Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
h
ð
595 1000
Verð frá
126.595
ð
b
á
f
i
. MALTA
Ath
.a
ðv
eer
ðg
etu
rb
re
yst
án
fyr
irv
ar
a
17. APRÍL 5 NÆTUR
PÁSKAFERÐ
Verð frá
124.995
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Hækkana er ekki að vænta
Hátt í 60 stjórnendur Reykjavíkurborgar heyra undir kjaranefnd borgarinnar
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
„Það hefur engin almenn ákvörðun
um launabreytingar verið tekin af
kjaranefnd frá því í september 2017.
Það hafa verið teknar ákvarðanir í
einstaka málum, sem embættismenn
hafa þá verið búnir að bera undir
ráðið, en engin almenn ákvörðun um
launahækkanir hefur verið tekin frá
þeim tíma,“ segir Inga Björg Hjalta-
dóttir, formaður kjaranefndar
Reykjavíkurborgar, um hvenær
nefndin hafi síðast tekið ákvörðun
um launahækkanir þeirra embættis-
manna sem undir hana heyra. Alls
heyra 58 embættismenn Reykjavík-
urborgar undir kjaranefnd, sam-
kvæmt svörum frá borgaryfirvöld-
um við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Viðbótareiningar til skoðunar
Aðspurð hvort einhverjar ákvarð-
anir um launahækkanir séu væntan-
legar hjá kjaranefnd segir Inga:
„Nefndin hefur tilkynnt þeim sem
heyra undir hana að verið sé að
skoða viðbótareiningar og hvernig
þær eru ákvarðaðar hjá þeim sem
undir ráðið heyra. En að öðru leyti
hefur ekki verið tilkynnt neitt slíkt."
Kjaranefnd borgarinnar tók laun
embættismanna til skoðunar árið
2017 með tilliti til almennrar ákvörð-
unar kjararáðs ríkisins frá 9. júní
2016 um 7,15% launahækkun þeirra
sem undir ráð heyra frá og með 1.
júní 2016. Var sú hækkun látin ná til
stjórnenda Reykjavíkurborgar, sem
heyra undir kjaranefnd, frá sama
tíma, segir í ákvörðun kjaranefndar
borgarinnar nr. 1/2017 við fyrir-
spurn Morgunblaðsins um kjaramál
borgarinnar.
Í verklagsreglum kjaranefndar
Reykjavíkurborgar segir að nefndin
skuli fylgjast með ákvörðunum kjar-
aráðs ríkisins varðandi þau embætti
sem höfð eru til viðmiðunar við
ákvörðun kjara embættismanna
Reykjavíkurborgar og tryggja að
embættismenn borgarinnar njóti
sambærilegra hækkana og embætt-
ismenn ríkisins.
Samþykkt var á Alþingi í júní að
leggja niður kjararáð og aðspurð
hvernig kjaranefnd borgarinnar
bregst við þeirri breytingu segir
Inga: „Nefndin vinnur samkvæmt
þeim reglum sem borgin hefur sett
henni og það er eitthvað sem við ger-
um ráð fyrir að sé til skoðunar á hin-
um pólitíska vettvangi.“
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bæjarstjórarnir Aldís Hafsteins-
dóttir í Hveragerði og Gunnar Ein-
arsson í Garðabæ eru oftast nefnd
meðal sveitarstjórnarfólks sem nýr
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga. Landsþing þess verður
haldið á Akureyri dagana 26.-28.
september næstkomandi. Halldór
Halldórsson, fyrrverandi borgar-
fulltrúi og áður bæjarstjóri Ísafjarð-
arbæjar, sem hefur gegnt for-
mennsku síðastliðin tólf ár lætur af
embætti nú, enda hættur afskiptum
af sveitarstjórnarmálum.
Uppstillingarnefnd mun á þinginu
gera tillögu um formann, en strangt
til tekið eru allir sem landsþing sitja
í framboði. Þegar að kosningum á
þinginu kemur er fyrst kosið um for-
mann og að því loknu tíu aðrir í
stjórn sem uppstillingarnefndin ger-
ir tillögu um. Þar er haft að leiðar-
ljósi að jafnvægi sé í stjórn með tilliti
til stjórnmálaflokka, landshluta og
kynja. Er viðmiðið að hvert kjör-
dæmi eigi tvo fulltrúa í stjórn og
höfuðborgin þrjá.
