Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal
Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga 10-17
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 18.7 - 16.12.2018
Sýningin Lífsblómið fjallar um Ísland sem fullvalda ríki. Hún fjallar um það hversu dýrmætt en um
leið viðkvæmt fullveldið er. Að sýningunni standa Listasafn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar
og Þjóðskjalasafn Íslands. Handrit, skjöl og myndlistaverk frá þessum stofnunum mynda
kjarnann í sýningunni, og eru verk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar til sýnis.
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SUMARTÓNLEIKAR Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
14.8.2018 - kl. 20:30 - 21:30
Soren Bodker Madsen gítarleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari flytja sónötur.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Átta fjöll er einstök sagatveggja vina sem velja sérólíkar leiðir í lífinu eftir aðhafa að hluta til alist upp
saman við rætur fjalla Norður-Ítalíu.
Sagan segir frá borgarbarninu Pietro,
sem ásamt fjölskyldu sinni flýr stór-
borgarlífið í Mílanó á hverju sumri til
þess að búa við rætur
fjallsins sem heima-
menn kalla Grenon.
Þar kynnist Pietro
kúahirðinum Bruno
sem hefur hlotið allt
annarskonar uppeldi.
Með þeim hefst fljót-
lega vinátta sem að-
allega byggist á ósvalandi könnunar-
þörf þeirra beggja.
Þannig líða árin. Pietro kemur og
fer en Bruno er ávallt á sínum stað.
Vináttan tveggja drengja verður vin-
átta tveggja karlmanna, en þeir sýna
trygglyndi sitt ekki í orðum, heldur
með gjörðum. Stór hluti sögunnar fer
í lýsingar á göngum Pietros, Brunos
og föður Pietros, sem einnig fær ansi
stórt hlutverk í sögunni. Faðir Pietros
virðist aldrei vera hann sjálfur nema
þegar hann gengur á fjöll og á Pietro
mjög flókið en á sama tíma fallegt
samband við hann. Slíkar eru lýsing-
arnar á fjallgöngunum að sá sem nýt-
ur sögunnar gæti eins verið á staðn-
um. Að minnsta kosti óskar hann sér
að upplifa slíkar stundir sem lýst er.
Átta fjöll er einstaklega vel skrifuð
saga. Öllu er lýst með eins konar yfir-
vegun sem veitir löngun til að svelgja
í sig söguþráðinn sem teygir rólega
úr sér og veldur því að erfitt er að
leggja bókina frá sér. Á sama tíma er
eitthvað sem fær lesandann til að
hægja á sér og drekka innihaldið í sig
eins og góðan, heitan tebolla, og jafn-
vel vilja spara það. Engin er furðan á
því að bókin hafi verið þýdd á yfir 30
tungumál, enda snilldarlega skrifuð
og eflaust ennþá betri á móðurmál-
inu, ítölskunni.
Löngun „Öllu er lýst með eins konar yfirvegun sem veitir löngun til að
svelgja í sig söguþráðinn sem teygir rólega úr sér,“ segir um bók Cognetti.
Vinátta tveggja drengja
Skáldsaga
Átta fjöll bbbbb
Eftir Paolo Cognetti.
Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi.
Forlagið gefur út, 2018. Kilja, 233 bls.
ÞORGERÐUR ANNA
GUNNARSDÓTTIR
BÆKUR
Bandaríska tónlistarmanninum
Kanye West varð orða vant þegar
sjónvarpsþáttastjórnandinn Jimmy
Kimmel spurði hann um stuðning
tónlistarmannsins við Donald
Trump Bandaríkjaforseta. West er
annars þekktur fyrir að hafa munn-
inn fyrir neðan nefið. Kimmel
spurði West hvers vegna hann héldi
að Bandaríkjaforseta væri umhug-
að um þeldökkt fólk eða „hvaða
fólk sem væri“. Með orðalagi sínu
vísaði Kimmel í þau ummæli West
um George W. Bush Bandaríkja-
forseta að honum „stæði á sama um
þeldökkt fólk“. West íhugaði þögull
spurningu Kimmel svo lengi að á
endanum lagði þáttastjórnandinn
til að gert yrði auglýsingahlé.
West hefur áður kallað Trump
„bróður“ sinn og sagt að þeir deili
sömu „drekaorku“. Frægt er þegar
West studdi Trump opinberlega
þegar sá síðarnefndi bauð sig fram
til forseta. Þegar West var í viðtal-
inu inntur eftir því hvers vegna
hann hefði kosið að styðja Trump
sagðist hann ekki hafa viljað láta
undan þrýstingi og taka fyrir-
sjáanlega ákvörðun. „Sem tónlist-
armaður af afrískum ættum … allir
í kringum mig voru að reyna að
velja forsetaframbjóðanda fyrir
mig,“ sagði West og gaf í skyn að
reiknað væri með því að allt „þel-
dökkt fólk styddi sjálfkrafa demó-
krata“ og bætti við að hann nyti
þess þegar fólk væri honum reitt.
AFP
Þögull Kanye West er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið.
