Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Ímeðfylgjandi uppskriftir erunotaðar for-marineraðarrækjur, rækjur á spjóti sembúið er að þræða á spjótið og síðan túnfiskur sem ég var afar spennt að smakka. Túnfiskur er mik- ið lostæti en vandmeðfarinn og því var áhugavert að vita hvernig þessi smakkaðist. Til að segja sem minnst stóðst hann væntingar og gott betur. Hér var á ferðinni virkilega vel mar- inerað sjávarfang sem þurfti ekkert að hafa fyrir en bragðaðist eins og sælgæti. Rækjupasta 2 stk. skalotlaukar 1 stk stór rauður chili 100 ml hvítvín ½ stk. sítróna – zest 4 msk. graslaukur, smátt skorinn 1 tsk. hvítlaukspipar 200 g spínat 500 ml rjómi 400 g pasta 1 bakki rækjur frá Ópal sjávarfangi Skalotlaukurinn og chili skorið mjög smátt, sett í pott með smá olíu og steikt á lágum hita í góðan tíma. þá er hvítvíninu hellt út á og soðið niður þar til það er nánast alveg gufað upp, þá er rjómanum, sítrónu-zestinu og hvítlaukspiparnum bætt úr í og leyft að sjóða aðeins niður, í lokin er gras- lauknum bætt út í. Pastað er soðið eftir leiðbeiningum, þá er því bætt út í sósuna góðu. Rækjurnar eru steiktar á heitri pönnu með olíu og með salti, í sirka 45 sekúndur á hvorri hlið, þá er smjör sett út á pönnuna og hún tekin af hit- anum. Spínatið er sett neðst á diskinn, síðan fer pastað ofan á og síðast en ekki síst rækjurnar góðu. Túnfiskur Best er að taka túnfiskinn út úr kæli um það bil klukkutíma áður en þú grillar hann, þá ætti hann að ná stofu- hita fyrir eldun. Hér var um að ræða for-marineraðan túnfisk frá Ópal sjávarfangi. Túnfiskurinn er saltaður og hafður á sjóðandi heitu grilli í um það bil 1 mínútu, þá er honum hliðrað til, til þess að fá fallegar grillrendur í hann, grillaður aftur í 30 sekúndur áður en honum er snúið á hina hliðina. Grill- aður á hinni hliðinni í um það bil 1 mínútu líka. Tso’s-sósa 1 msk. sesamolía 3 meðalstórir hvítlaukar 2 cm engifer – meðalþykkt ½ bolli grænmetissoð ½ bolli sojasósa 1/3 bolli hrísgrjónaedik ¼ bolli sykur 2 msk. tómatpúrra 2 msk. maisenamjöl – hrært út í örlítið vatn Sesamolían er hituð á meðalhita, hvítlaukur og engifer er skorið agn- arsmátt og steikt á pönnunni í um það bil mínútu, hvítlaukurinn á ekki að brúnast. Þá er öllu nema maisena hellt saman við og hitinn hækkaður. Þegar suðan kemur upp er maisena- mjölinu bætt út í. Látið malla þar til hæfilegri þykkt er náð. Sælgæti úr sjónum Matur sem búið er að marinera og undirbúa að flestu leyti fyrir eldun nýtur sífellt meiri vinsælda enda dæmalaust þægilegt að þurfa ekki að gera neitt annað en að skella hráefninu á grillið nú eða pönnuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Snjöll lausn Girnilegar rækjur á teini sem krefjast lítils undirbúnings. Sælgæti Hvað er betra en pasta með rækjum? Lostæti Túnfiskur eins og hann gerist bestur. Það fer senn að líða að berjauppskeru og hefur Arna óskað eftir bláberjum en berin eiga að fara í bláberjaskyrið góða sem framleitt er á haustin. „Síðastliðin tvö ár höfum við framleitt árstíðarbundna vöru hér í Bolung- arvík. Við höfum verið afskaplega ánægð með útkomuna og viðtökurnar hafa verið framar okkar björtustu vonum. Nú þegar farið er að líða á sumarið er okkur farið að kitla í lófana að geta hafið framleiðslu á ný á þessari ljúffengu vöru. Lykilhráefnið í vör- unni sem við erum að tala um er villt íslensk aðalbláber. Þess vegna viljum við leita til þeirra sem hafa í huga að leggjast í berjalyngið síðsumars og auglýsa eftir þeim sem eru til í að selja okkur nýtínd ís- lensk aðalbláber. Okkur dettur í hug að þetta gæti verið kjörið tæki- færi fyrir þá sem eru að leita að fjáröfl- unarleiðum eða bara fyrir alla sem finnst gaman að veltast um fjallshlíðarnar með berjabláma í lófunum,“ segja talsmenn Örnu. Tekið verður á móti berjum í húsnæði Örnu í Bolungarvík alla virka daga milli klukkan 14 og 16. Allar nánari upp- lýsingar er að finna á Facebook-síðu Örnu en þá er slegið inn Arna.is. Óska eftir að kaupa íslensk bláber
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.