Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 27
á árunum 1978-82, var síðan mat-
ráðskona við dvalarheimilið í Hátúni
og hafði umsjón með félagsstarfi
aldraðra á Eskifirði þar til hún lét af
störfum fyrir fáeinum árum.
Katrín og eiginmaður hennar
settu á stofn Verkstæði Kötu á Eski-
firði 1992 en þar stóð hún fyrir fjölda
handverksnámskeiða fyrir börn og
fullorðna. Auk þess hönnuðu þau
hjónin þar ýmsar minja- og gjafavör-
ur en Kristján, eiginmaður hennar,
hannaði m.a. listmuni úr gömlum
hestaskeifum.
Katrín hefur lengi málað olíu-
myndir, málað á striga, keramik og
silki, unnið í leður og hannað og unn-
ið glerlistaverk: „Eftir að ég lærði
glerlistina úti í Danmörku hef ég
einbeitt mér helst að glermunum,
matarstellum og skúlptúrum. Ég var
lengi með verkstæði úti í bæ en er nú
að dunda mér við þetta hér heima í
kjallaranum.“
Fjölskylda
Katrín giftist 12.5. 1973 Kristjáni
Ragnarssyni, f. 25.11. 1948, fyrrver-
andi bæjarverkstjóra á Eskifirði.
Hann er sonur hjónanna Ragnars
Sigurmundssonar, f. 26.8. 1916, d.
4.10. 2007, vélstjóra á Eskifirði, og
Sigríðar Rósu Kristinsdóttur, f. 10.8.
1923, d. 17.11. 2016, húsfreyju og
verkakonu.
Börn Katrínar og Kristjáns eru 1)
Guðmundur Ragnar Kristjánsson, f.
13.1. 1974, pípulagningarmaður í
Hveragerði, en kona hans er Halla
Eyjólfsdóttir leikskólakennari og
eru synir þeirra Alexander, Viktor
og Atli; 2) Lilja Bára Kristjáns-
dóttir, f. 29.10. 1975, kennari á Dal-
vík, og eru dætur hennar Katla Rún
og Hekla Rán; 3) Vilhelm Arnar
Kristjánsson, f. 7.1. 1983, húsasmið-
ur í Álaborg í Danmörku, en kona
hans er Mette Kloster fasteignasali
og 4) Sturla Halldór Kristjánsson, f.
2.9. 1984, bifvélavirki og starfs-
maður Marel, búsettur í Reykjavík,
en kona hans er Unnur Hólmfríður
Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur
og eru börn þeirra Jörgen Gauti og
Gígja Margrét.
Systkini Katrínar: Hákon Guð-
mundsson, f. 17.10. 1942, rafvirki á
Akureyri; Ólafur Njáll Guðmunds-
son, f. 25.6. 1945, fórst með ÍS Dóra í
Ísafjarðardjúpi 1989, sjómaður á
Ísafirði; Ketill Guðmundsson, f. 21.3.
1955, d. 17.7. 1985, lengi starfsmaður
við Sparisjóð vélstjóra í Reykjavík.
Foreldrar Katrínar voru hjónin
Guðmundur E. Guðmundsson, f.
16.5. 1917, d. 15.6. 1985, lengi verk-
stjóri hjá Norðurtanganum á Ísa-
firði, og Lilja Halldórsdóttir, f. 4.6.
1919, d. 13.2. 2005, húsfreyja.
