Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 61
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Götur og slóðar hafa myndast og
mótast hér á landi frá fyrstu tíð
manna og búfénaðar. Ferðaleiðir
urðu til þegar landsmenn fóru er-
inda, innan hrepps sem utan en einn-
ig mynduðust götur þegar unnið var
að bústörfum. Ferðaleiðir lágu meðal
annars milli bæja, til kirkju, á þing-
stað, í útver og kaup- eða uppskip-
unarstaði. Leiðirnar voru mjög mis-
langar, allt milli fjarlægustu
landshluta eða bara frá bæ á fjárbólið
og stekkinn. Við þessar götur má
víða finna minj-
ar, misgamlar,
svo sem hlaðin
skjól, sæluhús,
bæli í hellum og
vörður. Vörður
hafa um aldir
verið notaðar
sem vegvísar
og algengt var
að helstu leiðir
milli byggða væru varðaðar.
Ljóst er að fornar ferðaleiðir í
Vestur-Skaftafellssýslu hafa verið
bæði fjölmargar og fjölfarnar, því
ekki er aðeins um að ræða ferðaleiðir
innan sýslunnar, heldur lá um hana
alfaraleið milli landshluta. Er því um
að ræða bæði fjölfarnar þjóðleiðir
sem og fáfarnari götur.
Í Skaftafellssýslum hófst vegagerð
ekki fyrr en komið var fram á 20. öld-
ina en allt fram til þess voru allir veg-
ir sjálfgerðar götur og slóðar, eftir
gangandi menn og ríðandi, ásamt bú-
fénaði þeirra. Innleiðing vélknúinna
ökutækja hér á landi hófst upp úr
aldamótunum 1900, en fyrsti bíllinn
kom til landsins árið 1904. Eftir því
sem bílum og akvegum fjölgaði, lagð-
ist umferð um þessar gömlu götur
smám saman af og margar hafa með
tímanum horfið vegna notkunar-
leysis. Náttúruöflin eru máttug og
götur hafa horfið undir gróðurþekju,
látið undan vatnságangi, blásið burt
af söndum og melum eða kaffærst
undir sandi, ösku og hraunum. Rækt-
un lands ásamt mannvirkjagerð hef-
ur einnig átt drjúgan þátt í eyðilegg-
ingu gatnanna, eða samfellu þeirra,
þar sem götur hafa þurft að víkja fyr-
ir vegagerð, húsbyggingum, skurð-
um og girðingum. Þrátt fyrir þetta
eru fjölmargar gamlar götur enn
sýnilegar í landinu.
Verðugt verk er að vinna að varð-
veislu þeirra gatna og gatnahluta,
sem enn eru lítt eða óskemmd, því
fornar ferðaleiðir, vegvísar og áning-
arstaðir eru dýrmætur menningar-
arfur sem veitir innsýn í sögu okkar,
lifnaðarhætti, lífsskilyrði og menn-
ingu. Óhætt er að fullyrða að varð-
veisla fornra ferðaleiða felist fyrst og
fremst í notkun, því þannig urðu
þessar leiðir upphaflega til og þannig
var þeim viðhaldið um aldir.
Póstferð yfir Skeiðarársand
Eftirfarandi er frásögn Erlings
Filippussonar frá Kálfafellskoti:
Veturinn 1894–1895 hafði Gísli
Gíslason, nú silfursmiður í Reykja-
vík, póstferðir frá Prestsbakka á Síðu
að Borgum í Hornafirði. Var ég með
honum nokkrar ferðir um veturinn.
Tíð var óstöðug fram eftir vetri, oft
suðaustan snjókoma eða stórrign-
ingar. Þegar við lögðum upp í jan-
úarferðina var stórrigning.
Vanalega tók pósturinn á aust-
urleið gistingu á Núpsstað, til þess að
vera sem næst Sandinum (Skeið-
arársandi). Var svo einnig nú. Jón
Jónsson bóndi á Núpsstað taldi ekki
líkur til, að við myndum fara yfir
Sandinn næsta dag, ef svona rigndi
áfram um nóttina. Var bóndi snemma
á fótum um morguninn, kemur inn til
okkar og segir ekki uppstyttulegt;
enn sé sama dynjandi rigningin og
gerði hann ráð fyrir, að við þyrftum
ekki að flýta okkur á fætur, „því að
ekki er til neins að líta að Núpsvötn-
unum í dag“. Var þá orðið marautt í
byggð, en nógur snjór í fjöllunum, til
að auka vatnavöxtinn. Þegar við
höfðum þegið góðgerðir um morg-
uninn, tókum við hestana og bjugg-
umst til ferðar. Afsegir þó Jón, að við
leggjum í Núpsvötnin. Sá þá allvel til
þeirra frá Núpsstað, og sagði hann
þau alófær. Gísli taldi það ekki myndi
drepa okkur, þó að við færum austur
í Hlíð (Núpshlíð heitir grasbrekka, er
liggur undan enda Lómagnúps) og
sæjum, hvernig þau litu út þaðan.
