Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 52
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 223. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Eftirsóttustu einhleypu konur …
2. Dróni í veg fyrir þyrlu í Reykjavík
3. Komnar aftur til Bandaríkjanna
4. „Eric elskaði lögregluna“
Strákarnir í Pollapönki flytja sam-
ansafn af sínum bestu smellum á
stofutónleikum Gljúfrasteins á morg-
un, sunnudag, kl. 16. Miðar eru seldir
í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs.
Morgunblaðið/Golli
Pollapönk á stofu-
tónleikum á morgun
Í tilefni af 40
ára afmæli Sam-
takanna ’78 verð-
ur næsta vetur
boðið upp á hin-
segin vegvísi um
grunnsýningu
Þjóðminjasafns
Íslands til að sýna
m.a. hvernig hug-
myndir um kyn og kynhneigð taka á
sig ýmsar myndir á ólíkum tímum. Á
morgun kl. 13 er verkefnið kynnt og
fulltrúar þess leiða gesti í gegnum
sýninguna. Aðgangur er ókeypis.
Regnbogaþráður á
Þjóðminjasafninu
Þættir úr náttúrusögu óeirðar
nefnist sýning sem Unnar Örn opnar í
Úthverfu á Ísafirði í dag kl. 16. Sýn-
ingin markar endalok vettvangs-
athugunar Unnars Arnar á sögu
óeirðar hér á landi þar sem hann hef-
ur kannað hvernig
óeirð birtist í sam-
eiginlegu minni
þjóðarinnar með
margvíslegum
hætti. Sýningin
stendur til 9. sept-
ember og er opin eft-
ir samkomulagi.
Unnar Örn sýnir í
Úthverfu á Ísafirði
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða suðaustan 3-10 m/s, 10-15 syðst. Rigning öðru hvoru suð-
vestan til, en annars bjart með köflum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.
Á sunnudag Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast við suðurströndina. Rigning eða súld víða
syðra, annars bjart með köflum, en þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 10 til
18 stig, hlýjast nyrðra. Á mánudag Austlæg átt, víða 3-10 m/s og skýjað með köflum, en
10-13 og sums staðar væta við suðurströndina. Stöku skúrir inn til landsins.
Topplið Breiðabliks mátti sætta sig
við 1:1-jafntefli á Hásteinsvelli í gær-
kvöldi þegar liðið sótti ÍBV heim í 13.
umferð Pepsi-deildar kvenna í knatt-
spyrnu. Breiðablik er áfram á toppn-
um, með tveggja stiga forskot á
meistara Þórs/KA. Valur og Stjarnan
komust bæði nær efstu sætunum
með naumum sigrum í sínum leikj-
um. »2 og 3
Toppliðið varð af stigum
í Vestmannaeyjum
Íslandsmeistarar Þórs/KA
unnu Wexford frá Írlandi af
öryggi, 3:0, í Belfast í gær
þar sem fram fer einn tíu
undanriðla í Meistaradeild
Evrópu í knattspyrnu
kvenna. Þar með eru Ak-
ureyringar á leið í úrslita-
leik við Ajax frá Hollandi á
mánudaginn. Þeir þurfa á
sigri að halda í þeim leik
til þess að tryggja sér
efsta sæti riðilsins. »4
Þór/KA í úrslita-
leik gegn Ajax
„Ég er bara vikilega spenntur fyrir
tímabilinu og að fá nýja sýn á hlut-
ina,“ segir landsliðs-
maðurinn Rúnar Alex
Rúnarsson í viðtali
við Morgunblaðið en
tímabilið hjá hon-
um og félögum
hans í Dijon
fer af stað í
dag þegar
liðið mætir
Montpellier
í frönsku 1.
deildinni í knatt-
spyrnu. »1
Spenntur fyrir
frumraun í Frakklandi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég féll svo illa fyrir flamenco að
ekki var annað að gera en að flytja
til Spánar. Í þessari tónlist kristall-
ast allt sem ég hef verið að læra og
gera í tónlist hingað til,“ segir
Reynir Hauksson gítarleikari sem
stendur ásamt félögum sínum fyrir
nokkrum flamenco-sýningum hér á
landi.
