Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 6

Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 Kókosjógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég brenn fyrir því að Reykjavík verði frjálslynd og nútímaleg al- þjóðborg. Það verkefni nálgumst við úr öllum áttum meðal annars með þéttingu byggðar og því að færa nýja starfsemi inn í út- hverfin, sem sem um margt eru aftengd miðborgarsvæðinu,“ seg- ir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir for- maður borgarráðs Reykjavíkur. „Sjálf ólst ég upp í Breiðholti og bý nú í Árbæ; hverfum þar sem við þurfum meiri fjölbreytni í mannlífinu, atvinnustarfsemi og fleiri. Það er forsenda þess að byggðin standi undir sér og lífs- gæði fólks verði meiri. Samfella þarf að vera í skóla- og frístund- astarfi og svo álag á foreldrum við að skutla og sækja börnin þvers og kruss um bæinn minnki. Einnig þarf að samræma starfs- daga skólastiga. Nú þegar vetr- arstarf í skólum er að hefjast er upplagt að setja þetta í farveg svo umræðan skili einhverju; kalla þá að borðinu fulltrúar foreldra, skóla, atvinnulífs, íþróttafélag- anna og annara. Allir virðast sam- mála um að aðgerða í þessu efni sé þörf og þarna getum við haft reynsluna frá Norðurlöndunum sem viðmið.“ Finna taktinn í samstarfi Eftir borgarstjórarkosningar í vor var myndaður meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar, en viðmæl- andinn hér er annar tveggja borgarfulltrúa þess flokks. „Við erum enn að finna taktinn í þessu samstarfi sem fer annars vel af stað,“ segir Þórdís Lóa sem er staðgengill borgarstjóra. „Mér finnst vera komin í þá stöðu að geta haft raunveruleg áhrif og aðstöðu til að koma góðum málum áfram; sumum mjög fljótt en önn- ur taka lengri tíma. Fjárhagur borgarinnar er líka ágætur, dag- legur rekstur í jafnvægi og skuld- irnar fyrst og síðast vegna mikilla fjárfestinga fyrirtækja í B-hluta rekstrarins. Núna í sumar hefur athyglin talsvert beinst að hús- næðismálum og stöðu jaðarsettra hópa í borginni, m.a. fyrir þrýst- ing minnihlutans í borgarstjórn. Þar þarf aðgerðir og raunar er ljóst að húsnæðismálin verða of- arlega á baugi næstu misserin. “ Skref til langrar framtíðar Öllum ber saman um að auka þurfi framboð á íbúðahúsnæði í Reykjavík og því segir Þórdís Lóa að borgin vinni að í samvinnu við t.d. húsnæðissamvinnufélög og verklýðshreyfinguna. Hundruð nýrra leiguíbúða komi inn á markaðinn á næstu misserum. „Flestum ber saman um að húsnæðismálin í borginni séu nú að nálgast jafnvægi. Bæði munar mjög um uppbygginguna sem nú er í gangi og svo hefur hægt á verðhækkunum. Komið er and- rúm á markaðnum. Mikilli fjölgun ferðamanna á síðustu árum hefði aldrei verið mætt nema með út- leigu á íbúðahúsnæði því hótelin voru ekki nógu mörg. Núna er hins vegar kominn slaki í ferða- þjónustuna og þá breytist staðan. En við þurfum áfram að byggja og taka hvert skref þar með hugs- un til langrar framtíðar,“ segir Þórdís Lóa og tiltekur að upp- bygging í Vogabyggð, á Ártúns- höfða og á ýmsum þétting- arsvæðum sé nú í startholum. Tengja kjarna og úthverfin „Borgarlínan, það er hrað- fara almenningssamgöngur á meginleiðum, er stór þáttur af þeirri framtíðarstefnu sem við störfum eftir. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru sam- stíga í verkefninu sem auðvitað tekur tíma að fjármagna og koma í framkvæmd. En þangað til þurf- um við að taka á samgöngumálum í borginni með t.d. fjölgun stræt- isvagnaferða, setja Miklubraut í stokk og fara í aðgerðir á þeim stöðum þar sem umferðarteppur myndast. Þannig tengjast kjarna- svæði borgarinnar og úthverfin betur saman. Reykjavík hefur annars breyst mikið á fáum árum. Ég man þá tíð að varla sáust ferðamenn í Reykjavík og al- menningur fór ekki í bæinn til að sýna sig og sjá aðra nema á 17. júní eða slík tilefni. Nú er hins vegar iðandi mannlíf í miðbænum og á Granda; góðar aðstaða fyrir verslun og þjónustu sem dafnar. Þetta er góð þróun og nokkuð sem ég vil sjá um alla borgina.“ Reykjavík verði frjálslynd og nútímaleg alþjóðborg Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarfulltrúi Húsnæðismálin í borginni eru nú að nálgast jafnvægi, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Lífsgæðin verði meiri  Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fædd 1965. Lærði fjölmiðla- fræði í New Orleans. Með BA gráðu í félagsfræði með af- brotafræði sem áherslugrein, framhaldsnám í félagsráðgjöf og mastersgráðu í rekstr- arhagfræði.  1986-2005 starfaði Þórdís Lóa hjá Reykjavíkurborg, fyrst hjá ÍTR og seinna á velferð- arsviði. Framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi og Finnlandi frá 2005-2015. Forstjóri Gray Line Iceland 2016-2017. Hefur sinnt fjölmörgum nefnd- arstörfum, formaður FKA 2013-2017 og Finnsk íslenska viðskiptaráðsins í áratug . Hver er hún? Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er hræðileg meðferð á al- mannafé. Það væri hægt að laga þrjá einstaklinga sem liggja sárk- valdir fyrir kostnað við einn,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri á Hvolsvelli, sem fór í aðgerð á sjúkrahúsi í Svíþjóð á kostnað Sjúkratrygginga Íslands, aðgerð sem hægt hefði verið að gera á einkasjúkrahúsi hér fyrir mun minni kostnað. Ísólfur Gylfi var með ónýta mjöðm, svokallað festumein, og var kvalinn mjög. Það uppgötvaðist í byrjun ársins, eftir röntgenmynda- töku. Þegar hann óskaði eftir því að komast í aðgerð á Landspítalanum fékk hann þau svör að hann kæmist ekki í skoðun fyrr en í haust. „Mér tókst fyrir náð og miskunn að fá skoðun fyrr, sem betur fer,“ segir Ísólfur Gylfi en getur þess að þá hafi verið meira en 90 daga biðlisti eftir aðgerð á Landspítalanum. „Ég kynntist Hjálmari Þorsteinssyni, yf- irlækni á Klíníkinni, sem hefur ver- ið að fara með sjúklinga sem ekki komast að á Landspítalanum til Ca- pio Movement-sjúkrahúsið í Svíþjóð og fékk leyfi Sjúkratrygginga til að fara þangað,“ segir Ísólfur Gylfi. Samkvæmt reglum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu á fólk rétt á að sækja sér læknisaðstoð til annarra landa svæðisins ef það kemst ekki að á spítalanum hér á eðlilegum tíma. Klíníkin hefur aðstöðu til gera fjölda liðskiptaaðgerða en fær ekki samning við Sjúkratryggingar vegna andstöðu heilbrigðisyfirvalda. Fólk í vanda getur greitt aðgerðina sjálft eða farið til útlanda á kostnað ríkisins. Aðgerðin sem Ísólfur Gylfi fór í hefði kostað 1.200 þúsund krónur hjá Klíníkinni en þrefalt meira á sjúkrahúsinu í Svíþjóð. „Ég er auðvitað þakklátur Sjúkratrygg- ingum en fyrirkomulagið er alveg óskiljanlegt. Það þarfnast skjótrar breytingar sjúklingum til heilla,“ segir Ísólfur Gylfi. Gætu lagað þrjá fyrir kostnað eins  Ísólfur Gylfi Pálmason segir óskiljanlegt að fólk sé sent úr landi til aðgerða Ísólfur Gylfi Pálmason Bjarni Benediktsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ávinningurinn er að þetta dregur úr þeim fjölda sem lögregla þarf að flytja. Dregur úr kostnaði og ekki síst mannaflaþörf við brottvísun. Hælisleitendur vilja það einnig oft en hafa kannski ekki tök á því. Þetta dregur úr kostnaði við dvöl þeirra sem ekki fá hæli,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um drög að reglugerð um enduraðlög- unarstyrk og ferðastyrk til umsækj- enda um alþjóðlega vernd. Samkvæmt drögum að reglum sem birtar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda hefur Útlendingastofn- un heimild til að greiða umsækjanda um alþjóðlega vernd sem dregur umsókn sína til baka eða fær synjun styrki til heimferðar og/eða endur- aðlögunar sem á að styðja hann til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Sigríður segir að slíkir styrkir séu veittir í nágrannalöndunum. Þá séu þeir forsenda endurnýjunar sam- starfssamnings við Alþjóðafólks- flutningastofnunina (IOM). Það samstarf hefur gengið vel og er Ís- landi mikilvægt, að sögn ráðherra. Þetta er gamalgróin stofnun sem hefur milligöngu um flutningana og tryggir að viðkomandi komist á áfangastað. Meðal annars tekur hún við skilríkjalausu fólki. Gert er ráð fyrir að Útlendingastofnun greiði IOM fyrir að þjónusta 200 manns héðan á einu og hálfu ári og að kostnaðurinn verði rúmar 60 millj- ónir. Kostnaður við ferða- og endur- aðlögunarstyrki til einstaklinga er áætlaður 2,5 til 6 milljónir á ári. Sigríður óttast ekki að von um styrki af þessu tagi virki sem segull á tilhæfulausar umsóknir um al- þjóðlega vernd, upphæðirnar séu ekki það háar. Styrkja fólk til heimferðar  Tillaga að nýju úrræði stjórnvalda Morgunblaðið/Hari Stofnun Útlendingastofnun er til húsa í lögreglustöðinni í Kópavogi. Styrkir » Styrkir til fullorðins fólks frá Afganistan, Íran, Írak, Nígeríu, Sómalíu, Palestínu og Pakistan geta orðið allt að 123 þús- undum en lægri fyrir börn. » Styrkir til fólks frá Alsír, Egyptalandi, Kasakstan og Marokkó geta numið að há- marki 86 þúsund kr. » Vegna fylgdarlauss barns má greiða allt að 123 þúsund. „Það er augljóst að það er ekki góð meðferð á almannafé að setja fólk í þá stöðu að bjóða eingöngu upp á dýrustu lausn- ina til að leysa heilbrigð- isvanda,“ segir Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra þegar hann var spurður um fjár- hagslega hlið málsins. Hann segist ekki skilja hvernig það standist að neita þeim sem færi í sambærilega aðgerð á Íslandi um endurgreiðslu á kostn- aðinum. Ekki góð meðferð á fé FJÁRMÁLARÁÐHERRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.