Morgunblaðið - 20.08.2018, Side 27

Morgunblaðið - 20.08.2018, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 »Gestir Menningarnætur fengu á laugardag tækifæri til að sjá brot úr dagskrá komandi starfsárs tónlistar- hússins Hörpu, sem vígt var á Menn- ingarnótt árið 2011. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tvenna tónleika. Tónlist- arhópar á borð við Umbra Ensemble, Voces Thules og Óperuakademíu unga fólksins glöddu gesti með tónum og há- tíðirnar Reykjavík Classics og Blúshá- tíð í Reykjavík sem og Múlinn kynntu brot úr dagskrám sínum. Leikhópurinn Lotta steig á stokk og tónlistarmúsin Maxímús Músíkús lét sig auðvitað ekki vanta. á opnu húsi í Hörpu á Menningarnótt Skemmtun Björgvin Marinó, Matthildur og Íris Scheving. Fjör Barbara, Rakel Eva og Karólína Júlía létu sig ekki vanta.Morgunblaðið/Valli Gaman Guðrún Hrund Harðardóttir og Margrét Hrafnsdóttir. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is frá Evrópu og Japan og efndu til sýn- inga á heimsmælikvarða. Svo komum við Alexander og höfum haldið um stjórnartaumana í um fjögur ár.“ Virkjun danssamfélagsins Það var undir stjórn Ásgerðar og Alexanders að úr varð að búta Reykjavík Dance Festival í þrennt: „Í ár byrjuðum við í mars með hátíð sem hét Únglingurinn í Reykjavik. Eins og nafnið gefur til kynna var hátíðin sniðin að heimi unglinganna og unn- um við að hátíðinni í samstarfi við listrænt ráðgjafateymi unglinga,“ segir Ásgerður. „Á hátíðinni í ágúst er áherslan aftur á móti á dans- samfélagið, endurmenntun og vinnu- stofur. Unglingaþemað lifir þó áfram og haldnar eru vinnustofur fyrir ung- linga samhliða öðrum dagskrárliðum. Í nóvember störfum við síðan með leiklistarhátíðinni Lókal og fram- leiðum saman alþjóðlegu sviðs- listahátíðina Everybody’s Spectacul- ar.“ Af viðburðum ágústhátíðarinnar er rétt að vekja sérstaka athygli á flutn- ingi á verkinu Shadows of Tomorrow eftir Ingri Fiksdal. „Dagskráin sam- anstendur aðallega af vinnustofum á Dansverkstæðinu á Hjarðarhaga, en verk Fiskdal sýnum við um miðbik hátíðarinnar í fjölnota rými Lista- safns Reykjavíkur í Hafnarhúsi.“ Ingri Fiksdal er merkilegur dans- höfundur. Hún er frá Noregi og stundar doktorsnám í listrann- sóknum þar sem hún leggur áherslu á rannsóknir á kóreógrafískum að- ferðum til að ná fram áhrifum hjá áhorfendum. „Shadows of Tomorrow sprettur upp úr verkinu Band sem hún samdi árið 2012 en í stuttu máli sagt fær hún til liðs við sig um 20 ungmenni frá Íslandi og Ítalíu og vinnur með þeim í fimm daga að und- irbúningi sýningarinnar. Dans- ararnir fá töluvert frelsi og taka þátt í sköpuninni en innan ramma sem Fiksdal hefur markað. Hún freistar þess m.a. að hreyfing líkamans komi í stað tónlistar, og það framkalli hug- víkkandi áhrif hjá þeim sem fylgist með,“ segir Ásgerður en Shadows of Tomorrow verður sýnt á laugardag kl. 18 og aftur kl. 20 og aðgangur ókeypis. Hvar á dansinn heima? Ásgerður segir Reykjavik Dance Festival hafa reynst mikilvæg víta- mínsprauta fyrir íslenska dansara og danshöfunda. Þar hafi tekist að skapa brú út í heim, og vettvang þar sem innlendir og erlendir listamenn starfa saman, blómstra, þroskast og stækka tengslanetið. „Íslenska danslistasenan er orðin miklu betur tengd umheiminum og ný tækifæri að bjóðast íslenskum dans- listamönnum til að starfa erlendis,“ bendir hún á. En betur má ef duga skal og segir Ásgerður að danslistir á Íslandi líði fyrir það að hafa ekki sitt eigið hús helgað þessu listformi. „Ótrúlega mikið hefur gerst á skömmum tíma, og nú síðast að Dansverkstæðið opn- aði aðstöðu sína á ný á Hjarðarhaga í rými sem áður hýsti þjónustu- miðstöð Reykjavíkurborgar. Rým- inu hefur verið breytt í framúrskar- andi vinnurými fyrir sjálfstætt starfandi danslistamenn en sýning- arrými fyrir danssýningar vantar enn.“ Danslistamenn hafa aðallega fengið inni hjá Tjarnarbíói en keppa við sýningar af öðrum toga um laus pláss enda er sjálfstæða listasenan orðin æði stór og heldur bara áfram að stækka. „Ekki er heldur hægt að stóla á að geta komist að hjá stofn- unum eins og Borgarleikhúsinu eða Þjóðleikhúsinu enda þau með sínar eigin sýningar og þær hafa oftast forgang. Hvergi er það dansinn sem fær að vera í aðalhlutverki, og fær að eiga vísan samastað – og því þarf að breyta,“ segir Ásgerður. Aðspurð hvernig hún myndi vilja að íslenskt danshús væri úr garði gert segir Ásgerður að leita megi fyrirmynda í höfuðborgum hinna Norðurlandaríkjanna sem allar eru með sitt eigið danshús. „En við þurf- um umfram allt að finna það módel sem hentar okkar þörfum. Ég sé fyr- ir mér hús þar sem Íslenski dans- flokkurinn gæti haft aðsetur sitt, en væri líka aðsetur fyrir sjálfstæða geirann. Þar væru haldnir opnir danstímar á daginn fyrir áhugasamt fólk á öllum aldri og síðan danssýn- ingar á kvöldin. Fyrir mestu væri að þetta hús væri staður þar sem Ís- lendingar myndu vita að dansinn ætti heima.“ fyrir dansinn Ljósmynd / Anders Linden Hnútur Úr verkinu Shadows of Tomorrow sem sýnt verður um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.