Jón lagði ríkt á við Gísla að hætta sér
ekki í Vötnin, og vonaðist eftir okkur
strax til baka. Fórum við nú sem leið
lá austur í Hlíð. Var þá að mestu
ósundurslitið vatn yfir að líta frá
Hlíðinni austur að Gýgjum, en svo
heita háar sandöldur alllangt austan
við Núpsvötn. Héldum við nú við-
stöðulaust áfram út í Vötnin. Gísli
reið á undan og teymdi lausan fola,
en ég var á eftir með kofortahestana.
Frá Hlíðinni og austur að aðalvatn-
inu voru álar með sandeyrum á milli,
en sá mestur, er næstur því var.
Þarna vorum við komnir á stærstu
eyrina milli álanna, og nú lagði Gísli
út í, til að reyna hin vanalegu, gömlu
Núpsvötn; hitt var allt aukageta, sem
við vorum búnir að fara yfir. Vatnið
braut sig þannig, að ríða varð brotið
móti straum. Gísli hafði enn lausa fol-
ann í taumi, en ég beið á eyrinni að
sjá, hvernig honum gengi og hvort
fært myndi vera.
Auðséð var, að vatnið var djúpt á
brotinu. Gísli reið rauðskjóttum
hesti, er hann átti, stórum og ágæt-
um grip; og klauf hann sem klettur
kolmórauðan strauminn og kastaðist
vatnið yfir læri Gísla, þar sem hann
sat í hnakknum. Lá þá við, að skylli
yfir hestinn. Veitti þá lausa folanum
orðið erfitt að vaða og kippti í taum-
inn. Kastaðist þá hestur Gísla aftur
yfir sig, og hurfu þeir báðir ofan í hyl-
dýpið undir brotinu, og hrannaði
straumkvikan sig á vatninu. Bráð-
lega skaut þeim upp og hélt Gísli sér
við hestinn, og að vörmu spori var
hann kominn í hnakkinn. Hesturinn
var alveg ringlaður, eftir að hafa
fengið vatn í eyrun og héngu þau
máttlaus niður, og áttaði hann sig
ekkert á hvert halda skyldi. Ætlaði
þá Gísli að stýra honum í rétta átt til
lands, en þá fer hann í annað sinn aft-
ur yfir sig, og hverfa þeir enn báðir í
vatnið. Missti þá Gísli snöggvast af
hestinum, en er hann fálmar fyrir sér
í kafinu, nær hann handfylli í skinnið
framan við bóginn, og sá ég þá af og
til í straumkastinu, sem bar þá hratt
niður vatnið.
Strax þegar ég sá hvernig fór, batt
ég saman kofortahestana, og reið nú
niður eyrina. Sá ég þá, að höf-
uðvatnið, sem þeir voru í, grynntist í
miðju, er neðar dró, en aðalvatns-
magnið rann til beggja hliða. Lét ég
nú hestinn synda með mig skáhallt
undan straum út á grynninguna.
Þegar þar er komið, var vatnið rúm-
lega í kvið og var þá Gísli skammt
fyrir ofan mig og er þá að reyna að
komast á bak hesti sínum, sem nú var
búinn að átta sig og mjög órór; missti
Gísli þarna af honum, og synti hest-
urinn samstundis til lands og fór til
hinna hestanna.
Gísli var í síðum og þykkum yf-
irfrakka og klofháum skinnsokkum
og tók því mikinn straumþunga á sig
þar sem hann stóð í mitti í vatninu.
