Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Orðin „mixa málið“ erukomin frá Dakótaskáld-inu Káinn eins og égnefndi í síðasta pistli. Káinn vitnaði í menningarvita sem vildi „hengja þá sem mixa málið“ (sjá Kviðlinga og kvæði 1945:52). Þessi orð Káins gætu hjálpað okk- ur í baráttunni við enskuslett- urnar: þau ná eyrum okkar af því að þau eru fyndin. Spurning: Hvernig eigum við þá að bregðast við mixinu? (Sbr. við- mælendur í útvarpsþætti sem töl- uðu um stúlkur sem „dismissa“ hæfileika sína og drengi sem skort- ir „kreativití“; setja þyrfti „rokk- solid effort“ í orkusparnaðinn því auðlindirnar væru „finit“). Svar: Við gætum leitt talið að mixi, minnst orða Káins um gálga og snörur og í framhaldinu velt fyr- ir okkur hvaða íslensk orð geta komið í stað mix-orðanna. Gætum m.ö.o. gert þetta að samkvæmisleik í öllum aldursflokkum (enginn vill láta hengja sig). Orðin „hengja þá sem mixa málið“ yrðu þá eins og stef til áminningar og skemmtunar. Spurning: En hvað um börnin sem horfa á allt enska skemmtiefnið? Svar: Örugg leið til að draga úr þörf barnanna fyrir enskt afþreyingarefni er að segja þeim sögur. Þetta er að vísu dálítil vinna – en skemmtileg. Og það spillir ekki fyrir að við, fullorðna fólkið, lærum af þessu ekki síður en börnin. Við skerpum minnið (ekki veitir af) og neyðumst til að sökkva okkur niður í lögmál frásagnar og áhrifamátt orðanna. Og við komumst að því að við þurfum ekki að mixa málið. – Kosturinn við að segja söguna eða ævintýrið (en ekki lesa) er sá að við beitum þeim orð- um sem börnin skilja. Sumar sögur eru stuttar (t.d. sagan um óskasteininn í Tindastól; Jón Árnason I:649), aðrar lengri; já, framhaldssögur eru gulls ígildi. Finn- boga saga ramma hefur t.d. „slegið í gegn“ í einu barnaherbergi í Reykjavík. Þetta var níu kvölda saga – og aldrei hef ég séð barn jafn- gagntekið áhuga (enþúsíastikk). Finnboga saga ramma verður aðgengileg í skólasamfélaginu á haust- dögum; hún er tilbúin til rafrænnar útgáfu á Skólavefnum með skýr- ingum, stuttri samantekt, umræðupunktum og gagnvirkum spurning- um. Þessi Íslendingasaga hefur allt það að geyma sem góða sögu prýðir: Spennuþrungin augnablik, t.d. í samskiptum hjóna sem sjá lífið ólíkum augum; hetju sem sýnir hugrekki en efnir aldrei til illinda að fyrra bragði – lendir þó í því að þurfa að drepa tilvonandi tengdaföður; konur sem sýna dirfsku og samhug. Með öðrum orðum: uppbyggileg spennu- saga með harmrænu ívafi. En umfram allt er sagan bráðsnjöll og full af glettni og kaldhæðni – og hæfilegum ýkjum, sbr. frásögnina af bjarn- dýrinu sem Finnbogi rammi hryggbrýtur vopnlaus. Niðurstaðan er einföld: Dugmiklir tæknimenn munu mixa það sem snýr að tæknivæðingu tungunnar gegn eðlilegri þóknun. En það sem við þurfum mest á að halda núna er gleði yfir töfrum tungumálsins og bókmenntanna – án alls mix. Að „mixa“ málið II Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Hinn 1. febrúar 1990 voru gerðir kjarasamn-ingar á almennum vinnumarkaði, sem þáþegar þóttu boða nýja tíma í þeim efnum.Þegar Einar Oddur Kristjánsson, þáverandi formaður Vinnuveitendasambands Íslands var spurður, hvort þeir væru sögulegir sagði hann að tíminn einn mundi leiða það í ljós. Og svo varð. Þessir kjarasamn- ingar fengu nafnið þjóðarsáttarsamningar í munni almennings. Það orð þarf ekki að skýra. Í þeim fólst ákveðin sátt á milli launþega og vinnuveitenda. Aðdragandinn að þeim samningum var töluverður. Í tvo áratugi áður hafði geisað hér óðaverðbólga. Hún hófst í tíð vinstri stjórnar sem tók við af Viðreisnarstjórninni að loknum þingkosningum sumarið 1971 en það væri ósanngjarnt að kenna henni einni um. Undirrótin var atburðir í Miðausturlöndum, sem leiddu til gífurlegra hækkana á olíuverði um heim allan, tvisvar sinnum á einum áratug. Svo var komið vorið 1974, þegar sú vinstri stjórn var að falla að því var spáð að á því ári mundi kaupgjald hækka um 60% og framfærslukostnaður um rúmlega 42%. Til marks um stöðuna á vinnumarkaði það ár er að í marzmánuði skall á verkfall prentara, sem stóð í 7 vikur og leiddi m.a. til stöðvunar á útgáfu dagblaða allan þann tíma. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, sem tók við síðla sumars 1974 tókst að koma verðbólgunni niður í 26% en þegar seinni vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar féll haustið 1979 var hún komin í 81%. Verðbólgan varð svo nánast stjórnlaus í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thorodd- sens, sem sat 1980-1983. Undir lok níunda áratugarins var mönnum orðið ljóst að svona gat þetta ekki gengið. En þá hafði það líka gerzt, að óvenjulega mikið traust hafði orðið til á milli Einars Odds og tveggja verkalýðsleiðtoga, þeirra Guðmundar J. Guðmundssonar og Ásmundar Stefánssonar. Það traust var lykillinn að því að kjarasamningarnir, sem gerðir voru 1. febrúar 1990 lögðu grunn að þeirri þjóðarsátt, sem segja má að hafi ríkt á vinnumarkaði í nær 29 ár, þ.e. að aðilar vinnumarkaðar hafa náð að gera kjarasamn- inga, sem ekki hafa leitt til stjórnlausrar verðbólgu, þótt fleira hafi komið til og þá m.a. heppni og er þá vísað til síðustu ára. Nú er ýmislegt sem bendir til að þessi bráðum þriggja áratuga þjóðarsátt sé að bresta. Að hlusta á verkalýðs- leiðtoga samtímans og ráðherra í núverandi ríkisstjórn tala um kjaramál er eins og að hlusta á fólk, sem lifir í tveimur gjörólíkum heimum. Og það er erfitt að sjá, að traust sé fyrir hendi á milli þessa fólks. Kannski þvert á móti. Ráðherrar spyrja hvernig verkalýðsforingjum detti í hug að hægt sé að hækka laun um tugi prósenta og verkalýðsleiðtogar spyrja á móti hvers vegna það sé ekki hægt í ljósi þess að ráðherrarnir sjálfir hafi fengið slíkar hækkanir. Til viðbótar kemur svo að flestir talsmenn Samtaka atvinnulífsins tala á sama veg og ráðherrarnir, en loka augunum fyrir miklum hækkunum á launakjörum æðstu stjórnenda einkafyrirtækja á markaði. Þó skal tekið fram, að nýr formaður Samtaka atvinnulífsins, Eyjólfur Árni Rafnsson, talar af meira raunsæi. Hann sagði í apríl sl.: „Úrskurðir kjararáðs um laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa hafa valdið megnri óánægju og usla í þjóðfélaginu.“ Þessi ummæli benda til þess að þar sé á ferð maður, sem hugsanlega gæti náð að skapa það traust á milli atvinnulífsins og launþegahreyfing- arinnar, sem Einari Oddi tókst á sínum tíma og er grundvallaratriði nú, ef ekki á illa að fara. Hvað gerist ef þjóðarsátt síðustu þriggja áratuga brestur? Verkalýðshreyfingin mun setja fram kröfur, sem taka mið af úrskurðum kjararáðs um launahækkanir æðstu embættismanna, þingmanna og ráðherra fyrir tveimur árum og stjórna einstakra ríkisfyrirtækja og stofnana um launahækkanir æðstu stjórnenda þeirra svo og af launa- hækkunum æðstu stjórnenda stórra einkafyrirtækja. Hún mun fylgja þessum kröfum fram með víðtækum verkfallsaðgerðum, sennilega ekki allsherjarverkföllum heldur skæruverkföllum, sem stöðva alla starfsemi Kefla- víkurflugvallar í einhverja daga, stöðva uppskipun á útflutningsafurðum og lama þannig kjarnastarfsemi í atvinnulífinu og með öðrum áþekkum hætti. Eftir nokk- urra mánaða átök af þessu tagi, sem munu valda gíf- urlegu uppnámi í samfélaginu verða viðsemjendur verkalýðshreyfingarinnar knúnir til samninga, sem