Morgunblaðið - 20.08.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.
595 1000
BENIDORM 60+
Frá kr.
124.995
9. SEPTEMBER
11 NÆTUR
Frá kr.
139.995
6. SEPTEMBER
14 NÆTUR
.A
th.
að
ve
MEÐ BIRGITTE BENGTSON
Á HÓTEL MELIA BENIDORM ****
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Það er gott að niðurstaða sé komin
í málið. Það var búið að bíða lengi
eftir þessu og það er ánægjulegt að
niðurstaðan sé svona afgerandi. Það
gerir það að verkum að það þarf
ekki að velkjast í vafa um þetta leng-
ur,“ segir Leó Árnason, fram-
kvæmdastjóri Sigtúns þróunar-
félags, sem hefja mun framkvæmdir
við byggingu nýs miðbæjar á Sel-
fossi í september.
Kosið var um deili- og aðalskipu-
lag vegna miðbæjarins í íbúakosn-
ingu í Árborg á laugardag og voru
58,5% hlynntir nýju aðalskipulagi og
39,1% andvígir.
Hristi samfélagið saman
„Það vilja allir íbúar nýjan miðbæ,
en við verðum aldrei sammála um
það nákvæmlega hvernig hann á að
vera. Þetta er skýr niðurstaða og ég
á von á því að þetta hristi samfélagið
saman og að við fáum nú miðbæinn
sem allir hafa beðið eftir,“ segir Leó.
Áform Sigtúns gera ráð fyrir
byggingu um 30 húsa sem byggð
verða í tveimur áföngum. Húsin eiga
það sammerkt að hafa horfið af sjón-
arsviðinu, verið rifin eða brunnið og
verða þau endurbyggð í miðbænum.
Sigtún þróunarfélag hefur samið
við Borgarverk um jarðvinnu og JÁ-
VERK um byggingaframkvæmdir.
„Næsta skref er að sækja um
framkvæmdaleyfi og í framhaldinu
munum við hefjast handa. Fyrsta
skóflustunga verður í lok septem-
ber,“ segir Leó. Aðspurður segir
hann að þrátt fyrir að ekki hafi verið
kosið um húsform í íbúakosning-
unni, verði byggt í þeim stíl sem Sig-
tún hafi kynnt. „Í samningi milli
þróunarfélagsins og sveitarfélagsins
er kveðið á um að okkur sé skylt að
byggja í þessum stíl. Um leið og
deiliskipulagið verður samþykkt, þá
tekur þessi samningur gildi,“ segir
hann.
Ráðgert er að fyrsti áfangi verði
tekinn í notkun um páska árið 2020
og seint á næsta ári hefjast fram-
kvæmdir við síðari áfanga. Áætlað
er að framkvæmdunum verði að
fullu lokið árið 2021. Stærsta ein-
staka framkvæmdin í fyrri áfanga er
mathöll og skyrsetur Mjólkursam-
sölunnar í endurbyggðu Mjólkurbúi
Flóamanna.
Boltinn er nú hjá Sigtúni
Helgi S. Haraldsson, forseti bæj-
arstjórnar Árborgar, lýsti yfir
ánægju með góða kjörsókn í samtali
við mbl.is í gær. „Síðan liggur það
bara fyrir hvað íbúarnir vilja, að
samþykkja þetta skipulag. Þetta fer
nú áfram í lokaferli svo viðkomandi
aðilar geti hafið framkvæmdir,“
sagði hann.
Skiptar skoðanir voru meðal íbúa
um hinn nýja miðbæ og einnig voru
skiptar skoðanir í bæjarstjórn.
„Það voru ekki allir bæjarfulltrú-
ar meðmæltir þessu verkefni. Þegar
málið var afgreitt á sínum tíma var
það ekki gert með atkvæðum allra
bæjarfulltrúa. Það var meirihluti
bæjarstjórnar sem samþykkti þetta
skipulag í febrúar,“ sagði Helgi.
„Í framhaldi af því kom svo þessi
undirskriftasöfnun með ósk um
íbúakosningu sem var svo sam-
þykkt í maí. Núverandi meirihluti
bæjarstjórnar gaf það svo út fyrir
kosningarnar að ef 29% tækju þátt
yrði niðurstaðan bindandi. Í raun
og veru hefur bæjarstjórn ekki
meira um þetta að segja, við gáfum
boltann til íbúanna að ákveða þetta.
Það eina sem bæjarstjórn gerir
núna er að klára lögformlegu hlið-
ina á þessu og svo geta fram-
kvæmdaaðilar hafist handa,“ sagði
hann.
