Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum Mörkinni 6 - Sími 568 7090 - veidivon@veidivon.is - veidivon.is Léttari og öflugri Gore-tex filma. Stillanleg hetta. 9 geymsluvasar. Stillanleg ermastroff. Verð 84.900 Simms G4 Pro Jacket Almenn sátt hefur ríkt á Íslandi undan- farin ár um stefnu landsins í öryggis- og varnarmálum. Grunn- atriði í stefnunni er að- ild landsins að Atlants- hafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin. Þó hef- ur einn stjórnmála- flokkur verið algjör- lega á móti þessari stefnu og það er Vinstri græn (VG). Eftir að Bandaríkjaher hvarf af landi brott árið 2006 hafa samskipti og áherslur stjórnvalda gagnvart NATÓ aukist, sem m.a. leiddi af sér að aðild- arlönd NATÓ hafa gegnt sk. loftrým- isgæslu hér á landi, þar sem flugherir einstakra NATÓ-landa hafa sent nokkrar orrustuþotur til Íslands til æfinga í 2-4 vikur. Nú bregður svo við að síðan Katrín Jakobsdóttir tók við sem forsætisráð- herra hefur hræsni VG í varnarmál- um komið berlega í ljós. Í fyrsta lagi ber að nefna að bandaríski herinn mun standa fyrir mestu framkvæmd- um í sögu varnarmála á Keflavíkur- flugvelli síðan 2006, þar sem það á að endurnýja og breyta flugskýli sem sinnir kafbátaleitarflugvélum sem verða staðsettar á flugvellinum þegar framkvæmdum lýkur. Ekki bar mikið á andstöðu VG við þessari uppbygg- ingu hernaðarmannvirkja á Keflavík- urflugvelli. Í öðru lagi bárust fréttir af því nýlega að bandaríski flugher- inn mun sinna loftrýmisgæslu í ágúst- mánuði með 13 herþotum! Þessi fjöldi er stigmögnun á loftrýmisgæslu sem hefur hingað til verið sinnt af fjórum til sex orrustuþotum í hvert sinn og gerist á sama tíma og VG leiðir ríkis- stjórn. Í þriðja lagi mætti Katrín Jakobs- dóttir nýlega á leiðtoga- fund NATÓ og tók full- an þátt á fundinum. Það er engin heilög skylda forsætisráðherra að mæta á þessa fundi. Má í því samhengi nefna að Jóhanna Sigurðardóttir mætti ekki á þessa fundi fyrstu tvö árin sem hún var forsætisráðherra því hún var upptekin af því að bjarga landinu frá gjaldþroti. Í stað hennar mætti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á þessa fundi. Svo fullrar sanngirni sé gætt, þá er erfitt fyrir VG að krefjast þess að Ís- land gangi úr NATÓ enda styður enginn stjórnmálaflokkur sem á full- trúa á Alþingi þá kröfu flokksins. Aft- ur á móti er það hræsni að vera á móti veru Íslands í NATÓ og hernað- arbandalögum og hernaði almennt þegar VG leiðir ríkisstjórn sem leyfir miklar hernaðarframkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, stigmögnun á loftrýmisgæslu og tekur þátt í starfi NATÓ af fullum þunga. Allt á vakt VG Eftir Gunnar Alex- ander Ólafsson Gunnar Alexander Ólafsson » Síðan Katrín Jakobs- dóttir tók við hefur hræsni VG í varnar- málum komið í ljós. Höfundur er heilsuhagfræðingur. gunnaralexander1212@gmail.com Þingvallanefnd hef- ur nú sent frá sér til kynningar endur- skoðaða stefnumörk- un þjóðgarðsins á Þingvöllum, sem er ítarleg að vöxtum og um margt vel unnin. Þó verð ég að segja að mér hafi verið illa brugðið, þegar ég las eftirfarandi setningu á bls. 19 í skýrslunni, sem ég satt að segja hélt fyrst að ætti að vera grín. Þar segir þetta orðrétt. „Starfsemi á vegum einkaaðila innan þjóðgarðsins fellur að skýr- um ramma sem viðheldur náttúru- legu og vistvænu yfirbragði með virðingu fyrir helgi staðarins. Slíkri þjónustu er valinn staður í samræmi við stefnu um land- notkun og almennt í hæfilegri fjar- lægð frá þinghelginni.“ Í miðjum friðlýstum þjóðgarðin- um, sem er á heimsminjaskrá UNESCO er gjáin Silfra. Þar reka sjö fyrirtæki froskköfunarstarf- semi sína. Á árinu 2016 fóru 45.000 manns í gjána, þar af köf- uðu aðeins 7.000, en hinir 38.000 busluðu (snorkluðu) í yfirborðinu. Tekjurnar sem þetta gaf af sér fyrir þessa sjö aðila í afþreyinga- iðnaðinum nam þá einum milljarði króna. Greiðslan sem þjóðgarð- urinn tók fyrir að leyfa þessum að- ilum að riðlast á friðlýstri náttúr- unni og helgi staðarins var kr. 1.000.