koma verðbólgunni á enn meira flug og valda því að lánaskuld- bindingar fjölskyldna og fyrirtækja verða óbærilegar. Það sér það hver maður að það er ekkert vit í að stefna samfélaginu út í svona átök. Þau munu jafnast á við það, þegar verkfallsverðir á sjötta áratug síðustu aldar tóku sér stöðu í Ártúnsbrekkum, stöðvuðu flutningabíla og helltu niður mjólk úr mjólkurbrúsum. Það er auðvitað hugsanlegt að kynslóðin, sem nú stjórnar landinu geti ekki skilið þessa stöðu, af því að hún hafi ekki upplifað hana af eigin raun. Sú kynslóð var ým- ist að ljúka stúdentsprófi, þegar þjóðarsáttarsamning- arnir voru gerðir eða var með hugann við annað á enn yngri stigum skólakerfisins. En hún getur þó gert eitt: Hún getur kynnt sér þessa sögu og um leið og hún gerir það hlýtur hún að átta sig á því að leiðin til þess að koma í veg fyrir þau ósköp, sem geta verið framundan er ekki að senda verkalýðshreyf- ingunni tóninn úr stjórnarráðinu. Er þjóðarsáttin frá 1990 að bresta? Hvað gerist ef hún brestur? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Sárt er að sjá grandvaran embætt-ismann, Ingimund Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóra, sæta ómaklegum árásum fyrir það, að Seðlabankinn hefur fylgt fordæmi norska seðlabankans og falið honum ýmis verkefni, sem hann er manna best fær um að leysa. Stundin segir Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hann og hinir tveir seðlabankastjórarnir fyrir banka- hrun hafi gerst sekir um vanrækslu. Fyrra málið var, að Landsbankinn bað um stórkostlega, leynilega gjald- eyrisfyrirgreiðslu í ágúst 2008. Seðlabankastjórarnir höfnuðu þess- ari beiðni, enda voru upphæðirnar stórar og aðgerðin sennilega ólögleg. Rannsóknarnefndin gerði enga at- hugasemd við þá ákvörðun, en taldi, að þeir hefðu átt að rannsaka betur fjárhag Landsbankans. Bankastjór- arnir bentu hins vegar á, að þeir höfðu ekkert vald til þess að rann- saka fjárhag bankans. Fjármálaeft- irlitið fór með það vald. Seinna málið var, að Glitnir bað um stórt gjaldeyrislán í september 2008. Seðlabankastjórarnir höfnuðu þessari beiðni. Rannsóknarnefndin gerði enga athugasemd við þá ákvörðun, en taldi, að þeir hefðu átt að afla frekari upplýsinga um fjárhag Glitnis. Enn bentu bankastjórarnir á, að þeir höfðu ekkert vald til að rann- saka fjárhag bankans. Sjálfar ákvarðanirnar, sem seðla- bankastjórarnir tóku, voru með öðr- um orðum taldar eðlilegar, en Rann- sóknarnefndin var þeirrar skoðunar, að þeim hefðu átt að fylgja minnis- blöð og útreikningar. Þetta sýnir tak- markað veruleikaskyn. Um allan heim voru seðlabankastjórar og fjár- málaráðherrar þessa dagana að taka mikilvægar ákvarðanir, sem þoldu enga bið. Fleiri minnisblöð og frekari útreikningar hefðu hvort sem engu breytt um bankahrunið. Málsvörn seðlabankastjóranna hlaut óvæntan stuðning eins nefnd- armannsins, Sigríðar Benedikts- dóttur, þegar hún hafði frumkvæði að því árið 2013, á meðan hún sinnti fjármálastöðugleika í Seðlabank- anum, að Alþingi samþykkti lög um auknar heimildir Seðlabankans til að óska upplýsinga frá fjármálastofn- unum. Danska Rangvad-nefndin, sem rannsakaði fjármálakreppuna þar, komst að þeirri niðurstöðu, að danska seðlabankann hefði skort valdheimildir til að stöðva vöxt bank- anna þar í landi. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna í fjármálakreppunni, kvartaði undan því í endurminningum sínum, að hann hefði ekki haft nægar heimildir til að óska eftir upplýsingum um fjár- málastofnanir. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Engin vanræksla R GUNA GÓÐAR I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.