Að því er fram kemur í áætlunum
er m.a. ráðgert að í nýjum miðbæ
Selfoss verði starfrækt verði mat-
höll, söfn, verslanir, skrifstofur,
skemmtistaðir, brugghús, tónleika-
salir, krár og upplýsingamiðstöð. Í
sumum húsanna verði einnig íbúðir.
Hefjast handa strax í næsta mánuði
Vinna við miðbæ á Selfossi hefst í september Ánægja með afgerandi niðurstöðu í íbúakosningu
Miðbær Ráðgert er að fjölbreytt starfsemi verði í 30 húsum sem rísa í nýj-
um miðbæ á Selfossi. Fyrsti áfangi verður tekinn í notkun um páska 2020.
Ljósmynd/Sigtún
„Þetta er mikilvægt verkefni. Að-
staða iðkenda í knattspyrnu hefur
verið mjög bágborin yfir vetr-
armánuðina,“ segir Viðar Hall-
dórsson, formaður Fimleikafélags
Hafnarfjarðar, FH, sem í gær tók
fyrstu skóflustunguna að nýju
knatthúsi félagsins ásamt hópi
barna og unglinga úr yngri flokk-
um félagsins í knattspyrnu.
Knatthúsið er þriðja knatt-
spyrnuhúsið í Kaplakrika, fé-
lagssvæði FH, og það langstærsta.
Það er byggt fyrir fjármuni sem fé-
lagið fær með því að Hafnarfjarð-
arbær kaupir íþróttahús á svæðinu.
Það mál veldur deilum í bæj-
arstjórninni.
Löglegur knattspyrnuvöllur
rúmast í húsinu sem byggt verður á
hluta æfingasvæðis knattspyrn-
unnar. Viðar segir að félagið sé far-
ið að huga að framkvæmdum og
sjái fram á að geta gert þetta á hag-
kvæman hátt. Stefnt er að því að
húsið verði tekið í notkun næsta
vor. Morgunblaðið/Valli
Iðkendur
hófu fram-
kvæmdir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru
á Norðurlandi í haust. Lítil uppskera
verður á Suðurlandi nema gott veður
og frostlaust verði fram eftir hausti.
„Það eru ágætis horfur á Eyja-
fjarðarsvæðinu. Sæmilegar í Horna-
firði en mismunandi annars staðar,“
segir Bergvin Jóhannsson á Áshóli í
Grýtubakkahreppi, formaður
Landssambands kartöflubænda.
Bergvin telur að uppskeran í
Eyjafirði verði vel í meðallagi en tek-
ur fram að næstu tvær viku ráði
miklu um niðurstöðuna. Ástæðan
fyrir góðri uppskeru á Norðurlandi
er gott veður í sumar. Hægt var að
setja útsæðið niður snemma. Að vísu
var maí frekar kaldur og hægði á
sprettu. „Uppskeran væri enn betri
ef sólar hefði notið meira við og þá
væru menn byrjaðir að taka upp
kartöflur og koma í hús, til að geyma
til vetrarins,“ segir Bergvin.
Töluvert er síðan kartöflubændur
byrjuðu almennt að taka upp kart-
öflur til að setja nýjar á markað,
fyrst fljótsprottnu afbrigðin.
Kartöflugarðar í Þykkvabæ fóru
illa í rigningum í vor, sérstaklega í
úrhellinu um og í kringum kosninga-
helgina. „Það fór allt á flot, kartöflu-
grös drukknuðu í einhverjum görð-
um og skemmdust að hluta í öðrum,“
segir Óskar Kristinsson, kartöflu-
bóndi í Þykkvabæ. Hann segir að
sumir bændur hafi þá verið búnir að
setja niður í um eða meira en helm-
ing garða sinna og hafi farið illa út úr
bleytunni.
Hætta á næturfrostum
Eftir mikið rigninga- og sólarleys-
issumar hefur ágústmánuður verið
ágætur. „Það hefur heilmikið gerst
síðustu þrjár vikur en enn vantar
heilmikið upp á viðunandi uppskeru.
Við þurfum lengra sumar, gott veður
og frostlaust fram eftir september.
Þá gæti uppskeran orðin þolanleg en
hætta er á að það geti gert nætur-
frost,“ segir Óskar.
Áburður skolaðist úr görðunum í
rigningunum og hafa bændur í
Þykkvabæ verið að úða áburði á
blöðin til að þess að reyna að bæta
úr. Segir Óskar að því fylgi töluverð-
ur kostnaður.
Þurfum lengra sumar
Útlit fyrir lélega uppskeru í Þykkvabæ en góða í Eyjafirði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þykkvibær Ekki er byrjað að taka
upp kartöflur til vetrarins.