Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Það er oftast óskiljanlegt hvernig tilviljunum lífs okk- ar er raðað saman. Á 5. áratug síðustu aldar kaupa tveir bræður húsgagnaverslun í Reykjavík á réttum tíma. Margir góðir hönnuðir á sviði húsgagna og innréttinga eru að hasla sér völl og bætast í hóp kollega í hin- um ríkjum Norðurlandanna, vandaðri hönnun kemur fram, unnið er úr betri viðartegundum og nýir markaðir opnast. Íslensk hönnun og smíði verður eftirsótt erlendis. Bræðurnir voru Erling- Erlingur Hallsson ✝ Erlingur Halls-son fæddist 15. mars 1936. Hann lést 27. júlí 2018. Útför Erlings var gerð frá Graf- arvogskirkju 8. ágúst 2018. ur og Aðalsteinn Hallssynir. Verslun þeirra, Híbýlaprýði, stóð í Hallarmúla og gekk vel. Á svipuðum tíma lýkur ungur verk- fræðingur námi við verkfræðiháskóla í München í Þýska- landi og hugsar til heimferðar eftir nokkurra ára störf þar í borg. Hann tekur tilboði um starf sem verklegur fram- kvæmdastjóri byggingafélags í Reykjavík og starfar þar í nokk- ur ár með góðkunningja og vini, Sigurði Jónssyni, fjármálalegum framkvæmdastjóra. Fyrsta hindrunin, sem verk- fræðingurinn rakst á, var að ekki var mikið framboð af húsnæði í Reykjavík, en íbúð fékkst á Sel- tjarnarnesi. Innbú hjónanna tak- markaðist við tvo stóla. Sigurður leiddi verkfræðing- inn í verslunina Híbýlaprýði og kynnti með um það bil þessum orðum: „Þennan mann vantar innbú að öllu leyti í íbúð, sem þau hjón eru að flytja í á Seltjarnar- nesi. Hann á enga peninga, en hann mun greiða skuldir sínar; ég ábyrgist það. Ef þau hjónin velja sér innbú hjá ykkur í dag, getið þið þá ekið því til þeirra inn- an tveggja daga?“ Svarið kom, án frekari spurninga; „Það verður í lagi.“ Sá sem svaraði var Erlingur Hallsson. Þetta voru fyrstu kynni undirritaðs af Erlingi og var kaupunum handsalað. Allt gekk síðan snurðulaust, kaupendum og seljanda til ánægju. Í janúarmánuði síðastliðnum fluttu nefnd hjón í öryggisíbúð Eirar við Fróðengi og þar end- urnýjuðust kynni þeirra, sem að- ild áttu að húsgagnakaupunum 47 árum fyrr, því þar var Erling- ur búsettur. Erlingur var fámáll um þennan höfðinglega greiða, sem hann gerði ungum hjónum og það traust, sem hann sýndi þeim. Erlingur var mikill hafsjór af kunnáttu um íslenska sögu, bæði í nútíð og fortíð. Hann var mikill lestrarhestur og áttum við marga stundina saman þar sem bækur eða at- burðir voru krufðir. Hann sagði mjög skemmtilega frá. Eitt hafði hann fram yfir flesta, sem ég hef rætt við um bækur, skáld og stóratburði. Hann sagði gjarnan eitthvað á þessa leið; „þú verður að lesa þessa bók um Einar Ben svo að þú skiljir hvernig þjóðfélags- ástandið var á þessum tíma og hvernig stjórnmálamenn sóttu visku eða hugmyndir til stór- skáldanna.“ Hann gat lýst bæjum og heilu byggðalögunum á lifandi hátt, þannig að fyrri hugmyndir manns gjörbreyttust og maður sá að auðvitað hafði þetta kvonfang og þessi samruni bæja haft afger- andi áhrif á þróun landshlutans og valddreifingu innan stjórn- málamanna. Þetta var fræðandi auk þess að auðga umræðuna. Ég sendi aðstandendum inni- legustu samúðarkveðjur. Gunnar Torfason. Elsku besta Lína mín. Í dag verða haldnir minninga- tónleikar í Bergen til að minnast 60 ára afmælisdagsins þíns. Ég hefði hringt í þig eins og ég hef gert í mörg ár. Alltaf sagðir þú, takk fyrir það, Ásta mín, og nú er ég búin að ná þér, og svo var hlegið mikið og þú endaðir oft góðan hlátur á „tjútjú“. Því mið- ur get ég ekki hringt í þig í dag né eftirleiðis. Hversu óréttlátt getur lífið verið. Ég fékk að verða sextug en ekki þú. Þú, og allir aðrir, voru alls óvitandi um meinið sem hafði tekið sér bólfestu í þér. Lífið blasti við ykkur Bubba. Sigurlína Jórunn Gunnarsdóttir ✝ Sigurlína Jór-unn Gunn- arsdóttir fæddist 8. ágúst 1958. Hún andaðist 12. maí 2018. Útför hennar fór fram frá Selfoss- kirkju 22. maí 2018. Þið giftuð ykkur í desember síðastlið- inn og ætluðuð að njóta efri áranna saman. Búið í hús- inu ykkar á Sel- fossi. Dvalið í bú- staðnum. Farið á veiðar. Nokkrum vikum seinna varstu kom- in í krabbameins- meðferð. Allt var reynt en engin meðferð virkaði og þú kvaddir þennan heim þann 12 maí. Ég hef vitað það lengi hve rík ég var að eiga þig að sem góða vinkonu og nú er ég svo óend- anlega fátæk að hafa misst þig. Það eru 30 ár frá því ég kynntist þér. Þú heimsóttir Höddu og fjölskyldu í Strandebarm. Þar hittumst við fyrst og þú bauðst mér að koma til Bergen. Seinna flutti ég til Bergen og áttum við fleiri gæðastundir saman. Oft hef ég hugsað til þess hvers vegna við áttum svona vel skap saman. Við vorum líkar að mörgu leyti, rauðhærðar, frekn- óttar, frekar háar í