„Ég hef fengið hvatningu víða frá
að undanförnu og er að velta þessu
alvarlega fyrir mér. Það er líka gott
til þess að vita að aðrir treysti mér í
þetta embætti. Ég hef setið í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga í
nokkur ár og verið í bæjarstjóri í tólf
ár og tel mig því þekkja viðfangs-
efnin á sveitarstjórnarstiginu. Einn-
ig heyri ég að ýmsum finnst kominn
tími til að kona gegni formennsku,“
sagði Aldís Hafsteinsdóttir í samtali
við Morgunblaðið.
„Ég er opinn fyrir formennskunni
en hvern kjörnefnd gerir svo tillögu
um er bara niðurstaða sem ég tek
hver sem hún verður,“ sagði Gunnar
Einarsson.
„Það hafa ýmsir komið að máli við
mig og hvatt mig í þessu efni. Ég hef
verið í stjórn sambandsins síðastlið-
in í tólf ár og þekki viðfangsefni þess
vel. Ég er áfram um að styrkja
sveitarfélögin í samskiptum við ríkið
þar sem þau hafa í ýmsu tilliti farið
halloka síðustu árin. Einnig er mik-
ilvægt að brúa meinta gjá sem hefur
verið milli landsbyggðar og höfuð-
borgarsvæðisins. Ég lít ekki á for-
mennsku út frá kynjasjónarmiðum,
heldur fyrst og síðast þarf nýr for-
maður að styrkja stöðu sveitarfélag-
anna gagnvart ríkinu.“
Tvö formannsefni nefnd
Nýr formaður Sambands ísl. sveitarfélaga kosinn í haust
Aldís
Hafsteinsdóttir
Gunnar
Einarsson
„Sjórinn bókstaflega kraumaði og
þetta var mikið sjónarspil,“ segir
Alfons Finnsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins á Snæfellsnesi. Um
70 grindhvalir, bæði fullorðin dýr og
kálfar, voru í gær í innsiglingunni í
Rifshöfn á Snæfelsnesi og svömluðu
þar í fjórar til fimm klukkustundir.
Tóku svo við sér og syntu á haf út
þegar liðsmenn björgunarsveitar-
innar Lífsbjargar fóru á bátum út og
stugguðu við vöðunni. Kunnugir
segja þetta ekki sömu hvali og fóru
inn í Kolgrafafjörð, sem er nokkru
innar á Nesinu um síðustu helgi,
enda voru engir kálfar þar á meðal.
Elta smokkfisk
Edda Elísabet Magnúsdóttir sjáv-
arlíffræðingur segir að hvalirnir séu
ef til vill að elta smokkfisk. Þá bend-
ir Alfons Finnsson á að mikið sé um
makríl á svæðinu sem gæti hafa
lokkað til sín hjörðina. Ennfremur
er sagt ekki útilokað að hvalirnir séu
í vanda því þeir séu djúpsjávardýr.
Á þessu svæði sé stutt í djúpið en
fari hvalirnir inn á grynningar geti
þeir lent í erfiðleikum.
Hvalavaða
kraumaði
Rif Hamagangur í hafnarmynninu.
70 dýr í Rifshöfn
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Fram eftir viku verður rólegur vind-
ur á landinu öllu og veður að miklu
leyti svipað út vikuna. Víða verða
skúrir og svalt miðað við ágústmán-
uð samkvæmt veðurspá Veðurstof-
unnar, en hitatölur verða á bilinu 8-
14 stig. Lítið mun sjást til sólar og
þá aðallega gegnum glufur á skýj-
um, en mestan part verður skýjað
með köflum.
Í byrjun vikunnar verður vindur
suðlægur og verður þá öllu þurrara
á Norður- og Austurlandi. Síðari
hluta vikunnar, á fimmtudegi og
föstudegi, verður norðanátt og þá
verður þurrara sunnanlands.
Hægur vindur
í vikunni
Húmdökk ágústnóttin fékk annan svip og him-
inninn glitraði í flugeldasýningunni sem venju
samkvæmt var lokaatriði Menningarnætur í
Reykjavík á laugardagskvöld. Margir komu sér
fyrir við styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arn-
arhóli þaðan sem sást vel yfir. Tugir þúsunda
sóttu í fjörið á fjölbreyttum viðburðum Menning-
arnætur sem gekk í öllum atriðum vel fyrir sig,
enda veðrið eins og best gat orðið.
Ágústnóttin og Ingólfur Arnarson
Morgunblaðið/Hari
Fjölbreytni, fjör og flugeldasýning