Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
Stjórn Minningarsjóðs Helgu
Jónsdóttur og Sigurliða
Kristjánssonar auglýsir eftir
umsóknum um styrki úr sjóðnum
Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjungar í læknis-
fræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og
æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma.
Með umsóknum skulu fylgja greinargerðir um vísindastörf
umsækjenda, ítarlegar kostnaðaráætlanir og upplýsingar
um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Athygli er
vakin á því, að sjóðurinn veitir ekki styrki til tækjakaupa
né til að mæta ferðakostnaði. Umsóknir skulu staðfestar
með undirskrift umsækjanda og meðumsækjanda/enda, ef
einhverjir eru.
Umsóknarfrestur er til 31. október nk. og ber að
senda umsóknir í pósthólf 931, 121 Reykjavík, merktar
„Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða
Kristjánssonar.“ Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun í
lok nóvember nk.
Ath. styrkir verða aðeins veittir til verkefna á sviði heila- og
taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma
og öldrunarsjúkdóma.
Óvenjuleg flugvél lenti í gær á Ísafjarðarflugvelli. Var
þetta lítil rússnesk vél af gerðinni AeroVolga LA-8 sem
getur bæði lent á landi og á vatni. Þrjár aðrar svipaðar
vélar af gerðinni Borey lentu á Bíldudal í gær til að
taka eldsneyti. Um er að ræða rússneskan hnattflug-
leiðangur, sem hófst í Samara í byrjun júlí. Var vélun-
um flogið þaðan yfir austurhluta Rússlands, Alaska,
Kanada og Grænland. Vélarnar munu einnig koma við
á Hornafirði en þaðan er ferðinni heitið aftur til Sam-
ara, væntanlega með viðkomu í Færeyjum og víðar.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Á leið umhverfis jörðina
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Hefð hefur verið fyrir því að bæjar-
ráð taki sér frí einn fund, svo að fólk
komist aðeins í sumarfrí. Þá var
boðað til þessa fundar með minnsta
löglega fyrirvara, þ.e. sólarhringur,
og engin gögn og í raun engin skýr
rök fyrir því af hverju þessi breyt-
ing er gerð,“ segir Adda María Jó-
hannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar í Hafnarfirði, í samtali
við Morgunblaðið.
Á miðvikudag var ákveðið í
bæjarráði að Hafnafjarðarkaupstað-
ur muni ekki byggja, eiga og reka
nýtt knatthús í Kaplakrika eins og
fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir, held-
ur muni FH sjálft ráðast í þær fram-
kvæmdir. Hafnafjarðarkaupstaður
mun í staðinn gera rammasam-
komulag um kaup á mannvirkjum í
Kaplakrika að fjárhæð um 790 millj-
ónir, til að greiða fyrir framkvæmd
FH.
Þetta kemur fram í fundargerð
sem birt var á vef Hafnafjarðar en í
tilkynningu frá minnihlutanum í
Hafnarfirði segir að hann hafi farið
fram á að boðað verði til fundar í
bæjarstjórn eigi síðar en á miðviku-
dag í næstu viku.
„Bæjarráð starfar í umboði bæj-
arstjórnar þegar bæjarstjórn fer í
sumarleyfi. Í sveitarstjórnarlögum
er ekki gert ráð fyrir því að bæj-
arráð taki stefnumarkandi ákvarð-
anir, alla vega ekki um neitt sem er í
ágreiningi,“ segir Adda María en að-
spurð hvort hún viti til þess að orðið
verði við bón þeirra um bæjarstjórn-
arfund svarar Adda: „Við höfum
ekkert heyrt enn þá.“
Hún bætir við að henni þyki fram-
kvæmd málsins óeðlileg og segir:
„Ég trúi því ekki að það hafi verið
neitt sem hastar svona mikið. Ef svo
var hafði verið eðlilegra að kalla
saman bæjarstjórn. Þetta er stórt
mál og miklir peningar sem um er
að ræða.“
„Ég á ekki von á öðru en að það
verði orðið við þessu,“ segir Rósa
Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, aðspurð hvort umrædd-
ur aukafundur í bæjarstjórn verði
haldinn.
„Það var í raun bara tilviljun að
þetta mál var tekið fyrir akkúrat á
þessum fundi. Bæjarstjórn er í
tveggja mánaða sumarleyfi svo það
gefur auga leið að bæjarfulltrúar og
embættismenn eru að störfum á
þeim tíma og það kemur gjarnan
fyrir að bæjarráð er kallað saman,
bæði í sumar- og jólaleyfum bæjar-
stjórnar. Þarna voru þrjú önnur mál
á dagskrá,“ segir Rósa.
Hún segir það einnig vera öllum
aðilum málsins fyrir bestu að málið
sé afgreitt sem fyrst, svo að verklok
tefjist ekki.
Hagkvæmnissjónarmið
liggja til grundvallar
Þá segir hún að hagkvæmnissjón-
armið liggi því til grundvallar að
ákveðið var að FH myndi sjá um
uppbyggingu aðstöðunnar í stað
Hafnarfjarðar.
„Okkur var mikið í mun að gera
þetta á sem hagkvæmastan hátt og
að framkvæmdin færi ekki fram úr
fjárhagsáætlunum,“ segir Rósa og
bendir á að FH hafi reynslu af bygg-
ingu húsa af þessari gerð, og því sé
líklegra að fjárhagsáætlun haldist
og verklok tefjist ekki.
FH byggir knatthúsið sitt sjálft
Rósa
Guðbjartsdóttir
Adda María
Jóhannsdóttir
Morgunblaðið/Valli
Knatthús FH-ingar munu líklega fagna bættri aðstöðu á svæðinu.
