Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 46
gegnum ansi margt, hefur verið eins og klettur mér við hlið í gegnum þykkt og þunnt. Hún sparkaði í mig þegar á þurfti að halda, til að mynda þegar ég var að bugast í gegnum nám mitt þá stóð hún mér við hlið þar til þeim kafla var lokið. Hún hlúði að mér og styrkti þegar ég gekk í gegnum mína erfiðleika á minni lífsleið. Þannig var elsku vinkona mín, boðin og búin fyrir þá sem voru henni kærir. Síðasta kvöldstund okkar saman verður mér minnisstæð og ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa átt, mig óraði þó ekki fyrir því að hún yrði sú síðasta. Það verður mitt verk að standa við og reyna að uppfylla það sem við ákváðum á þeirri kvöld- stund. Sönn vinátta er ekki eitthvað sem maður kaupir sér út í búð, sönn vinátta er það sem maður ræktar og það tókst okkur tveim svo sannarlega. Minning þín mun vera ljós í lífi mínu, elsku hjartans demantur, vin- kona og kletturinn minn. Þang- að til við hittumst næst, elska þig og takk fyrir allt. Elsku Simmi, Olgeir, Ólafur Tryggvi, Laufey Sigrún, og aðr- ir aðstandendur, missir ykkar er svo mikill og sár og biðla ég til allra fallegu engla alheimsins að vaka yfir ykkur og styrkja. Guði geymi fallegu Grétu okkar. Inga Birna Sigurðardóttir. Það var í febrúar árið 2007 sem ég ákvað að skipta um vinnu og hóf eg störf á Huldu- heimum mánuði síðar. Það var þar sem við hittumst fyrst. Þarna sá ég þig, góða, duglega og samviskusama. Ég hélt að þú hefðir verið búin að vinna þarna lengi en þú hafðir þá hafið störf mánuði á undan mér. Við áttum ágætlega saman og alltaf þegar maður þurfti á knúsi að halda þá varst þú til taks. Já, ég er ekki þessi týpa sem setur allt rétt upp, klippi skakkt með fleiru. Þú hafðir aftur á móti mjög næmt auga fyrir öllu slíku og tókst slík verk gjarnan að þér innan deildar. Mér þótti gaman þegar þú fluttir í götuna fyrir neðan mig og sá ég þig hengja upp jólaskrautið, já frek- ar snemma þar sem þú varst mikið jólabarn. Stuttu síðar setti ég upp mitt jólaskraut og daginn eftir í vinnunni sagðir þú við mig: „Ég er alveg til í að koma til þín og laga skrautið hjá þér. Það þarf að vera beint.“ (Það hefði nú verið gaman ef þú hefðir komið og lagað jóla- skrautið.) Þetta er bara eitt dæmi um hvað þú passaðir upp á að allir hlutir væru flottir og vel fram settir. Þú tókst öllum börnum vel í leikskólanum og sást til þess að þau fengju bestu umönnun og kennslu. Það mun vanta mikið í haust þegar nýtt skólaár byrjar. Ég vil senda mínar samúðar- kveðjur til Simma, Olgeirs, Laufeyjar og Ólafs Tryggva. Ég læt eitt ljóð fylgja, sem var á geisladiskinum sem við hlustuðum oft á í hvíldinni í vinnunni: Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkrið veit, – minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, Meðan hallar degi skjótt, Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson) Karlotta Jensdóttir. MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 ✝ BjarnheiðurÁstgeirsdóttir fæddist á Syðri- Hömrum 15. mars 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 30. júlí 2018. Foreldrar Bjarn- heiðar voru Ástgeir Gíslason, f. 24. des- ember 1873, d. 12. október 1948, og Arndís Þorsteinsdóttir, f. 21. júlí 1889, d. 23. nóvember 1979. Þau eignuðust sjö börn og var Bjarn- heiður þriðja elsta af systkina- hópnum. Systkini hennar voru Ingigerður Ástgeirsdóttir, f. 26. 2004, með Ingólfi Eyjólfssyni, f. 8. apríl 1925, d. 7. september 1991. Kona Ástgeirs var Kristín Jóhanna Andersdóttir, f. 25. des- ember 1947. Börn þeirra eru Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, f. 2. janúar 1969. Börn hennar eru Daníel Jens, f. 11. júní 1990, unn- usta hans er Edda Karítas Bald- ursdóttir, f. 7. maí 1990, Dagný María og Davíð Arnar, f. 3. des- ember 1998. Erlendur Ástgeirs- son, f. 25. janúar 1975, sambýlis- kona Elísabet Sveinsdóttir. Barn hans er Arnar Kári, f. 23. mars 2009 af fyrra sambandi. Stjúp- dóttir Ástgeirs Arnars, dóttir Kristínar Jóhönnu, Sigurrós Hulda Jóhannsdóttir, f. 5. sept- ember 1966, sambýlismaður Sig- mar Ólafsson. Börn þeirra eru Ástgeir Rúnar, f. 8. janúar 1989, og Díana Kristín, f. 3. mars 1995. Útför Bjarnheiðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 9. ágúst 2018, og hefst athöfnin klukkan 11. apríl 1918, d. 4. maí 2010. Ingveldur Ástgeirsdóttir, f. 15. mars 1920, d. 6. ágúst 1989. Stein- unn Ástgeirsdóttir, f. 16. apríl 1925, d. 21. maí 2017. Gísli Ástgeirsson, f. 14. nóvember 1926, d. 17. desember 2013. Sigurveig Ástgeirs- dóttir, f. 15. apríl 1929, d. 5. október 1993. Guð- björg Inga Ástgeirsdóttir, f. 1. desember 1933, d. 12. júlí 1991. Bjarnheiður eignaðist einn son, Ástgeir Arnar Ingólfsson, f. 31. mars 1948, d. 24. september Elsku amma. Núna er kallið komið. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég sest niður og skrifa minningargrein um þig. Ég var alltaf mikil ömmustelpa og sótti mikið í að vera hjá þér. Þú varst alveg ekta amma og langamma, alltaf til í að leyfa mér að gista. Einnig varst þú dugleg að passa fyrir mig. Daníel minn gisti hjá þér ófáar nætur og oftast vildi hann ekki koma aftur heim enda var hann búinn að sjá út að hjá þér væri gott að búa, svo gott að hann var bara að hugsa um að giftast þér því að þú áttir bæði flottan bíl, Mercedes Benz X-127, og hús þannig að hann þyrfti ekki að skaffa neitt. Einnig hjálpaðir þú mér mikið þegar þú í tvö ár sóttir Dagnýju og Davíð fyrir mig annað hvort í leikskólann eða á róló á meðan ég var í Hótel- og veitinga- skólanum í Kópavogi. Án þín hefði ég ekki getað klárað námið mitt. Minningarnar hrannast upp í hug- anum. Ég man þegar við unnum saman í Fossnesti 1985-1988, þú í upp- vaski og ég í grillinu og auðvitað kallaði ég þig bara ömmu þar og það leið ekki á löngu þar til allt starfsfólkið var farið að kalla þig ömmu líka. Svo lærðum við líka á bíl á svip- uðum tíma og mikið varstu stolt þegar bílprófið var í höfn hjá þér og þú gast farið að keyra bílinn þinn X-127 um allt. En mest er ég þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman eftir að ég flutti inn til þín 1. janúar 2016. Takk, amma, fyrir að taka svona vel á móti mér og leyfa mér að búa hjá þér það er mér ómetanlegt. Þú varst alltaf