Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gerðu ráð fyrir að rekast á alls
konar fólk úr fortíðinni næstu vikurnar.
Reiknaðu út hvað þú skuldar mikið og
gerðu ráðstafanir út frá því.
20. apríl - 20. maí
Naut Misstu aldrei trúna, þótt einhver ský
kunni að draga upp á himininn. Leitaðu
hjálpar eða hafðu samband við sérfræðing
svo hlutirnir séu rétt gerðir strax.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki reiðiköst annarra setja
þig út af laginu. Gleymdu því sem ætlast
er til af þér og hlustaðu á þína eigin rödd.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Mundu að kapp er best með
forsjá. Einhver hittir á snöggan blett á þér,
haltu samt þínu striki. Einhver lofar bót og
betrun, ætlar þú að gefa því séns?
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er eitt og annað sem svífur í
lausu lofti hjá þér svo þú þarft að ná betri
tökum á hlutunum. Til að forðast meiri
spennu skaltu forðast frekjudollur sem
verða á vegi þínum í dag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er sama hvað þú ert að glíma
við; þú ert örugglega ekki eina mann-
eskjan sem svo er ástatt fyrir. Lausnin er
innan seilingar og kemur skemmtilega á
óvart.
23. sept. - 22. okt.
Vog Notaðu daginn í verslun og viðskipti.
Reyndu að taka öllu með jafnaðargeði og
gera það besta úr hlutunum. Þú hristir eitt
matarboð fram úr erminni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Öll þurfum við einhvern tíma
hjálp og stuðning. Gömul vandamál skjóta
upp kollinum sem þú ættir að bera undir
góðan vin. Til þess eru þeir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert að velta því fyrir þér
hvort þú eigir að sýna meiri hörku í við-
kvæmu máli. Að tala hreint út hreinsar
andrúmsloftið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Líklegt er að vinur þinn komi
þér á óvart í dag. Fyrirhyggjulaus eyðsla
verður þér bara til vandræða. Einhver lofar
þér gulli og grænum skógum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nýjungar eiga til að rugla fólk í
ríminu í fyrstu, en hæfnin og sjálfstraustið
eykst með tímanum. Þér verða slegnir
gullhamrar sem gera þig orðlausa/n.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert full/ur af krafti og vilt gera
allt í einu. Kláraðu fyrst gömlu verkefnin.
Þú getur sigrað heiminn ef þú bara vilt.
Davíð Hjálmar Haraldsson segirfrá því á Leir að í ferð Ein-
ingar-Iðju til Austurríkis á dög-
unum hafi verið dálítið ort. Hér er
sýnishorn og segist Davíð Hjálmari
svo frá: – „Harpa leiðsögumaður
fræddi okkur um allt sem fyrir bar
og var nákvæm og talnaglögg.
Margt af þessu var merkilegt, jafn-
vel stórundarlegt, og settist í
minnið.
Austurríki er í svo miklum halla
að ekki er hægt að brynna kúm
í dalla.
Við fjallavötn er samfelld sæld og
friður
68 km niður.
Á einu veitingahúsinu fengum
við óvenjulegan súpudisk.
Ég er ekki fyrir gálaust gisk,
gaman finnst mér stundum samt
að pæla.
Ég fékk súpu í svo djúpan disk
að dýpið þyrfti Hörpu til að mæla.
Björn formaður stjórnaði öllu
með röggsemi, fór fremstur og
ruddi erfiðleikum úr vegi. Í bílnum
var hann duglegur að rukka það
sem hann sagðist hafa borgað fyrir
okkur og safnaði þá í sekk.
Enn man ég vorin með indæla for
er ösluðu leðjuna trukkar.
Í gólfinu á rútunni greina má spor,
þar gengur hann Bjössi og rukkar.
Ólygnir sögðu söfnunarsekk
Björns miklum mun þyngri við
heimför en brottför frá Íslandi.
Safnast menn í sumarfrí
með sína bestu vini.
Formaðurinn fór þó í
fjáröflunarskyni.
Harpa var ekki bara afburða
leiðsögumaður, hún var einnig af-
skaplega hjálpsöm. Eitt sinn þurfti
hópurinn á snyrtingu og var orð-
inn dálítið tæpur. Þarna var gjald-
hlið og var tímafrekt að setja ná-
kvæma upphæð í þrönga rifu til að
fá aðgang. Harpa fór þá að hjálpa
til og skammtaði líka fyrir menn í
rifuna.
