Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 16

Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is fyrir öll tölvurými og skrifstofur Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Kæling Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk farið bara beint niður í komuverslun og í gegn. Svo er líka atriði í þessu að gallinn við flugvöllinn er sá að þegar þú kemur erlendis frá þá er ekki skýr afmörkun á milli brottfar- arverslana og komuverslunar.“ Hann bendir einnig á að út frá sam- keppnissjónarmiðum sé ekki heimilt að selja sumar vörur í komuverslun sem seldar eru í brottfararversl- unum, og komi því reglurnar í veg fyrir að hægt sé að versla í brott- farverslun við komu til landsins. Spurður hvers vegna reglurnar hafi ekki komið til framkvæmda fyrr segir Guðmundur: „Það var sent bréf á alla leyfishafa 2011 í fram- haldi af lagasetningunni. Þá var vandamálið tæknilegs eðlis. Þetta hefur svolítið hangið í kerfinu út af því. Svo var bara farið af stað af full- um þunga núna af því að við töldum bara allt of langan tíma liðinn.“ skönnun á brottfararspjaldinu að það sé kallað eftir flugtímanum, þ.e.a.s. að brottför sé innan 24 tíma, og söluaðila, þannig að ef eitthvað kemur upp þá getum við kallað eftir þeirri færslu í eftirlitskerfinu eða eitthvað slíkt. En við söfnum engum upplýsingum.“ Starfsmenn geta ekki verslað Spurður hvers vegna sambæri- legar reglur eigi ekki við þegar far- þegar koma til landsins vísar Guð- mundur í lagaákvæðið, sem kveður einungis á um framvísun spjalds við brottför úr landi og bætir við:„ Í raun er krafan sú að þegar þú ætlar að versla í brottfararverslun þarftu að fara með vöruna út. Þess vegna þarftu að vera með brottfararspjald. Það er m.a. til þess að koma í veg fyrir að starfsmenn eða einhverjir aðilar geti verslað þar án gjalda og Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Ferðalangar á leið úr landi hafa að líkum tekið eftir því að framvísun brottfararspjalds er skilyrði fyrir því að hægt sé að kaupa varning í flugstöðinni í Keflavík. Reglurnar voru teknar upp 1. mars að kröfu Tollstjóra, á grund- velli 104. greinar tollalaga, sem þó hefur staðið síðan 2011. Í ákvæðinu segir m.a. að eingöngu sé heimilt að selja farþegum og áhöfnum milli- landafara á leið úr landi vörur úr tollfrjálsri verslun gegn framvísun brottfararspjalds. Aðspurður hvort Tollstjóri safni upplýsingum um farþega svarar Guðmundur Jóhann Árnason, lög- fræðingur hjá tollasviði Tollstjóra: „Tollstjóri tekur engar upplýsingar úr þessu. Tollstjóri fer fram á við Morgunblaðið/Sigurgeir S. Spjald takk! Ferðalangar þessir hafa að líkindum þurft að framvísa brottfararspjaldi þegar þeir komu að kassanum. Brottfararspjald skilyrði fyrir tollfrelsi  Ekki hægt að versla í brottfararverslun við heimkomu Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Skaftárhlaupið sem stendur nú yfir er eitthvert stærsta jökulhlaup sem mælst hefur í Skaftá frá því að mæl- ingar hófust. Nýjar mælingar Veðurstofunnar sýna að rúmmál hlaupsins er meira en var í stóra Skaftárhlaupinu árið 2015. Rúmmál hlaupsins er metið alls 500 gígalítrar og þar af runnu 435 gígalítrar frá Skaftárjökli. Rúm- mál hlaupsins árið 2015 var metið um 425 gígalítrar og þar af 364 gíga- lítrar frá jökli. Sambærileg jök- ulhlaup að rúmmáli féllu 1970, 1982, 1984, 1995 auk hlaupsins 2015, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Eiginlegu hlaupi lokið Að sögn Hildar Maríu Friðriks- dóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, er eiginlegu hlaupi lokið. „Rennslið er orðið það lítið að þetta er eiginlega komið í með- alrennsli miðað við árstíma. Í raun er hlaupinu lokið í þeim skilningi að það er ekki að bætast í það lengur,“ segir Hildur og bætir við að það taki rennslið einhverja daga að komast í eðlilegt horf. Þá sé hlaupvatnið mjög gruggugt og setið sem berst í hraun- ið með vatninu mun líklegast stífla hraunið með tímanum, að sögn Hild- ar. Hlaupið í ár var mun umfangs- meira en Veðurstofan hafði spáð fyr- ir, þá aðallega vegna þess að Skaft- árkatlarnir hlupu samtímis. Laugardaginn 4. ágúst var flogið yf- ir katlana og kom þá í ljós að hlaup væri einnig hafið úr vestari Skaft- árkatli. Talið er vestari og austari katlarnir hafi tæmt sig á sunnudag og mánudag og er hlaupið því í rén- un. Er áætlað að rennsli í byggð fari nú einnig minnkandi og muni því draga úr vatnsmagni í Skaftá næstu daga. Í gær mældist rennslið við Sveins- tind um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 rúmmetrar á sek- úndu á þriðjudag. Undanfarna daga hefur vatn flætt út í Eldhraun. Þaðan hefur vatnið skilað sér í árnar Grenlæk og Tungulæk þar sem vatn stendur mjög hátt, segir í fréttatilkynningu Veðurstofunnar. Er áætlað að rennsli þar minnki um helming á u.þ.b. 7-10 dögum eftir hlaup þar til það nær jafnvægi. Þjóðvegurinn opinn að hluta til Var 500 metra vegkafla á þjóðvegi 1 lokað og var hann lokaður í nokkra daga vegna vatnsflaumsins sem flæddi yfir Eldhraun. Á meðan var umferð beint um Meðallandsveg sem er 53 kílómetra langur vegur, að hluta til malarvegur og einbreiður. Í gærmorgun var vegkaflinn á þjóð- vegi 1 opnaður almennri umferð á ný og var umferðinni þá stýrt á eina ak- rein. Þá hefur Vegagerðin lokað brúnni við Eldvatn, sem á fjallvegi 208. Eldvatnsbrú hefur áður komist í fréttirnar í fyrri hlaupum Skaftár, en hún laskaðist mikið í hlaupinu 2015. Stærsta jökulhlaup sem mælst hefur  Rúmmál Skaft- árhlaups meira en árið 2015  Hlaup- inu er nær lokið Morgunblaðið/RAX Kraftur Skaftárhlaupið er metið 500 gígalítrar alls og mældist rennsli þess nærri 400 rúmmetrar á sekúndu á þriðjudag. Tveir katlar tæmdu sig í ána.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.