loftinu, klæddumst sömu litunum, mikið af grænum, og áttum oftast rauða bíla. Margoft líka spurðar hvort við værum systur. Líklega er það vegna þess að við vorum jafnaldra, búandi erlendis og fjölskylda og sérstaklega systur voru víðs fjarri í daglega lífinu okkar. Síðar flutti ég til Staf- angurs og þú komst margar ferðir þangað og að lokum flutti ég heim til Ísland og mikið sem ég var glöð er þú gerðir það sama árinu seinna og keyptir þér íbúð í næsta nágrenni við mig. Eins og þú orðaðir það, í rauðvínsfæri og svo var hlegið. Lína var ekkert að stressa sig við að safna veraldlegum hlutum að sér, þó var ein undantekning, hún var veik fyrir rafmagns- tækjum í eldhús. Hún vildi held- ur ferðast. Átti ég nokkrar góð- ar ferðir með Línu og er sérstaklega minnistæð ferðin til Línu frænku hennar til Flórída. Línu þótti vænt um fólk og vann mest við umönnun sérstak- lega þeirra sem minna máttu sín. Lína var jákvæð, hlátur- mild, blíð, traust, gjafmild, róleg og alltaf yfirveguð. Það elskuðu allir Línu sem kynntust henni. Það sést best á því að vinir og fyrrverandi starfsmenn, ásamt Vigdísi ætla að halda minningartónleika til heiðurs Línu í tilefni afmælis hennar sem verða haldnir þann 11 ágúst í Bergen í Noregi. Ég ætla að heiðra þig, elsku Lína mín, með því að fara til Bergen á minningartónleikana og finna svo góðan veitingastað og panta Spaghetti Carbonara með miklum hvítlauk, eins og við gerðum svo oft í gamla daga. Þá alltaf að leita að besta ítalska staðnum í bænum. Það eru margir sem sjá á eftir og syrgja yndislega góða mann- eskju. Sendi ég fjölskyldu og öll- um aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Takk fyrir samveruna og samferðina, elsku besta vin- kona. Þú vinkona mín með þitt fallega hjarta, Ég kveð þig í dag, hugsa um brosið þitt bjarta. Þú gafst mér svo margt sem ég gat ekki sjálf, án þín er ég ég ekki heil heldur hálf. Þú alltaf átt stað í mínu lífi, minni sál. Þú varst mín stoð og mín stytta, þú varst þú. Þú varst þú sjálf. (Ari Már Heimisson) Ástríður Harðardóttir. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Matthildur Bjarnadóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Látin er GRETA JÓNASDÓTTIR, Brúsastöðum, Þingvallasveit. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 14. ágúst klukkan 13. Ragnar L. Jónsson Gerður Kristinsdóttir Guðmundur Ó. Björgvinsson Hrönn Kristinsdóttir Hermann Magnús Sigríðarson Sigfús Kristinsson Hildur Friðþjófsdóttir Birgir Ragnarsson Kristrún Ragnarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ÞORBJÖRG LAXDAL MARINÓSDÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 3. ágúst. Útför fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 17. ágúst klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Halldór Hreinsson Arndís Frederiksen Guðbjörg Hreinsdóttir Juan Guerrero Hildur Sif Hreinsdóttir Svavar Björgvinsson Sigfríður L. Marinósdóttir Grétar L. Marinósson Karl L. Marinósson og barnabörn Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma, systir og mágkona, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Laut 16, Grindavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, fimmtudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 16. ágúst klukkan 14. Opnaður hefur verið styrktarreikningur til stuðnings sona Kristínar. Kt. 260291-2119, 0143-05-10051. Heiðar Már Hilmarsson Heimir Daði Hilmarsson Sara Stefánsdóttir Aron Daði Heimisson Emilía Diljá Heimisdóttir Margrét Guðmundsdóttir Jón Guðmundsson Hermann Þ. Guðmundsson Kristín Edda Ragnarsdóttir Elsku systir mín og frænka okkar, ERLA BJARNADÓTTIR, Borgarholtsbraut 45, Kópavogi andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 26. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Auður Bjarnadóttir Anna Gunnarsdóttir Jón Þór Hjaltason Bjarni Gunnarsson Kristín Björk Hjaltadóttir Gunnar Bergmann Gunnarsson Agla Hreiðarsdóttir Hjartans þökk fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, FILIPPUSAR BJÖRGVINSSONAR, Sólheimum 25, Reykjavík. Sjöfn Árnadóttir Selma Filippusdóttir Björgvin Filippusson Kolbrún J. Gunnarsdóttir og afabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR EINARSSON flugumferðarstjóri, Espigerði 4, Reykjavík, lést laugardaginn 4. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. ágúst klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Una Ásgeirsdóttir María Marta Einarsdóttir Kristín Einarsdóttir Jón Ásgeir Einarsson Sólveig Gyða Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR, sjúkraliða. Þuríður Backman Björn Kristleifsson Jón Rúnar Backman Þóra Elín Guðjónsdóttir ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.