Hélt hann útréttum handleggjum til
að halda jafnvæginu, því að mjög var
illt að standa í slyttiblautum skinn-
sokkum á vatnsnúnu grjótinu. En nú
kom ég þarna í opna skjöldu. Það
fyrsta, er ég sagði, var: „Ertu ekki
orðinn loppinn, frændi?“ Ekki vildi
hann ætla sig það, og var þá með
svipuna í hendinni eftir baðið. „Þá
skaltu vefja taglinu á Glæsi (svo hét
hestur sá, er ég reið) um hendurnar á
þér, og látum við hann svo synda með
okkur til lands.“ Hélt ég nú móti
straum svo lengi, sem vætt var hest-
inum, og sló síðan undan til sunds yf-
ir, og náðum eyraroddanum þar, sem
síðasti állinn, er við vorum búnir að
fara yfir, skall aftur í aðalvatnið, og
sluppum við þar mátulega. Gísli lá
dálitla stund utan í sandöldunni, þar
sem okkur bar að landi, og sagði
hann mér að rista í skinnsokkana, til
að hleypa vatninu úr þeim; og var
hann ótrúlega lítið dasaður eftir vos-
ið. Spurði ég þá, hvort hann hefði
ekkert orðið smeykur, og svaraði
hann rólega, að hann myndi fyrr
drepast en hræðast. „En ætlarðu að
halda áfram að reyna Vötnin?“ Ekki
taldi hann ástæðu til að hætta við
það.
Fórum við síðan nokkuð inn með
aðalvatninu, og komst hann þar alla
leið yfir. Vatnið var þarna bæði breitt
og djúpt, oftast á bóghnútu og undir
herðatopp. Þarna fórum við með ko-
fortahestana og gekk allt slysalaust.
Var þá sigurinn unninn; aðeins smá-
álar eftir austan við aðalvatnið.
Ferðin gekk vel yfir Sandinn, og
komum við snöggvast að Svínafelli,
og var þar lagt fast að Gísla að hafa
fataskipti. Ekki þótti honum þörf á
því, og héldum við að Fagurhólsmýri
til Gísla Þorvarðarsonar, nú í Papey.
Var þar höfðingja heim að sækja,
greindan, glaðlyndan og gestrisinn,
og vantaði ekkert upp á, að okkur og
hestunum væri látið líða vel.
(Erlingur Filippusson. Póstferð. Í
gamla daga IV. Jörð 1931; 1. árg.,
2.–3. hefti, bls. 127–130.)
Úr Fljótshverfi að Skál á Síðu
Ég hef verið á 12. árinu þegar Guð-
rún Hansdóttir Vium, er þá bjó á
Blómsturvöllum, bað mig að fara með
tilkynningu til stráks sem var í Skál á
Síðu, þess efnis að búið væri að vista
hann austur á Hornafirði, á bæ þar.
Ég fór gangandi að heiman, einn
míns liðs. Það var líklega komið fram
undir jól, frosin jörð en auð öll vötn
og ágætis gangfæri. Ekkert til tafa,
vötnin lítil. Ég óð bæði Brunná og
Hverfisfljót og síðan Eldvatnið hjá
Þverá og Geirlandsá. Öll voru þessi
vötn sæmileg yfirferðar.
Ég kom að Hörgslandi á Síðu, í bæ
þeim er kallaður var Niðurbærinn.
Þar átti ég góðan kunningja, hann
hét Helgi og var kallaður Magnússon
en talinn Pálsson, sonur séra Páls í
Múla. Helgi var feiknalega vel gefinn
maður. Við vorum jafngamlir. Hann
var feikimikill smiður, en hafði lítið af
verkfærum og þó ég væri ekki gamall
þá, var ég nú að smíða verkfæri
handa honum. Magnús verkstjóri bjó
í Niðurbænum með móður sinni Kol-
finnu. Kolfinna var að elda grjóna-
graut þegar ég kom og hún skammt-
aði okkur Helga saman í ask. Svo
sátum við á eldhúsþröskuldinum,
höfðum askinn á milli okkar og átum
grautinn.
Helgi fylgdi mér út yfir Hörgsá en
þar skildum við og fór ég einn úr því.