Reynir lærði klassískan gítarleik
í tónlistarskóla FÍH og einnig á
rafgítar. Hann komst í kynni við
flamenco í Noregi, af öllum stöðum!
Hann fór að leggja flamenco fyrir
sig fyrir tveimur árum og flutti til
Granada í Andalúsíuhéraði þar sem
hjarta flamenco-tónlistarinnar slær.
„Mér leið eins og mér hafi alltaf
líkað við flamenco þótt ég hafi ekki
þekkt tónlistina og fannst eins og
öll mín tónlistarástundun hafi leitt
mig þangað,“ segir Reynir.
Flókinn dans
Þau eru fjögur í sýningunni.
Tveir félagar Reynis koma frá
Spáni, Jacób de Carmen söngvari
og Julian Fernández gítarleikari.
Jade Alejandra er flamenco-
dansarinn. Hún er ættuð frá
Mexíkó og kom hingað til lands
fyrir þremur árum til að stunda
framhaldsnám í tónlist við Listahá-
skóla Íslands og kennir nú fla-
menco-dans í Kramhúsinu. Alej-
andra segir að flamenco sé flókinn
og erfiður dans. Þess vegna staldri
sumir nemendur stutt við en núna
sé hún með tólf áhugasama og dug-
lega nemendur.
Alejandra segir að Íslendingar
kunni að meta flamenco. Reynir
bætir því við að landinn hafi aðra
nálgun á þessa tónlistarstefnu en
fólk sem alist hafi upp með suð-
rænni tónlist. Þetta sé framandi
veröld fyrir okkur. „Fólk þarf að
aðlagast henni.“ Reynir veit hvað
hann syngur því hann hefur farið
víða um land í sumar með einleiks-
tónleika og eingöngu leikið flam-
enco-tónlist. Hann lék þar þekkt
stykki og jafnframt eigin tónsmíðar
og reyndi að útskýra fyrir gestum
út á hvað flamenco gengur.
Fyrsta flamenco-sýningin verður
í Tjarnarbíói í Reykjavík næstkom-
andi miðvikudag, 15. ágúst, næst í
Gamla kaupfélaginu á Akranesi 16.
ágúst, Hofi á Akureyri 17. ágúst og
endað verður í Hjálmakletti í Borg-
arnesi laugardaginn 18. ágúst.
Elti drauminn til Spánar
Íslendingur,
Mexíkói og
Spánverjar sýna
flamenco
Morgunblaðið/Hari
Æfing Reynir Hauksson og Jade Alejandra æfa atriði fyrir flamenco-sýningarnar í næstu viku. Tveir félagar þeirra
eru væntanlegir frá Spáni. Þau æfa í Kramhúsinu þar sem Alejandra kennir flamenco-dans.
Flamenco varð til við samruna
ólíkra menningarstrauma á Suður-
Spáni, aðallega í Andalúsíu, og
hefur verið að þróast þar í rúmar
tvær aldir. Þetta er tónlistarstefna
með yfir 50 stílum og nær yfir
söng, dans, gítarleik og klapp af
ýmsu tagi.
Reynir Hauksson er að þróa gít-
arleik sinn í Granada og vinnur
einnig við að semja og flytja fla-
menco-tónlist. Hann tekur undir
þau orð að samkeppnin sé mikil
enda margir góðir tónlistarmenn í
borginni og héraðinu. Segir Reynir
að sér hafi verið vel tekið. Hann
skeri sig úr sem útlendingur og
mörgum finnst það fyndið eða
áhugavert að hann skuli vera að
leika tónlistina þeirra.
Samruni menningarstrauma
HJARTA FLAMENCO SLÆR Í ANDALÚSÍU