Kjaftstopp rappari
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Kvikmyndin Andið eðlilega í leik-
stjórn Ísoldar Uggadóttur hlaut ný-
verið Roger Ebert-verðlaunin fyrir
bestu frumraun leikstjóra á Tra-
verse City-kvikmyndahátíðinni,
sem haldin er í Michigan í Banda-
ríkjunum. Hlaut Andið eðlilega, eða
And Breathe Normally eins og hún
nefnist á ensku, verðlaunin í flokki
leikinna kvikmynda.
Verðlaunin eru kennd við hinn
virta kvikmyndagagnrýnanda
Roger Ebert. Stofnandi kvik-
myndahátíðarinnar Traverse City
er bandaríski kvikmyndagerðar-
maðurinn og aðgerðasinninn Mich-
ael Moore. Í upphafi ársins hlaut
Ísold verðlaun á kvikmyndahátíð-
inni Sundance í Park City í Utah.
Ísold var þá valin besti leikstjórinn
af þeim sem eiga kvikmynd í alþjóð-
legum flokki, þ.e. flokki kvikmynda
frá öðrum löndum en Bandaríkj-
unum.
Viðurkenningin kom á óvart
Ísold Uggadóttir, leikstjóri kvik-
myndarinnar Andið eðlilega, segir í
samtali við Morgunblaðið að verð-
launin hafi komið henni á óvart.
„Það kom mér einnig skemmtilega
á óvart hvað Michael Moore var
mikill þátttakandi á hátíðinni,
þ.e.a.s. að hann veitti sjálfur verð-
launin og var í raun allt í öllu,“ segir
Ísold.
„Þetta var afar hrífandi og falleg
hátíð við Michiganvatn þar sem
áhersla er lögð á kvikmyndir sem
hafa ríka þýðingu og eru t.d. af póli-
tískum eða samfélagslegum toga.
Þannig að það var einfaldlega mjög
gaman að taka þátt,“ segir Ísold um
kvikmyndahátíðina.
Stemning hjá íbúum Michigan
Íbúar Traverse City í Michigan,
þar sem kvikmyndahátíðin er hald-
in, eru virkir þátttakendur á hátíð-
inni að sögn Ísoldar, en íbúafjöldi
borgarinnar er um 15 þúsund.
„Michael Moore tekst ekki einungis
að fá frábærar kvikmyndir og frá-
bæra leikstjóra á staðinn, heldur
tekst honum líka að virkja bæjar-
búa Traverse City afskaplega vel.
Það var mikil stemning í kringum
hátíðina og bærinn er eiginlega
undirlagður hátíðinni þar sem allir
taka þátt,“ segir Ísold. Hátíðin hef-
ur farið fram frá árinu 2005.
Kvikmyndin er enn sýnd hér-
lendis í Bíó Paradís og í komandi
viku verður hún tekin til almennra
sýninga í bíóhúsum um alla Svíþjóð.
Auk þess er hún sýnd á kvikmynda-
hátíðum víðsvegar um heiminn, t.d.
í Ástralíu, Póllandi og Ísrael. „Þær
Kristín Þóra Haraldsdóttir og
Babetida Sadjo, aðalleikkonur
myndarinnar, mættu fyrir okkar
hönd til Slóvakíu fyrr í sumar, svo
fór ég þegar myndin var sýnd á
Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í
Tékklandi,“ segir Ísold.
Er á leið til Færeyja
Í komandi viku fer Ísold til Sví-
þjóðar vegna frumsýningar á Andið
eðlilega þar í landi og þá liggur leið-
in einnig til Haugesund í Noregi á
alþjóðlega kvikmyndahátíð seinna í
mánuðinum. Einna spenntust segist
Ísold vera fyrir kvikmyndahátíð í
Færeyjum, en þangað hefur hún
ekki komið áður, næstu mánaðamót
þar sem Andið eðlilega verður sýnd.
Ferðalag til Íraks í október
„Áhugaverðasta boð á kvik-
myndahátíð, sem hefur komið,
hingað til allavega, er boð til Íraks,
nánar tiltekið til sjálfstjórnarhér-
aðs Kúrda, í október. Það verður
saga að segja frá því,“ segir Ísold
um væntanlegt ferðalag kvikmynd-
arinnar. Um er að ræða alþjóðlega
kvikmyndahátíð í borginni Duhok í
sjálfstjórnarhéraði Kúrda, sem er í
norðurhluta Íraks.
Og stefnir þú þangað?
„Já, ég kunni ekki við annað en
að þiggja boðið, enda sennilega eina
skiptið sem ég mun eiga erindi á
þær slóðir. Þannig að ég verð stödd
í Kúrdistan seinni hluta október,“
segir Ísold Uggadóttir að lokum.
Verðlaun fyrir bestu
frumraun leikstjóra
Leikstjórar Ísold Uggadóttir ásamt Michael Moore á Traverse City kvik-
myndahátíðinni í Michigan í Bandaríkjunum. Moore er frá Michigan.
Andið eðlilega verðlaunuð á kvikmyndahátíð í Michigan