Morgunblaðið - 21.08.2018, Side 4

Morgunblaðið - 21.08.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Fyrir tveimur árum var sett fjár- magn í biðlistaátak,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í viðtali við Morgunblaðið eftir athuga- semdir Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra og Ísólfs Gylfa Pálma- sonar um heilbrigðiskerfið. Ísólfur hafði lýst furðu yfir því að hann hefði þurft að fara í mjaðmaaðgerð í Sví- þjóð á kostnað Sjúkratrygginga fyrir þrefalt það verð sem hann hefði getað borgað sjálfur í Klíníkinni á Íslandi. Þeir Bjarni sögðu þetta óskynsam- lega notkun á al- mannafé. „Ákveðinn hluti af fjármagninu fer til liðskiptaað- gerða á þremur opinberum sjúkrahúsum: Reykjavík, Akra- nesi og Akur- eyri,“ sagði Svandís. „Þessir fjár- munir hafa síðan verið framlengdir og eru hluti af fjárveitingum til þess- ara þriggja aðila á þessu ári. Engir nýir fjármunir hafa komið til til þess að standa straum af liðskiptaaðgerð- um.“ Svandís segir ekkert sérstakt fjár- magn vera fyrir hendi í samning við Klíníkina né önnur fyrirtæki. Það fjármagn sem sé eyrnamerkt aðgerð- unum sem um er að ræða fari allt til stofnananna þriggja. „Það er hins vegar þannig að þótt það gangi að saxa á þessa biðlista er staðan óásættanleg eins og hún er, í fyrsta lagi að biðtíminn er enn of langur og að mínu mati því hann er eiginlega tvískiptur. Annars vegar er það biðtíminn eftir því að maður komist til bæklunarlæknis yfir höfuð og síðan hinn eiginlegi biðtími á bið- listanum. Það er óeðlilegt að fólk sem er mjög mikið kvalið sé að bíða í fjóra til sex mánuði eftir því að fá samtal við sérfræðing til þess að láta meta sig síðan í aðgerð.“ Vinnur í öflugu forgangskerfi „Það sem ég stend frammi fyrir er að skoða skipulagningu biðlista hjá þessum stofnunum. Stofnanirnar lögðu fram tilteknar hugmyndir til að breyta og bæta þetta fyrirkomulag. Það sem mér er efst í huga er að fara sérstaklega yfir mat á forgangi til þess að þeir sem eru í mestri þörf komist fyrr að. Það verður að gera með því að samhæfa verkferla hjá stofnunum sem hafa fengið sérstakar fjárveitingar til að vinna á biðlistan- um. Ef við erum með öflugt forgangs- kerfi á Íslandi hjá þessum stofnunum sem eiga að fara með þessar aðgerðir drögum við úr líkunum á því að fólk þurfi að sækja þessa þjónustu annað vegna þess að það sé í brýnni þörf og fái ekki þjónustuna hér.“ „Biðtíminn er enn of langur“  Heilbrigðisráðherra segir fjármagn til samninga við einkarekin fyrirtæki ekki vera fyrir hendi  Unnið sé þó að öflugri forgangsröðun til að fyrirbyggja að fólk í nauð leiti til útlanda í dýrari aðgerðir Svandís Svavarsdóttir Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Launakjör borgarritara auk sviðs- stjóra velferðarsviðs, skóla- og frí- stundasviðs, og umhverfis- og skipu- lagssviðs eru þau hæstu af þeim 58 embættismönnum Reykjavíkur- borgar, sem heyra undir kjaranefnd borgarinnar. Heildarlaun borgarrit- ara og sviðsstjóra Reykjavíkurborg- ar eru um 1,5 milljónir króna. Laun borgarbókavarðar og for- stöðumanns Höfuðborgarstofu eru um 950.000 krónur, rúmlega 500.000 krónum lægri en laun borgarritara og sviðsstjóra. Þetta kemur fram í gögnum frá Reykjavíkurborg við fyrirspurnum Morgunblaðsins um kjaramál borgarinnar. Morgunblaðið falaðist eftir upp- lýsingum um hverjir heyra undir kjaranefnd Reykjavíkurborgar