Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Vogir sem sýna verð
á vörum eftir þyngd
Löggiltar fyrir Ísland og
tilbúnar til notkunar
ELTAK sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
VERSLUNAR-
VOGIR
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
„Nú erum við að fara á fulla ferð
aftur. Bátarnir eru að komast á
miðin og við setjum aftur í efsta
gír,“ segir Sigurgeir Brynjar Krist-
geirsson, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðv-
arinnar í Vest-
mannaeyjum.
„Við tókum nú
gott hlé yfir
Þjóðhátíð. Það
þýðir ekki bara
að afla, heldur
verður líka að
eyða, og þá
skiptir ekki bara
máli að vinna,
heldur líka að skemmta sér,“ segir
Brynjar léttur í bragði er blaða-
maður slær á þráðinn til hans.
Tilefnið er sú ákvörðun útgerð-
arinnar, sem greint var frá á
þriðjudag, að breyta nafni sölu-
félags fyrirtækisins úr About Fish
og yfir í VSV Seafood Iceland.
Verður nöfnum erlendra sölufélaga
einnig samhliða breytt úr About
Fish í VSV. Er breytingin sögð
styrkja heitið VSV í markaðsstarfi
félagsins, enda tengist það betur
framleiðsluhluta þess.
Fylgt fyrirtækinu lengi
„Fyrst og fremst var þetta gert
til að skýra línurnar,“ segir Brynj-
ar. „Mörgum þeim sem versla við
okkur hefur fundist eins og einhver
aðili væri kominn þarna á milli í
viðskiptunum, en við erum auðvitað
alltaf að selja vörur undir merkjum
VSV og þá er bara eðlilegt að
besta sölufyrirtækið heiti líka
VSV,“ bætir hann við. „Þá verður
enginn ruglingur.“
Skammstöfunin VSV hefur enda
fylgt fyrirtækinu lengi, eins og
Brynjar greinir frá:
„Allt frá upphafi hefur þetta ver-
ið kallað VSV hér í Vestmanna-
eyjum, en í fyrstu hét fyrirtækið
Vinnslu- og sölumiðstöð Vest-
mannaeyja og var þá kaupfélag
líka. Svo var það stytt niður í
Vinnslustöð Vestmannaeyja og alla
tíð hefur VSV haldið sér. Í raun
má segja að þetta sé vest-
mannaeysk málvenja sem fylgt hef-
ur fyrirtækinu, og við höfum sett
vörur okkar undir það merki.“
Aftur í hefðbundið mynstur
En eins og áður sagði horfir
hugur þeirra hjá VSV til hafs á ný
eftir hátíðina árlegu. „Það þarf að
keyra hjól atvinnulífsins af stað
eftir gleði helgarinnar,“ segir
Brynjar og bætir við að uppsjáv-
arskipunum hafi verið stefnt út á
makrílveiðar.
„Svo eru humarbátarnir á humri,
þar sem veiðin hefur verið aðeins
betri undanfarið en hún var fyrr í
sumar. Botnfiskskipin eru svo auð-
vitað á botnfiskveiðum, þannig að
þetta er allt komið aftur í hefð-
bundið mynstur.“
„Útlitið er hreint ekki nógu bjart. Veiðin hefur
verið léleg þó hún hafi aðeins glæðst eftir því
sem leið á sumarið. Samt er hún ekki eins og
hún á að sér að vera,“ segir Brynjar, spurður um
gang humarveiða og framtíðarhorfur veiðanna.
„Ég veit nú ekki hvort það stefnir í veiðibann en
mér finnst blasa við að það verður einhver
skerðing kvóta.“
Búast má við tilkynningu um ráðlagðan humarkvóta um komandi ára-
mót, eftir breytt fyrirkomulag stjórnvalda. „Árinu verður að ég held
breytt á sama tíma, úr þessu hefðbundna fiskveiðiári og yfir í almanaks-
árið.“
Hversu lengi til viðbótar verða skip VSV á humarveiðum?