svo dugleg að reka mig inn að sofa á kvöldin því að ég átti að mæta snemma í vinnuna og þú vildir helst að ég væri kominn í rúmið áður en tíufréttirnar byrj- uðu á RÚV. Ég gæti skrifað endalaust um þig, elsku amma mín, ég á eftir að sakna þess að geta ekki knúsað þig og tekið mynd af okkur tveim. Við höfðum það sem reglu að taka Snapchat af okkur saman og ég er svo þakklát fyrir að hafa geymt flestar myndirnar af okkur. Oft núna í seinni tíð þegar ég kom til þín þá spurðir þú mig hvað þú værir eiginlega orðin gömul, 100 og hvað? Ég svaraði að þú værir nú ekki nema 97 en þú varst nú ekki alveg á því að trúa mér og vildir fá sönnun fyrir þessari vitleysu í mér. Elsku amma, við eigum eftir að hittast aftur og ég veit að þú ert komin núna til pabba míns sem kvaddi okkur alltof fljótt. Mundu bara að geyma pláss fyrir mig á himnum hjá þér. Ég elska þig, þín ömmustelpa Bjarnheiður Ástgeirsdóttir. Elsku langamma, það að koma til þín í Ártúnið eftir skóla voru allt- af ákveðin forréttindi og sástu allt- af til þess að maður færi aldrei svangur heim. Flatkökur með heimagerðri kæfu og ísköld mjólk var alltaf í uppáhaldi og ekki skemmdi að hafa Tomma og Jenna í tækinu. Það að hafa leyft mér að brasa í allskonar leikjum inni í bílskúr, þar á meðal að setja upp bónstöð sem rukkaði 10 kr. fyrir að bóna bíl þeg- ar ég var 6 ára og leyfa handskrif- aðri auglýsingu að hanga uppi í 22 ár þykir mér alltaf vænt um. Mér þykir það ótrúlegt þrek- virki að þú hafir búið svona lengi í eigin húsi, séð um þig sjálfa, hugs- að um heimilið og tekið á móti gest- um í allan þennan tíma, þú ert ein af mínum mestu fyrirmyndum, elsku langamma. Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? Daníel Jens Pétursson. Elsku langamma, mikið er skrít- ið að þú sért farin og að ég eigi ekki eftir að koma í heimsókn til þín aft- ur. Minningarnar sem ég á með þér eru bæði margar og góðar. Það var alltaf gaman að koma í heim- sókn til „ömmu bestu“ og fá nýbak- aðar pönnukökur eða ísblóm og horfa á Tomma og Jenna. Þú pass- aðir alltaf upp á að enginn færi svangur frá þér og þú áttir alltaf Macintosh-dós inni í búri fyrir gesti. Ég man þegar ég gisti hjá þér og við fórum í morgunkaffi til Steinunnar systur þinnar. Þú varst líka dugleg að sækja okkur Davíð í leikskólann eða á róló og passaðir okkur þangað til pabbi kom heim úr vinnunni. Þú varst sú eina sem gast fengið mig og Davíð til þess að vera til friðs og leika okkur saman. Þér var lítið skemmt þegar við vor- um að keyra um á Bensanum og ég sagði að þú keyrðir fullhægt. Þín verður sárt saknað og ég vona að þið afi hafið það gott þar til við hitt- umst aftur. Þín langömmustelpa, Dagný María Pétursdóttir. Það er með miklu þakklæti og hlýju sem ég kveð og minnist elsku- legrar móðursystur minnar, henn- ar Heiðu, eða „Heiu mömmu“, eins og ég kallaði hana þegar ég var lítil. Heiða reyndist mér sem hin besta móðir þegar mamma þurfti að fara í stóraðgerð til Kaupmannahafnar og dvelja þar í marga mánuði þegar ég var á þriðja ári. Ég tengdist Heiðu fljótt og mynduðust sterk til- finningabönd á milli okkar á þessu tímabili