Að hliðinu menn hópuðust í keng
og Harpa setti peninga í raufina
en fyrst á þeim sem fremstir voru í
spreng
hún flýtti sér að opna buxnaklaufina.“
Ingólfur Ómar yrkir um veðrið:
Sólarylur yljar brá
eykur gleði mína
alltaf finnst mér sælt að sjá
sól í heiði skína.
Enn yrkir Ingólfur Ómar:
Þraut og pína þrengir að
þungan skell má líða
engan skyldi undra það
þótt Ómar detti í ’ða.
Halldór Blöndal
(halldorblondal@simnet. is)
Vísnahorn
Ort í Austurríki
„BAKSÝNISMYNDAVÉLIN HJÁLPAR ÞÉR AÐ
FYLGJAST MEÐ FYLGJENDUM ÞÍNUM.“
„ÞÚ MISSIR EKKI DÓTTUR. VIÐ ÆTLUM AÐ
BÚA HÉRNA!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sjá eitthvað
sérstakt í hvort öðru.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
FÆTUR MÍNIR
ERU KALDIR OG
BLAUTIR!
ÞETTA ER
ÁHUGAVERT...
SAGT ER AÐ LYKILLINN AÐ LANGLÍFI
SÉ AÐ REYNA EITTHVAÐ NÝTT
ÉG ER
SAMMÁLA...
EF VIÐ TELJUM
BRAGÐTEGUNDIR
AF ÍS MEÐ
MÍNIR
LÍKA!
VIÐ HLJÓTUM AÐ HAFA SLYSAST ÚT Í ÞENNAN
NÝMÓÐINS FLJÓTANDI STEIN!
Víkverji flaug á dögunum meðbresku flugfélagi frá Spáni til
Bretlands sem væri svo sem ekki í
frásögur færandi nema fyrir þær
sakir að flugstjórinn var með
óvænt og óvenjulegt innlegg í upp-
hafi ferðar. Kappinn birtist þá við
enda gangsins með hljóðnema og
Víkverji velti því fyrst fyrir sér
hvort hann ætlaði hreinlega að
hlaða í uppistand að hætti Ara
Eldjárn og slíkra spéfugla.
Því næst flögraði að Víkverja að
eitthvað mikið hlyti að vera að
fyrst flugstjórinn fyndi sig knúinn
til að birtast farþegum með þess-
um hætti; vélin væri örugglega bil-
uð eða heimsstyrjöld skollin á.
Jafnvel hvort tveggja.
x x x
Hvorugt var raunin. Flugstjórinnvar bara að tilkynna um örlitla
töf á brottför vegna þrumuveðurs
á leiðinni. Fljúga þyrfti framhjá
veðrinu og biðröð hefði myndast á
þeirri greiðu leið. Fyrir vikið yrð-
um við að bíða þolinmóð í nokkrar
mínútur uns röðin kæmi að okkur.
Fyrst hann var kominn með
„sviðið“ notaði flugstjórinn tæki-
færið til að hnykkja á örygg-
isþáttum flugsins; hvatti farþega
til að kynna sér öryggisbúnað vél-
arinnar á þar til gerðum spjöldum
í vasanum á sætinu fyrir framan
þá. Ekki endilega okkar sjálfra
vegna heldur ekki síður vegna
allra hinna um borð. Færi eitthvað
úrskeiðis væri mikilvægt að við-
brögð farþega yrðu fumlaus og á
einn veg.
x x x
Víkverji fann að ekki þótti öllumviðstöddum þessa brýning
þægileg og líklega hefur flugstjór-
inn áttað sig á því sjálfur að hann
væri orðinn helst til dramatískur;
alltént lauk hann máli sínu á því að
hann myndi að sjálfsögðu gæta ör-
yggis farþega í hvívetna meðan á
fluginu stæði og gera sitt allra
besta til að koma okkur heilu og
höldnu á áfangastað. Við það létt-
ist andrúmsloftið í vélinni.
x x x
Skömmu síðar fór vélin í loftið ogallt gekk vel. vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég
held í hægri hönd þína og segi við þig:
„Óttast eigi, ég bjarga þér.“
(Jesaja 41.13)