Morgunblaðið - 22.08.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu
WOW air sem dagsett er 14. nóv-
ember 2017 kom fram að flugfélag-
ið hefði fullfjármagnað rekstur fé-
lagsins út árið 2019 er fyrirtækið
gerði sölu- og endurleigusamning
við flugvélaleiguna Sky Leasing
vegna tveggja Airbus 321ceo-véla.
Fékk flugfélagið þá við afhendingu
vélanna fjóra milljarða króna í
hendur, sem var að hluta til sölu-
hagnaður vegna vélanna en einnig
endurgreiðsla vegna kaupanna.
Þrátt fyrir það stendur yfir fjár-
mögnunarferli á WOW air í dag og
í fréttum síðustu daga hefur krefj-
andi fjárhagsstaða félagsins komið
í ljós.
Hefur hún meðal annars kallað á
skuldabréfaútgáfu sem norski fjár-
festingabankinn Pareto Securities
hefur umsjón með. Nemur fjárhæð
útgáfunnar 500-1.000 milljónum
sænskra króna, sem jafngildir 6 til
12 milljörðum íslenskra króna. Í
fjárfestakynningu fyrir skulda-
bréfaútgáfuna kom fram að litið
væri á hana sem brúarfjármögnun
til næstu átján mánaða eða allt þar
til WOW air verður sett á markað.
Indland ekki í áætlunum
Aðspurð hvað hafi breyst frá því
að fréttatilkynningin var send út í
nóvember til yfirstandandi fjár-
mögnunarferlis segir Svanhvít
Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi
WOW air, að misræmið skýrist af
áætlunum félagsins um áætlana-
flug til Indlands.
„Í nóvember á síðasta ári þegar
tilkynningin var send út var ekki
búið að taka ákvörðun um að hefja
áætlunarflug til Indlands sem er
umtalsverð fjárfesting fyrir félag-
ið. Jafnframt viljum við styrkja
okkur til mun lengri tíma en til
loka árs 2019 og er því núverandi
fjármögnun liður í því,“ sagði
Svanhvít er Morgunblaðið leitaði
svara.
Spurð hvort skilja megi það sem
svo að flugfélagið hefði ekki þurft
á því fjármagni sem nú er sóst eft-
ir að halda ef ekki hefði verið fyrir
Indlandsflugið sagði Svanhvít í
skriflegu svari til Morgunblaðsins:
„Indland er meðal þeirra verkefna
sem eru í gangi hjá félaginu og
eins og fyrr segir erum við að fjár-
magna uppbyggingu félagsins til
mun lengri tíma en út 2019.“
Fyrr í sumar kom fram að WOW
air hygðist hefja áætlunarflug til
Indlands þar sem stendur til að
fljúga nýrri Airbus330neo-þotu
þangað fimm sinnum í viku. Lista-
verð slíkrar þotu er 296,4 milljónir
bandaríkjadala, eða um 32 millj-
arðar íslenskra króna. Orðrómur
þess efnis var aftur á móti löngu
kominn á kreik og í frétt á vefsíðu
Forbes sem birtist sama dag og
tilkynnt var um fjármögnun fé-
lagsins út árið 2019, staðfesti Skúli
Mogensen, eigandi WOW air, að
félagið hygðist bjóða upp á áætl-
unarflug til Asíu. Þar nefndi blaða-
maður Forbes að Indland væri lík-
legasti áfangastaður flugfélagsins í
Asíu.
Indlandsflug vegur þungt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Indland Áætlunarflug til Indlands er umtalsverð fjárfesting fyrir WOW air.
Áætlunarflug WOW air til Indlands sagt breyta fjármögnunarforsendum
milljörðum króna en var tæpir 23 milljarðar ári
fyrr.
Handbært fé félagsins hækkar um 1,3 millj-
arða milli ára og nemur nú 1,4 milljörðum
króna, en var 81 milljón í lok árs 2016.
Enn deilur við Glitni
Í ársreikningi félagsins er reifað að félagið á
enn í deilum við Glitni HoldCo vegna skipta-
samninga að upphæð tæplega tveir milljarðar
króna auk dráttarvaxta.
Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafa
orðið þær breytingar á rekstri félagsins á þessu
ári að Brim keypti 34,01% hlut í HB Granda í
apríl fyrir 21,7 milljarða króna. Brim gerði öðr-
um hluthöfum yfirtökutilboð í kjölfarið og sam-
kvæmt því eykur Brim fjárfestingu sína um 1,9
milljarða króna og á því nú alls 37,02% í HB
Granda. Þá seldi Brim hf. frystitogarann Brim-
nes RE 27 í maí, sem hafa mun jákvæð áhrif á
fjárhagsstöðu Brims, eins og segir í ársreikn-
ingnum. tobj@mbl.is
Hagnaður af rekstri samstæðu útgerðarfyrir-
tækisins Brims hf. nam tæpum 1,7 milljörðum
króna á árinu 2017, en til samanburðar var
hagnaður af rekstri félagsins 116 milljónir árið
á undan. Þess ber að geta að árið 2016 voru
tveir milljarðar gjaldfærðir vegna áhrifa af
gengisdómi sem féll fyrirtækinu í óhag.
Rekstartekjur Brims drógust saman um 7,5%
á árinu og námu ríflega 7,6 milljörðum króna á
síðasta ári en voru 8,3 milljarðar árið 2016.
Eigið fé Brims hf. nam um áramótin 24,3
Brim hf. hagnaðist um 1,7 milljarða
Fyrirtækið tekst enn á við Glitni HoldCo um gjaldmiðlaskiptasamninga
22. ágúst 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 107.54 108.06 107.8
Sterlingspund 138.0 138.68 138.34
Kanadadalur 82.56 83.04 82.8
Dönsk króna 16.608 16.706 16.657
Norsk króna 12.758 12.834 12.796
Sænsk króna 11.774 11.842 11.808
Svissn. franki 108.88 109.48 109.18
Japanskt jen 0.9746 0.9804 0.9775
SDR 149.93 150.83 150.38
Evra 123.88 124.58 124.23
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.8008
Hrávöruverð
Gull 1188.75 ($/únsa)
Ál 1998.0 ($/tonn) LME
Hráolía 71.77 ($/fatið) Brent
● Hlutabréf olíufé-
lagsins Skeljungs
hækkuðu um
8,59% í við-
skiptum í Kauphöll
Íslands í gær.
Námu viðskipti
með bréf félagsins
tæpum hálfum
milljarði króna.
Hækkunin varð í kjölfar afkomuviðvör-
unar sem félagið sendi frá sér seint á
mánudagskvöld í aðdraganda birtingar
hálfsársuppgjörs. Þar kemur fram að
EBITDA spá ársins 2018 hækki um
300 milljónir króna og er eftir tilkynn-
inguna 3.100-3.300 milljónir króna.
Áætlanir um fjárfestingar félagsins
haldast hins vegar óbreyttar eða í
kringum 750-850 milljónir króna.
Félagið segir að hækkaða EBTIDA
spá megi fyrst og síðast rekja til auk-
innar eldsneytissölu, bæði þegar kemur
að flugvélaeldsneyti en einnig elds-
neyti til erlendra skipa.
Skeljungur hækkar í
kjölfar viðvörunar
STUTT
citroen.is
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir opnar virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 8
Sími 515 7040
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
TRYGGÐU ÞÉR CITROËN SENDIBÍL
Á FRÁBÆRU TILBOÐI!
ALLT AÐ 500.000 KR.AFSLÁTTUR
Komdu og ný
ttu þér
frábært tilboð
!
Gildir til 8. se
pt.
CITROËN BERLINGO STUTTUR 1,6 dísil beinsk.
VERÐLISTAVERÐ MEÐ AUKABÚNAÐI:
2.600.000 KR. MEÐ VSK.
TILBOÐSVERÐ:
2.300.000 KR. M. VSK
1.854.000 KR. ÁN VSK.
CITROËN JUMPY VAN LANGUR 1,6 dísil beinsk.
VERÐLISTAVERÐ MEÐ AUKABÚNAÐI:
4.145.000 KR. MEÐ VSK.
TILBOÐSVERÐ:
3.645.000 KR. M. VSK
2.939.000 KR. ÁN VSK.
AFSLÁTTUR
300.000 KR.
AFSLÁTTUR
500.000 KR.
VERÐDÆMI: