Morgunblaðið - 09.08.2018, Page 37
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Hlífar og undirföt
Angóruhlífarnar veita léttan stuðning við auma vöðva á
þrengja of mikið að. Angóran sér um að halda líkamanu
og hlýjum án þess að valda kláða.
Hlífarnar eru tilvaldar til hvers kyns útivista og
eins og hjólreiða, útihlaupa eða í golfið.
Úlnliðshlífar Langerma bolur Olnbogahlífar Hnéhlífar Mjóbakshlíf Axlastykki
Y L F A
ANGÓRA
Einnig fáanlegt í netverslun: www.lyfja.is
n þess að
m þurrum
íþrótta,
Í aðsendri grein í
Morgunblaðinu þann 2.
ágúst sl. ritar dr. Hauk-
ur Arnþórsson, stjórn-
sýslufræðingur, hug-
leiðingar sínar og
kemur þeirri skoðun
sinni á framfæri að
hefta beri landeigendur
í því hverjum þeir geti
selt jarðir sínar. Þessar
hugleiðingar koma í
kjölfar umfjöllunar blaðsins um þá
þróun sem orðið hefur víða í kringum
landið að fólk sem til þess hefur fé,
svokallaðir auðmenn, hafa keypt jarð-
ir sem þeim hafa þótt fýsilegar. Þá
vegna náttúrufegurðar, hlunninda og
eða bara vegna sterkra hugrifa á
ferðalagi sínu um landið. Davíð Þor-
láksson lögfræðingur benti á það í
stuttum pistli í sömu viku, í öðru
blaði, að um jarðir og land giltu hin
ýmsu lög sem einmitt takmörkuðu
hvað eigandi jarðar má gera á landi
sínu. Sem færir okkur nær kjarna
málsins. Það er lítil ástæða til að setja
skorður við möguleika landeigenda á
Íslandi að selja land sitt. Mun betra
væri að setja þá skorður við þá notk-
un/nýtingu sem jarðeigendum býðst
að gera. Að banna eignarhald fólks og
byggja það á þjóðerni þeirra eða fjár-
hagsstöðu eru fordómar af verstu
sort og ekki sæmandi þjóð sem vill
láta taka sig alvarlega sem vestrænt
opið samfélag.
Frelsið er yndislegt, stundum
Því miður er aragrúi fólks sem tek-
ur undir skoðun stjórnsýsludoktors-
ins um að meina skuli frjáls viðskipti
með jarðir. Land í eigu einkaaðila er
sem betur fer ekki óal-
gengt á Íslandi og eru
margar náttúruperlur
einmitt í eigu ein-
staklinga, sem hafa erft
hluti sína og eru þá
dæmdir til þess að ei-
lífu, ásamt þeirra af-
komendum, til að vera
umráðamaður landsins,
fái hugmyndir doktors-
ins framgang. Dæmi
eru um að ríkisvaldinu
hafi staðið til boða að
kaupa jarðir sem hafa
búið yfir náttúrufegurð sem gæti tal-
ist þjóðargersemi. Ríkisvaldið hefur
tekið því fálega að kaupa slíkar jarðir,
a.m.k. fyrir eðlilegt verð. Eða vill dr.
Haukur að hinu opinbera verði hrein-
lega gefið landið? Ekki er hægt að
skilja niðurlag greinar dr. Hauks á
annan veg en að hann vilji loka fyrir
eignarhald erlendra aðila á landinu.
Telur gilda önnur lögmál um land og
tengir það við þjóðríkið. Sumir gætu
talið hinn „vel meinandi“ doktor hald-
inn þjóðrembu, jafnvel yfirlæti hins
menntaða þéttbýlismanns sem hefur
sterkar skoðanir á því hvað lands-
byggðarfólkið má gera við eigur sín-
ar. Enda eru boð og bönn ær og kýr
stjórnsýslubóndans.
Hver má kaupa?
Eftir Steinþór
Jónsson
» Því miður er aragrúi
fólks sem tekur und-
ir skoðun stjórnsýslu-
doktorsins um að meina
skuli frjáls viðskipti með
jarðir.
Steinþór Jónsson
Höfundur er atvinnurekandi.
steinthorj@hotmail.com
Sigurður Sigurðar-
son lét hafa eftir sér í
grein um daginn að það
væru mannréttindi að
geta farið í sund með
hreinum gestum en það
væri ekki lengur sjálf-
gefið á Íslandi. Þetta
meinta „mannréttinda-
brot“ sem Sigurður
bendir réttilega á á sér
upphaf og endi hjá ÍTR
sem rekur sundlaugarnar. Þar er
hvorki fyrir að fara framtakssemi yf-
irmanna né heldur er tekin ábyrgð á
því sem miður fer. Enda er íslenskur
embættismannakúltúr þekktur fyrir
að verðlauna þá sem engar ákvarð-
anir taka með stöðuhækkunum.