- á mann. Vegna framangreindra tilvitn- aðra orða úr endurskoðaðri stefnu- mörkun þjóðgarðsins, þá vil ég leyfa mér að spyrja eftirfarandi spurninga, sem ég vænti að for- maður Þingvallanefndar muni sjá sér fært að svara. Fellur froskköfunarstarfsemin sem þessi sjö fyrirtæki reka þarna í gjánni Silfru, „að skýrum ramma sem viðheldur náttúrulegu og vistvænu yfirbragði með virðingu fyrir helgi staðarins“? Er þessi köfunar- starfsemi „í hæfilegri fjarlægð frá þinghelg- inni“, þar sem hún er starfrækt rétt aftan við Þingvallabæinn? Var þessi starfsemi leyfð með einhverjum skilyrðum með verndarmarkmið þjóðgarðsins að leiðarljósi? Ef svo, þá hvernig er þá framkvæmdin hjá þessum sjö fyrirtækjum varðandi það? Var það gert með mútugreiðslu til þjóðgarðsins kr. 1.000.- pr. kafara í formi þjónustugjalds? Er þessi köfunarstarfsemi í samræmi við eða forsenda þess að þjóðgarðurinn eigi í dag heima á heimsminjaskrá UNESCO? Fyrst krafa UNESCO var að öll barrtréin í þjóðgarðinum væru fjarlægð, þar sem þau séu ekki upprunalegur gróður, hvernig kemur það þá heim og saman, að stálmannvirkið (stiginn), sem fest var í gjábarm Silfru brjóti ekki í bága við náttúrulegt umhverfi þjóðgarðsins og helgi staðarins? Teljast froskköfunarbúningar vera í samræmi við klæðnað forn- manna eða síðari tíma manna, sem ástæða er til að hafa til sýnis fyrir gesti Þingvalla? Eins og málum er komið í dag varðandi atvinnureksturinn í Silfru, þá er tvennt í stöðunni, sem verður að velja á milli. Annað hvort eða. Annar möguleikinn er sá, að leyfa þessari afþreyingar- starfsemi að halda áfram og kasta fyrir róða náttúrverndarsjónar- miðum og öllu því sem snertir þinghelgi Þingvalla og því sem þjóðgarðurinn stendur fyrir. Jafn- framt að gæta jafnræðis og leyfa þá öðrum að fénýta sér þjóðgarð- inn með öðrum afþreyingar- möguleikum, þætti gestum stað- arins lítið til náttúru Þingvalla koma einnar og sér og hefðu ekki heldur áhuga á froskköfuninni á staðnum, en vildu heldur aðra af- þreyingarmöguleika. Verði óbreytt ástand áfram, þá ættum við að eiga frumkvæðið að láta taka þjóð- garðinn á Þingvöllum af heims- minjaskrá UNESCO, heldur en að verða fyrir þeirri skömm, að það verði gert að frumkvæði UNESCO. Þjóðgarðurinn á ekki, eins og staðan er í dag, að vera á heimsminjaskránni á fölskum for- sendum eða verið sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Hinn kosturinn er sá að banna alfarið þessa köfunarstarfsemi og halda fast við það sem þjóðgarð- inum er ætlað að standa fyrir, þ.e óspilltri náttúru þar sem friðhelgi staðarins sé virt og höfð í for- grunni. Þetta er eitthvað sem síð- ustu þjóðgarðsverðir virðast ekki hafa áttað sig fyllilega á eða mun- inum á þjóðgarði og skemmtigarði. Ekki var það náttúruverndin, frið- lýsingin eða þinghelgi Þingvalla, sem höfð var að leiðarljósi, þegar köfunarstarfsemin í Silfru var leyfð. Þess í stað var það gert til þess að aðilar í ferðaþjónustu gætu auðgast á kostnað þessa helgasta staðar okkar Íslendinga og því jafnframt fórnað, sem stað- urinn á að standa fyrir vegna auð- hyggjunnar. Að þessi köfunar- starfsemi í Silfru hafi verið leyfð yfirhöfuð er að mínu mati hrein þjóðaskömm, sem þyrfti að stöðva hið fyrsta og koma hinum friðlýsta þjóðgarði í upphaflegt ástand. Afþreyingariðnaður og náttúruvernd Eftir Jónas Haraldsson Jónas Haraldsson » Að þessi köfunar- starfsemi í Silfru hafi verið leyfð yfirhöf- uð er að mínu mati hrein þjóðaskömm. Höfundur er lögfræðingur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.