Morgunblaðið - 09.08.2018, Síða 48
Kælismiðjan Frost ehf. óskar eftir að
ráða tæknifræðing til starfa
Æskilegt er að viðkomandi sé véltækni-
fræðingur af orkusviði.
Hafi góða færni í notkun Autodesk Inventor
og Autocad.
Hafi góða færni í ensku og helst einu
skandinavísku máli.
Sé góður í mannlegum samskiptum, við
viðskiptavini, birgja og samstarfsmenn.
Um er að ræða fjölbreytt starf, sem meðal
annars felst í 3D teikningu kerfa og kerfishluta,
verkefnastjórnun, sölu á vörum og þjónustu
sem félagið veitir auk samskipta við viðskipta-
vini og birgja.
Kælismiðjan Frost ehf. er með höfuðstöðvar á
Akureyri og starfsstöð í Garðabæ. Hjá fyrir-
tækinu eru u.þ.b. 60 starfsmenn.
Frost fæst aðallega við hönnun og uppsetningu
á frysti- og kælikerfum til iðnaðarnota auk þess
að sinna viðhaldi slíkra kerfa.
Íslensk og erlend sjávarútvegsfyrirtæki eru
mikilvægustu viðskiptavinir Frosts. Í dag er
verið að ljúka stórri landvinnslu í Færeyjum,
framundan er frystihús Samherja á Dalvík og
tvær stórar landvinnslur á austurströnd
Rússlands auk nýrra frystitogara á Spáni og í
Pétursborg.
Áhugasamir vinsamlega sendið ferilskrá og
aðrar upplýsingar á gunnar@frost.is
ÉG VINN
MIKILVÆGASTA
STARF Í HEIMI
,,Ég gegni lykilhlutverki í lífi
barnanna í leikskólanum, það er
rosaleg góð tilfinning. Mér er fagnað
eins og hetju þegar ég kem í vinnuna og oft
fylgir innilegt knús með. Er til betri byrjun á
deginum en það? Starfsfólkið er æðislegt, maturinn
yndislegur og vinnutíminn góður. Ýmis góð hlunnindi
fylgja starfinu t.d. frír matur, samgöngustyrkur, ókeypis
aðgangur á söfn, heilsustyrkur og frítt í sund sem er frábært."
Ólafur Brynjar, leikskólastjóri í Hagaborg
LANGAR ÞIG AÐ VINNA MEÐ
FRAMTÍÐ LANDSINS?
Skóla- og frístundasvið óskar eftir fólki til að vinna með börnum og
unglingum. Í boði eru fjölbreytt störf í öllum hverfum borgarinnar.
Undir skóla- og frístundasvið heyra:
• LEIKSKÓLAR
• GRUNNSKÓLAR
• FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐVAR
Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/laus-storf/sfs
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúar: Kristján Aðalsteinsson, ka@mbl.is, 569 1246 • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391
Sölustarf
– Framtíðarstarf
Innflutningsfyrirtæki á heilbrigðissviði leitar
að hjúkrunarfræðingi í starf sem felur í sér
sölu og kynningu á vörum fyrir skurðstofu-
svið og aðrar hjúkrunarvörur.
Umsækjendur verða að hafa góða ensku-
kunnáttu og almenna tölvukunnáttu.
Reynsla af sambærilegum störfum er
æskileg.
Vinsamlegast sendið umsóknir og ferilskrá á
box@mbl.is, merktar: ,,S - 26425”.
Vélavörður
Vísir hf óskar eftir að ráða vélavörð á
Jóhönnu Gísladóttur GK-1076. Jóhanna er
línuveiðiskip með beitningarvél. Nánari
upplýsingar gefur skipstjóri í síma 856-5780
eða á heimasíðu Vísir www.visirhf.is