Morgunblaðið - 20.08.2018, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 21
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa 9-15. Félagsvist með vinningum kl. 13.
Hádegisverður kl. 11.40-12.45. Kaffisala, smurbrauð og kökur kl. 15-
15.45. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir í starfið,
hádegismat og kaffið. Sími 535 2700.
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 14-15.30. Félag eldri borgara í Garðabæ 565-6627 skrifstofa opin
miðvikudaga 13.30-15.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í
Jónshúsi kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
hádegismatur kl. 11.30 stólaleikfimi og slökun kl. 13.15 og eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50 við hringborðið
kl.8.50 listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-16, ganga kl.10.
handavinnuhornið kl.13. félagsvist kl.13.15. síðdegiskaffi kl. 14.30 allir
velkomnir óháð aldri nánari upplýsingar í síma 411-2790
Korpúlfar Gönguhópar Korpúlfa starfandi í allt sumar, hressir, bætir,
kætir allir velkkomnir kl. 10. alla mánudagsmorgna og
miðvikudagsmorgna lagt af stað frá Borgum, með gleði í hjarta.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,morgunleikfimi kl.9.45
upplestur kl.11. gönguhópurinn kl.14. bíó á 2.hæð kl.15.30. Uppl í
s.4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl.10.30. leikfimi á Skólabraut kl.
13.30. ganga frá skólabraut kl. 14:30, vatnsleikfimi Sundlaug
Seltjarnarness kl.18:30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 –16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 –11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4 Dagsferð í Fjallabak 21. ágúst. Brottför frá Stangar-
hyl 4 kl. 8.30. Dagsferð um Reykjanes 24. ágúst brottför frá Stangarhyl
4. kl. 9.00 og haldið til Víkingaheima. Skoðum víkingaskipið Íslending
sjóminjasafnið Garðskaga Hádegisverður í Vitanum . Hvalneskirkja
skoðuð. Stanzað við Brúna milli heimsálfanna. Reykjanesviti, Gunnu-
hver skoðað og Saltfisksetrið Grindavík. Laus sæti uppl. s. 588-2111
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Inntökupróf verður haldið í
læknisfræði í Jessenius Faculty of
Medicine í Martin Slóvakíu í MK í
Kópavogi 24 ágúst nk.
Uppl. kaldasel@islandia.is
og 8201071
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
stað. Takk fyrir að vera vinur
minn. Það sem ég á eftir að
sakna þín, kæra vinkona.
Hvíldu í friði.
Þinn vinur að eilífu.
Gunnar.
Stundum á lífsleiðinni kynnist
maður fólki sem einhvern veginn
skín skærar en aðrir. Þetta fólk
hefur meiri áhrif á mann en mað-
ur gerir sér grein fyrir í fyrstu
og dregur fram það besta í fari
allra sem í kringum það er. Edda
Björk var ein af þessum stjörn-
um.
Frá því ég sá hana fyrst í skát-
unum heillaðist ég af þessari
hressu, skemmtilegu, fyndnu og
kraftmiklu stelpu sem ég var svo
heppin að fá að kynnast betur og
kalla vinkonu mína. Í gegnum ár-
in höfum við í sameiningu brallað
og upplifað svo margt að ekki er
hægt að telja það allt upp, bæði
gleði og sorg. Edda Björk hafði
einstakt lag á því að fá mann til
þess að taka þátt í alls kyns „vit-
leysu“ og það skipti ekki máli
hvað það var sem við gerðum
saman, alltaf einkenndust stund-
irnar af hlátri og gleði. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera hluti af lífi hennar og ég
mun ávallt varðveita minning-
arnar um einstaka vinkonu í
hjarta mínu.
Edda Björk var ofurhetja.
Sem ofurhetja þurfti Edda að
berjast við dreka og horfast í
augu við áskoranir sem enginn
ætti að þurfa að gera. Eins og
sönn ofurhetja með húmorinn að
vopni og hjartað á réttum stað
fyllti Edda okkur hin af eldmóði
og sýndi okkur hvað það er sem
virkilega skiptir máli í lífinu.
Hún var traustur vinur sem allt-
af var hægt að leita til og einn
mesti nagli sem ég hef nokkurn
tímann þekkt. Ekkert fjall var of
hátt, enginn stormur of kaldur,
alltaf var Edda til í að klæða sig
upp og fara út að leika og njóta
lífsins. Það var einmitt þessi eig-
inleiki Eddu, að hætta aldrei að
leika sér, sem gerði hana að
þeirri einstöku manneskju sem
hún var. Mér er minnisstætt fyr-
ir tæplega tveimur árum þegar
við Edda Björk og Elísabet Elfa
reyndum heillengi að fá starfs-
mann Ikea í Stokkhólmi til að
leyfa okkur að fara í boltalandið
því það var ekkert barn að leika
sér þar og okkur langaði svo að
fá að leika okkur smá, þótt ekki
væri nema í nokkrar mínútur.
