Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018 ✝ SigurbjörgGuðmunds- dóttir sérkennari fæddist á Akureyri 28. mars 1938. Hún andaðist á heimili sínu á Akureyri 15. júlí 2018. Foreldrar henn- ar voru Þórunn Jónsdóttir hús- freyja, f. 13. októ- ber 1908, d. 28. jan- úar 1991, og Guðmundur Jónasson, járnsmiður og leigu- bílstjóri, f. 3. maí 1909, d. 9. júlí 1972. Þau voru búsett á Akur- eyri og Sigurbjörg var fyrsta barn þeirra hjóna af fjórum. Systkini hennar eru: Jónína, f. 6. febrúar 1940, Axel, f. 7. októ- ber 1942, d. 8. júlí 2016, og Jón Oddgeir, f. 16. nóvember 1949. Árið 1968 giftist Sigurbjörg Vilbergi Alexanderssyni, f. 30. september 1937, og eiga þau tvær dætur, Þórunni og Sig- urbjörgu Gróu. Þórunn, f. 1965, er sjúkraliði og býr ásamt eig- inmanni sínum og þremur börn- um í Noregi. Sigurbjörg Gróa, f. 1981, er tölvunarfræðingur og býr með tveimur börnum sínum í Kópavogi. Sigurbjörg lauk kenn- araprófi frá KÍ 1960 og starfaði allan sinn starfsaldur sem kenn- ari. Nýútskrifuð réð hún sig að Barnaskóla Akureyrar og kenndi þar tvo vetur. Sumarið eftir fór hún til Kaup- mannahafnar og sótti námskeið í Askov Höjskole, þar sem hún las danskar bókmenntir og upp- eldis- og kennslufræði ásamt ýmsu öðru sem kom sér vel fyr- ir kennara að kynnast. Frá As- kov lá leið hennar til Kaup- mannahafnar þar sem hún settist í Emdrup skole, sem sér- hæfði sig í fræðslu sem hentaði ungum kennurum. Um haustið réð hún sig sem forfallakennara í skóla í Lyngby og það fannst henni mikil lífsreynsla fyrir ungan kenn- ara. Þegar hún kom heim frá Dan- mörku gerði hún stuttan stans í skól- anum í Kjósinni. Um það leyti kynntist hún mann- inum sínum, sem var kennari við Skóla Ísaks Jónssonar. Vilberg var beðinn að leysa af skóla- stjórann á Ólafsfirði og það varð úr að þau fluttu til Ólafs- fjarðar og voru þar veturinn 1966 við kennslu. Eftir vetr- ardvöl á Ólafsfirði lá leið þeirra til Akureyrar þar sem Vilberg tók við stöðu skólastjóra í Skól- anum í Þorpinu (síðar nefndur Glerárskóli) og Sigurbjörg kenndi þar fram til ársins 2002 þegar þau fóru bæði á eftirlaun. Sigurbjörg bætti við sig ýmsu námi og lauk sérkennaraprófi árið 1973. Auk þess fékk hún orlof frá kennslu árið 1979 og fóru þau hjónin til Danmerkur og á kunnuglegar slóðir, sem var Emdrup. Þetta var mikil vinna en ánægjuleg og lær- dómsrík dvöl sem innprentaði þeim nýjar hugmyndir og reyndist þeim hið besta vega- nesti til næstu ára. Árið 1992 fóru þau hjónin aftur í náms- orlof og þá til Skotlands, Glas- gow, sem varð þeim einnig dýr- mæt reynsla. Útför Sigurbjargar fór fram í kyrrþey að hennar ósk hinn 20. júlí 2018. Þau mistök urðu við vinnslu laugardagsblaðs Morgun- blaðsins að röng mynd birtist með minningargrein um Sigur- björgu. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum um leið og birt er rétt mynd af henni. Það var í eldhúsinu í Gránu- félagsgötu 15 sem fundum okkar bar fyrst saman og ég kynntist til- vonandi mágkonu minni Sigur- björgu. Ég komst fljótlega að því að konan var ákveðin og hafði allt á hreinu. Hún var að koma úr ferð um Evrópu, Sigurbjörg var vel sigld eins og það var kallað á þeim árum. Samtalið snerist um mig og mína persónu og eftir á að hyggja var þetta eins konar úttekt á til- vonandi mági eða á stráknum að sunnan sem