og hver launakjör þeirra eru. Þá spurð- ist Morgunblaðið einnig fyrir um hver þróun launakjara þeirra sem heyra undir kjaranefnd hefur verið undanfarin ár. Við mat á launaþróun var horft til launavísitölu á almennum vinnu- markaði, launavísitölu opinberra starfsmanna, launavísitölu starfs- manna sveitarfélaga og launavísitölu stjórnenda á almennum vinnumark- aði. Einnig var farið í gegnum úr- skurði kjararáðs og almennar hækk- anir á launatöflum kjararáðs, að því er segir í gögnum til blaðsins. Grunnlaun auk viðbótareininga Stjórnendum Reykjavíkurborgar eru greidd grunnlaun samkvæmt launatöflu kjaranefndar og að auki fá þeir greiddar ákveðið margar ein- ingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem starfi þeirra fylgir. Ein eining jafngildir 9.573 krónum og greiðast einingar alla mánuði ársins, einnig í sumarleyfi en af því leiðir að ekki er greitt orlofsfé á einingar, segir í upp- lýsingum frá Reykjavíkurborg. Borgarritari og sviðsstjórar vel- ferðarsviðs, skóla- og frístundasviðs, og umhverfis- og skipulagssviðs eru með flestar yfirvinnueiningar, eða 26. Þá er borgarskjalavörður með fæstar yfirvinnueiningar, tvær tals- ins. Þar fyrir ofan eru borgarbóka- vörður og forstöðumaður Höfuð- borgarstofu með þrjár einingar. Líkt og fjallað var um í Morgun- blaðinu í gær ákveður kjaranefnd laun æðstu stjórnenda Reykjavíkur- borgar og skal fylgjast með ákvörð- unum kjararáðs ríkisins, sem nú hef- ur verið lagt niður, sem snerta þau embætti sem höfð eru til viðmiðunar. Formaður kjaranefndar, Inga Björg Hjaltadóttir, sagði frá því í samtali við Morgunblaðið í gær að viðbót- areiningar væru til skoðunar hjá nefndinni en hins vegar væru ákvarðanir um almennar launa- hækkanir ekki í farvatninu. Þó að kjaranefnd horfi til launa ákveðinna embættismanna ríkisins, s.s. ráðuneytisstjóra og skrifstofu- stjóra við Stjórnarráð Íslands, við ákvörðun launa æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar er ekki um beina tengingu að ræða. „Samkvæmt fyr- irliggjandi gögnum er hvorki full- komið samræmi milli grunnlauna, fjölda viðbótareininga né heildar- launa þessara hópa hjá ríki og Reykjavíkurborg,“ segir t.a.m. í skjali kjaranefndar frá því septem- ber 2017 þegar síðast var tekin ákvörðun um launahækkanir emb- ættismanna Reykjavíkurborgar, sem heyra undir nefndina. Borgarritari og sviðs- stjórar launahæstir  Hæstu laun um 1,5 milljónir  Kjaranefnd ákveður laun Launakjör starfsmanna Reykjavíkurborgar 2006=100 2013 2016 *Heimild: Hagstofa Íslands. **Heimild: Kjaranefnd Reykjavíkurborgar. ***Grunnlaun og föst yfirvinna. Laun stjórnenda Reykjavíkurborgar, sem falla undir kjaranefnd** Heildarlaun (kr.)*** Borgarritari 1.587.941 Sviðsstjórar Sviðsstjórar velferðarsviðs, skóla- og frístundasviðs, um- hverfis- og skipulagssviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs. 1.495.726 til 1.543.591 Stjórnandi I Stjórnendur sem stýra ekki sjálfstæðu sviði en eru með sjálfstæða rekstrareiningu og heyra undir borgarstjóra. Borgarlögmað- ur. Innri Endurskoðandi. Umboðsmaður. 1.371.277 til 1.495.726 Stjórnandi II Stjórnandi í miðlægri þjónustu sem heyrir undir borgar- stjóra. Skrifstofustjóri borgarstjórnar. 1.333.183 Stjórnandi III Stjórnandi í miðlægri þjónustu sem heyrir undir borg- arritara. Skrifstofustjóri borgarstjóra og borgaritara. Fjármálastjóri. Skrifstofustjórar eigna- og atvinnuþróunar og þjónustu og rekstrar. Mannréttindastjóri. 