Úr frændgarði Katrínar Guðmundsdóttur
Sæmundína Messíana Sigurðardóttir
verkakona á Ísafirði
Albert Brynjólfsson
formaður á Ísafirði
Svanfríður Albertsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Halldór Sigurðsson
skipstjóri á Ísafirði
Lilja Halldórsdóttir
húsfreyja og rak fatahreinsun á Ísafirði
Jónína Barbara Sturludóttir
húsfr. á Ísafirði og í Arnardal,
af Arnardalsætt og Vigurætt
Sigurður Guðmundsson
húsm. í Arnardal í Skutulsfirði
Híram Veturliðason b. í Hlöðuvík
á Hornströndum, síðar í Hnífsdal
ómas Albertsson
prentari í Rvík
TMessíana Tómasdóttir
leik- og listakona í Rvík
Alberta Albertsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
elga Þuríður Marselíusardóttir
húsfreyja á Ísafirði
HÁslaug J. Jensdóttir
framkvstj. á Ísafirði
Frímann Aðalbjörn
Sturluson
skipatæknifr. í
Kópavogi
Sturla Halldórsson
skipstj. og hafnarvörður
hjá Ísafjarðarbæ
Katrín Guðmundsdóttir
Hákon Pétur Guðmundsson
rafvirki á Akureyri
Margrét Magnúsdóttir
húsfreyja á Dynjanda
Bæring Vagnsson
hreppstjóri á Dynjanda
Veturliði Vagnsson
b. á Dynjanda í Jökulfjörðum
Ketilríður Guðrún Veturliðadóttir
húsfreyja og ljósmóðir á Hesteyri
Guðmundur Theofílusson
sjómaður á Hesteyri
Sigurlína Jóakimsdóttir
húsfreyja á Látrum
Guðmundur
Þeófílusson b.
á Atlastöðum
í Aðalvík
Guðmundur
Guðmundsson
b. í Stakkadal í
Sléttuhreppi
Guðmundur Kristján
Guðmundsson b. í
Stakkadal
Rannveig
Guðmundsdóttir fv.
alþm. og ráðherra
Theofílus Þeófílusson
húsm. á Látrum í Aðalvík
Guðmundur E. Guðmundsson
verkstjóri hjá Norðurtanganum og
rak síðar fatahreinsun á Ísafirði
Hólmaborgir Útsýni af pallinum
heima hjá Katrínu á Eskifirði.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
85 ára
Rósant Hjörleifsson
80 ára
Guðbjörg Magnea
Magnúsdóttir
Guðjón Jóhannes
Hafliðason
Magnús Guðmundsson
Pálmi Lorensson
Sesselja Ólafía Einarsdóttir
75 ára
Ágústa Árnadóttir
Erla Kristín Sigurðardóttir
Gunnar Helgason
Halldóra Sigríður
Ásgrímsdóttir
Jón Magni Ólafsson
70 ára
Aðalheiður Helga
Guðmundsdóttir
Ingibjörg Stefánsdóttir
Katrín Guðmundsdóttir
Nijole Simniskiené
Þórdís Elín Jóelsdóttir
60 ára
Ágústa Sigurbjörg
Ingólfsdóttir
Ágústa Þorkelsdóttir
Áslaug Helga Daníelsdóttir
Jóhanna M. Steindórsdóttir
Jón Alberts Kristjánsson
Lyngmo
Magdalena Helga
Óskarsdóttir
María R. Hauksd. Waage
Sigríður Heiða Bragadóttir
Svanhildur Benediktsdóttir
50 ára
Ari Sigurðsson
Elísabet Karlsdóttir
Halldór Kristmundsson
Ingólfur Arnar Kristjánsson
Óttar Hreinsson
Stefán Þórhallur Guðnason
Svanfríður Linda
Jónasdóttir
Vilhjálmur Bergsteinsson
Þorlákur Pétursson
Þórunn Íris Þórisdóttir
40 ára
Bryndís Valdimarsdóttir
Elísabet Hrönn Egilsdóttir
Guðfinna Björg
Björnsdóttir
Guðný Kristrún
Guðjónsdóttir
Hallgrímur Steinsson
Ingigerður Stella Logadóttir
Maik Kirchgaessner
Stefán Svanur Sigurðsson
Tómas Helgi Jónsson
Yannick Víkingur
Hafliðason
30 ára
Arnar Bergþórsson
Atli Már Atlason
Ágústa Dóra Kristínardóttir
Birna Hlín Hilmarsdóttir
Davis Krumins
Elva Björk Bjarnadóttir
Grjetar Andri Ríkarðsson
Guðmundur Ómar
Guðmundsson
Halldór Hallgrímsson
Gröndal
Karl Orri Einarsson
Kristina Jasaité
Reynir Gunnarsson
Róbert Benedetto Patrizi
Serghei Cusnir
Súsan Ósk Scheving
Thorsteinsson
Sveinn Bjarnason
Tuan Minh Nguyen
Vilhjálmur Ólafsson
Til hamingju með daginn
40 ára Bryndís er frá
Stóra-Núpi í Gnúpverja-
hreppi en býr í Hveragerði
og er kennari í grunnskól-
anum þar.
