Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
Smart gallabuxur fyrir smart konur
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Háannatíminn á tjaldsvæðinu á Eg-
ilsstöðum byrjaði mun fyrr þetta
árið en síðustu ár. Annirnar má
vafalaust rekja til blíðskaparveð-
ursins sem þar hefur verið, að sögn
Ísleifs Gissurarsonar, starfsmanns
á tjaldsvæðinu.
„Við höfum þurft að senda fólk á
aðra staði sumar helgar og höfum
tekið gamla tjaldsvæðið í notkun,“
segir Ísleifur. Fyrir nokkrum árum
skipti bærinn um tjaldsvæði og var
því eldra tjaldsvæðið autt. Ráðast
þurfti í endurbætur á gamla svæð-
inu svo hægt væri að senda fólk
þangað. „Aðsóknin hefur verið
ótrúlega mikil, við munum ekki eft-
ir því að bæði tjaldsvæðin hafi verið
í notkun á sama tíma,“ segir Ísleif-
ur. Tjaldsvæðin í nágrenninu hafa
einnig verið vel sótt enda blómleg-
ur tími og hásumar. Þakka má
hlýja veðrinu á Egilsstöðum fyrir
aðsóknina en einnig hefur rigning-
arveðrið á höfuðborgarsvæðinu haft
áhrif, að sögn Ísleifs.
Búist var við því að erlendir
ferðamenn yrðu í meirihluta á
tjaldsvæðinu á Egilsstöðum en það
varð ekki raunin og hafa Íslend-
ingar verið í meirihluta á svæðinu.
„Núna eftir verslunarmannahelgi
má búast við því að Íslendingarnir
fari að tygja sig aftur í bæinn í
vinnu. Þá koma erlendu ferðamenn-
irnir í meiri mæli,“ segir Ísleifur.
Í sumar hafa sögulega fáir heim-
sótt tjaldsvæði á Suður- og Vest-
urlandi. Á tjaldsvæðinu á Stykk-
ishólmi voru heimsóknir í júlí 2018
um 42% færri en í júlí 2017. Að
sögn upplýsingafulltrúa á tjald-
svæðinu hafa gestir þurft að hætta
við komu vegna veðurs en flestir
gestir á svæðinu eru erlendir ferða-
menn. Þó létu fleiri sjá sig á tjald-
svæðinu þegar hin árlega kokteil-
helgi var haldin í bænum 20.-21.
júlí.
Hluta tjaldsvæðisins á Þingvöll-
um hefur verið lokað sökum vætut-
íðarinnar. Mun færri en áður hafa
heimsótt tjaldsvæðið í sumar og
mætti rekja það til slæms veðurs.
,,Það hefur rignt svo mikið að hús-
bílar hafa fest og spólað í grasinu,“
segir Torfi Stefán Jónsson, starfs-
maður í þjóðgarðinum. Að hans
sögn eru flestir gestir á tjaldsvæð-
inu erlendir ferðamenn en mun
minna er um Íslendinga en á árum
áður.
Metaðsókn á tjaldsvæði fyrir austan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tjaldsvæði Veðrið virðist hafa talsverð áhrif á hvar fólk kýs að fara í útilegu. Færri tjalda á Þingvöllum en áður.
Gamalt tjaldsvæði tekið í notkun á ný á Egilsstöðum til að mæta fjölda gesta Íslendingar í meiri-
hluta Færri gista á tjaldsvæðum á Suður- og Vesturlandi Mikil væta á tjaldsvæðinu á Þingvöllum
menn geta komið fram. Ef lögreglu-
maður fær til dæmis högg í andlitið
og myndarlegt glóðarauga, þá er
ekki víst að hann geti sinnt löggæslu
úti. Það snýst um að við séum ekki
með fólk úti í löggæslu sem er sjá-
anlega meitt,“ segir hann. „Stund-
um þurfum að taka fólk í skjól og
setja í önnur störf tímabundið eða
þá að fólk er beinlínis slasað og er
frá í lengri tíma,“ bætir Ásgeir Þór
við.