sem aldrei rofnuðu. Á þess- um tíma var Heiða ráðskona hjá Sveini, bróður Gests mágs hennar, og bjó hún á efri hæð hússins í Ár- túni 8 með son sinn Ástgeir Arnar. Hún hlúði einnig að foreldrum Sveins, þeim Sigríði og Jóni sem einnig bjuggu þarna, og gerði hún það af mikilli alúð og samviskusemi eins og hennar var von og vísa. Á neðri hæð hússins bjó Steinunn móðursystir mín og hennar fjöl- skylda og var oft kátt í koti meðal okkar krakkanna. Þann tíma sem ég bjó hjá Heiðu og síðar þegar ég kom í heimsókn og dvaldi í styttri og lengri tíma mætti mér ávallt mikil hlýja og væntumþykja af hálfu Heiðu og hinna heimilismann- anna. Ég minnist þess að reyna að vekja Ástgeir með því að kitla hann í tærnar. Hann svaraði í sömu mynt, kallaði mig skessu og kitlaði mig þar til ég baðst vægðar. Heiða hló að okkur og hafði gaman af þessum leikjum okkar. Síðar varð ég barnfóstra hjá Ást- geiri og Stínu konu hans og passaði Rósu og Heiðu yngri í tvö sumur og á góðar minningar frá þeim tíma. Það var mikil sorg og missir í lífi Heiðu og fjölskyldu hennar þegar Ástgeir dó langt fyrir aldur fram árið 2004. Í spjalli við Heiðu ekki alls fyrir löngu sagðist hún vera ákaflega þakklát fyrir að hafa eign- ast Ástgeir og þakkaði hún einnig fyrir tengdadótturina, barnabörn- in þrjú og þeirra afkomendur sem voru henni svo kærir. Heiða var gædd mörgum góð- um eiginleikum og margt lærði hún einnig í föðurhúsunum á Syðri-Hömrum í Ásahreppi þar sem hún ólst upp við góð skilyrði ásamt systkinum sínum, sem öll eru horfin yfir móðuna miklu. Hún var vinnusöm, trygglynd, æðru- laus og sérlega dugleg í höndun- um. Eftir hana liggja miklar hann- yrðir og prjónaskapur. Á háaloftinu á ég peysu og dúkkuföt sem ég fékk í jólagjöf frá Heiðu þegar ég var lítil og allt er þetta einstaklega vel unnið. Það er sorg í hjarta mínu, en jafnframt mikið þakklæti yfir að hafa verið þess aðnjótandi að eiga Heiðu að. Hún var ávallt til staðar í lífi mínu og þótti mér afar vænt um þegar hún og systur hennar tvær komu í heimsókn til okkar til Berg- en. Það voru sannar gæðastundir eins og aðrar samverustundir, hvort sem það var í Ártúni 8 eða 10 eða á dvalarheimilinu. Ég votta fjölskyldu Heiðu samúð mína og megi minning um góða konu lifa. Arndís Þorsteinsdóttir. Móðursystir okkar, hún Heiða frænka, hefur nú lokið lífsgöngu sinni. Þegar við vorum að alast upp bjó Heiða á efri hæðinni í Ártúni 8 með Ástgeir Arnar son sinn, en þar bjuggu líka föðurforeldrar okkar, Jón og Sigríður ásamt Sveini föðurbróður. Foreldrar okkar bjuggu í kjallaranum með krakkastóðið sitt. Þetta var hins vegar eins og eitt heimili í okkar augum þar sem við vorum alltaf jafn velkomin „uppi“ og þangað sóttum við æði oft. Þegar kleinu- eða flatkökuilminn lagði niður í kjallara vorum við fljót að renna á lyktina og fá að smakka. Heiða sá um heimilisverkin og það fórst henni vel úr hendi. Hún vann vel og skipulega og þannig að ein- hvern veginn voru verkin bara bú- in á svipstundu áður en maður vissi af. Heimilið var til fyrirmyndar, hlýlegt og fallegt, allt hreint og snyrtilegt og hver hlutur á sínum stað. Við