Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 24

Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 24
24 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 ota, Hyundai, Nissan, , og fleiri gerðir bíla ER BÍLLINN ÞINN ÖRUGGUR Í UMFERÐINNI? Varahlutir í... Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Úrvalsvísitalan, OMX Iceland 8, hef- ur ekki verið lægri síðan í september 2015. „Úrvalsvísitalan er á sama stað og hún var um haustið 2015,“ segir Snorri Jakobsson hjá fjár- mála- og hagfræðiráðgjöf Capacent. „Þetta er áhyggjuefni, lífeyrissjóð- irnir eru langstærstu fjárfestarnir á hlutabréfamarkaði og þeir hafa ver- ið í meira mæli að fjárfesta erlendis, eftir að fjármagnshöftin voru af- numin í fyrra. Það er einnig áhyggjuefni að menn hafi ekki verið að auglýsa hlutabréfamarkaðinn nógu mikið sem sparnaðarform.“ Gæði markaða ekki mæld af hækkun eða lækkun Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður hjá greiningardeild Ar- ion banka, segir að auðvitað sé ánægjulegra ef ávöxtun er góð. „Ég myndi samt ekki mæla gæði hluta- bréfamarkaða út frá því hvort hluta- bréfaverð hækki eða lækki. Aðalat- riðið er að verð til lengri tíma litið endurspegli afkomu félaga og áhættu í rekstrarumhverfi. Fyrir sum félög hafa aðstæður færst til verri vegar síðustu ár og kostnaður í rekstri fyrirtækja hefur hækkað talsvert. Það er jú afkoma félaganna sem skapar ávöxtunina og síðan get- ur markaðurinn stundum orðið of bjartsýnn og stundum of svart- sýnn.“ Stefán bendir á að þótt mörgum finnist markaðurinn hafa verið dauf- ur að undanförnu þá hafi gengið á með stórtíðindum. Hann nefnir sem dæmi sameiningar félaga og skrán- ingu Arion banka. „Þá áttu sér stað nú í vor og sumar líklega stærstu fjárfestingar einkaaðila í skráðum félögum frá því hlutabréfamarkað- urinn var endurreistur.“ Þar á Stef- án við kaup Brims á 34% í Granda og kaup Samherja á 25% hlut í Eimskip. „Mér finnast það eiginlega stærri tíðindi en einhver deyfð yfir því að ekki sé innstreymi frá lífeyrissjóð- unum inn á hlutabréfamarkaðinn. Að minnsta kosti hefur lengi verið kall- að eftir því að fleiri innlendir aðilar en lífeyrissjóðir komi að fjárfestingu á skráðum hlutabréfum.“ Icelandair áhugaverður kostur „Í sumar höfum við séð hjá fast- eignafélögum að markaðsvirði er undir raunverulegu virði eigna sem liggja þar undir,“ segir Snorri Jak- obsson. „Einnig hefur það verið raunin hjá Icelandair, þar sem mark- aðsvirði þess er töluvert lægra en virði eigin fjár. Þetta er spennandi fjárfestingakostur fyrir önnur stærri flugfélög eða stóra fjárfesta að mínu mati. Ef fjárfestar hefðu fjárhagslegt bolmagn til þess að kaupa meirihluta, yrði þetta mjög spennandi kostur.“ Aðspurður hvort það sé eðlilegt að markaðsvirði félaga á hlutabréfa- markaði sé lægra en eigið fé segir Stefán Broddi að sá mælikvarði einn og sér sé ófullkominn. „Þetta snýst um þær væntingar sem gerðar eru til rekstrar og kannski eru um þess- ar mundir einfaldlega gerðar lágar væntingar til afkomu skráðra félaga á næstunni.“ Sveiflur ættu að jafnast út Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, segir að til lengri tíma litið ættu grundvallarrekstarþættir að skipta mestu máli ásamt vaxta- stigi í landinu. „Ef bréf væru und- irverðlögð í einhvern tíma kæmu aðrir fjárfestar inn sem sæju tæki- færi í því. Ég held að markaðurinn sé orðinn nægilega opinn til að menn stökkvi á svoleiðis tækifæri.