Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 1
Fólk skilgreinir kyn-vitund sína á margavegu; á milli kynja eðaflæðandi frá einu kynitil annars, þar semsumum finnst þeir ekkitilheyra neinu kyni enöðrum finnst þeir afei
Kynjabyltingin er hafin
Dýrslegskótíska
12. ÁGÚST 2018SUNNUDAGUR
Greininginbreytti öllu
Dýramynsá skóm ogvélum í alvega litumverður
áberandi íhaust 26
Tvær systur og mí óvenjulegt frí í jþau hjóluðu 1.600frá syðsta odda Enyrsta bæjar Sko
Stefanía Daneyer einhverf ogætlar sér langt ísinni íþrótt 12
tur
stíg-
la-
akar fóruúlí þegarkílómetranglands tiltlands 28
HjóluðuBretlandendilangt
L A U G A R D A G U R 1 1. Á G Ú S T 2 0 1 8
Stofnað 1913 187. tölublað 106. árgangur
Innanlandsflug
frá 7.650 kr.
aðra leiðina
Nýttu tímann og fljúgðu
á vit ævintýranna
Vopnafjörður
Þórshöfn
Egilsstaðir
Akureyri
Grímsey
Ísafjörður
REYKJAVÍK
A N D
Keflavík
Í S L
45
mí
n.
50 m
ín.
40
m
ín
.
airicelandconnect.is
Innanlandsflug
frá 7.680 kr.
aðra leiðina
SLEGIÐ Á LÉTTA
OG ÁSTRÍKA
STRENGI
VERÐLAUNUÐ
Á HÁTÍÐ
Í MICHIGAN
ÍSOLD UGGADÓTTIR 44ENGLAR OG MENN 45
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verkefni sem snerist um kynbætur á eldis-
þorski og seiðaframleiðslu fékk tæpar 280
milljónir af rannsóknarfé AVS-sjóðsins á
fimmtán ára tímabili og var oft stærsta verk-
efni hans. Verkefninu hefur nú verið hætt
vegna þess að árangur varð ekki í samræmi
við væntingar og eldisfyrirtækin hættu með
þorskinn.
Grindavík. Ef aðstæður breytast verður hægt
að hefja framleiðslu seiða á ný.
Agnar Steinarsson, sjávarlíffræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun, segir að verkefnið hafi
skilað töluverðri þekkingu sem nýtist í eldi á
öðrum tegundum. Jafnframt hafi langtíma-
rannsókn á vaxtarfræði þorsks sem unnin var
samhliða skilað nýjum og spennandi upplýs-
ingum sem geti haft notagildi í fiskifræði.
Þegar þorskeldið náði hámarki, á árinu 2009,
voru framleidd um 1.800 tonn. Hluti þess var
aleldi á seiðum úr kynbótaverkefninu en stór
hluti var áframeldi á villtum undirmálsþorski.
Ekki tókst að framleiða nógu góð seiði til
þess að eldisfyrirtækin sæju sér hag í því að
stunda þorskeldi. Laxeldi var talið vænlegra
vegna þróaðri aðferða og hás verð á afurðum.
Þótt AVS hafi ákveðið að hætta að styrkja
þorskeldisverkefnið varðveitir Hafró úrval af
kynbótafiskinum í tilraunaeldisstöð sinni í
Hætta að styrkja þorskeldi
AVS lagði 280 milljónir í kynbætur á þorski Árangur minni en vænst var
MHafró hættir kynbótum á eldisþorski »28
„Dásamlega!“ svaraði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkur-
byggðar, aðspurð hvernig súpan hefði smakkast. Hún tók til hendinni
með þeim Gunnari Reimarssyni (t.v.) og Aðalsteini Má Þórsteinssyni
(t.h.) og skenkti gestum og gangandi súpu á Dalvík í gær en þar er
Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur um helgina. Katrín sagðist hafa
smakkað fleiri súpur yfir daginn sem hefðu verið hver annarri betri.
„Hér er hvergi í kot vísað,“ sagði Katrín og bætti við að síðustu: „Hér er
fullur bær af fólki og friður og gleði í kortunum.“ »10-11
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Sveitarstjórinn skenkti gestum og gangandi súpu
Fiskidagurinn mikli á Dalvík
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Cori-
pharma og einn stærsti eigandi fyrirtæk-
isins, sagði í samtali við Morgunblaðið að
allt gengi samkvæmt áætlun hjá fyrirtæk-
inu og stefnt væri að
því að hefja framleiðslu
lyfja strax eftir að út-
tekt Lyfjastofnunar á
fyrirtækinu lýkur,
væntanlega í október.
Eins og Morgun-
blaðið greindi frá í júní-
byrjun sl. keyptu Co-
ripharma og hópur
fjárfesta lyfjaverk-
smiðju Actavis í Hafn-
arfirði og húsnæði fyr-
irtækisins við Reykjavíkurveg 76 af Teva
Pharmaceutical Industries. Fram kom í
fréttinni í júní að stærstu fjárfestarnir í
Coripharma væru Framtakssjóður, í stýr-
ingu Íslenskra verðbréfa, Bjarni Þorvarð-
arson, VÍS, Hof og tveir fyrrverandi for-
stjórar Actavis og Delta. Auk þess
fjárfestu lykilstarfsmenn í félaginu.
Úttekt Lyfjastofnunar í október
„Það sem er kannski merkilegast við
stöðu mála hjá okkur er að allt hefur
gengið samkvæmt áætlun,“ sagði Bjarni í
gær. Hann sagði að allt hefði gengið ljóm-
andi vel í undirbúningi þess að lyfjaverk-
smiðja Coripharma gæti tekið til starfa.
„Við erum búnir að ráða 27 manns og fyr-
ir áramót stefnum við að því að starfs-
menn verði orðnir 35. Standsetning á
verksmiðjunni er nú í fullum gangi. Við
erum að setja upp loftræstikerfi, fram-
leiðslutæki, gæðakerfi og tölvukerfi og
búa verksmiðjuna þannig undir að verða
tekin út af Lyfjastofnun, sem verður í
október,“ sagði Bjarni.
Hann segir að framleiðsla Coripharma
á lyfjum geti hafist um leið og úttekt
Lyfjastofnunar hafi farið fram. „Við ætl-
um að vera byrjaðir að framleiða í nóv-
ember og afhenda fyrstu vöruna okkar
fyrir áramót. Við erum að vinna í nokkr-
um viðskiptasamningum núna, til þess að
þessi áform okkar gangi eftir,“ sagði
Bjarni.
Lyfin
brátt á
markað
Coripharma hefur
ráðið 27 starfsmenn
Bjarni
Þorvarðarson