sáum Heiðu aldrei reiðast. Hún var alltaf afskaplega hlý og góð við okkur og skammaði okkur aldrei þó eflaust hafi oft verið ástæða til. Árið 1968 byggði Sveinn nýtt hús á næstu lóð og þangað fluttu íbúarnir á efri hæðinni en þá var afi látinn. Amma lést 1975 og Sveinn 1985. Hún annaðist þau öll af mikilli natni og nærgætni. Eins og margar konur, af Heiðu kynslóð, hafði hún aldrei tekið bíl- próf. Þegar hún var orðin ein í Ár- túni 10 dreif hún í að læra að aka bíl og tók bílpróf tæplega 64 ára göm- ul. Farsællega og virðulega ók hún svo á Benzinum X-127 í áratugi þar til hún ákvað sjálf að hætta, sagðist ekki lengur vera jafn örugg og þá væri það skynsamlegast. Heiða var mikil hannyrðakona og prýddu falleg verk hennar heimilið. Ófáar lopapeysur prjón- aði hún, saumaði og heklaði á dúkk- urnar okkar stelpnanna og fyrir jólin möluðu saumavélar systranna á báðum hæðum því auðvitað þurftu öll börnin í kjallaranum að fá ný föt. Hún var snillingur í mat- argerð og bakstri. Við munum seint gleyma jólaboðunum hennar. Þvílík veisluborð. Samband mömmu og Heiðu var einstakt alla tíð. Þær báru mikla umhyggju hvor fyrir annarri og hjálpuðust að með allt sem þurfti, bæði úti og inni. Meðan þær bjuggu í sama húsi hittust þær vit- anlega oft á dag en þegar þær voru orðnar einar hittust þær alla vega tvisvar á dag. Heiða kom í morg- unkaffið til mömmu og svo skrapp mamma til Heiðu að kvöldinu. Heiða varð fyrir miklu áfalli þegar hún missti Ástgeir, einkason sinn, aðeins 56 ára gamlan. Þá var það henni mikill styrkur að eiga góða að og tengdadóttir hennar, hún Stína, var henni alla tíð afskap- lega hjálpsöm og góð. Alnafna hennar, hún „Heiða litla“, bjó hjá ömmu sinni síðustu árin sem hún var heima og var það henni mikið öryggi. Heiða dvaldi síðustu árin á Kumbaravogi og Fossheimum. Hún var síðust systkinanna úr vestari bænum á Syðri-Hömrum að kveðja þennan heim. Við minnumst Heiðu með virð- ingu og þakklæti og sendum fjöl- skyldunni samúðarkveðjur. Systk- inin frá Ártúni 8, Arndís, Sigríður, Jóna, Garðar, Margrét og Sigrún. Bjarnheiður Ástgeirsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFLIÐI JÓSTEINSSON, Húsavík, sem lést 2. ágúst á Sjúkrahúsinu á Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 14. ágúst klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag HSN á Húsavík eða Gjafasjóð Hvamms. Laufey Jónsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, LEIFUR STEINARR HREGGVIÐSSON, Bakkakoti, Skagafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 2. ágúst. Jarðarförin fer fram í Goðdalakirkju laugardaginn 25. ágúst klukkan 15. Kerstin Roloff Ingibjörg Jenný Leifsdóttir Atli Freyr Sveinsson Haraldur Þór Leifsson Sigurjón Viðar Leifsson Steinunn Daníela Lárusdóttir Björn Eysteinn Jóhannsson Inga Pála Eiríksdóttir Guðný Hrefna Leifsdóttir Haraldur Karl Reynisson Þorsteinn Ragnar Leifsson Gloria Simone Kucel Halldór Valur Leifsson Eyrún Eva Steinarsdóttir Sveinbjörg Inga Leifsdóttir Guðni Már Leifsson Swanhild Ylfa Katarína Roloff Leifsdóttir barnabörn og langafabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.