Morgunblaðið - 22.08.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir eru hafnar á Land-
spítalalóðinni vegna byggingar nýs
hátæknisjúkrahúss. Nýr Landspít-
ali ohf. (NLSH) hefur í samvinnu
við Framkvæmdasýslu ríkisins,
samið við lægstbjóðanda, Íslenska
aðalverktaka hf. (ÍAV) vegna GVL-
verkefnis (götur, veitur og lóð) og
jarðvinnu fyrir meðferðarkjarna,
sem verður stærsta bygging nýja
spítalans, alls um 66 þúsund fer-
metrar. Íslenskir aðalverktakar
voru lægstir og buðust til að vinna
verkið fyrir 2,8 milljarða króna.
Um er að ræða framkvæmdir við
götur, göngustíga, bílastæði og ann-
an lóðafrágang á afmörkuðum
svæðum við Hringbrautina auk þess
sem jarðvinna verður í grunni húss-
ins. Einnig er hugað að gerð bíla-
kjallara á síðari stigum til hliðar við
meðferðarkjarnann. Um er að ræða
20 mánaða framkvæmdatíma, allt
fram á vorið 2020.
Meðferðarkjarninn verður stað-
settur sunnan við Barnaspítalann og
mun ná yfir gömlu Hringbrautina.
Breytingar á gatnakerfi sunnan nú-
verandi athafnasvæðis Landspítala
verða óhjákvæmilegar og munu þær
breytingar haldast í hendur við
áfangaskiptingu verksins. Áætlað er
að gömlu Hringbraut verði lokað á
móts við Barónsstíg og Götu 6 (inn-
keyrsla á bílaplön LSH) í lok nóv-
ember 2018 og mun umferð að og
frá Barónsstíg því vera um gömlu
Hringbraut til vesturs með núver-
andi tengingum við Hringbraut.
Þá hefur í sumar verið unnið að
gerð bílastæða norðan megin við
Umferðarmiðstöðina(BSÍ), og er
verkið langt komið. Engar takmark-
anir á umferð hafa verið á svæðinu
til þessa en tengingar frárennslis-
lagna út í götur við BSÍ munu tak-
marka þar umferð síðar í þessum
mánuði.
Reykjavíkurborg leigir Nýjum
Landspítala ohf. þetta svæði tíma-
bundið, á meðan framkvæmdir
standa yfir. Vegna framkvæmdanna
innan lóðar Landspítalans lendir
stór hluti núverandi bílastæða innan
framkvæmdasvæðisins. Á fram-
kvæmdatíma er nauðsynlegt talið að
tryggja aðgengi að spítalanum fyrir
sjúklinga, gesti spítalans og starfs-
fólk. Því sé þörf á bráðabirgðabíla-
stæði, bæði innan og utan lóðar
Landspítalans. Samanlagður fjöldi
stæða verður 237, 150 stæði á vest-
ari reit og 87 á eystri reit. Gjald-
skylda verður á bílastæðunum.
Morgunblaðið/sisi
Ný bílastæði Unnið hefur verið að gerð nýrra bílastæða fyrir Landspítala norðan við Umferðarmiðstöðina.
Jarðvinna vegna nýs
Landspítala hafin
Gömlu Hringbrautinni lokað fyrir bílaumferð í nóvember
Nýr Landspítali Hinn nýi meðferð-
arkjarni verður risastór bygging.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Þetta er bara svona í dýraríkinu,
við ráðum ekki við það. Samtals
hafa komið ellefu fóstur í sumar,“
sagði Kristján Loftsson, forstjóri
Hvals hf., í samtali við mbl.is
spurður um veiði á kelfdri lang-
reyðarkú, sem dýraverndunar-
samtökin Hard to Port birtu
myndir af í fyrradag.
„Þetta gerist í hvalveiðum, og
víðar í dýraríkinu þar sem veiðar
eru stundaðar, alls staðar í heim-
inum. Þetta hefur verið birt í
skýrslum árlega frá 1948. Þetta er
ekkert að gerast í fyrsta skipti í
dag,“ sagði Kristján.