Áætlun um aðkomu Hafnarfjarðarkaupstaðar breytt á bæjarráðsfundi Minnihlutinn er ósáttur
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Á fjölmiðladagskrá ríkisstjórnarinn-
ar í gær var í fyrsta sinn meðal mála
tillaga til forseta Íslands um að veita
skilorðsbundna náðun. Birtist dag-
skrárliðurinn undir málum Sigríðar
Andersen dómsmálaráðherra. Verð-
ur fyrirkomulagið með þessum hætti
framvegis.
„Þessi mál hafa aldrei áður komið
á fjölmiðladagskrá. Framkvæmdin
hefur verið þannig að forsætisráð-
herra hefur kynnt þessi mál undir
liðnum önnur mál. Það er aldrei um-
ræða um þessi mál, heldur er nafn
einstaklingsins aðeins kynnt og að
þetta sé lagt til að skoðuðu máli og
rökstuddu áliti náðunarnefndar,“
segir Sigríður í samtali við Morgun-
blaðið.
„Það sem við gerðum núna í fyrsta
sinn var að ég bar upp þetta mál og
ég hef óskað eftir því að það komi
fram á dagskránni að þessi mál hafi
verið rædd í ríkisstjórn,“ segir Sig-
ríður.
Upplýsingar um viðkomandi ein-
stakling verða ekki birtar enda er
um viðkvæmar persónuupplýsingar
að ræða. „Menn fá ekki náðun nema
góðar ástæður séu fyrir því, veruleg
heilsufarsleg eða félagsleg vandamál
séu til staðar. Það er viðmiðun sem
náðunarnefndin sjálf vinnur eftir,“
segir Sigríður. „Í þessu tilviki var
um einn einstakling að ræða sem var
náðaður vegna refsingar. Það var
ekki stórvægileg refsing sem var
þarna að baki,“ segir hún.
Á vef Stjórnarráðsins kemur fram
að alls hafi 79 verið náðaðir frá árinu
1997. Á síðasta ári var fallist á náðun
fjögurra einstaklinga. 489 umsóknir
um náðanir bárust dómsmálaráðu-
neytinu á þessu tímabili og var 369
þeirra hafnað og 41 vísað frá. Flestar
voru samþykktar árið 2016, 8 talsins.
Helsta ástæða náðunar frá 1997 var
alvarlegt líkamlegt heilsufar beið-
anda, alls í 45 skipti.
Birt opinberlega
í fyrsta sinn
Náðunarmál á dagskrá ríkisstjórnar
„Ég er mjög ánægð með fundinn.
Það var virkilega vel mætt og um-
ræðurnar voru mjög hreinskiptar og
gagnlegar.“ Svona hljómaði Heiða
Björg Hilmisdóttir, formaður vel-
ferðarráðs Reykjavíkurborgar, eftir
aukafund velferðarráðs í gær þar
sem málefni heimilislausra voru
rædd.
Fyrst fundaði velferðarráð með
hagsmunaaðilum um málefni heim-
ilislausra en síðan tók við fundur
velferðarráðs þar sem m.a. voru
samþykktar tvær tillögur meirihlut-
ans; að kaupa gistiheimili þar sem
hægt væri að útbúa allt að 25 ein-
staklingsíbúðir og að koma á fót
öðru neyðargistiskýli fyrir unga
karlmenn.
Heiða Björg sagðist hafa fundið
fyrir miklum samstarfsvilja á fund-
inum, bæði á meðal ríkisins og
þeirra hagsmunaaðila sem mættir
voru á fundinn.„Þetta var gott start
á stefnumótun að fá öll sjónarmið
upp á borðið.“
Gott að heyra í hinni hliðinni
Fulltrúar minnihlutans sögðust
hafa verið ánægðir að hafa fengið að
hlusta á ólík sjónarmið en voru þó
ekki endilega ánægðir með hinn
seinni fund.
„Það er ekkert gert til að liðka
fyrir vandamálinu og takast á við
það strax,“ sagði Egill Þór Jónsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og
fulltrúi í velferðarráði, þegar Morg-
unblaðið náði af honum tali í gær-
kvöldi. Hann benti á að átta tillögum
stjórnarandstöðuflokkanna hafi ver-
ið vísað til stýrihópa, skrifstofu vel-
ferðarsviðs eða þeim frestað en
sagði þó hafa verið rosalega gott að
heyra sjónarmið frá hagsmunasam-
tökum heimilislausra.
Sanna Magðalena Mörtudóttir,
oddviti Sósíalistaflokksins í Reykja-
vík, sagði: „Þetta er jafnvel eitthvað
sem hefði mátt eiga sér stað fyrr.
Þetta var mjög upplýsandi og fræð-
andi en á sama tíma átakanlegt að
heyra um þennan vanda sem margir
einstaklingar þurfa að mæta, en
þetta var góð byrjun.“
Þá sagði Kolbrún Baldursdóttir,
oddviti Flokks fólksins, að hún hefði
viljað hafa fleiri á fundinum sem
hafa fundið á eigin skinni hvernig
heimilisleysi er. Hún bætti þó við:
„En það var ótrúlega ánægjulegt að
hitta alla sem voru og ég væri til í að
hafa fljótlega aftur svona fund.“
Borgarfulltrúar misánægðir
eftir aukafund velferðarráðs
Minnihlutanum þótti gott að heyra í hagsmunaaðilum
Morgunblaðið/Arnþór
Heimilislausir Frá fundinum í gær.