var að spá í systur hennar. Henni var greinilega ekki sama hvernig hann var og hvað hann hugðist fyrir, henni fannst greinilega mikilvægt að tilvon- andi mannsefni einkasystur henn- ar væri í lagi. Lillu var umhugað um allt sem sneri að litlu systur hennar. Sigurbjörg var staðföst og ákveðin kona, þannig var skap- ferli hennar, sem nýttist vel í starfinu sem hún hafði valið sér, að eiga við börn sem voru með fjölbreytta eiginleika. Sigur- björgu gekk vel að komast í gott samband við fólk, hún átti stóran vinahóp og þ.á m. útlendinga sem við vorum kynnt fyrir; nutum við þess í ferðum okkar til annarra landa, bæði ein og í fylgd með Sig- urbjörgu. Fjölskyldan var henni kærust og synir okkar voru hændir að henni, hún gaf góð ráð og studdi þá sem þess þurftu. Samveru- stundirnar voru margar. Minnis- stæðar eru ferðirnar til Ung- verjalands og dvöl hjá þeim hjónunum í Glasgow. Það var með ólíkindum hvað hún var ratvís og gott að hafa hana með sér. Örlög- in höguðu því svo að nærvera hennar við barnabörnin var ekki eins mikil og hún hefði viljað; eldri dóttir hennar Þórunn býr í Noregi og yngri dóttirin Sigur- björg í Kópavogi. Síðastiðin ár var heilsu hennar farið að hraka og í febrúar var hún greind með krabbamein. Gerði hún sér fljót- lega grein fyrir að hverju stefndi. Meiri hetjulund og kjarki hef ég ekki orðið vitni að. Línurnar voru lagðar og allt skipulagt, banalega var ákveðin heima, athöfnin í kyrrþey og sálmarnir ákveðnir. Skipulag og regla á hlutunum samkvæmt hennar ósk, þannig var hún og þannig kvaddi hún þennan heim. Ég bið almættið að styrkja Vil- berg, Sigurbjörgu Gróu, Þórunni, fjölskyldur þeirra og systkini í sorg þeirra. Blessuð sé minning Sigur- bjargar Guðmundsdóttur. Sveinbjörn Matthíasson. Sigurbjörg Guðmundsdóttir ✝ Stefanía Guðmundsdóttir, Stella, fæddist að Hvoli í Innri- Njarðvík 28. októ- ber 1934. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 1. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Alfreð Finnbogason frá Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, f. 8.11. 1912, d. 19.4. 1987, og Guð- laug Ingveldur Bergþórsdóttir frá Suðurgarði í Vest- mannaeyjum, f. 18.11. 1908, d. 4.4. 1985. Systkini Stefaníu: Óskírður drengur, f. 22.11. 1933, d. 27.3. 1934, Guðbjörg Edda, f. 20.1. hún lauk skyldunámi. Eftir það stundaði hún nám við Flens- borgarskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Stella hóf ung störf á bif- reiðastöðinni Hreyfli þar sem hún vann alla sína starfstíð. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Kristófer Bonnesen Kristjáns- syni bifreiðastjóra frá Vindási í Landssveit. Þau hjónin byggðu sér hús að Fífuhvammi 35 í Kópavogi þar sem Stella bjó alla sína tíð en síðustu þrjú árin dvaldist hún að hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ. Síðustu árin fóru veikindi að ágerast og andaðist hún að kvöldi 1. ágústs. Útför Stefaníu fór fram í kyrrþey. Þau mistök urðu við vinnslu laugardagsblaðs Morgun- blaðsins að röng mynd birtist með minningargreinum um Stefaníu. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum um leið og birt er rétt mynd af henni. 1936, Finnbogi Geir, f. 4.10. 1937, Laufey Ósk, f. 10.9. 1940, Jón Björgvin, f. 16.12. 1941, d. 27.4. 1942, Jón Már, f. 16.8. 1943. Eiginmaður Stefaníu var Krist- ófer Bonnesen Kristjánsson, f. 21.12. 