Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Nýjar vörur Matardiskur 2.950 Forréttardiskur 2.550 Ljós 21.000 Glas 1.550 Ljós 17.000 30-50%afsláttur afvöldumvörum • Bindivír 1 mm U hankir og rúllur 1.4 mm • Fjarlægðarstjörnur og steinar 20-50 mm • Plastlistar á undirslegnar plötur, einnig harðir • U listar á ull eða plasteinangrun • Járnstólalengjur, sterkir og góðir stólar frá 50 mm • Mótarör og kónar 10–50 mm • Öryggishlífar á kambstál, listar og sveppir Járnabakkar Járnabindingavörur Erum með á lager allar helstu gerðir af járnabökkum Vír og lykkjur ehf www.viroglykkjur.is - viroglykkjur@internet.is 772-3200/692-8027 citroen.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 8 Sími 515 7040 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 TRYGGÐU ÞÉR CITROËN SENDIBÍL Á FRÁBÆRU TILBOÐI! ALLT AÐ 500.000 KR.AFSLÁTTUR Komdu og ný ttu þér frábært tilboð ! Gildir til 8. se pt. CITROËN BERLINGO STUTTUR 1,6 dísil beinsk. VERÐLISTAVERÐ MEÐ AUKABÚNAÐI: 2.600.000 KR. MEÐ VSK. TILBOÐSVERÐ: 2.300.000 KR. M. VSK 1.854.000 KR. ÁN VSK. CITROËN JUMPY VAN LANGUR 1,6 dísil beinsk. VERÐLISTAVERÐ MEÐ AUKABÚNAÐI: 4.145.000 KR. MEÐ VSK. TILBOÐSVERÐ: 3.645.000 KR. M. VSK 2.939.000 KR. ÁN VSK. AFSLÁTTUR 300.000 KR. AFSLÁTTUR 500.000 KR. VERÐDÆMI: Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Talsvert hefur verið um nýleg niðurföll og umrót í laus- um jarðlögum á yfirborði á allstóru svæði umhverfis norðanverðan Tungnafellsjökul. Þá eru ummerki um ný- legar sprunguhreyfingar í eldstöðvarkerfi Tungnafells- jökuls. Þetta staðfestir Ásta Rut Hjartardóttir jarðeðl- isfræðingur í samtali við Morgunblaðið en hún hefur, ásamt Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi, heimsótt svæð- ið nær árlega undanfarin ár. Staðirnir þar sem niður- föllin er að finna tengjast bergsprungum og á ákveðnum stöðum bendir margt til þess að bergsprungurnar sjálfar hafi hreyfst. „Það sem er athyglisvert við þetta er að það eru sprungur undir þessu og þá fellur þetta á sumum stöðum svona ofan í jörðina. Það hefur verið óvenjulega mikið um nýjar holur undanfarin ár en í síðustu ferð fundum við til dæmis mikinn fjölda nýrra hola,“ segir Ásta og bætir við að það það sem veki upp spurningar séu hugs- anlegar skýringar á hreyfingunum. Að því er fram kem- ur í pistli á Facebook-síðu Páls Einarssonar jarðeðlis- fræðings er möguleiki á því að umbrot í Bárðarbungu kunni að tengjast hreyfingunum. „Það hafa verið upp hugmyndir um að Bárðarbunga hafi eitthvað með þetta gera. Hvort það geti þá verið að hreyfingar í Bárðar- bungu valdi því að miklar hreyfingar verða sem ná til stórs hluta landsins. Þessar sprungur sem við höfum verið að skoða tengjast hins vegar Tungnafellsjökli en það getur vel verið að Bárðarbunga sé að hafa áhrif á ná- grannann,“ segir Ásta. Niðurföll á svæðinu eru á mörgum stöðum afar djúp en líkt og fyrr segir hefur þeim fjölgað hratt síðustu ár. Spurð um hvort vara eigi ferðamenn við holunum áður en þeir halda um Vatnajökulsþjóðgarð kveður Ásta nei við. „Þessar holur eru ekkert áhyggjuefni en landverðir taka eftir því þegar nýjar holur myndast og láta okkur vita. Ég held að þetta sé ekki neitt sem þarf að vara fólk við enda eru sumar holanna bara hluti af því sem fólk vill sjá á svæðinu. Það er samt auðvitað gott að venja sig á að líta í kringum sig eins og alls staðar,“ segir Ásta. Mikið um ný niðurföll  Ummerki um nýlegar sprunguhreyfingar í eldstöðvar- kerfi Tungnafellsjökuls  Margar nýjar holur á svæðinu Ljósmynd/Páll Einarsson Niðurfall Talsvert hefur verið um nýleg niðurföll og umrót í lausum jarðlögum á yfirborði við Tungnafellsjökul. Hola Nýjar holur hafa verið að myndast á svæðinu en margir ferðamenn hafa áhuga á því að skoða holurnar og vilja komast í nálægð við þær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.