Aðspurður segir hann að til séu
dæmi um hótunarbrot gegn lög-
reglumönnum utan eiginlegra af-
skipta af fólki. „Yfirleitt verða hót-
unarbrotin þó þegar handtaka eða
valdbeiting á sér stað. Þá geta ljót
orð og jafnvel beinar hótanir gegn
lögreglumönnum verið viðhöfð, oft í
víðara samhengi,“ segir hann.
öllum tilvikum um að ræða grun um
ofbeldi, en mun fátíðara er að konur
séu grunaðar um hótunarbrot.
Spörk og hnefahögg algeng
Að jafnaði leiða ekki af ofbeld-
isbrotunum miklir áverkar og al-
geng dæmi um árásir eru spark eða
spörk í fætur eða hnefahögg í andlit.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög-
regluþjónn hjá Lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu, segir það tiltölu-
lega fátítt að lögreglumenn séu frá
störfum í langan tíma vegna ofbeld-
isbrota, en þó séu dæmi um það.
„Það kemur fyrir að við missum
fólk til lengri tíma. Þetta hefur tals-
verð áhrif á allt okkar starf,“ segir
hann og nefnir að algengir áverkar
séu tognanir og mar. „Þetta getur
líka varðað það hvernig lögreglu-
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Ofbeldis- og hótunarbrotum gegn
lögreglumönnum á höfuðborgar-
svæðinu hefur farið fjölgandi árið
2018 miðað við meðaltal síðustu
þriggja ára. 42 ofbeldisbrot voru
skráð á fyrstu sex mánuðum ársins
og 20 hótanir um ofbeldi. Fjölgaði
ofbeldisbrotum um 64% á fyrstu sex
mánuðum ársins miðað við meðaltal
á sama tímabili síðustu þrjú ár. Hót-
unum um ofbeldi fjölgaði um 36% á
fyrstu sex mánuðum ársins.
Langflest brota af þessum teg-
undum eru framin í tengslum við
valdbeitingu lögreglu, handtöku eða
önnur afskipti og eru karlmenn um
76% þeirra sem fremja slík brot.
Þegar konur eiga í hlut er í nær
Morgunblaðið/Eggert
Lögregla Ofbeldis- og hótunarbrotum fjölgaði á fyrri hluta ársins. Eiga þau sér flest stað við valdbeitingu lögreglu.
Ofbeldi og hótanir í
garð lögreglu tíðari
Karlmenn í miklum meirihluta meðal meintra gerenda
Undirbúningur er hafinn að því að
gefa nýjum náttúrufyrirbærum í
Hítardal nafn. Það eru framhlaupið og
vatnið sem myndaðist innan við það.
Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítar-
dal, hefur sagt frá því í færslu á Face-
book að fólkið á bænum leggi til að
framhlaupið fái nafnið Hrynjandi og
vatnið heiti Bakkavatn. Rökin fyrir
nafninu á vatninu er að svæðið sem
vatnið er á og stærra svæði nefnist
Bakkar.
Málið er þó ekki svona einfalt því
örnefni þurfa að fara í ákveðið ferli.
Heimamenn eiga að leggja hug-
myndir sínar fyrir örnefnanefnd sem
segir álit sitt á þeim og síðan tekur
sveitarstjórn ákvörðun um það hvaða
nafn verður fyrir valinu.
Berghlaupið snertir tvær jarðir.
Það kom úr eyðijörðinni Hítardals-
völlum sem er í eigu Borgarbyggðar
og hljóp yfir land Hítardals. Vatnið er
hins vegar allt innan lands Hítardals.
Byggðaráð Borgarbyggðar hefur
falið sveitarstjóra að annast und-
irbúning málsins í samvinnu við
heimafólk. helgi@mbl.is
Íbúar leggja til
heitið Bakkavatn
Undirbúningur hafinn að nýjum ör-
nefnum í Hítardal Málið komið í ferli
Ljósmynd/Mihails Ignats
Hítardalur Landslagið er breytt og finna þarf nafn á skriðu og vatn.