1927, d. 24.10. 1982. Sam- býlismaður Stefaníu frá árinu 1989 var Örn Kristjánsson, f. 19.6. 1933, d. 6.1. 2011. Stella ólst upp á Hvoli á heim- ili foreldra sinna og var elst af þeim systkinum sem komust upp. Um 12 ára aldur dvaldist hún um tíma hjá ættingjum sín- um í Vestmannaeyjum þar sem Nú er hún Stella frænka okk- ar búin að kveðja. Skrifað stendur í kristilegum fræðum að ef allir sýndu náunga- kærleika þá hyrfu þjáningar heimsins. Stella frænka átti nóg af kær- leikanum. Hún var vinur allra, elskaði blómin og lítil börn og falleg lög í útvarpinu, gaf fugl- unum brauðmola vætta í lýsi, sérstaklega yfir háveturinn. Hún hlúði að hinu smáa og viðkvæma og gat spjallað við alla. Í lífi okkar systkinanna má segja að hún hafi gegnt tvöföldu ömmuhlutverki. Við misstum báðar ömmur okkar þegar við vorum litlir krakkar og því röt- uðu þau hlutverk til Stellu frænku. Okkur verður hugsað til þess í uppeldinu á okkar eigin börnum í dag hvað Stella gaf okkur mikið og hvað við viljum gefa áfram til þeirra. Sá eiginleiki að búa yfir mann- gæsku, kærleika og gleði er ekki öllum gefinn. Það var alltaf stutt í gamanið og hláturinn, hvort sem gripið var í gítarinn, farið í laugina á Voffanum og eldaður „Stellumatur“ á eftir eða farið í ferðalög og tjaldútilegur eða bara einfaldlega fengið sér gult Wrigley‘s-tyggjó sem Stella lum- aði alltaf á í veskinu. Það var allt- af gleði í loftinu þegar Stella kom heim til okkar í Hafnarfjörðinn að passa okkur. Hún var oft hjá okkur á jólunum og fór aðfanga- dagur mikið til í það að bíða út í glugga eftir því að Stella birtist á Voffanum. Sem börn og alveg fram yfir unglingsár vorum við oftar en ekki í Fífuhvamminum, jafnvel heilu helgarnar og tilhlökkunin yfir því að fá að fara til Stellu var mikil. Það gilti svo einu að hvort sem maður kom í heimsókn sem barn, unglingur eða fullorðinn eða ætl- aði rétt að kíkja við, þá var töfr- um líkast, á augabragði, full- dekkað eldhúsborðið eins og um stórveislu væri að ræða. Það gat stundum endað í tveggja eða þriggja tíma heimsókn enda var líka alltaf hægt að spjalla, ætt- fræðin var í sérstöku uppáhaldi og í seinni ár frásagnir frá gamla tímanum. Í bakgrunni allra þess- ara minninga hljómar svo að sjálfsögðu Litla flugan og létt og glaðvær harmonikkutónlist úr útvarpinu og Stella leysandi krossgátur við eldhúsborðið. Allra síðustu árin fjarlægðist Stella okkur smátt og smátt vegna veikinda sinna. Það var sárt að sjá Stellu sem mundi allt, gat rakið ættir, munað söng- texta, nöfn á stöðum á landinu, hverfa inni heim minnisleysisins. Það var eitt sem hún missti aldr- ei og það var að geta brosað sínu hlýja brosi og það jafnvel þó bar- áttan við veikindin léki hana grátt. Og nú er Stella okkar farin. Það er okkar vissa að Stella lifi nú í gleðinni á ný og hitti þá fjöl- mörgu vini og ættingja sem einn- ig eru farnir. Það er ekki ólíklegt að hún sé syngjandi á Voffanum á leið í laugina. Takk fyrir allt, elsku Stella okkar. Karvel Aðalsteinn, Guðlaug Stella og Finnbogi Þorkell Oft hefur verið brosað þegar við rifjum upp fyrstu kynni okk- ar Stellu. Við hjón fluttum á efri hæð hússins við Fífuhvammsveg 35, skömmu fyrir jól 1977. Það var hvasst og rigningin buldi á rúðum og þaki. Okkur gekk illa að sofna vegna