Ég kom að Holti á Síðu til Runólfs og
gisti ég hjá honum um nóttina. En
um morguninn var kominn hnésnjór,
dúnmjúk lausamjöll, hafði drifið í
logni um nóttina. Runólfur sagði að
best væri fyrir mig að fara með sau-
ðasmalanum inn í Dal og hann vísaði
mér þá til hvar ég ætti að fara yfir
fjallið, til að komast að Skál. Þegar
við vorum komnir nokkuð inn í dal-
inn, sýnir hann mér hvar ég eigi að
fara yfir Skálarfjall til að vera viss að
hitta bæinn að Skál, en hann stendur
niður við Skaftá, hinum megin við
fjallið. Frostið var mikið, skórnir
harðfrosnir að fótunum og marraði í
snjónum. Ég flýtti mér nú upp
brekkuna, en þegar ég er að komast
upp á fjallsbrúnina, þá rýkur að norð-
an með þessu ógurlega veðri, ösku-
byl. Tók ég vel eftir hvernig veðrið
stóð á mig og hélt því réttri stefnu, en
bylurinn var svo dimmur, að ekki sá
handa skil. Ég var nú ekkert loðinn í
andlitinu þá, en það fraus svo fyrir
augunum, að ég varð alltaf að vera að
rífa frá augunum á mér. Stormurinn
var svo mikill að ég lá á stönginni
bara til þess að hrekja ekki, því ég
vissi að ef mig hrekti, þá færi ég ofan
af fjallinu og niður í Skaftá. Nú var
snjórinn á fjallinu mest allur orðinn í
loftinu, en minni á jörðunni og fór ég
því af og til að sjá götubala á börðum.
Jók það mér hug að sjá að ég var þó á
réttri leið. Svo kemst ég yfir fjallið og
hitti nú á Skálina, til að komast þar
niður. Ég hendist svo niður brekk-
urnar, þangað til ég er kominn alveg
að henni Skaftá. Ég var þá kominn
alveg á bakkann, því að ég sá ekkert
fyrr en ég var alveg kominn að ánni.
Svo bíð ég þarna nokkra stund, ég
vissi ekki hvurt halda skyldi, hvort
heldur út með ánni eða inn eftir eða
vestur eftir. Það var svoleiðis veðrið
að það var eiginlega öngri skepnu úti
vært. Þá slotar aðeins og sá ég þá
einhverja þúst þar inn af eða vestar
með ánni og svo tekur nú fyrir það
aftur, en ég breyti þá um stefnu og
fer þá upp í brekkuna, því ég giskaði
á að þetta væri bærinn. Svo held ég
áfram þarna inn brekkurnar og kem
þá út í mikinn skafl, sem ég öslaði yf-
ir, en stíg nú fyrir ofurborð og hend-
ist þarna í gegnum skaflinn og ofan í
djúpt gil. Þegar ég kom þar niður, þá
er maður þar að taka vatn. Það var
þá bæjarlækurinn og bóndinn í Skál,
Kjartan Ólafsson, að sækja vatn í
lækinn. Það var tekið vel á móti mér
þarna. Ég held að hann hefði helst
viljað bera mig heim hefði hann ekki
orðið að fara með skjólurnar.
Sat ég þar í sóma og yfirlæti við
hinar ágætustu viðtökur það sem eft-
ir var þessa dags og allan næsta dag,
og stóð alltaf sami hörkubylur. En á
þriðja degi var komið gott veður og
lét Kjartan þá vinnumann sinn fylgja
mér austur að Hunkubökkum. Fór-
um við þá austur neðan undir Skál-
arfjall og yfir Holtslón, sem nú var
lagt traustum ís eftir bylinn, en var
autt fyrir hann. Varð ekki að töfum
eftir þetta og hafði ég hvert vatn á
haldi alla leið heim.
(Erlingur Filippusson. Úr viðtali
Þórðar Tómassonar, dags. óþekkt;
ÍSMÚS.)
Fornar ferðaleiðir
Í bókinni Fornar ferðaleiðir í Vestur-Skaftafellssýslu
um aldamótin 1900 fjallar Skaftfellingurinn Vera
Roth um það víðlenda og strjálbýla hérað. Sam-
göngum og ferðalögum eru gerð ítarleg skil og í bók-
inni er einnig að finna margvíslegan fróðleik um lífs-
hætti Skaftfellinga. Í bókinni er mikill fjöldi gamalla
ljósmynda og kort sem sýna hinar fornu leiðir.
Þjóðminjasafn Íslands/Geir G. Zoëga
Straumvatn Kláfur var settur upp fyrir brúarsmíðina yfir Hólmsá eftir að
fyrstu brúna tók af í Kötlugosinu 1918.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Ólafur Magnússon
Beit Hestar í áningu í Núpshlíð. Horft til austurs yfir Núpsvötn, Skeiðarársand og sporð Skeiðarárjökuls fjær.
Núpshlíð er í landi Núpsstaðar og var síðasti áningarstaður áður en lagt var í Núpsvötnin á austurleið.