ekki og heldur að ég hafi verið að ýkja,“ segir hann og bætir við: „Ég myndi ekki vilja að for- eldrar mínir sæju leikritið.“ Að skjóta sig í fótinn En einleikurinn er ekki ein- ungis grín því sumar sögurnar eru harmrænar. „Þetta er ekki grískur harmleikur en ef ég passa mig ekki getur sýningin orðið þung og sorgleg. Ég hef þurft að vinna í þessu til þess að halda þessu léttu og fyndnu en þetta er líka alvarlegt,“ segir hann og hlakkar til að leyfa Íslendingum að kynnast sér betur. „Ef ég vildi að einhver vissi allt um mig byði ég honum á þetta leikrit. Annars get ég varla hugsað um það, þá hugsa ég bara; hvað er ég að gera? Það er dálítið eins og ég sé að skjóta mig í fótinn,“ segir hann og seg- ist ekki vita hvort Íslendingar muni mæta. „Ég hef ekki hugmynd um hvort fimm mæta eða hundrað, það kemur bara í ljós. Og ef ég gleymi línunum mínum þá bið ég bara ljósamanninn að hjálpa mér,“ segir hann og brosir. Honey mætir á svið Strothmann ætlar ekki að láta sér nægja að afhjúpa líf sitt í Tjarnarbíói því næstkomandi miðvikudag, 15. ágúst, mun Strothmann bregða sér í líki Honey LaBronx og skemmta fólki á Gauki á Stöng til styrktar Íslandsdeild Anonymous for the Voiceless. Hefst sú skemmtun klukkan 21 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Strothmann mun dvelja hér nánast allan ágústmánuð og held- ur svo af stað til Bandaríkjanna í sýningarferð um landið sem Honey. En Ísland er alltaf á dag- skrá hjá honum, enda notar hann hvert tækifæri til að heimsækja vini og æfa íslenskuna, en hann talar ágætis íslensku þótt hann sé farinn að ryðga að eigin sögn. Íslenskuna hefur hann lært á síð- ustu fimmtán árum vegna aðdá- unar sinnar á Björk. Leyndarmál fortíðar afhjúpuð  Íslandsvinurinn Ben Strothmann sýnir kómískan einleik byggðan á lífi sínu og hvernig hann tókst á við samkynhneigð sína og fíknir  Biður áhorfendur að steinþegja yfir leyndarmálum sínum Ljósmynd/Steven Fontas Drag Strothmann sem Honey LaBronx. Leyndarmál Bandaríkjamaðurinn Ben Stroth- mann ætlar að opinbera líf sitt á sviði Tjarnar- bíós klukkan 17 í dag. Þar mun hann segja ófeiminn frá neyðarlegustu atvikum ævi sinnar í einleiknum Coming Clean. Ljósm./Anthony Moringello

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.