þess að niðri var glaumur og gleði, spilað á gítar og sungið. Við ræddum það okkar í milli hvort þetta yrði svona oftar en góðu hófi gegndi. Morguninn eft- ir hittum við Stellu í fyrsta sinn. Hún var miður sín vegna þess að hún vissi ekki að við hefðum flutt inn daginn áður. Kristófer (Bonni) maður hennar var fimm- tugur og vinir og kunningjar komu til veislu. Þetta var upp- hafið að langri og traustri vináttu okkar og fyrstu kynni af ná- grönnum sem urðu vinir okkar einnig. Þar með vorum við komin í afmælishópinn hennar Stellu. Stella var trygglynd og traust kona. Það fengum við og börn okkar að reyna og njóta með ýmsum hætti. Hún kallaði son okkar afmælisstrákinn sinn, þar sem hann fæddist á afmælisdegi hennar. Tryggð hennar og sam- viskusemi kom víða fram. Garð- urinn naut hennar og hún gaf okkur góð ráð í þeim efnum. Vor og sumar naut hún þess að stjana við blómin og átti til að gleyma stað og stund og dunda í garðinum fram yfir miðnætti. Stella var glaðlynd og átti það til að grípa gítarinn og syngja í góðra vina hópi. Hún kunni urm- ul texta og margir þeirra voru ekki á hvers manns vörum. Suma þeirra hafði hún lært í æsku í Njarðvík eða Vestmannaeyjum. Það hefði verið fróðlegt að skrá þá texta. Hún fór ung að vinna á skrif- stofu Hreyfils og vann þar alla starfsævi sína, 50 ár. Þar þekkti hún hvern mann, ætt hans og uppruna að því er virtist. Okkur fannst jafnvel að hún gæti með einhverjum hætti tengt flest fólk við einhvern sem tengdist Hreyfli. Hún var minnug á fólk og atburði og fræddi okkur um ýmislegt frá fyrri tíð. Stella var trygg vinkona okkar allt til loka. Allra síðustu árin fór heilsu hennar hrakandi og alz- heimer-sjúkdómurinn herjaði á með vaxandi þunga. Hún þekkti okkur alltaf og brosti út að eyr- um þegar minnst var á börnin okkar tvö, ekki síst „afmælis- strákinn“. Það var ekki fyrr en fáeinum dögum fyrir andlátið sem hún brást ekki við heimsókn okkar. Við kveðjum með söknuði góða og trausta vinkonu. Megi hún hvíla í friði. Sigríður Bjarnadóttir, Guðmundur B. Kristmundsson. Stefanía Guðmundsdóttir Veðrið ber á blóminu með sum- arrigningu og hreti. Fyrr en varir lýkur sumri, fjallablómið lokar blómkrónunni sinni, alltof fljótt. Þú varst blóm með sterkar rætur og tókst á við það sem líf- ið hafði upp á að bjóða af öllum krafti. Þú varst góður vinur sem hjálpaðir mér við að styrkja mínar rætur og skjóta þeim fast í hina íslensku fjalla- auðn. Það er ótrúlegt hvað við höf- um verið mikið samferða í líf- inu, en þú oftar en ekki skref- inu á undan. Við kynntumst í starfi björg- unarsveitanna, en það átti hug okkar beggja, þá sérstaklega fræðin um leit að týndu fólki. Kennsla var okkur líka hugleik- in, við störfuðum saman um stund í Vatnsendaskóla, en þó var aðalhugsjón okkar menntun björgunarfólks. Það er með tárum sem ég skrifa þennan texta til þín, orð- Edda Björk Gunnarsdóttir ✝ Edda BjörkGunnarsdóttir fæddist 13. janúar 1983. Hún lést 12. ágúst 2018. Útför Eddu Bjarkar fór fram 20. ágúst 2018. in þau koma ekki, það koma bara tár og minningar. Minningarnar um allar þær stundir og drauma sem við áttum saman. Þær stundir sem við átt- um hafa haft mikil áhrif á mig og líf mitt, það væri ekki eins ef þú hefðir ekki verið þar. Þú varst eins og stóra systir mín; leiðbeindir mér og gættir, þú kunnir alltaf réttu svörin, sama hver spurningin var. Ég vil þakka þér fyrir sam- fylgdina. Minningin um þig mun fylgja mér og öllum þeim sem þekktu þig ævilangt. Fjölskyldu þinni votta ég mína dýpstu sam- úð. Einar Eysteinsson. Í einum af sínum mörgum pistlum sem Edda Björk skrif- aði, þar sem hún lýsti baráttu sinni við krabbameinið, hafði hún eftir ömmu sinni spekina: „Kvöldroði bætir, morgunroði vætir.