Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 40
G
ísli Viðar Þórisson fædd-
ist á Ólafsfirði 11.8. 1958
og ólst þar upp. Hann
var í Barna- og gagn-
fræðaskóla Ólafs-
fjarðar, lék á althorn í Lúðrasveit
Ólafsfjarðar, æfði og sýndi fimleika á
unglingsárum, tefldi á fyrsta borði
fyrir Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar
fjögur ár í röð og keppti oft á skíðum í
svigi og stórsvigi fyrir Leiftur: „Mað-
ur hafði í nógu að snúast á æsku- og
unglingsárunum. Það voru forrétt-
indi að fá að alast upp við hafgoluna
og ferskt fjallaloftið á Ólafsfirði, enda
hættum við ekki leik þó að gerði
skyndilega snjóbyl.“
Gísli Viðar stundaði nám í hár-
snyrtiiðn við Iðnskólann í Reykjavík,
lauk þaðan sveinsprófi í greininni
1979 og öðlaðist síðan meistararétt-
indi 1981.
Gísli Viðar lærði á Rakarastofunni
Klapparstíg og starfaði þar í nokkur
ár eða til ársins 1984. En árið 1979
starfaði hann á stofu í Osló í hálft ár
og æfði þá með norska landsliðinu í
hárskurði fyrir Norðurlandamót.
Gísli Viðar var með sýnikennslu í
keppnisgreiðslum í Iðnskólanum í
Reykjavík í nokkur ár. Hann opnaði
Hársnyrtistofuna Hárlínuna, á horni
Hverfisgötu og Snorrabrautar, árið
1984, og hefur starfrækt hana þar
síðan.
Gísli Viðar tók þátt í fjölda móta og
Gísli Viðar Þórisson hársnyrtir – 60 ára
Gömul fjölskyldumynd Gísli Viðar og Guðný Ólöf með börnunum, Kolbrúnu, Hrafnhildi og Gísla Viðari yngri.
Margfaldur meistari og
þúsund þjala smiður
Smá Presley-bylgja Gisli Viðar á Norðurlandamóti í hársnyrtingu.
40 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Friðjón Kristján Þórarinsson bóndi verður sextugur á morgun,sunnudag. Hann er ánægður með áfangann. „Ég held að þaðséu forréttindi að ná sextugsaldri svona að mestu án áfalla,“
segir hann. „Ég hef eiginlega aldrei haldið upp á afmælið að neinu
ráði en ætla að gera það núna.“ Friðjón ætlar að halda veislu fyrir vini
og vandamenn í félagsheimilinu Tungubúð í sveitinni.
Friðjón er fæddur og uppalinn á Straumi í Hróarstungu. Hann var í
barnaskóla þar nærri og í Eiðaskólum í tvö ár, sem eru nú í eyði. Svo
tók skóli lífsins við, að hans sögn. Hann stundaði skólaakstur, keyrði
vörubíla og var mikið í byggingarvinnu. Frá því 1981 hefur hann ver-
ið bóndi á Flúðum á Fljótsdalshéraði, fáeinum bæjarleiðum frá heima-
slóðum hans. Hann og eiginkona hans tóku við jörðinni frá foreldrum
hennar. Þau eru með sauðfé og garðarækt og voru með svín um
tveggja áratuga skeið en hættu því fyrir löngu síðan.
Eiginkona Friðjóns er Anna Bragadóttir, f. 1960. Saman eiga þau
þrjú börn og fjögur barnabörn. Þau eru Tómas Bragi, f. 1982, smiður
og byggingarverktaki á Egilsstöðum, giftur Berglín Sjöfn, þau eiga
þrjú börn, Hólmar Snæ, Friðjón Braga og Melkorku Myrru, Þórarna
Gró, f. 1986, rekstrarstjóri hjá HSA og ferðaþjónustubóndi á Flúðum,
í sambúð með Stefáni Erni Jónssyni, þau eiga Álfheiði Önnu, Hólm-
fríður Dagný, f. 1992, fréttamaður hjá RÚV, í sambúð með Arnari Þór
Ingólfssyni, blaðamanni á Morgunblaðinu.
Úr Hróarstungu Friðjón í fjörutíu ára gamalli fótboltatreyju Hróars.
Hefur rekið bú í
næstum fjörutíu ár
Friðjón K. Þórarinsson er sextugur á morgun
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.