Ekki gekk það, en í staðinn gerð-
um broskalla í snjóinn á öllum
bílunum sem við gengum
framhjá á leiðinni heim. Ég er
sannfærð um að margir hafi
glaðst morguninn eftir á leið
sinni til vinnu þegar hver bíllinn
á fætur öðrum brosti til þeirra.
Þegar kom að gullmolanum
hennar, henni Fanneyju Ósk, var
Edda eins og í öllu öðru „Ofur-
Edda“. Þær mæðgur voru farnar
að klífa fjöll saman þegar sú
stutta var, að manni fannst, rétt
farin að labba og það var ekki
ólíklegt að maður myndi rekast á
þær í Bláfjöllum, í sundi eða þá
úti að hjóla. Það er gaman að sjá
hvað Fanney er lík mömmu sinni
um margt og oft sér maður sama
grallarasvipnum bregða fyrir.
Elsku Fanney Ósk, Lára,
Gunnar, Bjössi, Anna Lára og
Eiríkur. Ég samhryggist ykkur
af öllu hjarta því missir ykkar er
mikill. En mikið vorum við öll
sem kynntumst Eddu Björk
heppin að fá að njóta samveru
hennar þann tíma sem hún fékk
að vera hér.
Takk fyrir allt, elsku vinkona,
þín er sárt saknað!
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
adrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Hjördís María Ólafsdóttir.
Í okkur öllum leynist gull og
grjót. Til að vera virkur og
traustur félagi í björgunarsveit
þurfa þessi hlutföll að vera rétt.
Gullið gerir okkur kleift að eign-
ast vini, starfa í hóp og hjálpa og
leiðbeina öðrum. Grjótið færir
okkur staðfestu til að ná settu
marki og getu til að taka ákvarð-
anir undir álagi, oft í erfiðum að-
stæðum.
Það kom fljótlega í ljós að hjá
Eddu Björk var blandan rétt.
Gullið í henni ávann henni sess í
hópnum sem félagsveru og geta
hennar sem öflug björgunar-
sveitarkona skapaði henni virð-
ingu.
Edda Björk hóf þjálfun hjá
Hjálparsveit skáta í Reykjavík
árið 2000. Hún taldist til inn-
fæddra, það er báðir foreldrar
hennar voru félagar í HSSR. Í
apríl 2003 skrifaði hún undir eið-
staf sveitarinnar sem fullgildur
félagi. Hún stýrði mörgum verk-
efnum og sat m.a. í stjórn sveit-
arinnar árin 2006 til 2008.
Hún var ávallt tilbúin að reyna
sig á ýmsum sviðum björgunar-
mannsins, víðar en margur. Það
reyndist einnig auðvelt að fá
hana með í ýmis verkefni, sér-
staklega ef þau voru óljós í upp-
hafi og óvíst hvernig þau færu.
Hún var staðföst og góður félagi,
sértaklega þegar á reyndi.
Félagar i Hjálparsveit skáta í
Reykjavík kveðja Eddu Björk
með söknuði og Gunna, Láru,
Bjössa og öðrum aðstandendum
eru sendar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd Hjálparsveitar
skáta í Reykjavík,
Svava Ólafsdóttir og
Haukur Harðarson.
Þegar Edda Björk ákvað að
ganga til liðs við okkur í Hjálp-
arsveit skáta í Garðabæ varð
strax ljóst að þarna var á ferðinni
öflugur björgunarmaður. Allt
hennar starf innan sveitarinnar
einkenndist af metnaði, vinnu-
semi og óbilandi áhuga á björg-
unarsveitarstarfi.
Hún tók virkan þátt í öllu
starfi sveitarinnar eins og fjáröfl-
unum, æfingum og ferðum.
Ferðaáhugi hennar var augljós
og það voru farnar ófáar ferðir
sem hún annað hvort skipulagði
eða fór með í. Hún naut sín í
ferðum hvort sem þær voru að
sumri eða vetri, í skála eða tjaldi,
gangandi eða á jeppum. Þekking
hennar og öryggi í ferðamennsku
var greinilegt.