“ Myndlíkingin var veðra- brigði. Kvöldroði táknaði þurrt veður en morgunroði vætu. Edda Björk rifjaði líka upp að í barnshuga hennar boðaði kvöld- roðinn alltaf skemmtilega tíma með mikilli gleði. Þessi visku- korn frá ömmu hennar geta líka átt við líf og brotthvarf Eddu Bjarkar enda vætti morgunroð- inn margar kinnar sunnudags- morguninn 12. ágúst síðastlið- inn þegar við fréttum að baráttunni væri lokið. Undan- farna daga og kvöld hafa svo minningar sótt á og margt flog- ið í gegnum hugann. Það hefur verið gott að hugsa til Eddu Bjarkar í kvöldroðanum undan- farna daga og finna hvernig samvistir við hana hafa bætt líf- ið og gert okkur öll svo miklu ríkari. Barátta Eddu Bjarkar hefur orðið okkur, samferðafólki hennar, mikilvæg áminning um að lífið er áskorun og að það eru í raun forréttindi að lifa hvert ár. Sýn hennar og æðru- leysi hefur líka kennt okkur margt. Uppgjöf var ekki til í hennar orðabók og mætti hún hverri áskorun af ótrúlegum krafti og þrautseigju. Hún lét ekkert stoppa sig en naut þess að hafa sterkt og öflugt bakland í fjölskyldu sinni og einstökum vinum, sem hún átti marga. Edda notaði pistlana sína ekki bara til að lýsa eigin bar- áttu heldur til hvatningar fyrir sjálfa sig og okkur hin sem þá lásu. Það var í raun sama hversu miklum erfiðleikum var lýst; alltaf var niðurlagið hvatn- ing, samanber að „sjaldan væri svo lágskýjað og mikið dimm- viðri að ekki mætti greina ljós- glætu í fjarska“. Hún var líka mjög ákveðin í að minna fólk á mikilvægi þess að njóta lífsins með sínum nánustu og skapa minningar enda var hún dugleg við það sjálf og höfðu vænt- umþykja og hugulsemi yfirhönd yfir veikindum á þeim vett- vangi. Það var í raun óskilj- anlegt hvaðan sú orka kom. Edda Björk var ráðin til starfa hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg haustið 2016 og starfaði við Björgunarskólann í fullu starfi en einnig var hún yf- irleiðbeinandi við skólann á sviði leitartækni. Starf hennar var henni miklu meira en lífs- viðurværi enda áttu björgunar- sveitarstörf og allt sem þeim tengdist hug hennar allan og voru í raun lífsstíll hennar. Hún var virkur félagi í Hjálparsveit skáta í Garðabæ en bakgrunn- inn sótti hún í skátastarf eins og svo margir sem í björgunar- sveitum starfa. Edda Björk var okkur, sam- starfsfólki hennar hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, ekki aðeins frábær vinnufélagi held- ur einnig einstakur vinur sem við kveðjum nú með söknuði. Hún gáraði vatnið hvar sem hún kom og skapaði með okkur skemmtilegar minningar sem við munum njóta að rifja upp um ókomna tíð. Gárur minning- anna munu lifa áfram og verða okkur huggun og falleg minning í kvöldroðanum. Við, samstarfsfólk hennar og vinir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Eddu Bjarkar Gunnarsdóttur. Jón Svanberg Hjartarson. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.