Hann benti einnig á að kelfdar
kýr hlytu að vera góðar fréttir
fyrir hvalastofninn. „Ef við veidd-
um hér heilt sumar og það kæmu
engin fóstur væri eitthvað að.“
Leyft að veiða kelfdar kýr
„Með því að leyfa hvalveiðar
ertu alltaf að leyfa veiðar á kálf-
fullum kúm.“ Þetta sagði Edda
Elísabet Magnúsdóttir, hvalasér-
fræðingur og aðjúnkt í líffræði við
Háskóla Íslands, í samtali við
mbl.is „Þegar verið er að veiða
þessa hvali er ekki nokkur leið að
gera greinarmun á kynjum. Kýrn-
ar ganga með í ár, svo það eru
töluverðar líkur á að veidd sé kýr
sem er á einhverju stigi meðgöng-
unnar.“
Samkvæmt 2. gr reglugerðar
um hvalveiðar er bannað að veiða
hvalkálfa, hvali á spena og kven-
hvali sem kálfar eða hvalir á
spena fylgja. Hins vegar er ekki
bannað að veiða kelfdar hvalkýr,
enda engin leið að vita hvort þær
eru kelfdar eða ekki áður en þær
eru veiddar.
„Ef þú ert að veiða þessi dýr
veistu aldrei hvað þú ert að veiða
nema bara hvort dýrið er um það
bil fullorðið eða ekki. Þú gerir
ekki greinarmun á törfum og kúm,
eða hvort þær eru kynþroska eða
ekki,“ sagði Edda Elísabet.
Afstaða ráðherra er óbreytt
Kristján Þór Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
telur ekki rétt að hverfa frá þeirri
meginstefnu Íslands að viðhalda
rétti til að nýta hvalastofna við
landið með sjálfbærum hætti líkt
og aðrar lifandi auðlindir hafsins,
samkvæmt svari hans við fyrir-
spurn um hvalveiðar, sem birt var
á vef Alþingis 28. júní.
Við spurningunni Styður ráð-
herra að hvalveiðistefna Íslend-
inga verði endurmetin? svarar
ráðherra m.a.: „Í ljósi þeirra
miklu hagsmuna sem Ísland hefur
af sjálfbærri nýtingu auðlinda
hafsins hefur stefna stjórnvalda
verið sú að standa gegn því að
grafið verði undan meginreglunni
um sjálfbæra nýtingu sem byggð
er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t.
með því að gerðar séu sérstakar
undantekningar frá meginreglunni
varðandi ákveðna flokka dýra svo
sem sjávarspendýr. Sjávarútvegs
og landbúnaðarráðherra telur ekki
rétt að hverfa frá þessari megin-
stefnu Íslands.“
Ekki náðist í Kristján Þór við
vinnslu fréttarinnar en aðstoðar-
maður hans staðfesti að svarið
stæði ennþá.
Ellefta langreyð-
arfóstrið í sumar
Náttúruverndarsamtök birtu mynd-
ir af veiðum á kelfdri langreyðarkú
Morgunblaðið/Ómar
Kristján Loftsson Ekki má veiða
kálfa en veiða má kelfdar kýr.
„Hún sást í sjónum við
bryggjuna í fyrradag.
Þetta er fyrsta lundapysj-
an sem við fréttum af í ár,“
segir Guðrún Ósk Jóhann-
esdóttir, starfsmaður sæ-
dýrasafnsins Sæheima í
Vestmannaeyjum, í samtali
við Morgunblaðið.
„Fyrsta pysjan í fyrra
kom 15. ágúst en það er
misjafnt á milli ára; stund-
um sjást þær ekki fyrr en í
september. En nú má fólk
fara að hafa augun opin á
kvöldin og á nóttunni og
taka með sér lugt og kassa
til að setja þær í,“ segir
Guðrún Ósk, en Sæheimar
taka við pysjunum til að
telja, vigta og mæla áður
en þeim er sleppt aftur.
Séu þær horaðar og svang-
ar eru þær skildar eftir til
að fá loðnu í gogginn þar til
þær hafa braggast, eða
fólk fær að taka þær með sér heim
með loðnu í nesti.
„Þó að þessi pysja hafi fundist við
bryggjuna viljum við benda fólki á
að sleppa þeim ekki aftur þar, vegna
þess að það gæti verið olíubrák eða
grútur í sjónum, sleppa þeim heldur
Í vigtun Lundapysjurnar eru mældar í Sæ-
heimum áður en þeim er sleppt.
Fyrsta lundapysja
ársins komin til Eyja
Aðeins seinna á ferðinni en í fyrra
Ljósmynd/Sæheimar
úti í Klauf eða við Hamarinn,“ segir
Guðrún Ósk, sem býst við svipuðu
pysjuári og í fyrra, en lítils háttar
fjölgun hafi orðið og lundarnir séu
að verða úrræðagóðir við að afla sér
annarrar fæðu í sandsílaskortinum.
ernayr@ mbl.is