Hún var sérhæfður leitarmað-
ur og starfaði með leitartækni-
flokki. Þekking hennar á leitar-
fræðum var mikil og flokkurinn
naut góðs af því. Hún tók þátt í
að skipuleggja og kenna á fjölda
leitartækninámskeiða fyrir fé-
laga í sveitinni og var dugleg að
koma með nýja þekkingu og æf-
ingar fyrir aðra sérhæfða leitar-
menn. Hún starfaði í nokkur ár
sem formaður flokksins. Það
starf fór henni vel og hún í sam-
vinnu við aðra náði að byggja
upp öflugan og reynslumikinn
flokk.
Hún lagði sitt af mörkum við
að styrkja sveitina. Meðal þeirra
verkefna sem hún tók að sér
ásamt öðrum var að koma á fót
félagastuðningsteymi og koma
útkallsnefndinni í það horf sem
hún starfar eftir í dag. Hvort
tveggja eru verkefni sem sveitin
hefur fengið fyrirspurnir um og
aðrar björgunarsveitir hafa get-
að nýtt sér þann grunn sem
Edda Björk tók þátt í að búa til.
Þátttaka hennar í útköllum
var aðdáunarverð. Alla tíð var
hún ein af þeim sem mættu í flest
útköll á ári. Það var fátt sem
stoppaði hana. Ekki var það
ólétta eða það að vera með Fann-
eyju Ósk litla og þegar hún veikt-
ist fann hún sér nýjan farveg og
mætti með útkallsnefndinni. En
hélt þó áfram að mæta sem leit-
armaður þegar heilsan leyfði.
Önnur verkefni sem hún sinnti
voru meðal annars að skipu-
leggja stórar sveitaræfingar,
flugeldasýningar og kennsla í
fyrstu hjálp.
Það er ljóst að það hefur verið
hoggið stórt skarð í sveitina sem
ekki verður fyllt upp í. Við sem
eftir stöndum erum þakklát fyrir
þann tíma sem við fengum með
henni og allt sem hún kenndi
okkur.
Fanney Ósk, Gunnar, Lára,
Bjössi, Anna Lára og Eiríkur,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Fyrir hönd félaga HSG,
Íris Dögg Sigurðardóttir.
Hinsta kveðja frá Skátafélag-
inu Ægisbúum.
Það er með sárum söknuði og
miklum trega sem við skáta-
systkin Eddu Bjarkar í Ægisbú-
um kveðjum hana, nú þegar hún
hverfur heim til skapara síns.
Hún gekk á unglingsaldri til
liðs við Ægisbúa, eftir að hafa
byrjað skátaferil sinn í Skjöld-
ungum. Edda Björk var ötull
liðsmaður og þegar hún gekk í
félagið voru henni strax falin for-
ingjastörf.
Það var okkur öllum mikið
áfall þegar hún þurfti ítrekað að
berjast við manninn með ljáinn
eins og hún orðaði það sjálf. Sem
betur fer átti hún góð tímabil inn
á milli og liðsinnti hún skátunum
oft á þeim tímum.
Ægisbúar þakka Eddu Björk
samstarfið og senda ástvinum
öllum innilegar samúðarkveðjur.
Ægisbúar kveðja góðan félaga
í hinsta sinn;
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
(Kvöldsöngur skáta)
Helga Rós Einarsdóttir
félagsforingi.
Í dag kveðjum við kæra skáta-
systur. Edda Björk er farin
heim, eins og skátar segja þegar
skátasystkin fellur frá. Edda
Björk gekk ung að aldri í skátana
og og starfaði af krafti strax frá
byrjun, fyrst í skátafélaginu
Skjöldungum og síðar skáta-
félaginu Ægisbúum. Snemma
sýndi Edda Björk að hún hafði
þá hæfileika sem góðir foringjar
hafa til brunns að bera og var
snemma farin að gegna foringja-
störfum með einstakri alúð sem
einkenndi allt hennar skátastarf.
Edda Björk var opin og fé-
lagslynd, tryggur vinur og ætíð
boðin og búin til að hjálpa öðrum
með bros á vör. Hún lagði mikinn
metnað og einurð í allt sitt starf,
sótti fjölmörg námskeið á vegum
skátahreyfingarinnar, hlaut for-
setamerkið fyrir framúrskarandi
dróttskátastarf og lauk æðstu
foringjaþjálfun skátahreyfingar-
innar, Gilwell foringjaþjálfun,
um leið og hún hafði aldur til.