“ Aðspurður hvort það sé eitthvert áhyggjuefni að úrvalsvísitalan sé ekki hærri, segir Páll að svo sé ekki. „Það er alltaf ánægjulegra þegar hlutabréf hækka í verði, en ég hugsa að það séu ákveðnar sértækar skýr- ingar sem muni ekki setja mark sitt á markaðinn í heild sinni til fram- tíðar litið. Við erum að vinna að grundvallarþáttum til þess að gera markaðinn meira aðlaðandi fyrir er- lenda fjárfesta, meðal annars með því að koma okkur inn í erlendar vísi- tölur. Verðsveiflur sem stafa af sér- tækum rekstarlegum þáttum og breytingum á væntingum er ekki áhyggjuefni fyrir markaðinn í heild. Ég lít frekar til grundvallarþátta eins og að auka þátttöku fjárfesta og minnka vægi lífeyrissjóðanna og mikilvægi þeirra á markaði. Fyrir mér væri það áhyggjuefni ef það tækist ekki á næstu misserum.“ Vísitala svipuð og 2015 Morgunblaðið/ÞÖK Hlutabréfamarkaður Kauphöll vill gera markaðinn meira aðlaðandi.  Greiningaraðili telur Icelandair vænlegan fjárfestingakost fyrir fjárhagslega sterka aðila  Virði nokkurra félaga á hlutabréfamarkaði lægra en eigið fé þeirra 11. ágúst 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 108.34 108.86 108.6 Sterlingspund 138.47 139.15 138.81 Kanadadalur 82.7 83.18 82.94 Dönsk króna 16.666 16.764 16.715 Norsk króna 13.011 13.087 13.049 Sænsk króna 11.926 11.996 11.961 Svissn. franki 108.85 109.45 109.15 Japanskt jen 0.9756 0.9814 0.9785 SDR 150.69 151.59 151.14 Evra 124.25 124.95 124.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.356 Hrávöruverð Gull 1215.5 ($/únsa) Ál 2117.0 ($/tonn) LME Hráolía 72.16 ($/fatið) Brent Samtals 57 matvælavagnar hafa gilt starfsleyfi í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Sel- tjarnarnesi og í Kjós. Um er að ræða bæði vagna sem hafa fasta starfsstöð og þá vagna sem eru hreyfanlegir. 41 staður sem Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur flokkar sem matsöluvagn hefur gilt starfsleyfi frá eftirlitinu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Heilbrigð- iseftirliti Reykjavíkur hafa 29 leyfi verið veitt frá árinu 2012 sem enn eru í gildi í dag. Í ár hafa verið samþykkt sex starfsleyfi fyrir matsöluvagna og eru þau jafnmörg og fjöldi starfsleyfa sem samþykkt voru í fyrra og hitteð- fyrra . „Tilfinningin er sú að það sé vaxandi áhugi á svona starfsemi,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri mat- vælaeftirlits Reykjavíkur. „Okkur finnst við vera að fá fleiri fyrir- spurnir,“ segir Óskar en tekur fram að fjöldi útgefinna starfsleyfa fyrir mat- söluvagna hafi verið svipaður síðast- liðin 3 ár. Sjö matvælavagnar hafa starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti Hafn- arfjarðar og Kópavogssvæðis. Einn fékk leyfi árið 2018, fjórir 2017 og tveir árið 2016. Níu vagnar hafa starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. peturhreins@mbl.is Matarvögn- um fjölgar ● Fjöldi ferða- manna jókst um 2,5% í júlímánuði miðað við sama mánuð í fyrra en alls nam fjöldi ferðamanna 278.613. Jókst fjöldinn um 6.693. Þetta kemur fram í Hagsjá Lands- bankans. Fyrstu sjö mánuði ársins nam fjöldi erlendra ferðamanna tæplega 1.306 þúsund samanborið við 1.245 þúsund á sama tímabili í fyrra. Er það aukning um 4,9%. Aprílmánuður er eini mánuður þessa árs þar sem mælst hefur fækkun á milli ára en hún nam 3,9%. Þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgi áfram hefur verulega hægst á, en til samanburðar nam fjölgunin 33% á fyrstu sjö mán- uðum ársins 2017 samanborið við árið áður. peturhreins@mbl.is Hægist verulega á fjölgun ferðamanna Ferðamenn Hægt hefur á fjölguninni. STUTT Matur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.