Morgunblaðið - 09.08.2018, Síða 40

Morgunblaðið - 09.08.2018, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Mix & Match sundfötMarta María Jónasdóttir mm@mbl.is Við vitum að við höfum farið í gott frí ef við munum ekki aðgangsorðið inn í tölvuna og erum búin að gleyma hvaða kaffitegund er best í kaffivél- inni á vinnustaðnum. Á meðan við endurræsum kerfið er ekki úr vegi að hleypa inn nýjum og fersk- um straumum. Hausttísk- an er nefnilega alltaf mest spennandi og eins og hausttískan er í dag þá er auðvelt að falla fyrir einhverju fíniríi. Victoria Beckham segir að við eigum að klæðast hlébarðakáp- um með rykfrakkasn- iði. Ef við tökum mið af íslensku veðurfari er margt vitlausara en að spóka sig um í loðnum rykfrakka. Þessi rykfrakki má líka vera úr rúskinni eða jafn- vel köflóttur. Rykfrakkar minna alltaf töluvert á áttunda áratuginn og þegar hausttískan er skoðuð má sjá mikil áhrif frá þessu góða tísku- tímabili. Við rykfrakk- ann má alveg endilega vera í útvíðum buxum og skyrtu með áfastri slaufu. Ég geri mér grein fyrir að það er mikið átak að fara í útvítt eftir gott tímabil gulrótarbuxna. En það má gera það með mjúkum hætti eins og til dæmis að fá sér útvíðar einlitar svartar buxur meðan þetta snið er að venjast og svo má færa sig upp á skaftið í október og nóvember þegar við erum orðnar vanar. Það skiptir máli að útvíðu buxurnar séu vel sniðnar og þægilegar og svo þurfa þær að vera úr úrvals- efnum. Ferðaglöðu greif- arnir gleðjast yfir endur- komu viscossins en það er algerlega krumpufrítt og má þvo í þvottavél. Það sparar heimilisbókhald- inu heilmikla peninga. Og svo eiga þessar útvíðu að vera lausar í sniðinu – ekki alveg sleiktar (sem er svo miklu klæðilegra. Þegar þú ert komin í útvíðu buxurnar og ryk- frakkann þá má toppa dress- ið með Sophiu Lauren- sólgleraugum eða svoköll- uðum „innisólgleraugum“. Slík gleraugu eru frekar stór og fyrirferðarmikil en með ljósu gleri þannig að hægt er að vera með þau allan ársins hring án þess að líta út eins og þú hafir sofnað í partí 1973 og hafir bara verið að vakna. Ertu tilbúin í haustið? Fólk tínist úr sumarfríum og lífið fer aftur að rúlla sinn vanagang eftir sælu sumarsins. Á þessu augnabliki er ekki úr vegi að ákveða hvaða eða hvernig greifi þú ætlar að vera í haust. Lekkert Þessi kápa er hönnuð af Victoriu Beckham. Tískusérfræðingar segja að svona kápur muni njóta vinsælda í vetur. Fyrir styttra komna Hér má sjá svartar úrvíð- ar buxur frá Filippa K. Þær eru fyrsta skrefið í átt að útvíðum lífsstíl. Fyrir lengra komna Olivia Palermo í köfl- óttri útvíðri dragt. Takið eftir hvernig bux- urnar víkka. Köflótt Kápa frá DO- ROTHEE SCHU- MACHER. Hægt er að kaupa hana á vefn- um mytheresa.com. Slaufuskyrta og hnútur í hár Hér má finna smjörþefinn af hausttískunni. Hér er fyrirsæta frá Chloé í slaufuskyrtu með innisólgleraugu. Innisólgleraugu Sophia Lauren hefur alltaf verið með flott sólgleraugu. Hér er hún með ein sem flokkast sem innisólgleraugu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.