Það voru ekki einungis við,
sem samferða stigum foringja-
leiðina, sem nutum góðs af lífs-
gleði og einstökum persónuleika
Eddu Bjarkar heldur einnig þau
ótalmörgu börn og ungmenni
sem Edda Björk leiddi og fræddi
sem foringi í sumarbúðum skáta
á Úlfljótsvatni, í skátastarfi í
Laugardal og vesturbæ og sem
göngustjóri í fánaborg Skáta-
sambands Reykjavíkur. Í seinni
tíð leiðbeindi Edda Björk á
skyndihjálparnámskeiðum víðs
vegar innan hreyfingarinnar, þá
búin að auka þekkingu og færni
sína á því sviði í hjálparsveit
skáta í Garðabæ. Edda Björk
kom einnig að skipulagningu og
framkvæmd ótal viðburða sem
skáti eða fulltrúi hjálparsveit-
anna, allt frá félagsútilegum,
fjöldamörgum Landsmótum
skáta og síðast Heimsmóti ró-
verskáta 2017.
Í skátastarfinu kviknaði úti-
vistarneisti sem logaði glatt fram
á síðustu stundu. Edda Björk
hafði unun af allri útivist og naut
þess að ferðast um óbyggðir og
kanna fjöll og fossa, og því blaut-
ari og skítugri sem hún kom
heim, því hamingjusamari var
hún. En hún hafði sjálf á orði eitt
sinn að ein skemmtilegasta
minning hennar úr skátastarfi
hefði verið ferð nokkurra skáta
árið 1997 sem kallaðist Brölt og
bleyta, en þá var gengið frá
Nesjavöllum og yfir í Hvalfjörð.
Endaði ferðin á því að vaða upp
Glymsgil, allir rennandi blautir
en alveg ótrúlega glaðir. Undir-
ritaðar geta staðfest að sú ferð
var með eindæmum minnisstæð,
blaut og skemmtileg.
Það er óskiljanlegt þegar fólk í
blóma lífsins er kallað heim.
Minningarnar um Eddu Björk
sem streyma fram einkennast af
samveru, skemmtilegum uppá-
komum, útilegum, allskonar
brölti og bleytu, en umfram allt
stendur upp úr gleði og hlátur,
hlýja og vinátta.
Í bálsins loga lít ég inn,
það læðist undur hljótt
minning inn í huga minn
um milda sumarnótt.
Við undum hljóð við eldsins glóð
og fagnandi ég fann
„að vináttunnar varðeldur
í hjörtum okkar brann“.
(Hrefna Tynes)
Edda Björk var sannur skáti,
skátahreyfingin minnist hennar
með þakklæti og hlýhug og send-
ir fjölskyldu hennar einlægar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Bandalags ís-
lenskra skáta,
Dagmar Ýr Ólafsdóttir,
aðstoðarskátahöfðingi og
Harpa Ósk Valgeirsdóttir,
formaður dagskrárráðs.
Fallin er frá kær
samstarfskona,
Katrín Þorsteins-
dóttir. Kata, eins og
hún var kölluð,
kvaddi okkur á skólaslitum sl.
vor. Hún var starfsfélagi til
margra ára og nú ætlaði hún að
fara að njóta efri áranna. Kata
var yndisleg manneskja og öllum
góð. Hún mætti alltaf brosandi til
vinnu að morgni og tókst á við
verkefni dagsins af krafti og
gleði. Hún var hrókur alls fagn-
aðar í starfsmannahópnum. Við
eigum margar góðar minningar
t.d. þegar hópurinn fór til Kan-
ada síðastliðið vor, skemmtilegar
Katrín
Þorsteinsdóttir
✝ Katrín Þor-steinsdóttir
fæddist 14. október
1948. Hún lést 24.
apríl 2018.
Katrín var jarð-
sungin 3. maí 2018.
sögustundir á kaffi-
stofunni og áhugi
Kötu á hannyrðum.
Kata vildi hafa allt á
hreinu og vel skipu-
lagt. Hún var alltaf
fús að læra og miðla
því sem hún kunni.
Hún náði einstak-
lega vel til barnanna
í grunnskólanum og
var alltaf fús að
rétta hjálparhönd.
Nemendur vildu gjarnan vinna
með Kötu, þeir treystu henni og
fundu hjá henni blíðu og öryggi.
Við sem vorum svo lánsöm að fá
að kynnast Kötu þökkum sam-
fylgdina og geymum minningar
um hana í hjörtum okkar. Við
vottum fjölskyldu hennar inni-
lega samúð.
Fyrir hönd starfsfólks og nem-
enda í Grunnskóla Grindavíkur,
Guðbjörg M. Sveinsdóttir,
skólastjóri.