1.201.968 til 1.351.972 Stjórnandi IV Stjórnendur á sviði sem heyrir undir sviðsstjóra. Skrifstofustjórar USK, VEL, SFS, ÍTR og menningar og ferðamála. 1.058.373 Skrifstofustjórar framkvæmda og viðhalds, umhverfisgæða, reksturs og umhirðu, fagskrifstofu leikskólamála, fagskrifstofu grunnskólamála, menningarmála, framkvæmd þjónustu, þjónusta heim, ráðgjafaþjón- ustu, frístundamála. Samgöngustjóri. Framkvæmdastjóri heilbrigð- iseftirlits. Byggingarfulltrúi. Skipulagsfulltrúi. Framkvæmdastjóri Barnaverndar. Hverfisstjóri Breiðholti. Framkvæmdastjórar þjónustu- miðstöðvar Laugardals og Háaleitis, Grafarvogs og Kjalarness, Árbæjar og Grafarholts, Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Fjármálastjórar SFS, USK, VEL, SFS, USK og VEL. 1.075.992 til 1.201.968 Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. 1.104.711 Stjórnandi V Stjórnandi í miðlægri þjónustu sem heyrir undir stjórnanda III. Borgarskjalavörður. Borgarbókari. Skrifstofustjóri Fjár- málaskrifstofu. Deildarstjóri kjaradeildar Fjármálaskrifstofu. Starfs- mannastjóri Reykjavíkurborgar. 1.104.711 til 1.133.430 Stjórnandi VI Stjórnandi sem heyrir undir sviðsstjóra. Borgar- bókavörður. Safnstjóri Borgarsögusafns. Safnstjóri Listasafns. Forstöðumaður Höfuðborgarstofu. 954.573 til 1.040.730 Launavísitölur (heildarlaun) árin 2013 og 2016* Almennur markaður alls Almennur markaður, stjórnendur Opinberir starfsmenn, ríki Opinberir starfsmenn, sveitarfélög 195 170 196 196 156 143 151 150 Borgarritari Sviðsstjórar Stjórnandi I Stjórnandi II Stjórnandi III Stjórnandi IV Stjórnandi V 135 161 161 153 160 135 148 109 130 123 124 127 110 120 Stjórnendur Reykjavíkurborgar, sem falla undir kjaranefndBaldur Arnarson baldura@mbl.is Clive Stacey, framkvæmdastjóri bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World, segir marga Breta hafa haft orð á því undanfarið að þeir muni ekki ferðast til Ís- lands meðan Ís- lendingar veiða hvali. Ferðaskrif- stofan hefur skipulagt ferðir til Íslands í 35 ár og flutti í fyrra um 14 þúsund manns til landsins. „Fyrirtæki mitt hefur að undanförnu verið með sýn- ingu á árlegri sýningu fuglaskoðara í Bretlandi. Við höfum tekið eftir því að umtalsverður hópur fólks hefur komið við á básnum okkar og haft á orði að þótt það myndi virkilega vilja heimsækja Ísland heim muni það ekki gera það fyrr en hvalveiðum verði hætt. Gestir sýningarinnar eru verðmæt- ir ferðamenn. Þeir verja jafnan mun meiri tíma og fjármunum í ferðalög en hinn dæmigerði ferðamaður. Þeir vilja almennt heimsækja afskekktari svæði á Íslandi. Það eru einmitt ferðamennirnir sem við þurfum til að dreifa straumi ferðamanna betur um Ísland,“ segir Stacey. Dró athyglina að veiðunum „Nýlegar fréttir af veiðum á blend- ingi steypireyðar og langreyðar hafa vakið slíka athygli á hvalveiðum á Ís- landi að við höfum ekki séð dæmi um slíkt áður. Það hryggir mig að annars hrein ímynd landsins skuli hafa beðið hnekki vegna þessa,“ segir Stacey, sem skorar á Íslendinga að endur- meta áform um hvalveiðar á næsta veiðitímabili. Það þjóni hagsmunum þjóðarinnar að hætta hvalveiðum. AFP Hvalveiðar Blendingshvalurinn sem var veiddur fyrr í sumar. Koma ekki út af hvalveiðunum  Ferðaheildsali varar við áhrifum Clive Stacey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.