„Svo lengi sem humarinn gefur sig, en það er náttúrlega alltaf spurn-
ing, hvað borgar sig að elta hann lengi.“
Skerðing kvóta blasir við
HUMARVEIÐIN HEFUR VERIÐ LÉLEG
Morgunblaðið/Ófeigur
Eyjar „Það þarf að keyra hjól atvinnulífsins af stað eftir gleði helgarinnar,“ segir framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar. Breytingin á nafni sölufélags fyrirtækisins er sögð styrkja heitið VSV í markaðsstarfi útgerðarinnar.
Skýrari línur í Eyjum
Í Vestmannaeyjum eru
hjól atvinnulífsins tekin
að snúast á ný eftir hina
árlegu Þjóðhátíð. Hjá
Vinnslustöðinni horfa
menn aftur til hafs á
sama tíma og nafni sölu-
félags útgerðarinnar hef-
ur verið breytt.
S. Brynjar
Kristgeirsson
Virkni Matís á vettvangi rann-
sókna sem snúa sérstaklega að
fiskveiðum og fiskveiðistjórnun
hefur vakið athygli víða erlendis.
Þetta kemur fram í pistli sem Jón-
as R. Viðarsson, faglegur leiðtogi á
sviði öruggrar virðiskeðju matvæla
hjá Matís, birti á vef fyrirtækisins
fyrr í vikunni.
„Mikilvægt er að ný þekking sé
hagnýtt svo auka megi verðmæti
og hagkvæmni. Í kjölfar mikillar
rannsókna og þróunarvinnu er
þýðingarmikið að fara yfir þau at-
riði sem standa upp úr og vinna að
innleiðingu nýrrar þekkingar í
verklag fyrirtækja sem og annarra
hagaðila það á við um sjávarútveg
eins aðra þætti atvinnulífsins,“
skrifar Jónas og bendir á að í
gegnum árin hafi rammaáætlanir
stjórnvalda í Evrópu, um rann-
sóknir og nýsköpun, fjármagnað
nokkurn fjölda rannsóknarverk-
efna sem sérstaklega snúa að fisk-
veiðum og fiskveiðistjórnun.
Í mars síðastliðnum hafi þeim
aðstandendum nokkurra þeirra
verkefna verið boðið til vinnufund-
ar í Brussel, þar sem markmiðið
hafi verið að kynna verkefnin fyrir
hinum ýmsu einingum innan
stjórnkerfis Evrópusambandsins á
sviði rannsókna og nýsköpunar og
ræða hverjar áherslur slíkra verk-
efna ættu að vera í framtíðinni.
Alls voru fjórtán verkefni kynnt
á fundinum en Matís stýrir þrem-
ur þeirra, sem nefnast EcoFish-
Man, MareFrame og FarFish, og
er á meðal lykilþátttakenda í
þremur öðrum; DiscardLess,
ClimeFish og SAF21.
Jónas segir að sérstaklega hafi
verið rætt um sjálfbærni, nýtingu,
nýsköpun við fiskveiðistjórnun,
sem og félagsleg og efnahagsleg
áhrif sjávarútvegs í ljósi rann-
sókna og þróunarverkefna sem eru
í vinnslu og hafa verið unnin með
stuðningi Rannsóknaáætlana Evr-
ópu.
„Að kynningum og umræðum
loknum var fundargestum skipt
upp í fjóra vinnuhópa þar sem
fjallað var um afmarkaðar rann-
sóknaráherslur, helstu áskoranir
og tækifæri, sem og ráðleggingar
um hverskonar rannsóknar- og ný-
sköpunarverkefni ætti að styrkja í
nánustu framtíð,“ skrifar Jónas.
Ræddu hóparnir fjórir um full-
nýtingu afurða, félagsleg og efna-
hagsleg áhrif fiskveiða, nýsköpun í
fiskveiðistjórnun og sjálfbærar
fiskveiðar. Hlotnaðist Jónasi sá
heiður að leiða hópinn sem fjallaði
um fullnýtingu í sjávarútvegi.
Virkni Matís
vekur athygli
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?