Roluskapur og ákvarðanafælni
stjórnenda ÍTR er vandamálið sem
baðmenning Íslendinga stendur
frammi fyrir í dag. Óþrifnaður sund-
gesta, íslenskra jafnt sem erlendra,
er afleiðingin.
Útlendingar hafa innleitt nýja bað-
tísku í sundlaugunum sem eru nær-
buxur af öllum stærðum og gerðum
þökk sé ÍTR. Ég hef margoft séð
þessi nýju sundföt sum hver með lóð-
réttum brúnum sportröndum bakatil
og gul í frontinn. Svo bendi ég starfs-
fólki á bremsusporin og gyllinguna og
fæ misjöfn viðbrögð, t.d. að ÍTR hafi
ekki gefið út neinn staðal sem skil-
greinir hvað teljist sundföt og hvað
ekki. „Við getum ekkert gert,“ segja
þeir mér. Komi upp ágreiningur
hvort um sé að ræða nærbrækur eða
sundskýlu skal gesturinn njóta vaf-
ans.
Starfsfólk segir að staðalskortur
ÍTR heimili alls kyns brækur, hjól-
reiðabuxur jafnt sem
hnésíðar smíðabuxur
með belti. Starfmenn
hafa einnig fengið ákúr-
ur fyrir að benda gest-
um á að slíkur klæðn-
aður sé ekki bara
persónulegt tískuslys
heldur sóðaskapur.
En vegna áhættu-
fælni forkólfa ITR þá er
ekki áhættulaust fyrir
sundlaugaverði að láta
stjórnast af sam-
viskusemi og hreinlæt-
iskennd. Hér er ein slík reynslusaga
úr laugunum:
Eitt svokallað „nærbuxnapar“ sem
var gripið glóðvolgt í heita pottinum, í
þetta skiptið tveir Íslendingar:
„Hva, sérð’ekki að þetta er sund-
skýla maður?“ spurði annar.
„Nei, þetta eru Calvin Klein nær-
brækur!“
„Sannaðu það,“ sagði hinn, tók
snjallsíma upp úr sundtösku og
hringdi í pabba sinn, sem var lög-
fræðingur, og útskýrði fyrir honum
ágreiningsmálið.
Svo var beðið á laugarbarminum
og innan skamms kom símtal frá höf-
uðstöðvum ÍTR um að nærbrækur
þessara manna væru gúteraðar af því
þeir sögðu þær vera sundbuxur.
Nærbuxnaparið fór sigri hrósandi
aftur ofan í heita pottinn en starfs-
manninn setti hljóðan. Sá hafði verið
að fylgja munnlegum fyrirmælum yf-
irmanna á staðnum en nú var þeim
breytt með Dagsskipun að ofan. Þessi
frásögn er ekki einsdæmi og er engin
furða að starfsmórallinn í laugunum
er stundum með lægra móti.
Hvernig má samviskusamt starfs-
fólk sundlauganna að bregðast við í
tilfellum sem þessum? Hvað má þeg-
ar kvenfólk fer í laugina með túr-
bindið gúlpandi undir sundbuxunum,
jafnvel leiðandi eiginmanninn á skít-
ugum nærbrókunum? Er þorandi að
stöðva slíkt þegar bæði stuðning yf-
irmanna og sjálfan sundfatastaðalinn
vantar? Er ekki affarasælast að leyfa
þeim bara að vaða ofan laugina
ósturtuðum og á skítugum nærbrók-
unum? Þá gætirðu risið til metorða
innan embættismannakerfisins en
gerir þú læti þá er eins víst að þú
missir starfið fyrir skort á þjón-
ustulund.
Það virðist vera að Dagur og kó
hafi ekki bara tvöfaldað aðgangseyr-
inn heldur hafa þeir lækkað hreinlæt-
isstuðulinn niður í núll. Það ætti að
skylda forstöðumenn ITR til að
gegna starfi sundlaugavarða í dag-
part eða svo í hverjum mánuði því
þeir virðast algjörlega úr tengslum
við hvað er að gerast í sundlaugum
borgarinnar. Það væri ekki verra ef
þeir fengju sömu tímalaun og þeir
sem verið er að leysa af. Þá fengjum
við mögulega að sjá kerfisbreytingar
sem um munar.
Jón Ármann
Steinsson » Það ætti að skyldaforstöðumenn ITR
til að gegna starfi sund-
laugavarða í dagpart
eða svo í hverjum mán-
uði því þeir virðast al-
gjörlega úr tengslum
við hvað er að gerast í
sundlaugum borgar-
innar.
Höfundur starfar við nýsköpun í Sili-
kondal í Kaliforníu
Jón Ármann Steinsson
Buslað í baðvatni annarra