Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Besta Hekluverðið
4.690.000 kr.
HérHEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
VW Passat GTE Tengiltvinnbíll / Sjálfskiptur / Vistvænn
Nýr Volkswagen á Besta Hekluverðinu
Nú er góður tími til að fá sér nýjan Volkswagen hjá Heklu því við vitum aldrei
hvað svona frábært verð býðst lengi. Tryggðu þér Volkswagen á besta
Hekluverðinu og aktu inn í sumarið.
Besta Hekluverðið 6.990.000 kr.
VW Tiguan Allspace Comfortline+ 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur / Fjórhjóladrifinn / Sjö sæta / Dráttarbeisli
Fullt verð: 7.635.000 kr.
645.000 kr.
Afsláttur
er aðeins sýndur hluti af bílum í boði. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum.
5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd
Besta Hekluverðið
4.490.000 kr.
VW T-Roc 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur / Fjórhjóladrifinn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég myndi vissulega velta þeim
möguleika fyrir mér að fækka fé og
selja heyið, ef það mætti. Heyið er
að verða verðmætara en lömbin.
Talsverður kostnaður er við rúllurn-
ar og eins og staðan er í dag þá
stendur sauðféð ekki nægilega vel
undir honum,“ segir Trausti Hjálm-
arsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð 2
í Biskupstungum, spurður hvort
hann hefði áhuga á að selja hey til
Noregs, ef það byðist. Meginhluti
Árnessýslu er á skilgreindum riðu-
svæðum og fá bændur þar því ekki
heilbrigðisvottorð, eins og reglur
eru nú túlkaðar.
Áhugasamir kaupendur í Noregi
gera minni heilbrigðiskröfur en
gilda hér enda eru þeir í neyð og
telja áhættuminna að kaupa hey frá
Íslandi en mörgum öðrum löndum.
Meðal annars miðar norska mat-
vælastofnunin við að riða hafi ekki
fundist á viðkomandi svæði í 10 ár
en Matvælastofnun hér miðar við 20
ár. Riða kom upp í Austurhlíð fyrir
fjórtán árum og tólf ár eru liðin frá
því bændur tóku fé að nýju.
Vilja slaka á reglum
Trausti segir að miklar heybirgð-
ir séu á einstaka bæjum, jafnvel á
búum þar sem ekki hafi verið sauðfé
í áraraðir. Sumir bændur hefðu því
svigrúm til að selja hey, ef opnað
yrði fyrir það. Hann segist þó ekki
verða var við að menn væru að
missa sig yfir því að geta ekki selt
hey.
„Ég myndi líklegast láta eitthvað,
ef möguleiki væri á því. Annars var
síðasta riðutilfellið í Skjálfandahólfi
hjá mér en það eru 19 ár síðan, og
ekki víst að opnað yrði á það þótt
reglum yrði breytt,“ segir Einar
Ófeigur Björnsson, sauðfjárbóndi í
Lóni II í Kelduhverfi og stjórnar-
maður í Bændasamtökum Íslands.
Hann segir að verið sé að athuga
möguleikana á að slaka eitthvað á
reglum en þó þannig að þær sam-
ræmist skilyrðum Norðmanna.
Spurning um verð og gæði
Umræðan um útflutning á heyi
hefur verið mest á Norðurlandi en
samkomulag hefur tekist við stór
norsk samvinnu- og afurðasölufélög
um útflutning á heyi þangað. Bænd-
ur víða á landinu hafa sýnt áhuga á
að taka þátt í útflutningi. Þannig
eru um 150 nöfn á lista sem Ráð-
gjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur
safnað og birt á heimasíðu sinni.
Óskar Eyjólfsson í Hjarðartúni í
Rangárvallasýslu hefur flutt út hey
undanfarin ár, meðal annars til
Færeyja en einnig Noregs og fleiri
landa. Hann segir að spurningin um
útflutning snúist um það hvað
norski bóndinn sé tilbúinn að greiða
fyrir rúlluna. Hvort það sé nóg til að
standa undir kaupum hér, flutningi
að höfn, sjóflutningi og flutningi
innan Noregs. Flutningskostnaður-
inn fari langt með að tvöfalda verðið
sem bændum hér er greitt. Þá segir
hann mikilvægt að gæði heysins séu
í lagi. Þótt töluvert framboð sé á
heyi nú séu heygæðin sunnanlands
ekki eins og í bestu heyskaparárum.
Þá þurfi að pakka rúllunum betur
inn þegar þarf að færa þær oft til,
eins og óhjákvæmilegt sé við út-
flutning. Annars sé hætta á að gerj-
um fari af stað og valdi myglu. Ráð-
leggur hann mönnum að hafa
fjórtán lög af plasti í stað sex laga
sem algengast er hér.
Íhugar að fækka fé og selja heyið
150 bændur hafa sýnt áhuga á að selja hey til Noregs Margir eiga umframbirgðir og aðrir
vilja fækka fé Heyútflytjandi sunnanlands segir málið snúast um gæði heysins og verð
Einar Ófeigur Björnsson í Lóni
II segir að það sé töluvert mál
fyrir marga bændur, sér-
staklega sauðfjárbændur, að
selja hey núna eins og staðan
er í sauðfjárræktinni. Sumir
eigi umframbirgðir eftir gott
sprettusumar.
Verð á lambakjöti er það
lágt að bændur geta fengið
nærri sama verð fyrir heyrúll-
urnar við útflutning til Noregs
og lömbin sem þeir leggja inn
í haust. Verðið sem slátur-
húsin greiða hefur lækkað
mikið.
Fá sama fyrir
hey og lömb
VANDI SAUÐFJÁRBÆNDA
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rúllað Heyskapur gekk misvel í sumar, vel norðanlands en illa sunnanlands, og gæði heyfengsins eru eftir því.