Maki: Sævar Þór Helga-
son, f. 1973, skólastjóri í
Hveragerði.
Börn: Ívar Dagur, f. 2005,
og Valdimar Helgi, f.
2012.
Foreldrar: Valdimar Jó-
hannsson, f. 1951, og
Svanborg R. Jónsdóttir, f.
1953, bús. á Stóra-Núpi.
Bryndís
Valdimarsdóttir
40 ára Guðný er Vest-
urbæingur og hjúkrunar-
fræðingur og vinnur á
heilsugæslunni í Miðbæ.
Hún er einnig með BA í
ensku og bókmenntum.
Systkini: Gréta Sigur-
borg, f. 1968, Stefán, f.
1971. Hálfbróðir Guðnýjar
er Geir, f. 1967.
Foreldrar: Guðjón Eiríkur
Ólafsson, f. 1945, sérkenn-
ari og fv. fræðslustj., og
Hildur Stefánsdóttir, f.
1946, hjúkrunarfræðingur.
Guðný Kristrún
Guðjónsdóttir
30 ára Elva er Hafnfirð-
ingur og er að hefja störf
á þjónustumiðstöðinni
Klettabæ. Hún er með BS
í sálfræði.
Maki: Árni Óli Ólafsson, f.
1983, hljóðmaður hjá
Gamla bíói.
Börn: Bjarni Óli, f. 2013,
Ylfa Ösp, f. 2017, stjúp-
dóttir er Elíana Ísis, f.
2007.
Foreldrar: Bjarni Arnar-
son, f. 1962, og Sigurlaug
Sverrisdóttir, f. 1964.
Elva Björk
Bjarnadóttir
● Rúnar Leifsson hefur varið dokt-
orsritgerð sína í fornleifafræði við
Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist
Dýrafórnir og grafsiðir víkingaaldar á
Íslandi (Ritual Animal Killing and
Burial Customs in Viking Age Ice-
land).
Andmælendur voru Anne Ped-
ersen, fornleifafræðingur við Þjóð-
minjasafn Danmerkur, og James
Morris, lektor við UCLAN.
Doktorsritgerðin var unnin undir
leiðsögn Orra Vésteinssonar, prófess-
ors í fornleifafræði. Aðrir í doktors-
nefnd voru Anne Karin Hufthammer
og Neil Price.
Rannsóknin grundvallast á grein-
ingu allra tiltækra dýrabeina úr ís-
lenskum víkinga-
aldarkumlum.
Með því er ljósi
varpað á dráp og
greftrun dýra á
grafreitum vík-
ingaaldar hér-
lendis. Gögn frá
öllum kumlateig-
um landsins, sem
og úrtak frá Noregi, eru endurskoðuð
á gagnrýninn hátt með það fyrir aug-
um að draga fram einkenni þessara
siða og setja þá í félagslegt og sögu-
legt samhengi.
Rannsóknin er framlag til aukins
skilnings á þróun íslensks samfélags
á 10. öld.
Rúnar Leifsson
Rúnar Leifsson lauk BA-prófi í fornleifafræði við Háskóla Íslands árið 2004 og
MSc-prófi í dýrabeinafræði við University of York árið 2005. Á námstímanum
hlaut hann doktorsnemastyrk frá Rannsóknarsjóði Rannís og hefur verið stunda-
kennari við Háskóla Íslands meðfram námi. Þá sat hann eitt misseri við Univer-
sitetet i Bergen og hefur auk þess stundað rannsóknir á Íslandi, í Noregi og í
Bretlandi. Hann starfar nú hjá Minjastofnun Íslands. Rúnar er giftur Brynhildi
Þórðardóttur, textíl- og fatahönnuði, dóttir þeirra heitir Úlfhildur Andrea.
Doktor